Morgunblaðið - 28.10.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.10.1932, Blaðsíða 3
íaritawn r ,3 A .1. vr • 'í • X * > * MORGUNBLAÐIÐ 3Hor£nnHato$ w»- * c •* * * < * ♦ 9 « <ft 4 4 * « 9 • t a « frtarof.: H.í. Árrakar, KiykðtTlk. aiutjórar: Jön KJartan«»on. Valtyr Stof&nMom. IKltstjör*' og afcrolöala: Anstnrotrntl t. — Blatl 999« Aufflýalncaatjórl: 3. Hafbars. Aunlýain r&sk rlf otof a: ▲uaturatrseti 17. — Hnl V9I< Hoimaolaaar: Jön KJartamaon ar. T4I. Valtýr StofánMon ar. 1419. 9. Hafbern nr. 770. AakrlftavJald: Innanlanda lcr. 1.00 á atáauBL Utanlands kr. 1.50 á máauBL fl lauoaoölu 10 aura elntaklV. 10 aura mob IaosbölL Kornstulöir f Kússlanöi. Stjórnin ætiar að leffgja líflátshegningu við því ef hungraðir öreigar stela korni til bjarp-ar sjer. Moekva í okt. Línited Press. FB. Ráðstjórnin hefir í huga að láta Mflátshegningu liggja við korhstuldi í ráðstjórnarríkjunum. Vekur það anikla eftirtekt, að rætt er um að :grípa til slíkra ráðstafana til að aippræta kornþjófnaðinn á sameignar 'búgörðunum, en það kemur mönnum þó enn meira á óvart, að hótanir ®m líflátshegningar fyrir slík brot '■m kornþjófnað, hafa ekki haft til- ;ætluð áhrif. Oánægjan éða þrvæntT ii.gin, sem hefir knúð hópa af bæud- iim, til þess að ræna korrii af ökr- <um og úr birgðaskemmum sameign- íirbúgarðanna, er bersýnilega svo öfl- ugy að hún er sterkari on óttinn við aftöku. Hvarvetna eru embætt- ispienn ráðstjórnarinnar og stjói’n- hýllir verkamenn á sameignarbúgörð- unum að skipuleggja næturvarðlið, til "þess að koma í veg fyrir að stolið verði af afurðunum. Kommviiiistísku æskufjelögiu í Ukraine hafa fengið það hlutverk, að vernda sykurrófu- !ii;.])skeruna. Yfirvöldin eiga sem stendur við annað vandamál að stríða. Menn ílytja. í stórhópum frá búgörðunum í þeim hjeruðum, þar sem matvæla- skorturinn er mestur. A fyrstu stjórn Æirárum byltingarmanna, þegar mat- va>laskortur var, leituðu menn úr borg vinum til sveitaþorpanna, þar sem nóg var af korni, en nú fer straum- urinn í þveröfnga átt, þótt sveita- fólkið sje betur sett en borgafólkið, að því leyti, að það þarf ekki að halda eins spart á^ brauðmat. Öeirðir í Lonöon. United Press. FB. 'Opinberlega tilkynt, að sextíu menn 'hafi meiðst í óeirðnm, sem urðu, er kröfufundurinn var haldinn í Hyde IPark í dag, þar af vai’ð að fara með átta á sjúkrahús. Kröfugöngumenn- irnir voru 2500 taisins og bættúst í ’þann hóp margir atvinnuleysingjar úr London. Lenti atvinnuleysingjum og , lögreglunni saman í lok fund- arins, Er giskað á að um 50,000 manns hafi verið í garðinum kl. 3. Sumir kröfugöngumanna rifu upp girðingarstaura til þess að nota í bardaganum við lögreglnna, sem livað eftir annað beitti kylfunum við upp- þotsmennina. f nánd við Marble Arch og götunum þar í nánd grýttu upp- þotsmennirnir lögregluna og hand- tók hún marga. þeirra. Klukkan um 'hálf sex var alt með kyrrum kjör- a.im aftnr. Togaraútgerðin og rógur Tímans. Hinn 15. þ. m. birtist í Tímanum lör.g grein, sem nefnd er „Togaraút- gerðin í Reykjavík." „Nú eru flestir sótraftar á sjó dregnir", datt mjer í hug. þegar’jeg sá að Tíminn var farinn að skrifa um tpgaraútgerð. Ymislegt er í grein þessari sem gefur tilefni til andsvara, því svo sein vænta mátti úr þeirri átt er greinin skrifuð af stakri fá- visku og dæmafárri illgirni í garð þeirra manna, sem undanfarm ár hafa verið að stritast við að halda uppi þessum aðalatvinnuvegi höfuð- staðarins og landsins í heild — tog- araútgerðinni. Aflaverðlaun skipstjóranna. Tíróinn segir meðal annars: „Ekk- ert virðist hafa verið gert af hálfu útgerðarmanna til þess að vekja á- huga, þeirra, sem að útgerðinni starfa, fyrir því, að hún fái borið sig.“ — Skipstjórarnir hafa a'ltaf verið og eru enn launaðir af brúttóafla." Hjer er ekki sagður nema hálfur sannleikur. Því hefir alla tíð síðan togaraútgerð hófst hjer á landi verið þannig háttað, að skipstjórum hefir verið launað með 3% af brúttóafla skipa sinna. Yitamlega urðu laun þeirra með þessu fyrirkomulagi mjög há á þeim tímum, sem afurðirnar voru í stríðsverðinu og skippund fiskjar seldist alt að 300 krónur. Koiö þá í þeirra hlut, 9 krónur af skippundi. En í fyrra þegar skip- pundið var selt fyrir 50 krónur, urðu laun þeirra ekki nema kr. 1.50 af skipp. eða l/<, hluti af launum þeim sem þeim f jellu í hlut, á hæstu verð- lagsárunum. Engir menn sem við út- gerðina vinna hafa því lækkað eins í launum, hin síðari árin, eins og skip- stjórarnir og aðrir þeir, sem ráðnir eru fyrir hundraðshluta af afla. Hitt er annað mál, að útgerðarmenn telja æskilegt, að breyta launafyrir- komulagi þessu og hafa þess vegna oft undanfarin ár starfað nefndir frá báðum þessum aðiljum til þess að vinna að samkomulagi um breytt launakjör. Því má ekki gleyma, að hjer eíga tveir aðiljar hlut að máli, og þess vegna hefir enn ekki tekist að finna þann grundvöll um breytt kjör, sem báðir aðiljar vilja við una. Samvinna útgerðarmanna. Þá segir Tíminn ennfremur: „Eigi hefir verið komið við neinum sparn- aði í sameiginlegum kostnaði togar- anna undanfarið. Svo að segja hverj- um togara hefir fylgt framkvæmda- stjóri, skrifstofa og annar kostnaður í landi, óskiftur". Það sætir furðu, að slíkur fáviti sem þannig skrifar, skuli taka sjer fyrir hendur, að skrifa um útgerðina hjer. Skal hjer nú stuttlega minst á stærstu aðalþættina í sameiginlegri starfsemi útgerðarmanna síðustu árin, og munu þau nægja til þess að reka þessi um- mæli niður í flónið. í fyrsta lagi hafa útgerðarmenn myndað sameiginlegt vátryggingarfje- lag fyrir nokkuð mörgum árum, er þar vátryggður flotinn til stórra hagsmuna fyrir alla hlutaðeigendur. f öðru lagi hefir verið rekin og keypt lýsishreinsunarstöð sem annast hreinsun og sölu alls lýsis; standa nú fyrir dyrum miklar og nýtísku breytingar á henni. í þriðja lagi ber að telja stærstu sameiginlegu stofnun sem togaraeig- i endur hafa komið á fót síðustu árin, og þnð er Fisksölusamlögin, þar sem ■'kki einuugjs er s^ldur fiskur ■ togar- anna, heldur Jiafa snmlögin með hönd- um sölu á mestum hluta nf fiski út- vegsmanna um alt land. I fjórða lagi má nefna að samlög hafa verið mörg ár um innkaup á kolum og salti í heilum förmum til togaraflotans. í fimta lagi og ekki síst ber að telja skipulagsbundinn fjelagsskap um sameiginlega samninga við alla sem við útgerðina vinna, sem. út- gerðarmenn nú hafa haft í nær 20 ár. Að síðustu má minnast á sameigin- lega fiskverkun, netavinnustofur o. fl. Þetta sem hjer hefir Verið drepið á, ásamt mörgu fleiru kalla jeg „sam- eiginlega framkvæmdastjórn" sem Tímirin er að fjasa um að ekki sje til meðal togara útgerðarmanna. Yæri broslegt að heyra hvað Tím- inn, eftir að hafa fengið þessar upp- lýsingar, telur á skorta samvinuu og sameiginlegar framkvæmdir hjá tog- arafjelögunum. Framkvæmdastjórarnir, laun þeirra og rógur Tímans. Enn heldur Tíminn áfrarn og segir að svo að segja hverjum togara hafi fylgt framkvæmdastjóri og skrifstofa. Þessu er nú þannig háttað, að alls eru nú skrásettir 21 togari í Reykjavík, þar af er 10 skipuin stjórnað af einkaeigendum, og koma því engir framkvæmdastjórar til greina þar, eftir eru þá 11 skip sem nú er stjórn- að af 5 eða 6 mönnum sem talist geta framkvæmdastjórar, eða annara þjón- ar. Þetta er þá allur „glæpamanna- hópurinn" sem Tíminn er að tala um í oftnefndri grein. Enginn svokallaður togarafram- kvæmdastjóri hefir nokkru sinni, mjer vitanlega getað lifað á því ein- göngu að stjórna einum togara, af þeirri einföldu ástæðu, að þóknun sú, sem venjulega er fyrir það greidd, er svo lítil, ÞesS vegna hefir verið og er framkvæmdastjórn þeirra manna, sem eitt skip annast, aðeins aukastarf sem þeir vinna með aðalstarfi sínu og á sínum eigin skrifstofum. Svona Jiefir það verið, og er enn, hvað sem Tíminn og samherji hans Alþbl. segja um þá tugi þúsunda sem þessir menn fái bæði frjálst og stolið. Því næst kemur Tíminn að því sem hann kallar „leyndardómsfylsta atrið- ið í öllum þessum málum“ og segir að dæmi sjeu til þess að þessir menn (þ .e,,, framkv.stj.) safni auði í und- arlegu hlutfalli við hina hrörnandi afkomu útvegsins, og enn segir, að það sje vitanlegt að sumir þeirra sjeu orðnir vel fjáðir fyrir það að hafa haft með höndum fjárreiður togara hlutafjelaga, og eins fyrir það, þótt þeir hafi á pappírnum reiknað sjer skapleg laun. Enn stendur í Tímagreininni, að „hjer geti ekki verið um annað að ræða en hina illræmdu „bakprovision“ þannig að trúnaðarmennirnir taki til sín afslátt frá bókfærðu kaupverði þeirra hluta sem til útgerðar sjeu keyptar, og þá muni hitt tíðkast jafn hliða. að framkvæmdastjórar hirði hluta a,f verði afurðanna þegar þær sjeu seldar' ‘. Því næst þykist Tíminn koma með sannanir fyrir allri óráðvendni fram kvæmdastjóranna og segir, að frægt sjp í Reykjavík dæmið af framkvæmda stjóranum sem eyði árslaunum sínum í lán og ábyrgðartöp, bafi stórt heim- ili sem kosti bann á að giska tvöföld árslaunin, hlutafjáreign hans í fje- lögum svari sjaldan arði, en samt hafi þessi maður á tiltölulega fáum árum afnað eignum sem skifti hundruðum )úsunda‘ ‘. Hvernig ætli Tímanum tækist nú að sanna nokkuð af þessum ummælum sínum? Líklega yrði það nokkuð erfitt! Bak við þetta níð liggur svo svíns- legt innræti, að nærri stappar að það vfirgangi róginn í Alþbl. til þessai’a sömu manna, og er þá langt jafnað. Og allur glæpamannahópurinn er 5 eða 6 menn! A óstjórn þeirra og ó- áðvendni á togaraútgerðin í Reykja- vík að vera að falla í rústir. Miklir menn mega þetta vera!! Áður en lengra er farið, er rjett að athuga dálítið aðstöðu þessara ,glæpamanna“ til þess að stela af fvrirtækjum þeim, er þeir vinna fyrir. Þeir eru fyrst og fremst undir stöð- úgu eftirliti allra hluthafa fjelaganna, sem árlega fá alla reikninga fyrir- tækjanna til athugunar og gagnrýn- ingar. Þeir eru jafnframt undir daglegu eftirliti stjórna fjelaganna, sem vinna með þeim að öllum stærri kaupum og sölum, og fylgjast í stóru og smáu með rekstrinum. Þeir eru ennfremur undir krítiskri rannsókn kosinna endurskoðenda, sem venjulega endurskoða að meira eðá minna leyti mánaðarlega. Þá starfa þeir auk þessa undir hin- um afarströngu lögum um bókhald hlutafjelaga, og eftirliti skattstofunn- ar, sem ekki hefir hingað til fengið orð fyrir að vera vinveitt útgerðar- fjelögnnum. Jeg sje nú ekki betur, en það sje talsverðum örðugleiknm hnndið fyrir )essa framkvæmdastjóra að stela af öllu sem þeir koma nærri, og það án )ess það nokkurn tíma komist upp. I>á væri það og dálítið merkilegt, ef allar þær fjelagsstjórnir og hluthafar sem fela þessum umræddu mönnum meðferð fjárs síns, væru þeir aukvisar velja til þess ár eftir ár eintóma stórglæpamenn. — Fróðlegt væri að vita ástæðurnar fyrir því að sífelt er verið að ráðast að þessnm mönnum með ósæmilegum aðdróttunum og rógi. Alþbl. hefir lengi klappað þann stein, og hefir nú Tíminn gengið í lið með því, er það enn ný sönnun fyrir hinum andlega skyldleika þessara málgagna. Ekki verðnr fram hjá því gengið a£ hinir margumtöluðu framkv.stj. eru starfsmenn næstum því alveg op- inherra fyrirtækja, og undir svo ströngu eftirliti að betur væri að ekki lakara eftirlit hefði undanfarin ár verið nm meðferð ríkisfjárins og með ýmsum þeim mönnum er opinberum stöðum hafa gegnt, því þar er lýðum ljóst, að óhæfileg og saknæm ráðs- menska hefir átt sjer stað. Þar er vissulega þörf frekari rannsóknar. Tíminn veit vel að hann ekki getnr bent á nje sannað eitt einasta dæmi um óráðvendni umboðsmanna togara- fjelaganna, enda hefir mjer vitanlega a.ldrei komið fram svo mikið sem kæra á nokkurn þeirra manna. Þess vegna stendnr greinarhöfnndur Tím- ans nú uppi sem vísvitandi rógberi með danða og ómerka níðstafi í hendi. Þá vil jeg hjer með skora á Tím- ann að birta nafn þess manns sem hann fullýrðir að hafi á tiltölulega fáum árum grætt auk þarfa sinna hundruð þúsunda króna á því að vera framkvæmdastjóri fvrir togarafjelag. Nefni hann ekki manninn skoða jeg það sönnun þess, að hann viljandi hafi logið upp hinu tilvitnaða dæmi. Meira. Hlnthafi. Pelikan Blekforði Pelikan lind- arpennans er altaf sjá- anlegur, þvi að blek- geymir hans er ár gegnsæju Bákelite. FyHitækið er fábrotin bulla (stimpill), sem ^krúfuð er upp og nið- ur. Engin gúmmíblaðra Blekdreyfirennurnar, sem eru undir sjálfum pennanum eru af nýrri gerð, sem tryggir það að penninn gefur jafna skrift og klessir ekki. Pelikan- lindarpenn- ar kosta aðeins 22 kr. Lœkjargötu 2. — Simi 736 — Sakkiáiat% Piltur um fermingaraldur, getur fengið stöðu sem seridisveinn nú þégar við heild- verslun hjer í bænum. Umsóknir for- eldra eður yenlsamanija sendist A. S. I. í dag eða á morgun, merktar: „Piltur.“ „ Avenol. Síðan Þjóðahandalagið var stofnað hefir Sir Erje Drummond verið slpif- stpfustjóri þess. En nú hefir hann látið af því starfi en við tekur Joseph Avenol, sem verið hefir aðstoðarskrif- stofustjóri bandalagsins. Veðrið í gær: Brevtileg átt og hæg- viðri um alt land. Við Vesturströnd- ina er smálægð, sem veldur hægyi S- átt og úrkomu á Breiðafirði, , Ve>jt- fjörðum og vestan til á Norðurlandi. Hiti ev 3—5 stig suðvestan lauds, en 0—rl stig víðast fýrir norðan. Veðmútlit í Reykjavík, í dag: — Hægviðri. Skýjað. Litils háttar úrkoma. Nýi Slippurinn. Vinnan við nýju dráttarhrantina hefir frarn að þessu gengið miklu betur heldur en menn höfðu gert sjer bestu vonir um. — Veldur það livað tíðarfarið hefir ver- ið einstaklega hagstætt að undan- fötnu. Þarna vinna að staðaldri um 30 verkamenn. ■ Doon, enska eftirlitsskipið, fór hjeðan í gær. Til Strandarkirkju frá G. J. 2 kr. Gamalli konu 2 kr. Onefndri 2 hr. V. G. (tvö áheit) 10 kr. ,Esja‘ fór hjeðan í liringferð apst- uhi um land í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.