Morgunblaðið - 13.11.1932, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.1932, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ 11 i' > v> <1 irsÉSS ii/l#? iw „Góða frú Sigríður, hvernig fer þú að búa til svona góðar kökur?“ „Jeg skal kenna þjer galdurinn, Ólöf mín. Not- aðu aðeins Liliu-gerið og Lillu-eggjaduftið og hina makalaust góðu bökunardiropa, alt frá Efnagerð Steykjavíkur. En gæta verður þú þess, að telpan Lilla sje á öllum umbúðum. Þessar ágætu vörur fást hjá öllum helstu kaupmönnum og kaupfjelögum á landinu, en taktu það ákveðið fram, Ólöf mín, að þetta sje frá Efnagerð Reykjavíkur“. „Þakka, góða frú Sigríður greiðann, þó galdur sje ei, því gott er að muna hana Lillu mey“. ^3" —*'Trm Efnalaug J lítvtkur íietntsfe fatalifíinsu# tg (iftttt £auaai,«3 3-t fSiini: 1300 .Kpyíiiawtli. Nýr verðlisti frá I. jnlf. Verðið nslktð iækknð. Islensk tónlists Páll ísólfsson: Glettur. Pyrir píanó kr. 3.00. Páll Isólfsson: Fjögur sönglög kr. 4.Ö0. Páll Ísólfsíion: Forspil kr. 2.00. Sveinbjörn Sveinbjörnsson: íslensk þjóðlög kr. 5.50. SvLinbjörn Sveinbjörnsson: Valagilsá. Fyrir einsöng, ásamt útgáfn fyrir píanó kr. 4.00. . Max Raebel: íslensk þjóðlög. Fyrir píanó kr. 3.00. Bókaverslnn Sigfásar Eymnndssonar Scotland Yard sannar sögur um viðureign lögreglunnar f ýmsum Iðndum við slyngustu glæpamenn heimsins. Sðgurn- ar eru teknar eftir dagbókum Iðgreglunnar og eru ótrúlega spennandl. «dómarasæti‘ til að dæma um ýms- ar listir, sem hann tilgreinir. Hjer fatast háyfirdómaranum! Það, sem jeg var að tala um, var það, hve lítið væri fyrir þessi mál gert. Hitt er alrangt að höf. hafi nokk- urn tíma heyrt mig leggja dóm á þær listgreinir, sem hann telur upp, og er því alt hans mál hjer- aðlútandi út í hött. Það, sem jeg segi um blöðin, og hann virðist hafa tekið til sín, mun enginn uema hann telja dóm um „listir“. En mig grunar að birtst hafi hjer ýmsir dómar um og eftir þennan háttv. greinarhöf. og, að þeim at- huguðum, mumi ýmsir eiga bágt með að skilja einkarjett hans á þekkingu ý, þessum sviðum og vera ,með öllu ófáanlegir til þess‘, að viðurkenna „háyfirdóma“ hans sem óskeikula. Þeir munu því hik- laust hafa sínar skoðanir og láta þær í Ijósi þegar þeim finst á- stæða til, jafnvel þó þeir eigi á hættu að háttv. greinarhöf. rjúki til og skrifi greinar, þar sem það sem að málefninu snýr er að mestu rangfærslur, en það „skemti lega“ næsta óskemtilega bjána- legt. Og þeim mun þykja „óskemti legt“ að sjá dálka Vísis uppblásna af einokunaranda — og það á skoðanafrelsi. — Jeg hefi nú svarað flestu því er jeg tel þörf á að svara og leiðrjett flest það, sem rangt er með farið og eftir mjer er haft. í grein minni hafði jeg tilfært nokkur dæmi, gripiu af handahófi, máli mínu til stuðnings. Þau hefir greinarhöf. ekki hrakið. En til að leiða athygli lesendanna frá því hve grein hans er rökþrota og nær vandræðalega illa tilgangi sínum, grípur hann nú „til slíkrar blaðamensku að jeg eftirlæt öðr- um frekari dóma um hvernig hon- um hefir tekist að „slá sjer upp á henni“. En svo mun ýmsum sýnast sem „þau stórmenni1 ‘ hefðu getað stað- ið að „hinni háu list“ að öðru vísi hefði verið ritað í dálkum Yísis um óvirðingu við leikendur og leiklist. En það má greinarhöf. vita, að þeir listamenn, sem hann víkur að í lok greinar sinnar og ríkulega hafa hlotið „neista ódauðleikans“ verða jafn ódauðlegir hvernig sem að þeim er smiið úr „dómarasæti“ því, sem hann hefir tekið sjer gagnvart þeim. En „væntanlega“ verða einhverjar leiksýningar hjer í vetur, sem dagblðið „Vísir“ finnur ástæðu til „að snúa sjer rjett að“. Reykjavík, 25. október 1932. G. A. „Kfi mín eftir dauðann". Enskir andatrúarmenn birta mynd af brjefi, sem á að vera frá Edgar Wallace dauðum. Skrifari hans og vinur mótmælir. Enskt vikurit, sera gefið er út af aiidatrúarmönnmn, birtir nýlega langa grein, sem ritböfundurinii Edgar Wallace á að bafa samið eftir að hann var látinn. Greinin heitir „Æfi mín eftir dauðann1 ‘ og er skrifuð af miðli í Wales. Ut af þessu hefir blað í London spurst fyrir um það hjá skrifara Wallace og einkavini, Bob Curtis, hvort hann haldi að grein þessi geti verið komin frá Wallace. Hefir Bob Curtis svarað því neitandi og segir að það geti ekki átt sjer stað. Færir hann ýmislegt fram máli sínu til sönnunar. Það voru takmörk fyrir hroð- virkni Wallaoe. Curtis segir að Wallace hafi verið framúrskarandi hroðvirkur og kærur laus, en þó hafi verið takmörk fyrir hroðvirkni hanss. f greininni, sem hjer um ræðir er Wallace látinn segja, að fáum dög- um eftir að hann dó, hafi hann vakn- að og stigið út úr kistu sinni. „Það voru margir menn í herberg- inu og meðal þeirra sá jeg skrifara og þjón minn. Jeg tók eftir því, að þjónninn gekk þvert yfir herbergið og virti fyrir sjer einhvern hlut, sem mjer sýndist vera kassi eða karfa. Jeg gekk þangað til þess að sjá hvað í þessu væri, og brá mjer í brún, er jeg sá sjálfan mig liggja í kassanum. Svo varð mjer litið á konu, er stóð þar rjett hjá. Mjer fanst þetta und- arlegt og jeg skildi hreint ekki í því hvers vegna fólkið hafði líkneski af mjer í kassanum/ ‘ Það getur ekki átt sjer stað, að Edgar Waillace hafi skrifað þetta, segir Bob Curtis. Kona, sem stóð þar rjett hjá — hvaða kona? Þótt Wallace væri hroðvirkur skelti hann aldrei svo kæruleyisislega nýrri maun- eskju inn í sögur sínar. Og „kass- inn“. Wallaee var sá athugulasti og glöggskygnasti maður, sem nokkru sinni hefir verið í Fleetstreet, og því hefði hann þá ekki átt að þekkja líkkistu? Wallace var viss um að frægð sín mundi ekki standa lengi. A öðrum stað í greininni stendur: „Þótt jeg sje dauður, mun kynslóð fram af kynSlóð lesa sögur mínar“. Trúi einhver því, segir Curtis, að Wallaoe hafi skrifað þetta, þá er hann heimskingi.Wallace gerði sjer engar háar hugmyndir um ritstörf sín. Hann skrifaði til þess að græða peninga og vissi ósköp vel að skáld- sögur hans voru ekki annað en dæg- urflugur. Einu sinni vorum við á heimleið frá veðhlaupum. Sáum við þá fregn- miða um það, að mikils metinn mað- ur væri dáinn. Edgar leit á mig, brosti raunalega og mælti: hann nú dáinn. Eftir tvo daga nafn hans fallið í gleymsku. Þegar jeg dey munu menn minnast mín svo sem fjóra daga, og síðan er E'dgar Wallace glejTndur.“ Hann gerði sjer engar háar hug- • myndir um sjálfan sig. En skyldi hann hafa breyst svona mikið eftir danðann ? Hefir Wallace lært rjettritun hinum megin? Curtis segir að Wallaee hafi aldrai á æfi sinni lært að stafa sum orð rjett. — Það veit enginn, nema jeg, segir hann, hvaða orð þetta voru, en jeg á skrá yfir þau öll. Þess vegna kemur mjer það undarlega fyr- ir að hann skrifar þau nú rjett. — Skyldi hann hafa lært rjettritun liinum megin? Blái blýanturinn. Curtis lýkur lÉáli sínu á þessa leið: — Einu sinni kom jeg inn í skrif- stofu Edgars. Hann var þá að lesa vjelrituð'blöð. Það voru fyrstu kapí- tularnir að nýrri skáldsögu. Jeg stóð þar dálitla stund og sá að hann strykaði yfir hverja blaðsíðtma eftir aðra með bláum blýant. Svo leit hann á mig og sá að mjer blöskraði þetta. Mælti hann þá: „Listin að skrifa skáldsögur er að hálfu leyti undir því komin að maður knnni að nota •bláan blýant.“ Er þá enginn blár blýantur til hinum mogin ? spyr Curtis kankvís- lega að lokum. Útgerðin_______________ í Reykjauík. Niðurlag. Hvernig sem menn vilja láta reka útgerðina, livort heldur sem hlutafjelög, samvinnufjelög, bæja- eða ríkisrekstur, hljóta allir að sjá það, sem vilja sjá nokkuð ann- að en blint ofstæki, að svona get- nr útgerðin ekki lengur haldið áfram. Hún getur ekki lengnr, í l öndum mannlegs máttar, risið undir því kaupgjaldi, þeim skyld- um og sköttnm sem á hana hefir verið hlaðið. Hjer er ekki nema um tvent að tala. Annað hvort verðnr að lækka útgerðarkostnaðinn á öllum mögu- legum sviðum, eða bæjafjelögin og ríkið verða aðeins framfærslu- stofnanir öreiga, fram að algerðu gjaldþroti á næstu árum. — Eigi þarf þá lengur að óttast innlenda ,.auðvaldið“ ímyndaða, því útlent anðvald mun þá hirða síðustu reiturnar, og frelsi fólksins. Úrræðin. Ef útgerðarmönnum verður sýnd nokkur samúð (sem að vísu er byrjað, með lækkun hafnar- gjalda og bankavaxta), þá munu flestir þeirra vilja reyna að halda áfram í líku horfi og áður, og mundi það henta best almenningi. En jafnaðarmenn (soeial.), bölsar (kommunistar) og Tímaframsókn- armenn (Hriflungar — sem alt er sama tóbakið, þegar í kverkar kemur), telja einu úrræðin, að bæjarsjóðir eða ríkissjóður reki útgerðina framvegis, og taki tog- arana með einhverjum hætti af eigendum þeirra. Margir yfirmenn á togurunum og nokkrir hásetar eiga nú hluti meiri og minni í skipi því sem þeir eru á. Keppa ætti að því, að þetta megi aukast. Eigi er trúlegt að þá farnaðist betur, ef þeir ættu allir að verða leiguþjónar, og missa alla hvöt til liagnaðar og hræðslu við tap, eftir því hvort heldur gengur vel eða illa. Búið er nú þegar að reyna nokk- uð ríkisútgerð hjer, bæði iá Þór, með ráðlitlu fálmi og tapi, og svo með síldareinokuninni orðlögðu. Henni tókst svo vel „útgerðin“, að hún bakaði ríkissjóði miljónar tap og svifti þó jafnframt sjómennina mestöllu kaupi sínu. Nú er einnig að fást. nokknr reynsla af bæjarekstri útgerðar, bæði á ísafirði og í Hafnarfirði. Og reynslan sýnir nokkuð annað, en góð meðmæli með þesskonar yfirraðum. Eða halda þeir menn, sem hugsa nokkurn hlut um fram- tíðina, að Hafnarfjarðarbær t. d. geti með góðu risið undir árlegu 120 þúsund kr. tapi — af einum togar.a ? Hvað þá heldur ef margir væru slíkir, eða mörg ár sam- fleytt. Auk beina reksturshallans, hver sem liann verður, er ekki lítill skaði fyrir bæjafjelögin, að tapa útsvarinu af þeim rekstri. Þá er og til önnur aðferð nokk- uð aðgengilegri, samvinna og tak- mörkuð áhyrgð hjá sjómönnum sjalfum. við útgerðina. Líklegri er hún til frambúðar-árangurs, ef viturlega er stofnað og vel stjórn- að, og eigendur sjálfir sýna næga samheldni og sjálfsafneitun. Með því móti sjá þeir sjálfir, hvað út- gerðin þolir að greiða hátt kanp, og að hagur þeirra — eða skaði — verður að fara eftir dugnaði þeirra og áhuga, hagsýni, spar- neytni og nægjusemi. Hafnfirskir sjómenn hafa gert a. m. k. tvær slíkar tilraunir, er virðast vera bygðar á góðum grundvelli. Því miður hefir þó að sögn, önnur t.ilraunin (Haförn- in) siglt í strand á 1. ári. En þó erfiðlega gangi byrjunin núna i kreppunni, ættu fleiri að leggja á vaðið og feta sig áfram gætilega, svo full reynsla fáist um slíkar fjármagn, 3. þekking og reynsla, 4. áhugi og dugnaður, 5. hagsýni og sparnaður og 6. þrautsegja og nægjusemi. Útgerðarkostnaðurinn verður að lækka. Hvort sem fitgerðina reka ein- stakir dugnaðarmenn, hlutafjelög eða samvinnnfjelög, þá er aug- Ijost, að hæði skattar af henni og verkalaun yið aflann verða að lækka. Með óbreyttum áistæðum, megnar enginn mannlegur máttur að láta stórútgerðina bera sig. Og því lengur sem lagfæringin dregst, því erfiðari verður hún. Hver dag- nr, vika og mánuður sem líður í ,Jæja, er er aðferðir. Og 1. krafan verður að vera athafnafrelsi, 2. framlagt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.