Morgunblaðið - 28.10.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.1932, Blaðsíða 4
4 4 MORGUNBLAÐIÐ S$*r BKT^BKT^ flugltslngatfagiiák Blóm og ávextir Hafnarstræti 5. Úrvals blómlaukar: Tulipanar. Hya- chintur. Páskaliljur. Hvítasunnuliljur. Krokus. Scilla. 1456 og 2098 hafa verið, eru og verða bestu fisksímar bæjarins. Hafliði Baldvinsson. Dívan með skúff'u og fótafjöl og bókaihilla, ódýrt. Aðajstræti 9 B. Grisft-nýtt fiskfars er altaf til, marg- ar tegundir. Fiskmetisgerðin, Hverf- isgötu 57, sími 2212. Herbergi án húsgagna óskast fyrir einhleypan mann á góðum stað í vest- urbænum, helst með, eða með að- gangi að síma, ræstingu og jafnvel f:*ði. Tilboð merkt „Herbergi‘% send- isl A. R. I. fyrir mánudagskvöld. Reiðhjól tekin til geymsiu. „Örn- inn“, sími 1161, Laugaveg 8 og Laugaveg 20. Fiskfars, heimatilbúið, 60 aura y<> kg., fæst daglega á Fríkirkju- veg 3. Sími 227. Kristín Thorodd- sen. — Café Höfn selnr: Miðdegisverð með kaffi c. kr. 1.25 og einstakar máltíðir á 75 aura. Fljót afgreiðsla, og góður matur. Besta þorskalvsið í bænnm i fáið þið í undirritaðri verslnn. S£- vaxandi sala sannar gæðin. B jðrninn, Bergstaðastræti 35. Sfmi 1091. Hýtt svínakjöt. H. Frederiksen, Ingólfshvoll. Sími 147. Nýkamlð Grænmetl. Farsóttir og manndauði í Reykjavík I Vikan 16.—22. okt. (I svigum tölur næstu viku á undan). Hálsbólga 17 (46). Kvefsótt 20 (69). Kvefluugna- bólga 2 (1). Gigtsótt 0 (2). Iðrakvef 2 (21). Heimakoma 0 (1). Munnang- ur 0 (2). Hiaupabóla 1 (0). Sting- sótt 2 (1). Mannslát 6 (7). Land- læknisskrifstofan. Höfnin. Kolaskipið „Ingerfire' ‘ kom í gær með farm til Þórðar Ól- afssonar og Guðmundar Kristjánsson- ar. — Þýska kolskipið „Eva‘ ‘, sem kom með farm til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, fór hjeðan í gær, áleiðis til útlanda. er ekki sá sem fæst fyrir lítið verð, ^heldur sá, í notkun, en það er: ber mes£a birtu með minstri þolir mestan hristing. Osram dvergar standa öllum lömpum fremra. DverglaiDDínn sem er ódýrastur straumnotkun, og Herferð gegn rottunum á að hefja hjer í bænum upp úr mánaðamótun- um. Allir, sem hafa orðið varir við rottugang í húsum sínum að undan- förnu, mega til að tilkynna það skrif- stofu heilbrigðisfulltrúans fyrir þ. 3. nóvember, svo að herferðin geti tekist sem best. Gylfi seldi afla sinn í Englandi í fyrradag, 2200 körfur, fyrir 1550 sterlpd. Hjúskapur. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guðrún Helgadóttir Guðmundssonar málarameistara og Pjetur Bergsson verslunarmaðnr. Heimili ungu hjón- anna er Sjafnargata 8. Dagdraumar heitir ljóðabók eftir Kjartan Ólafsson brunavörð, og er hún nýlega komin á markaðinn. Hún er 8 arkir að stærð og frágangur hennar allur hinn snotrasti. Höfund- inn þekkja flestir Reykvíkingar. — Hafa kvæði eftir hann birst af og til í blöðum bæjarins. Gangleri, II. hefti VI. árgangs, er nýlega komið. I þessu hefti er meðal annars: Ljóðaljóðið, eftir Sigurjón Friðjónsson, H. P. Blavatsky, kvæði eftir Magnús Gíslason. Er guð til ? eftir Grjetar Ó. Fells, Einsetumaður- inn, kvæði eftir Jakob J Smára, Guðspeki og nútímavísindi, eftir Krist- ínu Matthíasson, Ahrif hljómlistar, eftir sömu, Lögmál athafna, eftir sömu, Morgunlönd, kvæði eftir G. Ó. Fells, Stólræða, eftir síra Friðrik J. Rafnar o. m. fl. Tímarit iðnaðarmanna, 3. hefti þessa árgangs er komið út. Efni: Sitt af hverju um húsbyggingar ís- lendinga nú á dögum I., eftir Þorlák Ófeigsson byggingameistara. Sveins- brjefin (sýnishorn fylgir), Hjálp í viðlögum, (niðurlag) eftir D. Sch. Thorsteinsson lækni. Gjöf til Iðnskól- ans. Sveinapróf í Reykjavík vorið 1932. Ritinu fylgir: Skýrsla Iðn- skólans í Reykjavík 1931—32 og skýrsla um Iðnskólann í Hafnarfirði 1931—32. Fiskmarkaður í Portúgal. í norsk- um blöðum segir, að Islendingar sje að leggja undir sig saltfiskmarkað- inn í Portúgal og megi Norðmenn ekki horfa aðgerðalausir upp á það. Astæðan til þess hvað íslenskur salt- fiskur ryður sjer þar til rúms, segja blöðin að sje sú, að íslenskur salt- fiskur sje betur verkaður og betur matinn íheldur en norskur fiskur. — Ætti þetta að vera bending til ís- lendinga að vanda sem mest mat á útfluttum afurðum sínum. Barnavarnarnefnd. Samkvæmt lög- um frá síðasta Alþingi, 'hefir bæjar- stjóm Hafnarfjarðar kosið fimm manna barnavarnamefnd og tvo menn til vara. Nefndin hefir nú haldið fyrsta fund sinn og valið sjer stjórn. Er hún þannig skipuð: Sjera Garðar Þorsteinsson formaður, sjera Jón Anðuns varaform. og Guðmundur Gissurarson fátækrafnlltrúi. — Auk þeirra eiga fast sæti í nefndinni Ragnheiður Jónsdóttir kenslukona og Halldóra Eiríksdóttir saumakona. — Hlutverki barnaverndarnefndanna hef- ■ir áður verið lýst hjer í blaðinu í sambandi við kosningu í nefndina í Reykjavík. Yæntir nefndin í Hafn- arfirði þess, að Hafnfirðingar hafi veitt því athygli, og láti nefndinni í tje allar þær upplýsingar, sem henni gæti að gagni komið í starfi sínu. Lestrarfjelag kvenna heldur aðal- fund sinn í K. R. húsinu í kvöld og byrjar hann kl. 8y2. Á fundinum segir forsætisráðherrafrú, Dóra Þór- hallsdóttir, frá íslensku vikunni í í Stokkhólmi. Að fundinum loknum | verða skoðuð hin nýju húsakynni f je- ) lagsins í Yonarstræti 12. Guðspekifjelagið. Reykjavíkurstúk- an, fundur í kvöld kl. 8% síðd. stundvíslega. Efni: Erindi flutt um Njólu Björns Gunnlögssonar. „Þorgeir skorargeir" seldur. Út- vegsbankinn hefir selt togarann Þor- geir skorargeir frá Viðey, og eru kaupendurnir Páll Ólafsson frá Hjarð- arholti og Guðmundur Guðmundsson skipstjóri. Hafa þeir stofnað með sjer fjelag, sem nefnist ,Sameignarfjelagið KópurL Skipið hefir verið skírt að nýju og heitir hjer eftir „Kópur“. Verður það nú þegar leyst úr læð- ingi og byrjar útgerðina. Skipstjóri verður Guðmundur Guðmundsson, en Páll Ólafsson er útgerðarstjóri og er skrifstofan í húsi Helga Magnússonar og Co. í Hafnarstræti. Skipafrjettir. Gullfoss fór frá Vest- mannaeyjum í gærmorgun, áleiðis út. — Goðafoss fór frá Hull 25. okt. áleiðis til Reykjavíkur. — Brúarfoss kom til Reykjavíkur í gærkvöldi frá útlöndum. — Dettifoss fór frá Vest- mannaeyjum í gærmorgun, áleiðis út. — Selfoss er á útleið. Eimreiðin, júlí-des. hefti er ný- komið út, fjölbreytt að efni. Ritstjór- inn á þar sjálfur nokkrar ritgerðir þ. á. m. „Við þjóðveginn", yfirlits- grein. Eftirtektarverð er ritgerðin, „Kreppan og lögmál viðskiftanna“, eftir ungan hagfræðing,, dr. Björn Björnsson. Þessa ritgerð ættu sem flestir að lesa. Margt fleira er í þessu hefti svo sem „Hatur og öfund' ‘, eftir dr. Guðm. Finnbogason; „Björn- stjerne Björnson 1832—1932“, eftir Nulle Finsen; „Sjónleikar og þjóð- leikhús“ eftir Indriða Einarsson; „Frá Rio de Janeiro“, „Fagnaðar- erindi humanismans og gildi þess“, eftir Benjamín Kristjánsson; „Mæl- ingar skólabarna í Reykjavfk“, eftir Sigurð Jónsson; ,Skáldsögur og ástir' eftir Ragnar Kvaran. Tvö kvæði, eft- ir Jakob Jóh. Smára o. m. fl. — Eimréiðin er meðal vinsælustu tíma- rita, sem hjer eru út gefiu Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veður- fregnir. 19,05 Grammófóntónleikar. — 19,30 Veðnrfregnir. 19,40 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Kvöldvaka. Glímumenn K. R. eru beðnir að mæta á æfingu í kvöld kl. 9% í húsi fjelagsins. Maður varð fyrir hil í gærkvöldi á vegamótum Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs, og fjell við. Það er aldraður maður, Hreinn Kristjánsson frá Stokkseyri. Lögreglan var þarna rjett hjá og fór þegar með hann suður í Landspítala. Kom þá í ljós að hann var lítið meiddur, hafði hruflaðist ofurlítið í andliti og kendi til í öklalið. Að skoðun lokinni ók lögreglan með hann þangað sem hann er til húsa meðan hann dvelur í bænum. Landlækni hefir boðist ferðastyrkur frá Heilbrigðismáladeild þjóðabanda- lagsins, til þess að ferðast í alt að sex mánuði um þau lönd, er hann óskar, í því skyni að kynnast heil- brigðismálefnum þeirra. Styrkurinn nemur öllum fargjöldum, auk ríflegra dagpeninga, til að standast annan kostnað. Helst er óskað, að byrjað verði að nota' styrkinn þegar á þessu ári, en ef það er ekki unt, þá ein- hvern tíma á næsta ári. Ef land- læknir getur ekki notað styrkinn sjálf- ur, er honum heimilt að senda mann í sinn stað. Fvrverandi landlæknir hafði unnið að því, að Island gæti orðið aðnjótandi slíkra ferðastyrkja, er Heilbrigðismáladeild Þjóðabanda- lagsins á yfir að ráða. Forstöðumað- ur Serumstofunnar dönsku, Thorvald Madsen, er einn af ráðunautum Heil- brigðismálanefndarinnar, og er styrk- urinn veittur fyrir hans milligöngu. (F. B.) Ahrenberg flugkappi, sem er kunn- ingi Reykvíkinga frá flugferðum hans, starfar að farþegaflugi heima í Sví- þjóð. Hefir hann annast um eihs konar „útbreiðsluflug“, er flugfjelag hans hefir gert út, til þess að fá sem flest fólk upp í loftið, svo flug- ferðir verði almennari en nú er. Á einu ári hefir hann flogið með 10,000 farþega. Ætlar hann að halda þessu auglýsingaflugi áfram, uns hann hefir alls flogið n?eð 50,000 manns. Georg Eastman, með Kodaks-mynda- vjelarnar, sem stytti sjer aldur í fyrra um sama leyti og Ivar Kreuger, var ekki jafn illa stæður og Kreuger. Hann Ijet eftir sig 25 miljónir dollara. Du.glegur sölumaður. Er Petersen duglegur sölumaður?, spurði forstjóri að stórri verslun skrifara sinn. Hann Petersen; sagði skrifarinn. Ekki er ofsögum sagt að dugnaði hans. Alt fram á þenna dag hefir hann getað selt dagatöl fyrir árið 1931. Öhapp? Maður nokkur ætlaði að strjúka frá heimili sínu með vinnu- konu sinni. Höfðu þau talað svo um, að hún skyldi bera blæju fyrir and- litinu, er þau legðu af stað, og í bílnum á flóttanum, og ekki mæla orð af vörum uns þau tækju sjer gistingu á gistihúsi. Alt fór, sem ætlað var, þangað til að gistihúsinu kom. Þá fjell blæjan, og maðurinn komst að raun um, að það var eiginkona hans, er hann hafði numið á brott n 0.8. Islanfl fer annað kvöld klukkan 8 til Leith og; Kaupmannahafn- ar (um Vestmannaey.iar og Thorshavn). Far]ie.e:ar sæki farseðla í dae:. Tilkynningar um vörmr komi sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Tryffgvagötu Sími 25. KðPUtaD nýkomin. Manchester. Lau.gaveg 40. Sími 894. C3 cö s Þ W tn bc JD & .9 ’S u o !z; <5 o 02 ffi w o <! íz; Þi Þ3 Ki <5 CS ^ A *■> • • M » ffi P4 K e <! ízj H w 11) A cð > 'CS a a g II s bú tn tn O P rG JjO CÖ islensk ^ ssssss kaupi jeg ávalt hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson. Lækjargötu 2. Sími: 1292. 4111 með tslenskum tkipum! í T>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.