Morgunblaðið - 30.11.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1932, Blaðsíða 2
2 M0RGUNBLAÐ7Ð 3888^ ^^MÍSgBMC'3ÉHHK’^!KBiB8C' 3BBBS£ wmmm rnSBBm Hjer með tilkynnist að hjartkær dóttir okkar og uppeldis- systir, Helga J. S. Sigurjónsdóttir, andaðist á Landakotsspítala þriðjudaginn 29. þ. m. kl. 10 árdegis. Vonarstræti 8. Elín M. Jónatansdóttir. Sigurjón Sigurðsson. Anna Guðmundsdóttir. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum að minn ástkæri bróðir, Finnbogi Ingimundarson, andaðist á Vífilsstaðahælinu 29. þ. m. Líkið verður flutt vestur til Patreksfjarðar miðvikudaginn 30. þ. m. með Goðafossi. Anna Kristinsdóttir. t lón Fjelösteö. Jón Fjeldsted klæðskerameist- ari Ijest snögglega fyrra þriðju- dag. — Með honum er fallinn frá maður er í sinni stjett var einn liinn merkasti og best mentaði, enda naut liann þar óskiftrar virðingar og vinsælda. — Hann rak sem kunnugt er iðn sína í fjelagi við Guðmund Bjarnason klæðskerameistara í Aðalstræti. Jón var af merkisfólki kominn. Hann var sonur Þorbergs Fjeld- sted, bróður Andrjesar Fjeldsted á Hvítárvöllum og Helgu Guð- roundsdóttur frá Hamrendum í Stafholtötungum, þess er úti varð með Jóhannesi sýslumanni í Hjarð arholti. Fór Þorbergur til Ameríku árið 1885 með alla fjölskyldu sína, nema Jón er varð einn eftir í fóstri Uxu þau upp þar vestra börn Þorbergs og urðu hin mannvæn- legustu. Einn bróðirinn, Runólfur Fjeldsted, gekk skólaveginn og varð sjerfræðingur í grísku og latínu, og var lians oft getið hjer heima. Hann Ijest fyrir nokkrum árum, Svo líkir voru þeir í sjón Ttúnólfur Og Jón, að aðgæslu þurfti til að greina Ijósmyndir af þeim. Systir þeirra er gift Sigurði Júl. Jóhannessyni lækni vestra. Þótt .Jón gengi ekki skólaveg- inn, þá sýndist hann þó bera þess j merki, svo lesinn sem hann var- og óvenju glöggskygn á marga lund. Það voru einkum hinar betri skáld sögur og leikrit sem drógu að sjer hugá hans, og virtist hann best una sjer í.hóp manna er þau fræði iðkuðu. Hversu fær hann varð í iðn sinni, átti hann að þakka hin- um meðfædda listasmekk. — Um daglega framgöngu Jóns Fjeld- steds og látprýði nægir að segja það, að hún var höfð að orðtaki meðal allra er þéktu hann. Svo óvénju hógvær sem hann var, greiðugur og liðlátlegur, þá vissu þó allir er þektu hann, hvað. fast- ur hann varð fyrir er hann taldi hættu á að velsæmi væri haggað. — Það þarf ekki að fjölyrða um þá eftirsjón, sem öllum vinum Jóns Fjeldsteds er að því, að sam- yistum við hann er nú slitið. — Þess varð vart, að -síðustu árin var Jón þó ekki samur og áður vegna áfalls sem hann fekk á höf- uðið á ferðalagi. Þótt hann jafnan bæri sig karlmannlega, var auð- sætt að lífsfjör hans hafði biðið hiiekki, enda fekk hann stundum aðsvif lík þessu síðasta, sem olli hinu snögga fráfalli hans. H. J. Frá Siglnfirði. Siglufirði, FB. 29. óv. Stórhríð á norðvestan og norðan í nótt og í dag. Brim og stórflæði. j E.s. Hekla lauk við að ferma hjer 5—6000 pk. af fiski í gær- kvöldi, en liggur hjer enn. E.s. Tsland kom hingað kl. 4 í dag. Ljetu skipsmenn illa af veðr- inu. Var dimmviðri mikið og var skipið grunt fyrir Haganesvík, er þeir sáu land. Danska Pingið sett, Kalundborg, 29. nóv. F.TT. Xýkosna danska þjóðþingið helt 1 fund sinn í dag og setti Staun- ing forsætisráðherra þingið með ræðu. Forseti þingsins var kosinn Parkow ofursti. — Kommvinistar hafa nú í ‘fyrsta skifti fulltrúa í þinginu og fóru fram hátíðahöld á GrönttorVet hjá Kommúnista- flokknum. Ófriðarskuldirnar og láns- traust Breta. London, 29. nóv. XJnited Press. FB. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum ræddu fjármálasjerfræðing- ar ríkisstjórnarinnar í gær við stjórn Énglandsbanka, Mun banka stjórnin hafa lagt áherslu á það, að ef ekki væri staðið í skilum. með greiðslur af ófriðarskuldun- um mýndi það gerspilla lánstrausti Bretlands. London, 29. nóv. TJnited Press. FB. Konungur veitti MacDonald for- sætisráðherra áhevrn í kvöld. — Fullyrt er, samkvæmt áreiðanleg- um heimildum, að ákveðið hafi verið að senda nýja orðsendíngu ■ ■ . BB—g Opnun sjáifvirku miöstöðvarinnar. — Símanotendnr ern beðnir að klippa i snndnr með skærnm vfrinn milli [gamla og nýja ákaldsins miðTikndagskTðldið 30. náremlter, ekki siðar en kl. 24 (kl. 12 á miðnælti). Viriun er merkt- nr með hvítn merkispjaldi. Nýji síminn er inot- hæfnr nema vfrinn sje klipptnr i snndnr og kl. 24 hæltir gamla miðstððin að svara, Simanotendnr ern beðnir að kynna sjer rel leiðarvisinn nm notknn sím- ans á bls. 120 i nýjn símaskránni. Bæjarsimastjðrinn. til Bandaríkjastjórnar. Verður því lýst yfir í orðsendingunni, að það sje fjarri því, að Bretland áformi að standa ekki við skuldbindingar sínar. Erlendar frjettir. Chelmsford 29. nóv. F. Ú. Merkilegur fundur. í Louisiana ríkinu í Bandaríkj- unum hefir fundist hauskúpa af fornu spendýri, og fanst hún 800 metra djúpt í jörðu. Fundur þessi ér talinn mjög merkilegur, og er hinn fyrsti af sinni tegund. Alitið er, að dýr þetta muni hafa verið uppi fyrir 50 miljónum ára . Berlín, 29. nóv. F. Ú. Stjórnarmyndunin í Þýskalandi. Ráðagerðum Hindenburgs út af stjórnarmyndun er ekki lokið enn og mun tæplega verða lokið í dag. Alment álíta menn, að aðeins tvent komi til greina, að Papen-ráðu- nejdið verði áfram við völd, eða að Schleicher liermálaráðherra verði kanslari. -— Nazistar vilja ekki hlít.a Séhleicher. Hitler hefir neitað með öllu að styðja ráðu- neyti, sem hann stjórni og Gregör Strásser, sem var boðið á fund til Schleichers í dag, hefir neitað boðinu. Athygli hefir verið beðið að vekja á auglýsingu frá Rakara- fjelagi Reykjavíkur, um frestun á drætti happdrættis iðnnemasjóðs fjelagsins. Göngin undir Ermarsund. For- sætisráðherra Breta var um það spurður í gær, hvort stjórnin ætl- aði eklti að taka til endurnýjaðr- ar yfirvegunar uppástungur um, að byggja göng undir Ermarsund; svaríð var neitandi. (F. Ú.). ,Blái horðintt* brtgðbeslur 5% smjðr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.