Morgunblaðið - 13.11.1932, Side 3

Morgunblaðið - 13.11.1932, Side 3
MORGUNBLADIÐ s Tuttugu ítalskar flugujelar koma til Íslanös í uetur. Rómaborg, 11. nóv. XJnited Press. PB. Tuttug'u ítalskir flugbátar undir stjórn Balbo hershöfðingja, fljúga í marsmánaðarlok frá Rómaborg til Chicago, um England, ísland, Suður-Grænland, Labrador og Michigan-vatn. —---------- Ofviðri í fvrrinótt. Þrumur 09 elðingar. Norskt skip missir út fjóra menn fyrir sunnan land. Skemdir á landsíma og loftskeytastöð. S • ^lorgmtbla^tö 'm % »t*»f.: H-f. Arrnkor, JUjrUtTtt, * .Etltatjðrar: JOn JCJaxtazuHua. Valtyr StatAnMKA. .*• a!t«tj£rj' Of atffralO*!*.: Jj ▲uetur*traeti t. — ðimt '« ▲aifiy*inKaatJOri: B. H&tbarf. ® ▲utlí'.)n*:a*krtf*tof*: •* ▲usturatraati 17, — Hlaai f*». aEs!»«fia»r: .* Jön iCJartanacon nr. 1*1. * Va.Hfr Stafánaaon a>>. 1*1(. K. Hafberar nr. VTO. « ,t*krlf't*.K]ttld: <• Innanland* kr. 1.00 A **As*>t. | 'Jtanlanðe kr. II.»0 A aiAnnSt. '* ' l».awt.eOlu Ið aura •miiill. L 10 aur* meit Luifbenc, Úlafur Thors tekur við dómsmálaráðherra- embættinu. Ólafur Thors. Fundur þingmanna Sjálf- stæðisflokksins óskaði þess á fimtudagskvöld, að Ólafur Thors tæki við dómsmálaráð- herraembættinu, þar sem Magn ús Guðmundsson hafði sagt að sjer. Ólafur Thors fjellst á það í gær, að verða við ósk flokksins og símaði forsætisráðherra sam- stundis konungi og bað um út- nefningu Ól. Th. í dómsmála- ráðherraembættið. íslenska sýningin. í Ósló. Oslo, 11. nóv. NRP. — PB. Islenska málverkasýningin var opnuð í „Kunstforeningen“ í gær að viðstöddu fjölmenni. Sendi- herra Danmerkur og Islands, Kaufmann, opnaði sýninguna og hjelt snjalla ræðu. Viðstöddum þótti mikið til sýningarinnar koma Stórkostleg flóðbylgja. Havana 11. nóv. United Press. PB. Pregn hefir borist um það, hingað, að flóðbylgja hafi alger- lega lagt í eyði hæinn Santa-Cruz- del-Sur. Þúsund menn drukknuðu og menn meiddust í hundraðatali. Þrjú hundruð lík hafa náðst. — Hjálparlestir frá Havana eru lagð ar af stað með lækna, hjúkrunar- fólk, matvæli o. s. frv. Hernaðarjafnrjetti Þjóð- vjerja. London, 10. nóvember. United Press. FB. Sir John Simon hefir, fyrir hönd Bretastjórnar, fært þýsku ríkis- stjórninni tilboð um hernaðarlegt jafnrjetti Þjóðverja, gegn því, að Þýskaland fallist á það sameigin- lega með öðrum Evrópuríkjum, að heita aldrei valdi í framtíðinni til lausnar deilum, sem upp kunna að koma. Veðrið (vikuna S.—12. nóvem- ber) heiir verið umhleypinga- samt og rysjótt. Fyrstu tvo dag- ana var V-átt og gerði dálítinn snjó nyrðra. Síðan hefijr hver llægðin af annari farið norður eftir Grænlandshafi fyrir vestan ísland og valdið SA og SV-hvass- viðrum á víxl. Hafa fylgt þeim hlýindi all-mikil og stór-rigning- ar sunnan lands og vestan. Norð- austan lands hefir hins vegar mjög lítil úrkoma orðið, en hiti oftast 8—12 stig. Mest kvað að lægð þeirri, sem fór hjer fram hjá aðfaranótt laugardagsins. Var hún komin langt sunnan úr hafi, frá Azor- eyjum, og hreyfðist beint norður eftir, og var í gærkvöldi komin norður með Vestfjörðum. í Rvík var veðurhæðin frá 9—12 vind- stig kl. III/2 á föstudagskvöld til kl. 5 um nóttina. Mestur varð vindhraðinn rúinir 80 m. á sek- Á laugardagsmorguninn gekk á með þrumum og eldingum á tíma bili. Loftþrýsting var mjög mikil um Bretlandseyjar og því rakin S-átt og hlýindi um austanvert Atlantshafið, alt norður fyrir ís- land, — Slys á hafskipi. í þessu ofviðri var norska flutningaskipið „Ingerto“ á leið til Reykjavíkur. Var það með kolafarm frá Englandi til „H.f. Kol og Salt“. Þegar það var komið svo sem miðja vega milli Vestmannaeyja og Reykjaness, um 35 sjómílur suðaustur af Reykjanesi, fékk skipið áfall. Kom á það brotsjór og braut af því skipstjórnarpall og skolaði honum fyrir borð ásamt stýri, áttavita og fjórum mönnum sem í brúnni voru. Mennirmr drukknuðu allir. Var það skip- stjóri, stýrimaður og tveir há- setar. Loftskeytatæki skipsins voru ekki í brúnni og gat það sent út neyðarmerki og bárust þau um miðja nótt til Slysavarnafjelags íslands. Var skipið þá í nauðum statt, hrakti fyrir stórsjó og of- viðri. Skipverjum þeim, sem eft- ir voru lifandi í skipinu, tókst þó að koma í lag stýrisútbúnaði, sem er aftur í skut. Vjelin var í lagi, en skipið, sem er um 4000 smálestir, fullhlaðið af kolum og afar þungt í sjó, gat ekki annað en reynt að verjast áföllum. Um kl. 21/2 í gærdag var það statt um 20 sjómílur suðaustur af Reykja nesi, eða út af Selvog. Þegar, er neyðarmerki bárust frá því í fyrrinótt til Slysavarna fjelags Islands, rey^di Jón Berg- sveinsson að fá danska skipið „Dronning Alexandrine“ sem hjer lá, að fara út til björgun- ar. En svo var veðrið þá vont að talin voru öll tormerki á því að „Dronning Alexandrine“ gæti komist slysalaust út úr höfninni, og fór því hvergi. Um hádegi í gær var enskur togari kominn „Ingerto“ til að- stoðar og rjett á eftir var von á togaranum „Venus“ þangað. Ennfremur bar þar að togarann „Max Pemberton“ og varðskip- ið „Óðinn“, sem mun um kvöldið hafa verið hjer í flóanum, en flýtti sjer þegar suðureftir til aðstoðar. „Dettifoss“ fór frá Vestmannaeyjum í fyrrakvöld á leið hingað. Hafði hann sam- band við loftskeytastöðina hjer fram eftir kvöldinu, en alt í einu tók fyrir það og heyrðist ekkert til skipsins langa lengi. Mun loftskeytastöð þess hafa bilað, en margir voru orðnir hræddir um, að honum hefði hlekst á. Svo var þó eigi, sem betur fór, og um hádegi í gær kom skeyti frá skipinu. Var það þá statt út af Selvogi og hafði ekkert orðið að hjá því. Mun það hafa ætlað sjer að vera „Ingerto“ til aðstoðar. Símabilanir. Miklar símabilanir urðu í of- viðri þessu, bæði á Suðurlandi og Vesturlandi. I gærmorgun náði símasam- band frá Reykjavík ekki lengra austur á bóginn en að Seljalandi undir Eyjafjöllum. Er óvíst hvað símabilanir eru miklar þar fyrir austan, en þegar voru menn gerðir út af örkinni til þess að gera við þær. I Mosfellssveit brotnuðu sjö símastaurar skamt frá Korpúlfs- stöðum, og 5 símastaurar brotn- uðu hjá Hamri í Borgarfirði (skamt fyrir ofan Borgarnes). Sambandslaust var við Stykkis- hólm, en við Akureyri var sam- band á einni línu, og dugði það í gærdag. Margar smærri bilanir urðu á landsímanum. Loftskeytastöðín bilar. Ofviðrið sleit niður loftnet loftskeytastöðvarinnar á Melun- um .Tókst í gær að gera við það tii bráðabirgða. Sæsímasiitin. Fyrir nokkrum dögum slitn- aði sæsíminn milli Færeyja og íslands. Viðgerðarskip er kom- ið á Seyðisfjörð og var búist við að sæsíminn kæmist í lag í gær En svo varð ekki, því að skip- ið liggur veðurtept í Seyðis- firði. Síðan sæsímaslitin urðu, hafa skeyti héðan verið send loftleið- ina. Hefir útvarpsstöðin komið þeim til Thorshavn í Færeyjum, og hefir stöðin þar sent þau lengra áleiðis. Bátur hverfur. Engin slys urðu hjer í höfn- inni í fyrrinótt, en vjelbáturinn „Vega“, sem lá inni á Kleppsvík, hvarf. Bátur þessi var 25 smál. og mun hafa verið eign Útvegs- bankans. Enginn maður var þar um borð, og er haldið að bátur- inn hafi sokkið. Togara hrekur. Togarann Kára Sölmundar- son, sem lá mannlaus fyrir fest- um inni á Eiðisvík hrakti norð- ur sundið milli Viðeyjar og Geldinganess, þangað til hann var kominn á móts við hina svo- kölluðu „olíubryggju“ í Viðey, og staðnæmdist þar í miðju sundinu. I gærkvöldi var hafnar- bátur Reykjavíkur sendur þang- að inn eftir til þess að færa skip- ið í lægi aftur. Togarann „Ver“, sem lá und- an Kleppi, hrakti þaðan norður sundið og alt upp undir Kríu- sand í Viðey. Þar staðnæmdist hann og mun vera alveg óskemd ur. Mörg fleiri skip, sem lágu inni í sundum, hrakti talsvert, en ekki varð neitt slys að. FlóSbylgja. Frá Grindavík var símað í gær að aldrei í manna minnum hefði verið þar eins mikið brim eins og þá um nóttina. Gekk flóð bylgja á land og sópaðist lengst upp á túnin í miðju þorpinu. Hjá Viðey var afskaplegt haf- rót. Gekk sjórinn þar upp á há- ey, en olli þó ekki neinum skemdum. En veðrið braut þar gjörsamlega niður fiskiskúr, sem stóð niður við ströndina, og var ekkert eftir af honum annað en sundurmalin timburhrúga. „Ingerto“ á leið til Reykjavíkur. Um klukkan 5 í gærkvöldi barst hingað skeyti frá „Inger- to“. Var skipið þá statt um 5 sjómílur undan Reykjanesi á leið hingað. Við áfallið, sem skipið fekk, hafði það mist alla áttavita sína, og stýrið í skut var eitthvað í ólagi fram eftir deginum. Vjel skipsins var í lagi, og þegar tókst að koma stýrinu í lag, var lagt á stað til Reykjavíkur. Þurfti skipið ekki á því að halda að annað skip tæki það í eftirdrag, en fekk „Max Pem- berton“ til að sigla á undan sjer til Reykjavíkur, og stýrði í kjöl- far hans og sigldi eftir ljósum hans. Klukkan 8 í gærkvöldi voru skipin fram undan Sandgerði og var búist við því að þau myndi koma hingað laust eftir miðnætti. COLGATES TALCUM PÖÐUR fyrir karhnenn. Heildsölubirgðir H. Ólafsson & Bernhöft. nýr tll sðln. Hristiðn Siflgeirsson, Öldngiti 4. COLGATES CHARMES er mjúk, ilmandi og drjúg sápa. Heildsölubirgðir H. Ólafsson & Bemhöft. 80 ára er í dag ekkjan Guðrún Þórðarson, Laugaveg 53. Skírnir. Próf. Árni Pálsson hef- ir sagt af sjer ritstjórn Skírnis og dr. Guðm. Finnbogason tekið hana að sjer tvö næstu ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.