Morgunblaðið - 04.10.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.1932, Blaðsíða 4
MOKGUNBLAÐIÐ «1 Ágætt loftherbergi til leigu, Grett- isgötn 2. Glsenýr silungur, stór lúða og út- vatnaður saltfiskur, fæst á Nönnugötu ó. Sími 655 og austast á Fisksölutorg- init Sími 1127. 2 herbergi og eldhús eða 3—4 her- bergi og eldhús til leigu strax (2 stök herbergi fyrir einhleypa til leigu á sama stað). Mjóstræti 6 (miðhæð). Lág leiga. Forstofustofa til leigu, Bergstaða- stræti 56. Sími 1703. í Lækjargötu 12 B fæst fæði. Sömu- leiðis einstakar máltíðir. Anna Bene- öikfsson. Beglusamur stúdent utan af Iandi óskar eftir heimiliskenslu gegn fæði. Sig. Kristjánsson ritstjóri gefur upp- I.V singar. Kenni unglingum íslensku, stærð- frséði, dönsku og ensku. Les með skóla- böínum. Sanngjarnt verð. UpplyBÍngar 4 Lokastíg 11 kl. 2^-3. Gunnlaugur Traustason. Kvenbolir frá 1.50, Kvenbuxur 1.75, Corselet 3.75, Undirkjólar 4.50^ Sokk- ar 1.75 og margt fleira ódýrt. Versl. ..I*yngja“.__________________________ Morgunkjólaefni frá 3.13 í kjólinn, Kragar, Kragaefni, Silkiljereft í mörg- unt litum, afar ódýrt. Versl. ,Dyngja‘. Örfá stykki af draggardínum (stor- es) nýkomin. Versl. „Dyngja“. Silkiklæði af 3 teg., Silki sjerlega fallegt í peysuföt, Ullarklæði^ afar falleg, Peysuföt, Silki í upphluti frá 5.40 í upphlutinn. Mikið af ódýr- um, munstruðum efnum í Svuntur og Upphlntsskyrtur. Versl. „Dyngja“, Bíuikastræti 3. Hvítt efni í fermingarkjóla frá 2.25 roeterinn. Versl. „Dyngja“. Mjög skemtilegt forstofuherbergi til leigu á Ljósvallagötu 14. Tapast hefir peningabudda með pen- ingum og kvittunum í. Finnandi skili í Liverpool í Hafnarstræti. Notice! If you wish to learn Eng- lish, apply to: John Josephson, „Sail- ors Home“. Miðdagur og fult fæði, Lækjargötu 8. Sigríður Sveinsdóttir. Gott fæði fæst í Þingholtsstræti 12. Stúlku vantar á kaffihúsið Drífandi, Hafnarfirði. Kensla í Hafnarfirði. Ensku og döoskn kennir Friðrik Björnsson, Linnetsstíg 1. Mjólk í flöskum og brauðvörur alls- kpnar selt í Svaninum (við Baróns- stíg og Grettisgötu). Fiskfars, heimatilbúið, 69 aura Y2 kg., fæst daglega á Fríkirkju- veg 3. Sími 227. Kristín Thorodd- sen. — Blóm og Ávextir, Hafnarstræti 5. Sími 2017. — Kransar, ódýrir og smekklegir, bundnir með stuttum fyr- irvara. Sömuleiðis altaf á boðstólum mjög ódýrir blómvendir. Beiðhjól tekin til geymslu. „Örn- úui“, sími 1161, Laugaveg 8 og Laúgaveg 20. Mansjúría sjálfstæð. Tillögur Lytton-nefndarinnar Genf, 3. okt. United Press. FB. Skýrsla Lytton-nefndarinnar um Mansjúrín var birt af Þjóðabandalag- inu í gær (sunnudag). — Á meðal nikilvægustu tillaga nefndarinnar er sú? að Mansjúría verði sjálfstætt land og Japanar verði látnir fara á brott þaðan með her sinn. Lagt hefir verið til, að boðað verði til ráðstefnu eins fljótt og tök eru á, til þess að miðla málum til fullnustu í deilu Kínverja og Japana um Man- sjúríu. Bretar og írar. Londön, 3. okt. TJnited Press. FB. Konungurinn hefir veitt James McNeili, yfír-landstjóra í írska fríríkinu, áheyrn í Buckingham Palace. Fjelst konungur á, að McNeill ljeti af embætti, að sögn að ráði De Valera. V iðskif tamálaráðstef nan. Genf, 3. okt. United Press. FB. Nefnd sú, er framkvæmdaráð þjóðabandalagsins skipaði til und irbúnings alheims viðskiftamála- ráðstefnunni, hefir ákveðið, að boða til ráðstefnunnar í London, en hefir enn ekki ákveðið hvaða dag hún verður sett. Undirbún- ingsnefndin kemur saman á fund í Genf þann 31. þ. m. □agbofc. Enginn veit hvenær slys ber að hðndnm. Líitryggið yðnr 1 Andvðkn. Lækjartorgi 1. Sími 1250. Flutningar muuu hafa verið með mesta móti um mörg ár núna um mán- aðamótin. Flutningabílar voru á ferð og flugi þrjá daga samfleytt um allan bæ hlaðnir húsgögnum og öllu því drasli, sem flutningum fylgir. Nú er ekki skortur á húsnæði hjer í Reykja- vík, eins og stundum hefir borið við áður, og því verða flutningarnir meiri heldur en á nndanförnum árum. Kvennaskólinn í Reykjavík var sett- ur á laugardagihn. Er þar fullskipað bæði í námsmeyjadeild og hússtjórnar- deild. I námsmeyjadeildinni eru um 100 nemendur, en 11 í bússtjórnar- deild. Dansskóli Ástu Norðmann og Sig. Guðmundssonar byrjar miðvikudaginn 5 .þ. m. í K. R.-húsinu. Sjá nánar í augl. í dag. Stefán Hannesson kennari í Litla- Hvammi í Mýrdal flytur fyrirlestur í Hafnarfirði í kvöld kl. 9. Hafnfirðing- ar ættu að f jölmenna til Stefáns. Hann er ágætur fyrirlesari. Kristján Kristjánsson söngvari er væntanlegur hingað til bæjarisns um miðjan þenna mánnð; ætlar hann að dvelja hjer vetrarlangt og kenna söng. Kensluna auglýsir hann hjer í blaðinu síðar. Báðleggingarstöð fyrir barnshafandi konur, Bárugötu 2, er opin fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði frá 3—4. Hjúskapar. Á laugardaginn voru gefin saman á Akranesi af síra Jóni Þörvarðarsyni, Ólöf Hjálmarsdóttir Þorsteinssonar trjesmíðameistara og Kenslnbæknr innlenðar og erlendar, sem notaðar ern hjer við skólana. Rfttf öng altskenar, nanðsynleg lyrlr skðlaiðlk: Stllabækur Glósubækur Reikningshefti Skrifbækur Teiknipappír Teikniblokkir Teikniblýantar StrokletSur. Pennar Pennasköft Pennastokkab Sjáifbdekung-ar með gler- eða gullpenna. Skrúfublýantar Penslar Runa teiknibækur Blýantar Litblýantar Blýantsyddarar Reglustikur Vinklar úr celluloid Horn úr celluloid og margt fleira. Austurstræti 1. Sími 26. IW-KRIIEM Tækllærlskanp. % Þessa viku seljum við eftirtaldar vörur í einu lagii fyrir 10 krónur: - 10 krénnr. - 5 kg. hveiti. [ 2 — strausykur. ? 2 — melis. i 2 stk. smjörlíki. 2 — export. | 1 pk. kaffi. 1 — súkkulaði. r 1 — þvottaefni. Verslnn Porstelns Jénssonar, Bergstaðastræti 15, sími 1994. □ Edda 59321047. — Framh. Fjár- hagsst. Lóðanefnd skýrir frá störfum. Veðrið (mánudagskvöld kl. 5) : Síð- asta sólarhring var kyrt og bjart veð- ur um alt land samfara hæð, sem er að þokast austur yfir landið. Nú hefir þykknað í lofti vestan lands með hægri S- eða SA-átt. Veldur því grunn lægð, sem er fvrir suðaustan land og hreyf- ist NA-eftir. Mun hún hafa í för með sjer dálitla rigningu á 'S- og V-landi næsta sólarhring. Hiti er 7—8 stig á S- og V-landi en 3—7 st. á N- og A- landi. Veðurútlit í Rvík í dag: SV-gola. Smáskúrir. Með Lyra komu hingað í gærkvöldi frá; „íslensku vikunni“ í Stokkhólmi Páll Isólfsson og frú, Sigurður Nordal prófessor og GuðmundHr Finnbogason bó.kavörðnr. Eggert Stefánsson söng í Gamla Bíó á sunnudaginn var við mikinn fögnuð áheyrenda. Bílslys. Á snnnndaginn var bíllinn ■ RE 983 (einkabíll), bílstjóri Geir Baldvinsson, að aka suður í Hafnar- fjörð. Á Arnameshálsinnm mætti hann mönnnm, sem ráku 11 lausa hesta, stóð, sem Gunnar á Selalæk átti. Ók bíllinn beint í hestaþvöguna og á einn liestinn, mölbraut annan afturfót lians fyrir neðan konungsnef, en hinn um mitt læri. Hesturinn var þegar skotinn. Rannsókn fór fram í málinu í gær og mnn það hafa sannast að bílstjórinn hafi verið ölvaður. Dómur er ekki npp kveðinn enn. Bíll ekur á kött. Á laugardagskvöid- ið ók bíll í Bankastræti á lítinn og ljómandi fallegan heimiliskött og varð honum að bana. Iðnskólinn var settur á laugardag- inn kl. 71/2. Nemendur verða þar um 240 í vetur. Kensla bvrjar á föstudag en skipað verður í deildir á fimtndag- inn. Inntökupróf stendur nú yfir og ganga undir það milli 50—60 nem- endur. Loftur Hiilldórsson skipstjóri. Heimili þeirra verður á Akranesi. Á Iaugardaginn vora gefin saman í hjónaband Rannveig Pjetursdóttir og Fiimbogi Eyjólfsson bílstjóri. Á laugardaginn voru gefin saman í hjónaband af síra Bjama Jónssyni ungfrú Sveinsína G. Jóramsdóttir og Lárus B. Sigurbjörnsson. Heimili þeirra er á Framnesveg 28. Trúlofun sma opinberuðu á laugar- daginn ungfrú Sigríður Berndsen kaup manns á Skagaströnd og Maríus Helga son loftskeytamaðnr. Áfram. Nýlega er komin í bóka- verslanir önnur útgáfa af bókinni Áfram, eftir Swett Marden, sem Ól- afur heitinn Björnsson ritstjóri ís- lenskaði. Þetta 4r falleg útgáfa og vel 'úr garði gerð. Alexander Jóhannesson, áður skip- stjóri á „Nirði“, hefir keypt togarann „Draupni“ í fjelagi við nokkra menn. Knattskyrnu-hraðkeppnin á sunnu- daginn fór vel fram, enda var veður dásamlega gott. Hið eina sam að var, þótti áhorfendum að leikurinn gekk ekki jafn hratt og til var ætlast — ,stóð um 3 klukkiishtndir. Fyrst kepptu K. R. og Valur og varð jafntefli, þá Fram og Víkingnr og sigraði Fram með 2:1. Þá kepptu K. R. og Víkingur og sigraði K. R. með 1:0. Þá kepptu Valur og Fram og sigraði Valur með 2:0. Seinast kepptu K. R. og Valur til úrslita og urðu jöfn, 1:1. Úrslit hraðkeppninnar urðu þau að K. R. og Valur fengu 4 stig hvort, Fram 2 stig en Víkingur ekkert. Háskólinn. Nýir stúdentar eru þessa dagana að láta skrá sig í Háskólann. — f gær höfðu verið skráSir: 1 í guSfræSideild, 6:í læknadeild, 4 í laga- deild og 3 í heimspekideild. Nokkrir mnnu ókomnir, sem ætla að byrja nám í vetur. í Háskólanum eru nú nm 145 nemendur. Mikið tjón hefir orðið af völdum flóða í Stjördalen í Þrændalögum, einnig í Veradal. Var mikið korn enn á ökrum úti, í bindum á staurum, og beið heimflutnings, og skolaði flóðið þeim á brott. Er sagt að um 4000 kornstaura hafi rekið niður Stjördals- fljót og safnast við mynni þess NRP. FB. Prinsinn af Wales, sem undanfarna daga hefir verið í Kaupmannahöfn, er nú kominn til Stokkhólms. NRP. UP. Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veður- fregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Til- kynningar. Tónleikar. 20.00 Klubku- sláttur. Frjettir. 20.30 Erindi. Ferðir fuglanna. (Árai Friðriksson). 21.00 Tónleikar: Colló-sóló. (Þórh. Árna- son). 21.15 Upplestur. (Sig. Skúlason, mag.). 21.35 Grammóf óntónleikar: Quartett, eftir Haydn. ftj lilt art islenskam sklpnm! jfi Helgiðagar. í grein er nefnist „Vetrarhjálp* i sí:fnaðanna“ eftir S. Á. Gíslason, í ■ Morgunblaðinu í dag, er þar aðallega i talað um „annað stórmáP‘, samþykt; prestafundarins á Þingvöllum um. helgidagalöggjöfina. j Jeg ætla ekki að taka mjer fyrir ' hendur að gagnrýna tillögur þessar,-, ■ jeg geri ráð fyrir að til þess verði , aðrir, sem stendur það nær, og því i fvrst og fremst löggjafamir sjálfir. En jeg leyfi mje rað gera tillögu £ þessu máli, og er hún sú, að teknir verði úr lögum sem helgidagar þeir,. sem lijer eru taldir: Frá Noregi. Oslo, 29. sept. NRP. — FB. Rannsókn á gigtveiki. Mustad verksmiðjueigandi og frú hafa gefið 300.000 krónur til rann- sókna á gigtveiki. Fjársvik. I fyrradag var handtekinn einn að starfsmönnum „Metall-kompaniet* ‘ í Oslo fyrir svik og fölsun. Hafði hann tekið til eigin nota af fje fjelagsins með svikum 200.000 kr. Launakjör starfsmanna rík- isins. Nefnd af hálfu starfsmanna ríkisins og ríkisstjórnin ætla að ræða saman um launakjör starfsmanna ríkisins. Sundby f jármálaráðherra hefir tilkynt, að fyrsti viðræðufundurinn verði senni lega haldinn á mánudag næstkomandi. Annar dagur Jóla, Páska og Hvíta- sunnu; enn fremur Nýársdagur, Skír- dagur og Uppstigningardagur. Er engi þessara daga helgur haldinn í því' ríki, er við eigum mest við að skifta, en það er breska ríkið. Tel jeg ís- lcndinga ekki meiri nje betri guðs- menn en Breta, nje á nokkurn hátt betur siðaða. Verði helgum dögum fækkað svo,. s<-m hjer er lagt til, ætti að vera unt að halda helgi þeirra daga helgra, sem eftir eru, enn belur í heiðri, en áður, og hefi jeg etkert á móti því að þeir verði helgaðir svo sem verða má, þó búast megi við, að eitthvað kunni xit af að bera helgihaldinu, þegar það kemur mjög ónotalega í bág við rás lífsins, og gang athafna i landsmanna. Ritað 17. september 1932. Ámi Áraason (frá Höfðahólum.) i .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.