Morgunblaðið - 10.11.1932, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Bælarsiifirnarfflim hieyot npp.
Samfylkingin, sÓ5Íalí5tar og
kommúnistar, gerðu í gcer út
árds gegn bcejarstjórn
og Iögreglu.
Lögreglumenn ryðja Gooð-templara-
húsið, en hljóta aluarleg meiðsli.
Samkvæmt tilmælum sósíal-
ista í bæjarstjóm var bæjar-
ráðsfundur haldinn í fyrradag
út af tillögu þeirri er samþykt
var á síðasta bæjarstjómar-
fundi um breyting á fyrirkomu
lagi atvinnubótastyrksins.
Bar Stefán Jóh. Stefánsson
fram tillögu um það, að bæjar-
stjórn fjelli frá fyrri, ályktun
sinni. En Jakob Möller bar
fram tillögu fyrir hönd Sjá'lf-
stæðismanna í bæjarstjóm þess
efnis, að bæjarstjórain haldi
fyrri ákvörðun sinni.
í gær var síðan settur bæj-
arstjórnarfundur kl. 10 f. h.
Þar eð sósíalistar og kommún-
istar höfðu hvatt til þess, að
fjölment yrði um þenna bæjar-
stjórnarfund, var við því bú-
ist, að fleiri myndu vilja hlýða
þar á lmál manna, en komast
fyrir á áheyrendasvæði í Good-
templarahúsinu, og því var
komið fyrir tveim gjallarhorn-
um utan á húsinu. Þeir sem
stóðu í Templarasundi, á
Kirkjutorgi og í Vonarstræti
heyrðu því prýðilega til ræðu-
manna.
Fundurinn stóð til kl. 12.20.
Höfðu áheyrendur inni í saln-
um nokkrum sinnum haft í
frammi háreysti, en ekki svo,
að störf fundarins trufluðust
verulega, eða ræður manna. En
er þessi tími var kominn, til-
kynti forseti, Pétur Halldórs-
son, að matarhlé yrði haft til
kl. 1.45 e. h.
Er áheyrendur heyrðu þetta
hófu þeir upp óp og sögðu, að
bæjarstjórn skyldi afgreiða
málið, því annars fengi bæjar-
fulltrúamir ekki að fara út.
Kommúnistaforingjar, sem
stóðu utan við húsið, báðu
fylgismenn sína að þoka sér
nær innganginum. Stóð í þessu
háreysti drykklanga stund. En,
síðan tilkynti einn kommún-
isti, að lögreglustjóri hefði lof-
að því, að aðgangur skyldi
verða frjáls að fundinum eftir
matarhlje, og sneri þá hóp-
ur sá, sem safnast hafði við
húshomið frá húsinu. Ekki er
blaðinu kunnugt um, hvort
þessi boð hafa verið flutt rjett
frá lögreglustjóra. En þau urðu
fil þess, að eigi urðu veruleg-
ar stympingar í það sinn.
Það eina sem gerðist af því
tagi var, að nokkrir náungar
söfnuðust utan um Jakob
Möller, er hann kom út á göt-
una og sýndu tilburði til að
þjarma að honum. En lögregla
kom brátt þar að og fylgdi
Jakob út úr þvögunni.
Af ræðum manna á fundi
þessum verður ekki sagt í þetta
sinn, þó margt kæmi þar
fram, sem vert er að haldið sje
til haga. Því áður en lauk gerð
ust alvarlegri tíðindi, sem-fyrst
skal frá greina.
Árás sósíalista og kommúnista
á lögreglu bæjarins. Margir
lögregluþjónar meiðast alvar-
lega.
Kl. 1' e. h. fór fólk að safn-
ast aftur að Goodtemplarahús-
inu. Áður en bæjarfulltrúamir
komu á tilsettum tíma hafði
lögreglan hleypt svo mörguin
áheyrendum inn í salinn, að
sæti voru skipuð á áheyrenda-
bekkjunum. En forstofu húss-
ins var haldið auðri.
Þegar bæjarfulltrúarnir voru
komnir inn í salinn, fóru ýmsir
að ókyrrast, af þeim sem úti
fyrir voru, og létu allófriðlega.
Fyrstur var á mælendaskrá
Jakob Möller. En er hann
hafði talað nokkra stund, varð
svo mikil ókyrð í salnum, að
sýnilegt var, að fundinum yrði
ekki haldið áfram fyrir ýmsu
því skrílæði, er nokkrir áheyr-
endur höfðu í frammi. Mátti
eigi heyra mannsins mál í saln-
um fyrir ópum og óhljóðum
frá áheyrendum. Sagði forseti
því fundi ^litið. En í þeim svif-
um var árás hafin að utan á
lögregluþjóna þá, er voru í
gangi hússins. En samtímis
tóku margir sig til af þeim, er
inni í liúsinu voru og rjeðust að
kigreglunni innan að. Urðu þar
brátt harðar sviftingar.
Lögreglumenn voru þarna
einir 12. En brátt komu þang-
að fleiri, svo alls urðu þeir um
20. Sneru þeir nú bökum sam-
an og ruddu ganginn.
Munu ýmsir bæjarfulltrúar
nú hafa reynt að sefa óróa-
seggina, með því að tala
við þá um, að engin heppi-
leg úrlausn væri fáanleg með
þeim aðförum, ofbeldi, bölvi og
ragni því, sem þarna var haft í
frammi.
En þessar tilraunir mistókust
algerlega og varð brátt alt í báli
ryskingum og ólátum þar inni,
en kommúnistar létu það ósleiti
lega í ljós, að bæjarfulltrúam-
ir og lögregla skyldi nú fá að
kenna á því.
Er bæjarfulltrúarnir höfðu
fyllilega gengið úr skugga um,
að engu tauti varð komið við
þann æsingalýð, sem þama var,
var ekki annað fyrir þá að gera
en að hafa sig á burt.
Fóru nú nokkrir þeirra út
um austurdyr hússins. Var
þeirra á meðal Jakob Möller.
Er hann kon/út á götuna gerði
hópur manna aðsúg að honum,
elti hann með ópum og óhljóð-
um og reyndi að berja hann
niður. Féll hann snöggvast í
götuna, en reis brátt við aftur,
enda kom honum brátt liðsinni.
Hruflaðist hann lítið eitt á and-
liti, en sakaði annars ekki.
Er ólátalýðurinn, sem inni
var, sá að nokkrir bæjarfull-
trúar voru komnir út á götuna.
þustu ýmsir úr þeirra hóp út
úr húsinu, en meiri hluti þeirra
varð þó eftir inn.
Nokkru síðar, er Maggi
Magnús bæjarfulltrúi ætlaði að
gar.ga frá húsinu, gerðu bolsar
.þröng um hann, og hröktu
hann að húsinu aftur. Urðu lög
reglumenn að vernda hann og
komst hann inn um norður-
dyrnar. Fjekk hann síðan. það
verkefni að annast um tvo lög-
regluþjóna, er fengið höfðu á-
verka, og voru þar uppi á lofti.
Síðar komst hann óhindrað leið
ar sinnar.
En slagurinn hélt áfram í
fordyri hússins, milli lögregl-
unnar og bolsa og eins inni í
salnum. Fengu bolsar barefli
allmikil úr stólum, borðum og
bekkjum, er þeir brytjuðu nið-
ur eftir því sem þeim þótti
henta.
Ljet nú lögreglustjóri svo um
mælt við lögregluliðið, að ryðja
skyldi öllu fólki út úr húsinu.
Tók það nokkra stund, en gekk
greiðlegar, en menn. höfðu get-
að búist við. Er lögreglan hafði
rutt húsið, rak hún og alt árás
arliðið af lóð hússins.
Nokkrir lögreglumanna
höfðu fengið áverka er hingað
var komið, m. a. Margrímur
Gíslason. Hann feklt steinkast í
höfuðið, er hann var í fordyri
fordyri liússins, svo og Björn Vig-
fússson. Hann fekk alvarlegt högg
í kviðinn.
Er lögreglan hafði rutt út úr
húsinu og af lóðinni kom lög-
.reglustjóri að innan og gekk út
að mannþyrpingunni. Fór hann
fram á það við þá, sem þama
stóðu í hnapp, að þeir fæm í
brott. En þeim orðum hans var
ekki sint. Sagði hann þá við
lögreglumennina, að nú færi
hann gegnum mannþyrping-
una, og ætlaðist hann til þess,
að þeir fylgdu honum.
Komst hann síðan í gegnum
þvöguna, en við það, að lögreglu-
mennirnir hurfu frá liúsinu opn-
aðist ofbeldismönnunum leið til
þess að ráðast að lögreglunni aft-
an frá og gerðu þeir það, þegar
í stað.
Og þá hófst hinn alvarleg-
asti bardagi.
Tókst árásarliði bolsanna að
umkringja lögreglumennina
hvern af öðrum og koma aftan
að þeim. — Var liðið, sem
þeir nú áttu í höggi við með
lengri barefli og þyngri, en
hinar ljettu kylfur lögreglunn-
ar. Fengu nú margir lögreglu-
menn áverka, mismunandi
mikla. Gat blaðið ekki í gær-
)) Ktoim i Olseini
Spaðkjöt.
Hokkrar heil- og hðlf-tunnur öseldar.
kvöldi fengið fyllilegt yfirlit
yfir meiðsl þeima og líðan.
Um áverka þessara lögreglu-
manna hefir blaðið frjett:
Magnús Eggertsson var bar-
inn niður svo hann var borinn
meðvitundarlaus inn til Ólafs
Þorsteinssonar á Skólabrú.
Hann hafði fengið sár- á höfði.
Sömuleiðis Sigtryggur Eiríks-
son. Hann var í gærkvöldi tal-
inn allmikið veikur.
Þeir Geir Sigurðsson og
Matthías Guðmundsson voru
handleggsbrotnir.
Matthías kom við þriðjai
mann til hjálpar Magnúsi
Hjaltesteð, þar sem nokkrir
bolsar höfðu umkringt Magnús,
barið hann niður í götuna og
spörkuðu síðan í hann þar sem
hann lá. í þeirri viðureign hand
leggsbroítnaði Matthías.
Björn Vigfússon er fekk högg
í kviðinn, sem þjáði hann mik-
ið er blaðið vissi síðast.
Um fleiri meiðsl og áverka
á lögreglumönnum hafði blað-'
ið ekki frjett í gærkvöldi,;
nema hve ýmsir aðrir hefðu I
fengið skrámur og hnjask.
Eitthvað um tólf bolsar leit-
uðu læknisaðgerðar hjá Ólafi
Þorsteinssyni lækni. En enginn
þeirra hafði meiðst alvarlega,
svo vitað sje. Um aðra er blað-
inu ekki kunnugt.
Frá Aknreyri.
Vinsæ! iðn
með vinsælu verðl.
Velkomið að hlnsta á
hanstnýjnngantar.
Hllððfærahásifl
Anstnrstrali 10.
Hllðflfærahás
Anstnrbæjar, Langav.38
Húsfreviur!
í dag og á morgun er síðasta
tækifæri á auglýsingasölu okkar.
Kjötfars aðeins 0.50 Vz kg.
Wienerpylsur aðéins 1 kr. y2 kg
Medisterpylsur aðeins 0.75 aura
Vá kg.
Miðdagspylsur aðeins 0.75 aura
Vz kg.
Alt eigin framleiðsla,
sem af þeim er reynt liafa er við-
u kend fyrir gæði.
Kjötverslnn
Ben. B.: Gnðmnndsson & Co.
Sími 1769. Vesturgata 16.
Akureyri FB 8. nóv.
Saltsíld sú, sem legið hefir hjer
frá því sumarvertíðinni lauk, um
8000 tunnur, hefir nú mestöll ver-
ið seld til Danzig. Kaupverð 22
shillings 6 pence cif. Danzig. ■—
Síldina, sem söltuð var með sænska
markaðinn fyrir augum verður að
afvatna og umpakka áður en hún
er send hjeðan, en það verður um
næstu mánaðamót.
Millisíldarafli er hjer nokkur
iá innfirðinum. Strokkurinn keypt-
ur á 30 kr.
Látin er hjer í bænum frú Þur-
íður Johnsen, ekkja Jóns Johxisen
sýslumanns í Suður-Múlasýslu, 88
ára gömul.
Hvtt crem,
sem gerir húðina hvíta, hreinsar
og eyðir blettum og freknuín,
komið.
Hárgreiðslustofa Reykjavíkur,
J. A. Hobbs.
Áðalstræti 10. Sími 1045.
fþróttaæfingar K. R. verða í
kvöld kl. 4—5 telpur 6—10 ára,
kl. -5-—6 telpur 10—14 ára, 6—7
3. fl. kvenna iy2—8V2, 1. fl.
kvenna, 8y2—9% 2. fl. karla, kl.
91/2—10y2 1. fl. karla.