Morgunblaðið - 30.11.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1932, Blaðsíða 3
M O R G U N B L A'3 I Ð 5jálfuirka símastöðin tekur til starfa í nótt. jnorgtmMaMí Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Rltstjórn og afgreiSsla: Austurstrœti 8. — Slml 600. Auglýsingastjóri: E. Hafberff. Auglýsingaskrlfstofa: Austurstrœti 17. — Slml 700. Heimasfmar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuQl. Utanlands kr. 2.60 & mánuBl. í lausasölu lO aura eintaklO. 20 aura metS Lesbók. fulluelði fslanðs og alþjóðadómstóll- inn í Haag. Grænlandsmálið er nú rætt af Lappi fyrir alþjóðadómstólnum í Haag. Málaflutningsmenn Dana liafa þar haft orðið til þessa. Á mánudaginn hóf þar um- væður af hálfu Dana belgiskur maður, Charles de Visscher að nafni og er hann prófessor í þjóð- arrjettarfræði. — Eftir því, sem einkaskeyti frá Noregi, sem hing að barst í gær hermir, hefir pró- fessor þessi komist m. a. þannig að orði: „Norðmenn eru svo afvega- leiddir í rökfærslu sinni, að þeir jafnvel geta, dregið í efa lögleg- an fullveldisrjett Dana, ekki að- eins yfir-Austnr-Grænlandi, held- ur og jafnvel yfir íslandi og Fær- eyjum“. Samkvæmt skeyti þessu, ef rjett er hermt, hefir þessi tals- rrj,aður Dana fyrjr alþjóðadóm- stólnum í Haag sett fsland á bekk :með Grænlandi og Færeyjum, að því er afstöðuna gagnvart Dan- mörku snertir. í 19. gr. sambandslaganna frá 1918 segir svo: „Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum, að hún samkvæmt efni þessara sambandslaga hafi viður- kent ísland fullvalda ríki, og til- kynnir jafnframt, að ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu og að það hafi engan gunnfána“. Hjer skal ekkert um það sagt, hvort málaflutningsmaður Dana hefir sagt þau orð, sem norska skeytið hermir. En hafi hann sagt þau, þá er bersýnilegt, að hann, þótt þjóðrjettarfræðingur sje, hef ir ekki haft vitneskj u um sáttmála þann, sem gerður var 1918 milli íslands og Danmerkur, og kæmi það óneitanlega úr hörðustu átt. Að sjálfsögðu telur forsætisráð herra fslands sjer skylt að kom- •ast fyrir h-ið sanna í þessu máli. 'Og komi það í Ijós, að talsmaður Dana fyrir alþjóðadómstólnum í Haag hafi talað þau orð, sem morska skeytið hermir, er þess að vænta, að utanríkisstjórn Dana leiðrjetti þetta fyrir dómstólnum ■og afsaki tafarlaust misskilning þenna. Heimdallur. Skemtikvöld með kaffidrykkju og dansi heldur Heimdallur í kvöld kl. 9% að ■Café Vífli. Aðgöngumiðar eru seld Ír í skrifstofu Heimdallar í Varð- arhúsinu í dag frá kl. ð—9 og kosta kr. 2.50. Þar í innifalið kaffi. Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyr- ar kl. 7, annars seldir öðrum. í nótt kl. 12, eða kl. 24 á síma- máli verður símasambandið rofið við hina gömlu miðs'töð í Póst- hússtræti. Kl. 23.59 eða rjett í þeirri andránni geta símanotend- ur í síðasta sinn heyrt símastiilk- urnar segja þetta tungutama orð ,,miðstöð“. Vjelabáknið, hin sjálfvirka mið- stöð í nýju símastöðinni við Thor- valdsensstræti tekur við, og leysir um 40 símastitlkur frá störfum. Því er spáð, að margir bæjar- búár, sem annars eru kvöldsvæfir og ganga snemma til rekkju vaki fram á nóttina til þess að reyna hinn nýja síma, þetta töfraverk nýtísku tækni. En þá er nauðsynlegt, eins og bæjarsímastjórinn auglýsir, að símanotendur kynni sjer fyrst rækilega þann leiðarvísi, er út hefir verið gefinn, um notkun hinna nýju sjálfvirku tækja. Leið- arvísi þessum hefir verið útbýtt sjerprentuðum. En jafnframt er hann prentaður í hinni nýju síma- skrá fyrir árið 1933. Símaskrá á nú að vera komin til allra símanot- enda í bænum. Óþarft mun því vera að endurprenta leiðarvísirinn hjer. í gær hafði Mbl. tal af land- símastjóra til að fá hjá honum ýmislegt að vita um hina nýju til- högun. Tvenn vandkvæði. Tvent er það, sagði hann, sem jeg vil sjerstaklega taka fram. Pyrst er það, að allmargir þeirra sem beðið hafa um nýja síma til 'n, eru ekki enn komnir í sam- band við nýju stöðina. Alls hafa 275 nýir notendur gefið sig fram hjer.í bænum. 1 des. eða í byrjun janúar ættu símar þeirra allra að vera komnir í lag. Annað er það, að allmargir þeirra símanotenda, sem þurfa skiftiborð hjá sjer, hafa ekki get- að fengið hin nýju áhöld enn. — Verða þeir að komast af með gömlu áhöldin fyrst í stað, enda- þótt það valdi nokkrum óþægind- um. En vonandi dregst það ekki lengi, uns hægt er að afgreiða hin nýju áhöld til þeirra. Símanúmerin. Eins og mönnum er kunnugt, breytast símanúmerin um leið og nýja stöðin tekur til starfa. Fyrst og fremst þurfa númerin að vera með fjórum tölustöfum, svo þau eru engin innan við 1000 — að einu mtmeri undanskildu. En svo hafa allir þeir, sem hafa skiftiborð og fleiri en eina línu, fengið núm- er á bilinu frá 1000—1800. Gömlu númerin frá 1800—2400 halda sjer óbreytt flest. En núm- erin frá 1—1800, sem ekki tilheyra skiftiborðasímum, hafa hækkað um 3000, svo t. d. númer sem voru neðanvið 1000 breytast þannig, að t. d. nr. 244 er nú 3244 og nr. sem var 1133 er nú 4133. Þessi regla er þó ekki undantekningarlaus. Nú duga númerin eih. Nú verður ekki lengur hægt að biðja í síma um samband við Slökkvistöðina og Lögregluvarð- stofuna, nú duga númerin ein. Hef- ir ritstj. símaskrárinnar því verið svo hugulsamur, að setja framan á skrána 4 númer, sem áríðandi er að mönnum verði minnisstæð, þ. e. númer Slökkvistöðvarinnar, Lög regluvarðstofunnar — og svo hefir rit.stj. ekki gleymt að minna á Rit- símann, og Langlínumiðstöðina, þ. e sambandssímann við afgreiðslu utanbæjarsímtala, en sími sá hefir það hlálega númer 02. Þarna liefði og gjarnan mátt vera eitt númer til, sem sje varð- stjóra númerið, sem menn eiga að hringja til þegar kvarta þarf um bilanir o. þessh. En það er nefnt í leiðarvísinum. Kvartanir verða afgreiddar í síma 1000 til kl. 4 siðd., en eftir þann tíma í síma nr. 1010. Símastúlkurnar. Alls er það 41 Símastúlka er missir atvinnu við bæjarsímann hjer og } Hsafnarfirði, er sjálf- virku stöðvarnar hjer og þar taka til starfa. Af þeim hafa 15 verið svo lengi við símann, að þær hafá fengið skipunarbrjef fyrir starf-. inu, og verið teknar í þjónustu símans áður en til orða kom að reisa hjer sjálfvirka stöð. Þær hafa fengið 175 kr. á mán. í kaup, að frádregnu lífeyrissjóðsgjaldi. Nú er þær msisa starfið fá þær endurgreidda þá upphæð er þær hafa greitt í lífeyrissjóðinn, en án vaxta. Er svo fyrir mælt í lögum. Til Hafnfirðinga. Eftirfarandi orðsendingu liefir símastjórnin beðið blaðið fyrir til símanotenda í Hafnarfirði: Talsimaafgreiðslan í Hafnarfirði verður að því leyti frábrugðin því sem nú er, að símanotendur fá beint samband við símanotendur í Reykjavík með því að velja númer það í Reykjavík, sem símtals er óskað við. Sje um langKnusamtöl að ræða, önnur en til Reykjavíkur, skal velja nr. 02 og fæst þá sam- band við langlínumiðstöðina í Reykjavík, sem annast um lang- línusímtalaafgreiðsluna frá Hafn- arfirði. Símtöl frá stöðinni í Hafn- árfirði (úr talklefunum) verða af greidd á sama hátt og áður. Sím- skeyti skal eins og áður afhenda á símastöðina í Hafnarfirði eðá síma til stöðvjirinnar (sími 9021). Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.05 Grammófón- tónleikar. '19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Háskólafyrirlestur. (Arni Páls- son). 21.15 Tónleikar: Fiðlu-sóló (Þór. Guðmundsson). Grammófón- söngur: Dusolina Giovannini syng- ur: Mattinata nr. 2, eftir Tosti; Cadiz-stúlkurnar, eftir Delibes; Tenna Fridriksen syngur: 2 lög úr „Leonora Christine“, eftir Aage Barfod og Sigfried Salomon: Der er tre Hjörnestene og Med Sorig jeg mig lagde. Elisabeth Sehu- mann syngur: Sei nieht böse, úr „Der Obersteiger“, eftir Zeller og Næturgalasöngur eftir Zeller. ferðnr sfmanðntr okkar eftlr að nýja símasttðin teknr til staifa. nol & Salt Bankarnlr verða lokaðir 1. desember allan daginn. Landsbanki fslands. Útvegsbanki íslands h.f. Búnaðarbanki fslands. Sfmi 3700 Bifreiðæistöð s í m i: Steindórs 1 5 8 0 ■ Eftir daginn i dag. Eldur! Munið að brunatryggja nú þegar hjá Vátryggingar- hlutafjelaginu „Nye Danske af 1864“. Aðalumboðsmaður: Slofús Slohvstsson. Amtmannsstíg 2. Hrshátíð sjálfsfæðisfielaganna Fram og Sfefnls í Hafnarfirði, verður haldin í G. T.-húsinu, fimtudaginn JL. desember og hefst með sameiginlegri kaffidrykkju kl. 9 síðd. stundvíslega. Til skemtunar: Ræðuhöld, Söngur og Dans. Aðgöngumiðar fyrir fjelaga og gesti verða afhentir hjá Jóni Matthiesen kaupmanni og óskast þeir sóttir í síf- asta lagi fyrir hádegi á fimtudag. Stjórnir f jelaganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.