Morgunblaðið - 16.10.1932, Page 5

Morgunblaðið - 16.10.1932, Page 5
Snrömdtiginn 16. oktdber 1932. Útvarpsstiórinn játar afbrot sín. Tæpur mánuður er nú liðinn síðan Morgunblaðið vakti máls á því, að nauðsynlegt væri að rannsaka stjórn og rekstur út- varpsins. Jafnframt ákærði blaðið Jónas Þorbergsson út- varpsstjóra fyrir það, að hanr.: notaði fje útvarpsins í eigin, persónulegar þarfir. Þegar ákæran kom fram, ekrifaði Jónas Þorbergssón stór- yrðagrein í Tímann, þar sem hann lýsti ritstj. þessa blaðs ,,op 'nberan rógbera og lygara“ fyr- ir ákæruna. Morgunblaðið Ijet sig engu kifta stóryrði Jónasar Þor- bergssonar. Það hjelt áfram að aðvara þá menn, sem hafa eiga eftirlit með útvarpsstjóranum og krafðist þess enn fastar að mál þetta yrði tafarlaust rann- sakað. Þegar þrjár vikur voru liðnar, án þess rannsókn væri fyrirskip uð, taldi blaðið sér skylt, að leggja sönnunargögn á borðið, ef ske kynni, að það yrði til þess, að ýta undir rannsókn. Birti því blaðið staðfestan út- drátt úr frumbók einnar bifreið- ar við eina af stæi^stu bílstöðv- um bæjarins. Sú skýrsla tók af allan vafa. Skýrslan sýndi, aé Jónas Þorbergsson hafði látið útvarpið greiða bílferðir fyrir sig persónulega og sitt fólk. Þetta sönnunargagn tók af skarið. öll þjóðin vissi nú, að ákæran á hendur Jónasi Þor- bergssyni var rjett. Sjálfur mun hann einnig hafa fundið, að nú yrði ekki framar auðið að kom- ast undan rjettmætum dómi þjóðarinnar, hvað sem rannsókn málsins liði. Nú verður Jónas Þorbergsson að kyngja sínum fyrri stóryrð- um í garð ritstj. þessa blaðs. Hann sjer fram á, að undan- brögð gagna honum ekki leng- ur. Hann sjer þann kost vænst- an, að játa brot sitt. Sú játning birtist í Tímanum í gær. Fjármálaráðuneytið hefir und anfama daga verið að endur- skoða reikninga útvarpsins fyr- ir 1931. Sú endurskoðun hefir að sjálf3ögðu m. a. leitt í ljós, að ákæran á hendur Jónasi Þor- bergssyni var sannleikanum sam kvæm. Enda hefir f jármálaráðu neytið, að sögn J. Þorb. sjálfs skrifað honum og krafið hann um ýmsar upplýsingar viðvíkj- ■ rdi framferði hans. Þetta hef- ir orðið til þess að ýfa skip J. Þorb. og hefir hann í bræði sinni skrifað ráðuneytinu skæt- ingsbrjef, sem hann svo birtir í Tímanum. Þetta brjef J. Þorb. var Mbl. einkar kærkomið, því að þar játar hann fullkomlega afbrot sitt. Brjefið er svohljóðandi: „Útvarpsstjórinn Reykjavík, 15. okt. 1932. Jeg hefi í dag móttekið frá hinu háa fjármáilaráðuneyti nokkrar athuga 1 semdir og fyrirspurnir ráðuneytisins viðkomandi reikningum Rikisútvarps- ins fyrir árið 1931, ásamt fylgiskjöl- um. Mun jeg nœstu daga senda hinu háa ráðuneyti svör mín og umbeðnar upplýsingar. En jeg get ekki komist hjá því, að vekja nú þegar athyg*li ráðuneytisins á því, að undanfarna daga hafa, af pólit- ískum andstasðingum mínum, verið gerðar á mig mjög illkvitnislegar, per- sónulegar árásir út af þéssum reikn- ingum og það áður en ráðuneytið hafði ,Iátið í ljós álit sitt um þá- og mjer gefist kostur á að svara athuga- semdutn og leiðrjetta það, sem ábóta- vant kann að vera, eins og forstöðu- mönnum ríkisstofnana er jafnan gef- inn kostur á. Er mjer að vísu full- kunnugt um, að hinn umboðslegi end- urskoðandi reikninganna á enga sök á þessu. A mig hefir sjerstaklega verið ráð- ist með persónúlegum svívirðingum fyrir það, að jeg hafi látið greiða af fje útva,rpsins bifreiðaakstur, er mjer hafi sjálfum borið að greiða. Þegar jeg tók við útvarpsstjórastöð- unni var það þegair orðið títt, enda hefir orðið hefð, að nokkrar hliðstæð- að ríkisstofnanir ihafa haft bifreiðir til eigin umráða og að forstöðumenn þess ara stofnana hafa talið sjer heimilt, að nota þessar bifreiðir til persónu- legra þarfa fyrir sig sjálfa og fjöl- skyldur sínar. Var mjer og ekki boð- inn neinn varnaður á um þetta efni nje neinar reglur settar um rekstur embættisins yfirleitt. Jeg hefi því, vegna þeirrar reglu, er þannig hefir tíðkast, og verið látin óátalin af ráðu- neytinu, tallið mjer vera þessi hlunn- indi heimil. Líti ráðuneytið þrátt fyrir þetta. svo 'á, að mjer hafi ekki borið þessi hlunnindi, þótt þau hafi verið látin óátalin hjá hliðstæðum stofnunum, mun jeg að sjálfsögðu fúslega endur- greiða ]>að, sem ráðuneytið, við nán- ari athugun, kann að telja offært á rtikningum Rfkisútvarpsins af þessum sökum. Mjer er ljóst, að sú upphæð, sem hjer getur verið um að ræða, hefir ekki fjárhagslega þýðingu fyrir stofnuniná nje sjálfan mig. Hinsvegar skal jeg taka það fram, að ef mjer verður gert að endurgreiða nokkura upphæð af þessum sökum, vil jeg jafnframt leyfa mjer að gera ráð fyrir því, að hið háa ráðuneyti geri ráðstafanir, til þess að nema sams- konar hlunnindi bnrt úr fari annara hliðstæðra embætta. Sjái ráðuneytið sjer hinsvegar ekki fært, vegna und- angenginnar hefðar, að gera slíkar sparnaðar- og rjettlætisráðstafanir, mun jeg neyta rjettar míns og að- stöðu, til þess að bera kröfu um það fram á næsta þingi. Virðingarfylst, (sign) Jónas Þorbergsson. Til f jármálaráðuneytisins, Reykjavík' ‘. Játning sú, sem fram kemur í þessu brjefi er eftirtektarverð og- lýsir einkar vel embættis- manninum Jónasi Þorbergssyni, Hann segir, að sjer hafi ekki verið „boðinn neinn vamaður á“ um það, þegar hann fjekk veitingu fyrir útvarpsstjóraem- bættinu, að hann mætti ekki láta skrifa hjá útvarpinu bíl- ferðir fyrir sig persónulega og fjölskyldu sína. Hann segir ennfr., að sjer hafi engar ,,regl- ur verið settar um rekstur em- bættisins yfirleitt". Vörn J. Þorb. er þessi: Vegna þess, að Tr. Þórhallsson, sem veitti mjer embættið, tók það ekki fram, að jeg mætti ekki nota fje útvarp^jns í persónu- legar þarfir og vegna þess, að mjer voru yfirleitt engar ,,regl- ur“ settar í þessu efni, taldi jeg mjer heimilt að láta útvarpið greiða bílferðir fyrir mig per- sónulega og fjölskyldu mína! Sennilega yrði það margt, aem Jónas Þorbergsscn teld' sjer heimilt að gera, ef þess afsökun hans yrði tekin góð og gild. Hann gæti t. d. látið út- varpið greiða úttekt sína í versl unum, kosta ferðir sínar á kjós- endafundi vestur í Dali, greiða húsaleigu fyrir sig, kaupa íbúð- arhús eða byggja o. s. frv. Vafa- laust hefir J. Þorb. ekki verið „boðinn neinn varnaður“ á neinu þessu fremur en bílanotk- uninni. Enda mun það ekki vera venja, þegar embætti er veitt, að taka það sjerstaklega fram við þann, sem embættið fær, að hann skuli vera heiðvirður og ráðvandur maður. Jónas Þorbergsson, hefir með þessu brjefi sínu til fjármála- ráðuneytisins sýnt það, að hann er gersamlega óhæfur til þess að gegna nokkurri stöðu, sem ábyrgð fylgir. Hann verður því tafarlaust að fara úr embætti og rannsókn fram að fara á öll- um hans embættisrekstri. Reykjavíkurbrief. 15. október. Veðrið. (9.—15.) Síðasta dag vikunnar á undan (laugard. 8. okt.) lauk með N-stormi og stórrigningu um mestan hluta landsins. í Reykjavík var veð- urhæðin 10 vindstig (um 25 m. á sek) A Snæfellsstöðinni varð vindhraðinn 29 m. á sek. enda brotnðu þlá loft- skeytastengurnar og loftnetið fjell niður. Vikuna sem leið hefir verið önd- vegistíð á Suðvesturlandi, stilt, úr- komulítið og mjög hlýtt eftir árstíð. Á fimtudaginn var NA-garður á Norð- vestur og N-landi en nláði alls ekki til Suðurlandsins. Hámarkshiti í Rvík hefir verið 7— 10 stig alla daga vikunnar. Lægstur varð hiti 0.5 st. aðfaranótt föstudags. Úrkoma um 20 mm. Sannvirði vinnunnar. Samvinnuiitgerðin á togaranum Haukanes (áður Nirði) er nýjung í íslenskri útgerð, sem vert er að gefa gaum. Má vænta mikils góðs af því framtaki þeirrar skipshafnar. Skipshöfnin myndar f jelag og eign- ast skipið. Af andvirði aflans er greiddur allur útgerðarkostnaður, og lagt í nauðsynlega sjóði til þess að tryggja framtíð og velgengní fjelags- ins, til viðhalds á skipi o. s. frv. Oðrum afrakstri af aflasölu skifta fjelagsmenn með sjer, eftir þeim hlut- föllum sem fjelagslögin ákveða. Fjelagsfundir hafa æðsta vald um reksturinn, og allir jafnan atkvæðis- rjett þar. Skipstjóri er Jón Högnason, valin- kunnur sæmdarmaður. Rekstur þessa togara er þannig orð- inn einskonar friðhelgur reitur, þar sem engar kaupdeilur, úlfúð eða tor- tryggni kemst að. Sjómennimir sem að aflanum vinna hafa tekið á sig alla fjárhagslega láhættu — og um leið fengið alla gróðavon. Kaup þeirra fer eftir aflamagni og aflaverði. Þeir fá einmitt það, sem þeir vinna fyrir, og Heildsölnbirgðir s Þakjárn No. 24 og 26. Gaddavir. - Girðingarnet. „Góða frú Sigríður, hvernig fer þú að búa til svona góðar köknr?“ „Jeg skal kenna þjer galdurinn, Ólöf mín. Not- aðu aðeins Lillu-genð og Lillu-eggjaduftið og hina makalaust góðu bökunardiropa, alt frá Efnagerð Reykjavíkur. En gæta verður þú þess, v að telpan Lilla sje á öllum umbúðum. Þessar ágætu vörur fást hjá öllum helstu kaupmönnum og kaupfjelögum á landinu, en taktu það ákveðið fram, Ólöf mín, að þetta sje frá Efnagerð Reykjavíkur“. „Þakka, góða frú Sigríður greiðann, þó galdur sje ei, því gott er að muna hana Lillu mey“. Viljum selja hús vort á Hofstanga á Kjalarnesi til niðurrifs, eða notk- unar á staðnum. Húsið er úr timbri, járnklætt. Það er 10 x 33 metrar að stærð. Þeir, sem vildu skoða húsið, geta snúið sjer til Ólafs Finnssonar, Bergvík, eða til vor sjálfra. Tilboð um kaup á húsinu sendist oss fyrir lok þessa. mánaðar. H.f. Pípnverksmiðjan, - sfmi 251. hafa sjálfir fullan umráðarjett yfir aflanum. Með þessu hafa þeir sjómenu, sem hjer eiga hlut að máli, sýnt, að þeir eru ekki einasta vaskir menn og úr- ræðagóðir úti í hafrótinu, heldur koma sömu eiginleikar í Ijós, þegar finna þarf úrræði í umróti og öngþveiti at- vinnumálanna. Hafa þessir menn aðhylst í verki þá sigurvísu stefnu, að vinnandi mönn um á sjó og landi er hollast að miða kaupgjald sitt við sannvirði þeirrar vinnn, sem þeir á hverjum tíma inna :if hendi. Önnur nýung. í Tímanum um fyrri helgi, er grein eftir Tryggva Þórhallsson, þar sem hann eggjar lesendur blaðsins lög- eggjan að slá skjaldborg um framleið- endur þjóðarinnar og sparifjáreigend- nrna, er leggja fram fje sitt og eigur, sem hið ódýrasta rekstrarfje, og mennina, sem iávaxta fjeð fyrir þjóðina, með framtaki sínu og dugn- aði. Alt það, sem Tryggvi Þórhaltsson miverandi bankastjóri segir í þessari grein sinni, er margendurtekið hjer í blaðinu, eins og eðlilegt er og sjálf- sagt, og óllum kunnugt. En ef Tr. Þ. lítur svo é, að hann hafi fnndið þessa skyldurækni gagnvart framleið- endnm og sparifjáreigendum npp hjá sjálfum sjer, er honum það velkpmið. Liðsinni góðnm málefnum er rjett að taka vel, hvaðan sem kemur, ef fram er borið í einlægni. En ef flokkur Tryggva Þórhallsson- ar ætlar framvegis að berjast fyrir því, að sparifje fái að aukast í land- inu, og framleiðendur allir fái sem besta aðbúð hjá þingi og stjórn, þá er hjer vissulega um að ræða nýung í íslenskum stjómmálum, sem gæti bætt mörg þau sár og meinsemdir, er þjóð vor hefir hlotið á undauförnum. óstjórnarálrum. 30 miljónirnar- Samvinnubúskapurinn í dálkum Tímans um þessar mundir sýnir ekki sem bestan samhug og eindrægni Tíma bænda. í sama hlaðinu sem Tr. Þ. skrifar skynsamlega um framleiðsiu landsmanna og framleiðendur, halda aðrir skriffinnar Tímans -áfram sama óvitaskapnum og áður í fjármálnnum. Þar er hið gamla fúkyrðaraus um bankatöpin og nú er með miklum reigingi talað um, að landsmenn hafi á nndanförnum árum meðan Tíma- stjóm isat við völd hækkað skuldir sínar nm 30 miljónir. Hverjum skyldi það vera að kenna, segir þetta ó- nafngreinda gáfnaljós Tímans! Honum dettnr anðsjáanlega ekki í hng að setja hækkandi skuldir landsmanna í neitt orsaka samband við eyðsln og fjársóun Hriflunga. Það er eins og þeim finnist, að fyrverandi stjóm hafi tínt þessar nlál. 30 miljónir upp af götu sinni, er hún eyddi umfram

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.