Morgunblaðið - 11.09.1932, Page 3

Morgunblaðið - 11.09.1932, Page 3
M O R G UNBll A Ð I Ð ^Rorgttnblatoð Útfí.: B.f. Ái'Takui, ItrkJtTlk. ttltatjðrar: Jön KJartanaaoa. Valtýr Staf&nsaoa. Kltatjörn og afgrelBsla: ▲uaturatrietl I. — Slael (II, ▲ualýalnKaatJörl: H. Baíberf. ▲nalfaing-aekrlf stof a: ▲usturstratl 17. — Maal tll. Melaeaalaar: Jön KJartansson nr. T4I. Valtýr Stefánaaon nr. 1110, B. Hafber* nr. 770. AakrlftaaJald: Innanlanda kr. 1.00 á aaánaVl. Dtanlands kr. 1.10 á aaánnOt, I lansaaölu 10 aura elmtaklB. 10 aura meV Besbðk. Katalonía fær sjerstöðu innan ríkisins. Madrid 9. sept. United Press. PB. Þjóðþingið hefir með 314:24 atkv. samþykt frumvarp um stöðu Kata- lóníu innan lýðveldisins og frum- varpið til umbóta á sviði landbúnað- arins með 318:19 atkv. Afvopnunarráðstefnan. Fer hún út um þúfur vegna jafnrjettiskröfu Þjóðverja? Grenf 9. sept. United Press. PB. Aðalnef nd afvopnun arráðstef nunn- &r kemur saman á fund þ. 21. sept. samkvæmt áætlun, en menn óttast, að fundum verði frestað samdæg- urs, vegna ótta við að Þjóðverjar neiti að taka þátt í störfum ráð- sstefnunnar. málamiðlun í bresku launadeilunni. Manchester 10. sept. United Press. PB. Báðir aðilar í launadeilunni hafa fallist á að gera frekari tilraunir til þess að ná samkomulagi. Er þetta árangurinn af brjefum verkamálaráðu neytisins til deiluaðila. Verkamálaráð herrann, Sir Henry Betterton, hefir ákveðið fund í Manchester á þriðju- ■dag, og verður E. G. Leggett forseti fund'arins, en hann er skrifstofustjóri í verkamálaráðuneytinu. Barnalömun í Grænlandi. í hjeruðunum umhverfis Sykurtopp •og Holsteinsborg í Grænlanidi hefir barnalömunarveiki geisað í sumar. — Segir svo frá í „Tingakrossur“ að út af þessu hafi færeysku sjómennimir, .sem eru að veiðum hjá Grænlandi, forðast það eins og heitan eldinn að hafa neitt samband við þessi hjer- uð. — Eina viku dó 21 barn úr þess- ari veiki. Skólaskipið ,Niobe‘. Það var 26. júlí að þýska skóla- •skipið „Niobe“ sökk í Eystrasalti og fórust þar 69 menn. Nú nýlega hefir Þjóðverjum tekist að hefja það frá botni og draga það marandi í kafi inn til Kiel. Þar tóku björg- unarskipin „Kraft“ og „Wille“ við og komu því á flot. Þegar farið var að leita í skipinu, fundust þar 31 lík. Voru þau öll jörðuð samtímis í Kiel með mikilli viðhöfn. Lýsisverkun og lýsisverslun. Verðgildi lýsis mið- að við fjörefnagildi þess. Ásgeir Þorsteinsson verkfr. er ný- kominn heim frá Noregi og Dan- mörku. Erindi hans þangað var að athuga vjelar til svonefndrar kald- hreinsunar á lýsi. Hann er í stjórn Lýsissamlags ísl. botnvörpunga, og fór á vegum fjelagsins, sem hefir sett sjer það mark, að gera íslenskt meðala lýsi að fullverkaðri vöru, sem hægt sje að selja beint til neytendanna. Um lýsisverkunina og lýsisverslun- ina hefir Ásgeir Þorsteinsson sagt blaðinu: Til þess að lýsið sje fullverkuð vara við hæfi neytendanna, þarf það að vera kaldhreinsað, sem kallað er. Hingað til höfum við orðið að láta okkur nægja að hreinsa úr lýsinu sora og vatn og jafna gæði lýsisins. En þær kröfur eru gerðar til meðalalýsis, að í því sjeu engin „föst“ fituefni, sem storkna, þegar hitastig lýsisins kemur niður að frostmarki. Lýsi það, sem hjeðan flyst, og ekki er kald'hreinsað, er því selt til milli- liða; lýsiskaupmanna í Noregi og Bandaríkjum og víðar, sem síðan kaldhreinsa það og selja neytendum. Nú hefir Lýsissamlag ísl. botnvörp- unga ákveðið að koma upp stöð fyrir kaldhreiiisun á lýsi. Verður væntan- lega fest kaup á áhöldum í stöð þessa svo tímanlega, að hún geti tekið til starfa á næstu vertíð. Erá stöð þessari verður svo hægt að selja hið fullverkaða íslenska lýsi beint til neytenda hvar sem er í heim- Fjörefnagildið. Fjörefnarannsóknirnar eru nú komnar á svo fastan grundvöll, að hægt er að tilgreina fjörefnagildi fæðuteg- undanna með sama mælikvarða um allan heim. Hefir þá jafnframt komið fram sú krafa, að fullverkuðu lýsi, sem selt er, fylgi skilgreining á f jör- efnagildi þess, sem bygð væri á ó- hrekjandi athugun á lýsinu. Má því búast við, að á lyfja- skrám verði það gert að skilyrði, að lyfjabúðir selji ekki meðalalýsi, nema því fylgi vottorð um fjörefnagildi þess. Af þeim rannsóknum, sem þegar eru gerðar á íslensku lýsi, hafa menn ástæðu til að gera sjer vonir um, að það sje sjerlega auðugt af fjörefnum, í samanburði við lýsi það, sem aðr- ar þjóðir framleiða. Því meiri ástæða er til þess fyrir okkur, að fullverka lýsi okkar, svo við getum selt það beint til erlendra lyfjabúða. En þá verðum við að sjá okkur fyrir fjörefnarannsóknum á lýsinu. Jeg býst við því, segir Ásg. Þorst. að við getum notið þar leiðbeininga dr. Skúla Guðjónssonar, fyrsta sprett- inn. Hann er manna fróðastur í fjör- efnarannsóknum. Frá stofnun þeirri, sem hann starfar við, getum við fengið óyggjandi vottorð um fjörefna- gildi hins fullverkaða útflutningslýsif fyrst í stað. En fljótlega ættum við að koma upp áhöldúm og tækjum til fjörefnarannsókna hjer heirna, svo við getum sjálfir rannsakað lýsið, og gefið um það nauðsvnleg vottorð, svo það verði trygg verslunarvara. VLsbendingar um, að íslenska lýsið sje sjeriega fjörefnaríkt, æjtu að ýta undir okkur um að koma lýsisverkun og -verslun okkar þannig fyrir, að við njótum sjálfir þeirra gæða, sem ís- lenska lýsið hefir, með því að koma því sem fyrsta flokks vöru í hendur neytendanna sjálfra. Má óefað vænta þess, að Níels Dungal geti hjer, með rannsóknastarfi sínu orðið íslenskri útgerð að miklu gagni. Fái hann tæki í hendur til f jör- efnarannsókna, getur hann rannsakað lýsið jafnóðum og það er framleitt, og sagt til um fjörefnagildi þess. □agbóh. □ Edda 59329133þí> (þriðjudag. Jarðarför frá dómkirkjunni. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Lægðarmiðjan er enn við SV-strönd Is lands, og er vindur því A—SA-læg- ur nema um NV-hluta landsins þar er N-átt. Um alt lánd er nokkur rigning, liiti víðast 8—10 stig. N-átt er ríkj- anidi á Grænlandshafi og úti fyrir V- landi. Lítur út fyrir, að hún nái sjer vestan lands á morgun. Veðurútlit í Rvík í dag: N-kaldi. Ljettir sennilega til. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Aðalheiður E. Ólafsdóttir, Vitastíg 8 A og Runólfur Ejarnáson járnsmíðanemi, Framnesveg 60. — Bethanía. Samkoma í kvöld kl. sy2. Allir velkomnir. NB. Þeir meðlimir kristniboðsf jelaganna, sem vildu taka látt í kaffisamsæti kl. 3 síðd. í húsi K. F. U. M. í tilefni af 70 'ára afmæli mæts fjelagsbróður, eru beðnir að gefa sig fram þar. Fjelagi. fslensk handavinna getur fyllilega staðið erlendri handavinnu á sporði, iví að íslendingar eru í eðli sínu mörgum listhagari, þegar þeir taka sig tii. Þetta má sjá á mörgu og nú sein ast í gær á Lækjartorgi. Þar var til sýnis „Buick“-bíll, sem Stefán Ein- arsson, Lindargötu 4 hafði smíðað hús á, en Sigurjón Guðbergsson, Klappar- stíg 18 hafði málað. Dáðust menn iví hve vel bílhúsið var smíðað og málað. Og á þessu er sýnilegt, að hjer eru til kunnáttumenn, sem geta leyst roörg þau verk af hendi sem nii eru keypt dýrum dómum frá útlöndum. Hrossamarkaður rýrnar. Fram til 1. september í ár hafa ekki verið flutt út nema 395 hross, en 563 á sama tíma í fyrra. Hrossaútflutningurinn m'inkar með hverju ári, svo að til vandræða horfir. Eina ráðið til þess að bæta úr þessu, er að leggja rækt við hrossakynbætur og ná í markað erlendis fyrir íslenska reiðhesta, því að það er vel hægt, ef vilji er með. Málverkasýning frú Gretu Björns- son í Pósthússtræti verður opin í dag en ekki lengur. Eru því seinustu forvöð fyrir menn til þess að sjá hana. Á sýningunni hafa þegar selst 5 vatnslitamyndir. Ný verslunarvara. Það má kalla, að fiskbein og fiskhausar sje orðin ný verslunarvara hjá oss, síðan byrjað var að mala hausana og beinin og flytja út mjölið. Fer útflutningur á því stórum vaxandi, og bendir það oss á hvílík rányrkja hefir verið framin í fiskveiðum hjer við land að undanförnu, þegar ekkert var hirt af aflanum nema búkar fiskanna og lifr- in — öllu öðru fleygt. í ár hafa fram að þessum tíma verið flutt lit 906.780 kg. af fiskbeinum og hausum og hafa fengist fyrir þau 69.180 kr. Það verð er að vísu mikið lægra heldur en í fyrra. Þá voru útflutt 657y2 þús. kg. og veráið, sem fyrir það fekkst var 107.900 krónur. Morgunblaðið er 8 síður í dag og Lesbók. Súðin var á Kálfsþamatsvík í gær- dag. 10. seplember var dregið um ÁGIJST VERÐLAUNIN á skrif- stofu lögmanns og hlutu þessi númer verðlaun: Kr. 300.00 nr. 8545 Kr. 100.00 nr. 13682 Kr. 50.00 nr. 11658 Kr. 25.00 nr. 12897 Kr. 25.00 nr. 19488 Kr. 10.00 hlutu þessi númer: 2129 23523 22786 18716 18537 14973 1333 22456 19001 12283 8486 1328 11013 22097 18552 5501 12048 15682 17446 6220 8677 212 23465 7478 2157 3727 23997 8850 13885 11357 1218 21293 6571 6232 6128 15686 22455 2732 11931 6080 4878 891 14919 18636 14040 11570 560 617 18774 13393. Kr. 5.00 hlutu þessi númer: 17280 4308 21970 11128 12242 2004 12007 9132 9805 11757 2750 17500 9585 14818 199 13367 1447 20990 16005 16777 18833 21870 1330 17186 7179 4228 6570 999 211 8307 22141 21044 2541 231 17952 15855 22485 22165 15005 11677 24771 14164 14041 12629 19590 226 12478 18657 11536 7311. Handhafar gulu verðlaunamiðanna, með ofan- greindum númerum, vitji verðlaunanna, á skrif- stofu okkar, í Hafnarstræti, kl. 1—3 síðd. alla virka daga nema ekki á laugardögum. 10. október verður dregið um SEPTEMBER VERÐLAUNIN, — GRÆNU VERÐLAUNA- MIÐANA. KaffiMa 0. lohnson & Haaber. Hatta- og Skermabáðin Austurstræti 8. HT Hanst- og Vetrarhattarnir komnlr. Nýjasta tíska. Hvergi smekklegri. Hvergi ódýrari. Ingibiörg Blarnadóttir. Vetrarkíparnar og kfílarnlr eru komnir. Aðeins fegurstu móðar. Lágt verð. Verslun Hristínar Sigurðardnttur. Sími 571. rrtTWfitfu - Laugaveg 20 A.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.