Morgunblaðið - 17.09.1932, Side 2
2
M0R6U NBLAÐIÐ
1 ÖlÍehIÍÍ
Höfam aftnr fengiö
HoloiDiadi spilin.
Þan ern viö taæli allra góðra spiiamanna.
Nýtt dtlkakfet
með lægsta verði. Nýreykt hangikjöt, lifur, hjörtu og svið.
Á kvöldborðið höfum við nýsoðið slátur og ofanálegg alls
konar. Athugið, að versla þar, sem varan er best, úrvalið
mest og afgreiðslan best.
MATARDEILDIN, Hafnarstræti 5. Sími 211.
MATARBÚÐIN, Laugaveg 42. Sími 812.
KJÖTBÚÐIN, Týsgötu 1. Sími 1685.
III sfilu aeð tækifærisvirði
húseignin Lindargata 43 B, með eignarlóð. — Upplýsing-
ar gefur JÓN ÓLAFSSON, málaflutningsmaður, Lækjar-
torgi 1, sími 1250. — Heima 2167.
Skrifleg tilboð má og gefa í eignina.
Hestamannafielagið Fákur.
Þeir hestaeigendur, sem eiga hesta sína í hagagöngu hjá fjelaginu, eru
hjer með látnir vita, að allir hes|ar verða reknir í rjettina hjá Tungu, til
nfhendingar, sunnudaginn 18. þéssa mánaðar. Þeir, sern óska eftir að láta
hesta sína vera lengur, tilkynni það Sigurlásí Nikulássyni.
A. V. Hestar sem ógreidd hagagjöld hvíla á verða ekki afhentir nema
greiðsla fylgi.
STJÓRNIN.
Tfminn og Eimskip.
Rjettleysi hluthafanna.
Það kemur einstöku sinnum fyrir
að jeg lít í blaðið „Tíminn“. Þetta
blað blekkinganna, sem flestu snýr
öfugt, eða ætlar sjer að „umhverfa
landslagi öllu“ eins og Ljót gamla er
hún gekk öfug með hausinn milli fóta
sjer. Enda er ekki við öðru að búast
þar sem óhappa Hrolleifur 20. aldar-
innar hef'ir tekið sjer bólfestu.
1 39. tbl. þess blaðs, er grein sem
heitir: Skipaútgerð ríkisins, og hún
lofuð nijög eins og vænta mátti í því
málgagni, hvað þar sje alt betra, ó-
dýrara og fullkomnara heldur en hjá
Eimskipafjelagi íslands, sem sje orðið
fullkominn ómagi á ríkissjóði, enda
er því fyllilega haldið fram, að það
sem beri að gera sje að alt það
hlutafje, sem reitt var saman í upp-
hafi, og mörg fátæk manneskjan, l>æði
ung og gömul lagði fram, meira af
vilja en mætti, verði gert að engu, með
því að afhenda ríkinu forgangshluta-
brjef fyrir því tillagi sem það veitir
fjelaginu. Þetta er ein eignaránsað-
ferðin hjá þeim sem ekkert vilja sjá
nema ríkisrekstur á öllum sviðum. Jeg
get sagt greinarhöfundi það þó hann
virðist ekki vilja sjá aðra hluthafa en
Eggert Claessen og Jón Þorláksson, að
það er til fjöldi af fátæku fólki sem
á sitt lítið hver af þessum brjefum,
en það er nú ekki verið að flíka því
-á bænum þeim, þegar það passar ekki
í kramið í það sinn.
Yfirleitt hefir sá hugsunarháttur
verið altof ríkjandi hjer á landi að
hirða lítið um hagsmuni hluthafa, þeg-
ar einu sinni er búið að ginna fólk
til að leggja fram fje til einhvers fyr-
irtækis með fögrum loforðum, sem
sjaldan vantar, en rjetturinn virðist
oft ekki mikill í reyndinni þegar
búið er að leggja það fram, eða
skyldurnar hjá hlutaf jelögúnum við
hluthafana. Þetta er skaðlegur hugs-
unarháttur, eins og allir ættu að geta
s.ieð og síst til þess fallinn að efla sam
tök manna, því mörgu góðu og nyt-
sömu fyrirtæki má koma á fót með
samtökum fjöldans sem einstaklingi
er um megn, eins og sýndi sig við
stofnun Eimskipafjelagsins, og ættu
beir síst að vera til þess að auka tor-
tryggni manna að leggja fje í annara
hendur, seiri þykjast telja sig fylgj-
andi samvinnu. Qreinarhöfundur segir
að menn muni hafa lagt hlutafjeð
fvam meira til almenningsheilla, held-
ur en til þess að hirða arð af því per-
sónulega. Þetta getur verið að ein-
hverju leyti satt, en það er jafnvíst að
menn bjuggust fastlega við því að fje
þessu væri ekki á glæ kastað og það
mundi að minsta kosti bera sparisjóðs-
vexti, því margur lagði þar fram af
fátækt sinni, og síst var búist við
því að menn yrðu þar fvrir eignaráni
af hinu opinbera eða fyrir aðgerðir
óhlutvandra stjórnmálabraskara.
Eins og mönnum er kunnugt hafa
ekki verið borgaðir neinir vextir af
hlutum manna í fjelaginu á síðustu
árum, og er ekki hægt annað
að segja en hluthafar hafi tekið því
með miklu jafnaðargeði, aðallega
vegna þess að fjelagið er mönnum
hjartafólgið og hafa álitið það ekki
þess megnugt að greiða neina vexti.
En eftir að það er orðið upplýst að
hin slæma afkoma hjá fjelaginu er af
því komin að það hefir int skyldur af
hendi sem því bar alls ekki að gera
sem lilutaf jelagi, en sem ríkið er
skyldugt að kosta, sem nemur eftir
því sem hin stjórnskipaða nefnd hefir
upplýst 650.000 kr. árlega, að frá-
dregnum öllum fjárstyrkjum til fje-
lagsins, þá er það alls ekki líðandi
lengur að það borgi ekki hluthöfum
neinn arð af hlutum sínum, eða rjett-
ara sagt, að ríkissjóður annist um
greiðslu þess, því hans er skyldan. Það
hefði verið ólíkt eðlilegri og sjálf-
sagðari útgjaldaliður í ríkisreikning-
um fyrirfarandi ára, heldur en sumir
þeirra sem þar nú skarta. Þegar það
nú er vitað að í raun og veru hefir
ríkissjóður stórgrætt á fjelaginu, og
fjelagið ' verið hin mesta lyftistöng
þjóðarinnar frá hvaða hlið sem það
e.r tekið og eitthvert mesta sjálfstæðis-
spor hennar.
Jeg fæ ekki sjeð hvaða sanngirni
eða rjettlæti er í því, að þeir menn
sem svo voru þjóðræknir og fórnfúsir
á sínum tíma að leggja fram peninga
til stofnunar fjelagsins, eigi að fá það
til endurgjalds að eign þeirra sje fyrst
haldið arðlausri í fleiri ár og síðan
rændir henni með öllu. Eða er það
nokkur sanngirni að það litla brot
af þjóðinni bæði hjer og erlendis, sem
lagði fjeð fram í upphafi, sje skyldugt
til að fórna þessu fyrir þann mikla
inei rihluta, þjóðariVmar, sem aldrei hef-
ir lagt neitt til stofnunar þess, en fje-
lagið hefir verið illa stætt mörg fyrir-
farandi ár vegna þess að það hefir
tekið að sjer skyldur fyrir alþjóð, sem
það hefir stórtapað lá.
Úr því að fjelagið var stofnað sem
hlutafjelag, og framlagsmönnum talin
trú um að þetta fillag þeirra væri
oign þeirra sjálfra áfram, en ekki
gjöf, þá er það skylda bæði fjelagsins
að haga sjer eftir því og ekki síst
skylda þings og stjórnar að hlaða ekki
svo miklum kvöðum á fjelagið, langt
fram yfir það tillag sem því er veitt,
að fjelagið fái ekki undir risið. Að
ætla sjer með lymsku að eyðileggja
eign hluthafa í fjelaginu, með því að
gera hluti þeirra að annars eða þriðja
flokks vöru —eins og fyllilega er gef-
ið í skyn í „Tímanum“ og það máske
mest vegna þess, að þjóna illu inn-
eti gagnvart fáum mönnum — er í
mesta máta óheiðarlegt.
Komi það fyrir — sem er vonandi
að ekki verði — að leysa þurfi Eim-
skipafjelagið upp, sem hlutafjelag, og
ríkið taki að sjer rekstur þess á ein-
hvern hátt, þá getur það því aðeins
orðið að ríkið jafnframt borgi að
fullu alt blutafjeð og sparisjóðsvexti
vrir öll þau ár að auki, sem fjelagið
hefir ekki greitt þá. Með því eina
móti mætti segja að þing og stjórn
skildi nokkurnveginn sómasamlega við
þá sem lögðu einn aðalhornsteininn
undir gæfu þjóðarinnar og framfarir
hennar á síðari tímum.
Þ. J.
Oánægja innan
bresku stjórnarinnar.
London 16. sept.
United Press. PB.
Fullyrt er, að frjálslyndu ráðherr-
arnir í þjóðstjórn Bretlands, ætli að
segja af sjer. Munu þeir bræða þetta
rneð sjer nú og taka fullnaðarákvörð-
un inn^n fárra daga.
Astæðan til þess, að þeir eru sund-
urþykkir hinum ráðherrunum í þjóð-
stjórninni, er megn óánægja frjáls-
lynda flokksins yfir samningum þeim,
sem gerðir voru í lok Ottawaráðstefn-
unnar. Telur fjöldi frjálslyndra
manna, samninga þá, sem gerðir voru
: Ottawa, algert brot á grundvallar-
atriðum fljálslynda flokksins.
M.s. Dronning
Alexandrine
fer f kvild kl. 8.
Skrlfstofa G. Zimsen.
t
Divan-hillur
H O R N --
ÚTYARPS ----
„AMAGE R“ --
Mjög fallegar
— en
Odýrar
Hdsgaguaversl.
við
Dúmkirkjuua.
Nýreyki
Saufio-
banglklðL
og spikfeitt, nýtt dilkakjöt.
Verðið lækkað.
Lifur — Svið og Pylsur.
M u n i ð:
Hjöt &
nskmetisgerðin,
G-rettisgötu 64.
Sími 1467.
Útibú: Fálkagötu, 2.
Sími 924.