Morgunblaðið - 27.11.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.1932, Blaðsíða 3
^sssss MORGUNELA'MÍ) S 3Bcrgmiblaí>ií) Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 700. Heimasímar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg' nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutSi. Utanlands kr. 2.60 á mánutSi. í lausasölu 10 aura eintakið. 20 aura með Lesbók. Maður verður úti á Siglufjarðarskarði. Siglufirði 26. nóv. FB Einar Teitsson, miðaldra mað- ui', varð úti 4 Sigiufjarðarskarði í nótt. Maður á áttræðisaldri var með honum. Fóru þeir frá Hraun- um um kl. 2 í gær, heimleiðis liingað. Fæi'ð var hin versta, veð- ur kyrt, en hríðarmugga á fjall- inu og allmikið frost. f Hrauna- dalnum kvartaði Einar um mátt- leysi og kulda í fótunum og er skamt var út í skarðið voru kraft- ar hans þrotnir, því hann hnje þar út af og' misti þegar meðvitund. Var þetta um kl. 7. Gamli mað- urinn sat yfir Einari þar til hann hugði hann örendan og mun það liafa verið kl. 9—10 í gærkvöldi. Freistaði hann þá að reyna að komast heim og kom hingað til bæja í birtingu í morgun, mjög þjakaður og kaldur. Var þá strax sent að sækja líkið. Eru sendi- menn ókomnir. — Einar mun hafa verið ættaður að véstan. Flutti liann hingað fyrir þremur áirum. Hann lætur eftir sig 4 eða 5 börn. Hríðar hafa gengið þessa viku og gert alimikla fönn. BiörnsQns-háttðin. Ósló 26. nóv. NRP. FB. A Björnson-hátíðina koma ýms- ir kunnir menn erlendra þjóða. — Fulltrúi sænsku ríkisstjórnarinn- ar á minningarhátíðinni verður Engberg fræðslumálaráðherra. — Fulltrúi ríkisstjórnarinnar í Tjekk óslóvakíu verður Hurban ráðherra. Fyrir hönd Dana verður m. a. forstjóri Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Fulltrúi Fær- eyja verður Joannes Patursson. — Fulltrúi Norðmanna, sem búsett- ij- eru vestan hafs verður Grevstad( ritstjóri í Chicago. Einnig verða fulltrúar frá „American Scandi- navian Foundatiqn". Ræðum allra opinberra fulltrúa verður útvarp- að, einnig tveimur leiksýningum í þjóðleikhúsinu. StiórnshipuQarlOg Dana. Stauning forsætisráðherra Dana hefir tilkynt, að stjórnin muni leggja fyxúr þingið víðtæka breyt- ingu á stjiórnskipunarlögunum. Verður þar lagt til, • að Lands- þingið verði lagt niður og að kosning fulltrúa til Þjóðþingsins fari fram í 117 jafnstórunx kjör- dæmum, en óákveðin tala upp- bótarsæta verði höfð til að ná jöfnuði milli flokkanna. (Sendi- herrafrjett). Viðskiftaörvggið Þeir fjelagar, Hex-mann og Tímaritstjórinn, eru nú að gef- ast upp við að verja dóm sinn í máli Magnúsar Guðmundsson- ar fi'á lögfræðilegu sjónarmiði. Nú eru þeir teknir að kalla á dóm almenningsálitsins og halda, að þeir geti með saurug- um ski'ifum sínum skapað al- menningsálit, sem sje andstætt M. G. En í þessu reisa þeir sjer hurðaras um öxl. Það þarf dirfsku til að kalla á almenn- ingsálit í þessu máli, því að sjeu þeir fjelagar ekki blindir, þá vita þeir uxh hina geysisterku andúðaröldu, sem risin er gegn þeim hjer í bænum og annars- staðar þar sem málið er orðið kunnugt frá báðum hliðum. Þess hefði sannarlega verið óskandi, að kviðdómur hefði fjallað um þetta mál, því að alþýðumenn mundu ekki hafa steytt á því skeri hlutdi’ægni eða heimsku, sem þeir fjelagar hafa gert. ,,Tíminn“ lætur eins og hann sje málgagn fjölmenns stjórn- málaflokks, en sannleikui’inn er á, að hann er málpípa mjög fá- mennrar klíku, þar sem Jónas fi'á Hriflu er ráðandi og þar sem undirforingjarnir eru menn eins og Jónas Þoi’bergsson, Her' mann, Gísli ritstjóri og þess hátt ar fólk. Annars er Tíminn nú orðinn hálfgert dagblað og gef- imx út mestmegnis til þess að verja hinn óverjanlega dóm Hermanns og er ekki hægt að útvega sterkari sönnun fyrir því, að dómurinn er pólitískur. Hermann þykist með dómi sínum hafa verið að vernda við- skiftaöryggið í landinu. Heyr á endemi!! Hann þykist hafa það fyrir augum, að hver fái sitt. Annað sje refsivert. En hvernig' var það með 80 dagslátturnar úr Garðalandinu? Þar gleypti Hermann einn það, sem 30—40 mönnum var ætlað. Svona lifir þessi dómari eftir þeim reglum, sem hann þykist vilja setja öðr- um. Hann ætti ekki að nefna það, að skifta jafnt milli manna þessi maður. Hann sem er ný- búinn a ðkyngja bitunum, sem hann tók frá munni fátæklinga í Hafnarfirði. Eins og áður hefir verið bent á, er dómur Hermanns bygður á þeirri meinloku, að það sje refsiverk bi'ot af hálfu skuld- ara að greiða skuldheimtumanni hluta af skuld, ef hann á ekki nægilegt til að borga öllum alt. Þessi regla segir Hermann að sje löghelguð og alveg nauðsyn- leg fyrir viðskiftaöryggið í land- inu. Er því rjett að líta á þetta dálítið nánar. Það er viðui'kent, að, á þeim tímum, sem nú standa yfii', sje fjöldi atvinnurekenda landsins svo illa stæður vegna verðhruns og kreppu, að þeir eigi ekki fyr- ir skuldum. Margir telja, að svona sje ástatt fyrir um helm- ingi atvinnurekenda landsins og er það ekki nema alveg eðlilegt. Fjöldi bænda á landinu er í þess um hópi, sem við er að búast, þar sem bústofn þeirra og afurð- ir hafa fallið í verði um minst helming á skömmum tíma. Þess- ir menn allir klífa þrítugan hamarinn til þess að boi'ga pað, sem þeir með nokkru móti geta. En eftir þessari viðskiftaöryggis- kenningu Hei'manns verða þeir sakamenn vi& hverja greiðslu, sem þeir inna af hendi. Bónd- inn, sem leggur dilkana sína inn hjá kaupfjelaginu sínu verður eftir þessu sakamaður, ef hann á ekki fyi'ir öllum skuldum. Þessi viðskiftafræði Hermanns gerir þá þessa landsmenn að sakamönnum. Flesta mun nú renna grun í, að ef þessi regla er lögtekin, þá muni hún að minsta kosti ekki vera hentug, en það skal játað, að væri hún lögtekin þá er Herm. úr sök, því að hann á að dæma eftir lögun- um. En er það rjett hjá Hermanni, að þessi regla sje lögtekin? Þessu verður að svara alveg á kveðið neitandi. Jafixvitlaus regla og þessi er, hefir aldrei ver ið lögtekin hjer á landi og sjálf sagt hvergi.. Skal nú sýnt fram á þetta. Hermann byggir dóm sinn á 263. gr. hinna ahnennu hegn- ingarlaga. í þeiri'i grein er hegning lögð við því ef maður, á þeim tíma sem hann ,,hlýtur að sjá fyrii', að gjaldþrot vofir yf- ir“ notar það, sem hann hefir undir höndum til þess að borga sumum skuldheimtumönnum fremur öðrum. Þetta sýnir, að það er ekki saknæmt að borga sumum skuldheimtumönnum fremur öðrum néma hlutaðeig- andi hljóti að sjá fyrir yfirvof- aadi gjaldþrot. Hermann getur því enga stoð fundið í þessari lagagrein fyrir hinni nýju við- skiftareglu sinni og hvergi í lög- gjöfinni er hægt að finna stað þeirri heimsku. Nú kynni einhver að segja: ,,Já, jeg sje það vel, að Her- mann veður reyk í þessu, en hlaut ekki Behrens og M. G. að sjá fyrir yfirvofandi gjaldþi'ot 7. nóv. 1927, þegar hinn marg- nefndi samningur var gerður?“ Þessari spurningu er í raun- inni margsvai'að með því, sem ritað hefir verið um málið áður. Það hefir verið margbent á það og hver sem les efnahagsreikn- inginn frá 28. nóv. 1929 sjer það, að þegar frá ei'u taldar skyldmennaskuldirnar og tekin til greina sú bót á efnahag Be- hrens, sem varð með samningn- um frá 7. nóv. 1929, þá var nóg til fyrir öllum öði'um skuldum en skyldmennaskuldunum og meii'a til. Nú er það auðsætt, að sá maður sjer ekki fyrir yfirvof- andi gjaldþi'ot, sem á fyrir öll- um skuldum eða meira. Af þessu leiðir, að skyldmennaskuldirn- ar hefðu þá verið einu skuldirn- ar, sem gátu valdið gjaldþi’oti. Nú hjelt Behrens því fram, að skyldmenni sín mundu aldrei að sjer ganga fyrir þessum skuld- um. Eftir þessu fór M. G. Hann trúði Behrens til þessa, enda mæltu líkur með því. Og þó að þetta hefði verið svartasta lýgi úr Behrens, þá var það nóg til þess að sýkna M. G., því að sann arlega er það ekki refsivert að trúa öðrum. En á þessari varn- arástæðu þarf ekki að halda, því að það hefir komið í ljós í málinu, að Behrens sagði alveg rjett frá enda er það hvei’jum manni auðsætt, þó að það hafi ekki komist inn í höfuð dómar- ans, að þegar skyldmenni hafa veitt hjálp, nota þau ekki hjálp- ina til þess að gera þann gjald- þrota, sem þau vildu hjálpa. Tilraun Hermanns til þess að gera M. G. ábyrgan fyrir því, sem síðar gerðist um efnahag Behrens er hlægileg lögfræðileg fjarstæða. Hann; hefði alveg eins getað gert sjálfan sig ábyrg an fyrir 'þessu. Þessu atriði þarf því engu að svara, enda er ekki kveðinn upp áfellisdómur út af því, heldur er það aðeins notað til þess að lengja dóminn og þyrla upp ryki til tortrygg- ingar. Dómur Hermanns hefir verið tættur sundur lið fyrir lið. Það hefir verið sýnt fram á, að í honum er ekki heil bi'ú, að því er M. G. snertir. Það hefir verið bent á, að það er heilbrigðri skynsemi allra manna óskiljaix- leg gáta, að endurskoðandinn, sem býr til efnahagsreikninginn er sýknaður, en M. G., sem í góðri trú fer eftir honum, er sakfeldui'. Hvað er það, sem veldur þessu? Þar getur aðeins verið um tvent að ræða, hlut- drægni eða lögvitsskort. Það verð ur að ganga útfrá því, að í jafn- áberandi máli og þessu hafi dómarinn notað til hins ítrasta lagaþekkingu sína, því að skylt er að væna haixn ekki um hlut- drægni meðan annað er ekki úti lokað. Hjer verður engin tilraun til þess gei'ð að meta hvort hlut- drægni eða lögvitsskoi'tur eða hvortveggja hafi ráðið niður- stöðu dómsins, en það er víst, að hvor ástæðan sem er fyrir hendi og því fremur ef báðar væi'i, þá er sá dómari ófær til að vera refsidómari í langfólksflesta lög- sagnarumdæmi landsins. Að síðustu er rjett að láta Hermann Jónasson vita það, að þó að hann gefi út hálf-,,Tíma“ daglega til að verja dóm sinn og þó hann eyði til þess sem svar- ar öllum hugsanlegum ágóða af 80 dagsláttunum, sem hann náði frá Hafnfirðingum, þá skal hon- um jafnan verða svarað. Mál M. G. er þannig vaxið, að því meira sem það er rætt því veri’a fyrir Hermann. Eftir þenna dóm sinn áhann sjer engrar uppreisn- ar von sem dómari. VERÐUR VON PAPEN kanslari ÁFRAM? F. Ú. 26. nóv. Hindenburg hefir eixn þá í dag átt fundi með leiðtogum flokk- ax.ria, til þess að ræða xxm útnefn- ingu nýs kanslara. Málinu hefir enn verið slegið á frest, eftir að forsetinn liafði í dag átt tal við voxx Papen og Schleicher. Menn bxiast jafnvel við því, að von Papen verði kanslari áfram. Morgunblaðið er 8 síður í dag og Lesbók. BÓKHLAÐAN. Lækjargötu 2. Ný blöð: Kino Magasinet, Aftenbladet Söndag, Börnevennen, Dansk Familie Blad, Novelle Magasinet, Radiomagamnet, Filmjoimialen, For Alle, H jemmet, Idrætsbladet, 111. Familie Journal, Köbenhavnerinden, Noi'sk Sjakkblad, Söndags B. T., Tidens Kvinder, Ugebladet, Vikingen, Vor Tid, Vore Damer, Ude og Hjemme Mit Magasin, Bonniers Novell. Mag. DÖNSK DAGBLÖÐ: Politiken, Social-Demokraten, Extra Bladet, Dagens Nyheder, Berlingske Tidende. ÞÝZK BLÖÐ: Das Leben, Scherls Magazin, Das Magazin, Uhu. Berliner III. Zeitung, Hamburger Illustrierte, Der Sport Sonntag, Die Koralle, Die Woche, Filmwelt, Die Griine Post, ENSK BLÖÐ: News of the World, The Motor Cykíe, Novel Magazine, Pearsons Magazin, The Grand Magasin The Strand Magazin, FILMS-RÓMANAR: Ugebladets Filmsroman- er, Mundus Filmsromaner, Eva’s Filmsromaner, Eva’s lille Filmsromaner TÍSKUBLÖÐ: Chapeaúx femme chic, Les Jolis Chapeaux, Merveilles de Mode, Grand Chic, Le Chic, Chic Parisien. Officiel de la Couture, Mabs, Lady Fashions Book, Tres Chic, Fashiön Book, Excella, Mc Call Fashion Book, Elegante Welt, Childrens Dress, Fashions for All, (Romas Pict. Fash.) Home Fashions, Le Jardin des Modes, Mode de Demain, Pariser Chic, Pariser Record, Weldons Ladies Journ., Weldons Children, Merveilles de Modes, Chapeaux femme chic, La Mode de Paris, Nordisk Mönster- Tidende. BókMa&a* Lækjargötu 2. — Sími 736.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.