Morgunblaðið - 13.11.1932, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Stormvax.
Útvegum yður þaulvanan mann til þess að
þjetta hurðir og glugga í húsi yðar með
hinu óbrigðula Stormvaxi. Árangurinn
er sá, að hvorki rignir nje næðir í gegn
um glugga þá, er áður voru óþjettir.
Sanmastoia
Valgeirs Kristjáassonar
er flntt i Anstnrstræti 12
(taús Stefáns Gunnarssonar).
Væntanlegt með e.s. Dettifoss.
Epli, Delecious og Jonathan.
Áppelsínur. — Laukur.
Eggert Kristjánsson & Co>
Slmar 1317 og 1400
jeg ætíð álitið að það væri skylda
dómarans að skýra rjett frá stað-
reyndum, en jeg hefi sýnt fram
á hjer að framan að svo er ekki
gert.
Að lokum vil jeg taka það fram
að það mun verða erfitt fyrir lög-
fræðinga að semja fyrir menn um
skuldir ef ekki er Ieyfilegt að
leggja til grundvallar samningum
efnahagsreikning liiggilts endur-
skoðanda.
Ef málaflutningsmaðurinn er
ekki „politiskur“ mundi þó mega
telja slíkt hætttulaust.
Reykjavík 12. nóv. 1932.
G. Þ.
Kristur uort líf.
Prjedikanir á öllum sunnu-
og helgidögum kirkjuársins
eftir Jón Helgason dr. theol.
biskup yfir íslandi. Kostn-
aðarmaður Bjarni J. Jó-
hannesson. Bókin 616 bls.
Ný bók. Það kemur engum á ó-
vart. Það eru altaf að koma út
nýjar bækur. Ný bók eftir biskup-
inn. Það undrar engan, sem þekkir
biskupinn. Þeir, sem hann þekkja,
vita, að lionum er eðlilegt að vera
síst.arfandi. „Látið mig kynnast
manni, sem syngur glaður við
vinnu sína“, segir Carlyle. Biskup
inn er einmitt ríkur af slíkri
starfsgleði. Dómarnir um biskup-
inn geta verið á ýmsan veg eins
og um aðra menn, en eitt mun
mönnum koma saman um, er um
hann skal dæma, að þar sje iðinn
og starfandi maður.
Kennari var biskupinn um ára-
tugi, en hann hefir altaf verið það
sem hann er enn, altaf verið læri-
sveinn. Bækur hans, og þær eru
margar, bera vott um lestur og
fróðleik. Hin nýja bók hans ber
vott um hið sama. Pjörutíu ár
voru í sumar liðin frá því, að Jón
Helgason steig í stól í fyrsta sinn
hjer í dómkirkjunni, og er for-
máli bókarinnar ritaður á þeim
minningardegi. En hin fyrsta prje-
dikun var byrjunin, því að fleiri
hafa á eftir farið. Á liðnum ára-
tugum hefir hann oft látið til sín
heyra á þeim stað.
Það var merkur viðburður í
kirkjulífi Reykjavíkur, er Jón
Helgason var vígður til prjedik-
arastarfs í dómkirkjunni. Vígðist
hann til þess starfs vorið 1895, og
gegndi því starfi endurgjaldslaust
um 13 ára skeið fjöldamörgum
bæjarbúum til mikillar gleði. Þeir,
er sóttu guðsþjónustu hans, &ttu
góðar stundir og ógleymanlegar.
Hver af þeim, er í dómkirkjunni
voru á páskadagsmorgni 1906, get-
ur gleymt þeirri morgunstund, er
ræðuefnið hjet ,Gleðiefnið mesta' ?
Var sú prjedikun huggunarræða
til hinna mörgu, er áttu um sárt
að binda vegna fráfalls hmna
mörgu sjómanna, er druknuðu í
ofviðrinu 7. apríl, og voru Reyk-
víkingar sjónarvottar að hinu
sorglega slysi, er skipshöfn einnar
fiskiskútunnar ljet lífið við strönd
Viðeyjár.
Minningarnár geymast um fagra
og áhugasama prjedikunarstarf-
semi biskupsins. Þess vegna verður
hin nýja bók „Kristur vort líf
kærkomin þeim, er unna kirkju og
kristindómi.
Hvert er þá efnið í þessum pr je-
dikunum 1 Jeg held, að þeirri
spurningu sje best svarað með því
sem sagt er á 40. og 41. bls. bókar-
irinar. En þar segir svo: „Trúir
þú á guðs kærleika, eins og Jesús
Kristur hefir opinberað oss liann?
Að trúa á Jesúrn Krist merkir á
máli Jóhannesar guðspjallamanns,
að trúa eða treysta opinberun
guðs kærleika í honum, svo að
vjer höndlum kærleikann eða til-
einkum oss hann sem kærleika til
vor sjálfra persónulega, gerum
hann að undirstöðu lífs vors og
hvílumst í honum í lífi og dauða“.
Jeg vil benda á játning höfundar-
ins, hans eigin trúarjátning: „í
Kristi sje jeg guð; í Kristi elska
jeg guð; í Kristi kemur guð á
móti mjer sem faðir á móti barni
sínu. Þar sem Kristur er á ferð.
Þar er sjálfur guð það líka“ (bls.
60—61). Sjá ennfremur þessi orð
á bls. 162—163: „Af því Jesús
Kirstur er guðs orð til mannanna,
þess vegna prjedikum vjer Jesum
Krist. Jesus Kristur og hann kross-
festur er opinberun þess hjarta-
þels, sem guð be» til mannanna,
þess vegna prjedikum vjer Jesúm
Krist og hann krossfestan“.
í nánu sambandi við þenna
skýra vitnisburð má benda á prje-
dikunina á 13. sunnud. eftir trini-
tatis, „Jesús Kristur er sól sólar
vorrar' ‘.
Þetta er aðalefnið, sem prjedik-
aranum er ljúft að tala um.
En um leið og á aðalefnið er
bent, þá má ekki gleyma, hve vel
hver prjedikun er bygð, hvernig
efninu er raðað, hvernig alt er
skýrt sett fram, hvernig alt er
sundurliðað með nákvæmri vand-
virkni. Það er ekki þotið með flýti
úr einu í annað, efnið er vandlega
athugað frá ýmsum hliðum, svo
að sá, sem hlustar eða les, er vel
vakandi. Jeg vil benda á ræðuna:
„Öldungurinn kveður“. Sú ræða
er haldin á síðasta sunnudegi árs-
ins. Öldungurinn er ímynd ársins.
I kveðju öldungsins er fólgið þakk
læti ásamt syndajátning. *Það er
kannast við hverfleika lífsins, en
um leið og öldungurinn verður að
kveðja, notar hann tækifærið til
þess að hvetja til sjálfsprófunar.
Endir prjedikunarinnar verður í
nánu samræmi við upphafið. Hver
liðurinn styðst við annan.
Það má með sanni segja, að í
prjedikunum þessum er víða kom-
if. við, og það er ekki farið fram
hjá erfiðum viðfangsefnum. Lesið
t. d. ræðuna, sem heitir „prjedikun
stjarnanna".
Djúp alvara ásamt bjartsýni set-
ur fagran blæ á þessar ræður.
Þjóðinni er ekki gleymt á björtum
og erfiðum tímum. f því sambandi
má nefna ræðuna „Kristindómur
og ættjarðarást“. Það er talað um
heimilislífið, sjá ræðuna „Konan
og móðirin' ‘. Það er talað um hin-
ar „jarðnesku og himnesku skyld-
ur“. Það er talað um líf og starf
sjómannanna í sjerstakri prjedik-
un, sem sjómönnunum er helguð,
og heitir „Kristilegt sjómannalíf".
Mörgum eru minnisstæðar hinar
hátiðlegu sjómannaguðsþjónustur.
Þær voru án efa haldnar fyrir
þakklátum áheyrendum.
í prjedikunum þessum er talað
um trúna, en það er einnig talað
um verkin, sem trúnni fylgja. Það
er bent á þá ávexti, sem eiga að
prýða hið góða trje. Jeg nefni
þessu til sönnunar ræðurnar „Hag-
nýtið tímann“, „Varastu vorkunn-
arleysið“, og ýmsar fleiri má
nefna, sem sýna, hvernig helgun-
ii\ á að fylgja trúnni, hvernig
trúin á að sjást í verkinu.
Prjedikanirnar eru 66 að tölu
og er ýmist lagt út af guðspjöllum
eða pistlum kirkjuársins, og má
í ræðum þessum finna margar fagr
ar perlur.
Frágangurinn á bókinni er hinn
prýðilegasti. Það má segja, að
alt hjálpist að, til þess að gera
bókina sem fegursta, pappír,
prentun og band. Prentvillur hafa
ekki fengið að komast að. Hjer er
ekkert sparað, alt er með rausn
og prýði .Er bók þessi bæði höf-
undi og iitgefanda til mikillar
sæmdar. Á útgefandinn, Bjarni J.
Jóhannesson, þakkir skilið fyrir
hinn fagra búning, sem prjedikun-
um þessum er valinn. Er auðsjeð á
öllu, að honum hefir verið ant um,
að mönnum yrði gleði að því að
eiga hina fögru og vönduðu bók.
Hjer er aðeins lauslega ritað um
ágæta bók. Með þeirri ósk, að hún
verði kristni landsins til stuðnings
og mörgum til hvatningar og
heilla, bendi jeg á bók þessa.
Sú er von mín, að lestur hennar
hvetji menn til þess að leita hins
besta, góða hlutans, sem verður
mönnum dýrust eign á gleðinnar
dögum, og verður ekki tekinn frá
þeim á hinum erfiðu stundum.
Jeg á þá ósk besta, er jeg minn-
ist á þessar prjedikanir, að þær
verði þjóð og kirkju, heimilum og
einstaklingum til blessunar.
Bj. J.
Grýttu ekki maður
(glerhúsi siálfur.
í 258 tölublaði Vísis er ritstjórn-
argrein um greinarstúf, sem jeg
ritaði um sýningar og birtist í
Vísi 14. sept.
Hafði jeg í þeirri grein gert að
umtalsefni tómlæti það, sem all-
ur almenningur sýnir þeim, er við
listir fást og bent á nokkrar or-
sakir, er kynnu til þess að liggja.
Enn fremur var bent á að lista-
mennirnir sjálfir og blöðin mundu
geta , og bæri jafnvel skylda til,
að gera meira fyrir þessi mál svo
að sambandið milli listamannanna
og þjóðarinnar yrði nánara.
Af eínhverjum lítt skiljanlegum
áistæðum hefir höfundur Vísis-
greinarinnar snúist þannig við
þessu máli að grein hans verður
ekki látið ósvarað, og stafar und-
andráttur sá sem á því hefir orðið
meðal annars af því, að í kosn-
ingabaráttunni vildi jeg ekki eyða
dálkarúmi blaðanna til andsvara
strákslega ritaðri grein.
TJmræddri ritstjórnargrein má
skifta í tvent og mun jeg hjer
svara þeim helming hennar, sem
að málefninu snýr, leiðrjetta rang
færslur og það, sem misskilið er.
Síðari hlutanum mun jeg engu
svara öðru en því að ef greinar-
höf. gerir aftur tilraun til að
vera ,,skemtilegur“, þá væri þess
óskandi fyrir lesendur blaðs hans
að nokkrar framfarir gætu orðið
hj,á honum.
Greinarhöf. byrjar á því að geta
um spádóma um að grein mín
muni spilla fyirr listsýningum
hjer framvegis. Þetta virðist ýera
sleggjudómur greinarhöf. sjálfs,
því á því tímabili sem umliðið er
frá því jeg reit fyrri grein mína,
hefir enginn annar látið þessa skoð-
un í Ijós og er ótrúlegt að nokkur
láti Vísi ákveða það, hvort hann
lætur skoðanir sínar í ljós, meðan
annar blaðakostúr er hjer í bæn-
um.
Næst þykir liöf. jeg vera of dóm
harður um tómlæti það, er mjer
virðist fram koma hjá mörgum
listamönnum og blöðunum gagn-
vart listum og listsýningum.
Þetta kann að vera rjett hvað
blað hans snertir og fer það mjög
eftir því livaða kröfur þjóðin og
aðstandendur þess gera til menn-
ingargildis þess. Má hann sjálfur
best vita, hvert mark er takandi
á því, sem að jafnaði stendur í
dálkum þess, en mjer var ekki
kunnugt um það ef svo er komið,
að ekki sje ástæða til að sakast
um tómlæti þess.
En hvað listamennina snertir
held jeg að ekki geti hjá því far-
ið, að affarasælast sje fyrir alla,
að þeir standi í svo nánu sam-
bandi við þjóðina, sem unt er og
sjeu virtir og metnir að verðleik-
um. En til þess þarf samúð og
velvilja milli aðila, sem byggjast
verður á gagnkvæmum skilningi.
Þjóðin má ekki skoða listamenn
sína sem ómaga, er ekki verði á
minst, nema innan gæsalappa og
með stakri lítilsvirðingu eins og
gert er í áminstri grein. Og lista-
mennirnir mega ekki skoða þjóð-
ina sjer óviðkomandi, en það virð-
ast ýmsir þeirra gera, nema þá
sjaldan að eitthvert af verkum
þeirra er að seljast.
Jeg hefi bent á að í öðrum lönd-
um sjeu blöðin notuð til að auka
þennan skilning meir en hjer er
gert. Þetta virðist höf. taka mjer
illa upp og ritar nú langt mál
um afstöðu dagblaðanna hjer til
sýninga og listdómara og kann
sitthvað af því að vera rjett. Þó
fæ jeg ekki sjeð, hvað „kunningja
skrif“ höf. koma þessu máli við.
Jeg fæ ekki sjeð, að það leysi
blöðin undan þeirri skyldu að
fræða þjóðina um gildi þess, sem
unnið ©r í þágu listanna, þó þeim
berist „kynstur“ af allskonar
kunningjaskrifum, sem ekki eru
þess verð að birt sjeu. Og berist
ekk^ annað til þeirra eða geti þau
ekki aflað sjer neins betra, sannar
það einmitt hversu sorglega mikið
tómlæti ríkir á þessum sviðum með
oss, því enginn mun vilja lialda
því fram í fullri alvöru, að hjer
hvorki heyrist nje sjáist neitt þess
kyns. sem verðskuldi að á það
sje minst. ITitt, sem höf, gefur í
skyn, að listdómar sjeu lítið eða
ekki birtir í útlendum blöðum,
er vitanlega alrangt og má í þessu
sambandi minna á að í haust birti
Vísir allmarga blaðadóma úr ensk-
um blöðum um sýningu eins af
listamönnum vorum, sem haldin
var í Lundúnum. Viti höfundur
þetta ekki, hlýtur hann öðru
hverju að koma sjer hjá því að
lesa „Vísi“ og gæti verið skiljan-
legar orsakið til þess. Eða, á hann
bágt með að finna fróðleikinn sem
lesendum er ætlaður, fyrir öðru
góðgæti? Á hrókaræður hefir eng-
inn minst nema hann og gæti
manni dottið í hug að orðinu hafi
skotið upp í huga hans við að líta
yfir það, sem í Vísi hefir staðið
um kappleikana í Los Angeles.
Þá kvartar höf. undan að dag-
blöðin hjer ráði ekki yfir miklu
rúmi. Þetta verður nú illa sjéð á
tilkynningum „Vísis“ um skipa-
Hrðir o. fl., og kaupendumir
mundu vart kvarta þó ögn meira
læsilegt fyndist í umræddri grein,
sem hefði getað verið mun styttri
öllum að skaðlausu. Alt, sem þar
ei sagt um „kunningjaskrif“, „lof
gerðarsull“ og „listamenn á gatna
mótum' kemur ekkert þessu máli
við, en sýnir aðeins smekkvísi
greinarhöf.
Þá virðist höf. þykja það all-
djarft af mjer að jeg skyldi
hreyfa þessu máli og verður tíð-
rætt um að jeg hafi sest í „yfir-