Morgunblaðið - 14.12.1932, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.12.1932, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 14. desember 1932. 5 t lón Beneöiktsson fiskimatsmaður andaðist 4. þ. m. að heimili sínu Bræðraborgarstíg 19. Var lík hans greftrað í gær að viðstöddu fjölmenni, sem vænta mátti, því að Jón var mjög vinsæll. Var Jón mörgum kunnugur hjer í bæ og vel metinn af þeim sem hann þektu. Jafnan var hann glað- vær og fjörugur í anda. Blátt áfram og hispurslaus við hvern sem í hlut átti. Áhugasamur um ýms mál og ekki síst eigin störf og inti þau vel af hendi. Mestan hluta starfsæfi sinnar var hann sjómaður, þá jafnan formaður á opnum skipum. Þótti liann læginn í þeirri grein og aflasæll. Hann var fæddur að Akrakoti á Álfta- nési og uppalinn þar meðal dug- andi sjósóknara, svo sem Álftnes- ingar voru í þá daga. Mjög ungur fór hann að stunda sjó og byrj- aði formensku innan við tvítugs- aldur. Á síðari árum æfi sinnar hætti liann sjómensku að mestu og varð fiskimatsmaður, fyrst á Bíldudal og síðan í Reykjavík. Jón Benediktsson var fæddur 2 fehrúar 1860. Kvongaðist 25. nóvember 1882, eftirlifandi konu sinni, Guðiaugu Halldórsdóttur, frá Hauksliúsum á Álftanesi. -— Dugnaðar- o.g myndarkonu. Stóð liún jafnan manni sínum við hlið, í stríðu sem biíðu, enda farnaðist þeiin búskapnrinn — eftir ástæð- um — mjög vel. Tíu börn eign- uðust þau alls, er flest komust upp. vel gefin og mannvænleg. Aðeins fjögur þeirra eru á lífi. Mintust þau 50 ára hjúskaparaf- mælis foreldra sinna 25. nóvember s.l. með veglegu sainsæti og buðu til vinum og venslafólki. Meiri hluta æfi sinnar var Jón heilsuhraustur. en fyrir nokkur- um iárum kendi hann lasleilta, er læknar álitu stafa frá æðakölk- nn. Yarð hann þá að liætta störf- um sínum um tíma, en náði aftur allgóðri heilsu — að því er hann sjálfur taldi — fyrir aðgerðir dr. Dungals. Andlát Jóns bar fljótlega að og fremur óvænt. LaugardagSr kvöldið 3. desember var liann staddur á heimili mínu, Bergstaða stræti 45, ásamt. frú Guðríði dótt- ur sinni. Skemtum við okkur við spil og samtal fram eftir kvöldinu og var Jón liinn glaðværasti að vanda. Laust fyrir miðnætti hjeldu þau feðgin heimleiðis í bíl. Háttaði Jón þegar er heim kom. Las í blaði litla stund. Lagði það síðan frá sjer og eftir stundar- korn hafði liann orð á því að sjer gengi ekki vel að sofna. Mjög skömmu síðar heyrðist breyting a andardrætti hans og var hann þegar örendur er að var gáð. Jón Benediktsson reyndisl uijer, og vafalaust mörgum öðrum. trygglyndur og vinfastur. Óska •ieg nú og vænti þess, að slíkir höfuð-mannkostir rejmist honum farsælt veganesti á ókomna land- iuu handan viðdandamærin. B. Loftsson. Næturlæknir er i nótt Karl Jóns son, Ásvallagötu 7, sími 2481. Næturvörður er í Laugavegs- °g Ingólfs-apóteki. Guðrfður Porualdsúóttir 75 ára afmæli. Þegar ferðamaður kemur að vegamótum, nemur hann oft stað- ar vg litast um. Eins vil jeg gera er jeg minn- ist hinnar mætu konu Guðríðar Þorvaldsdóttur, sem í dag telur 75 ár að baki sjer. Eg ætla mjer þó ekki að fara mörgum orðum um æfidaginn eða störfin. Dagurinn var oft heitur og erfiður, og störfin margþætt, þótt aðalþátturinn væri spunnin úr kærleiksþeli fórnfýsinnar. Um rúmlega 30 ára skeið, dvöldu að staðaldri á heimili hennar, ýmist vinasnauðir eða ósjálfbjarga aumingjar, sem var flúið með til hennar, er öll sund voru lokuð. Sem dæmi um traust- ið, er menn báru til hennar, má nefna að deyjandi móðir fól henni, alókunnugri, son sinn, lamaðan fr,á bernsku, bæði á sálu og lík- ama. Og Guðríður brást ekki traustinu. Hinir frábæru hjúkrunar hæfi- leikar hennar, hreinlæti, lipurð og síðast en ekki síst, hin með- fædda blíða og alúð, bjó vesal- ingunum góðan griðastað á lieim- ili liennar, enda átti maður henn- ar og hörn sammerkt í því að koma til hjálpar iiverjum, sem með þurfti. Það var .ánægjulegt að koma að Vegamótum, þar sem Guðríður Þorvaldsdóttir bjó lengst af ásamt manni sínum, Sigurði Guðmunds- syni, og mannvænlegum börnum. Á heimilinu ríkti glaðværð, frið- semi og góðvild til allra, en eink- niiL til þeirra, sem á einhvern hátt urðu liart úti í lífsbaráttunni. Oflangt mál yrði að segja má- kvæmlega frá hjúkrunarstarfi Guðríðar, og hvernig hún reyndist munaðarleysingjunum, sem hún tók að sjer; því verður sem best líst í fáum orðum þannig: Hún gekk þeim í móðurstað. Mun mörgum minnisstætt er sáu kærleiksríka umönnun hennar, er hún auðsýndi þeim i orði og vðrki, og verkinu lank ekki fyr en lokað var augum þeirra í liinsta blund- inum og þeim var fylgt til sein- ustu hvíldar í kirkjugarðinum. Þeir sem þá sáu Guðríði, sáu fagra mynd af móðurást og — móðursorg. Mjer er fyrir minni það, sem einni af gáfuðustu og bestu kon- u m þessa lands varð að orði, er seinasti auminginn, sem Guðriður stundaði, var borinn lík út úr liúsi hennar. ,,Það er skiljanlegt að elskulega barnsins, sem deyr í blóma æsk- unnar, sje saknað. — En auming- ans, sem alt. hcfir mist —- hver skilur það?“ Já; liver skilur vegu kærleik- ans! „Jeg vona að aumingjarnir mín- ir taki vel á móti mjer, þegar jeg kem hinum megin“, segir Guðríð- ur oft, og æfinlega með tárin í augunum. Jeg efa það heldur ekki, nje liitt, að hún muni þá sanna orð frelsarans: „Það sem þjer gerðuð mínum minstu hræðrum, það hafið þjer gert mjer.“ Jeg hefi einkum dvalið við þessa lilið starfsemi liennar, sökum þess að hún sýnir best innræti Guð- ríðar og upplag. En fleira lagði hún á gjörfa hönd. Ilún starfaði með áhuga fyrir bindindisstarfið; var stofnandi kvennastúkunnar Ársól, sem starfaði vel á meðan henni entist aldur til. Kom þá vel í ljós vakandi áhugi Guðríðar og ósjerplægnin, sem hefir ein- kent alt hennar líf. En yndið hennað mesta var að gleðja og seðja bágstadda menn. Það voru aldrei taldir eftir bitar og sopar á Vegamótum; marga flíkina færði Guðríður klæðlítil börn í; og aldrei var hún glaðari heldur en þegar henni tókst að bæta úr böli annara. Hún kunni, og kann enn, að gleðjast með glöðum og hryggjast með hrygg- um. Nú er æfikvöldið hennar kom- ið. Starfsþrekinu var oft ofboðið með ýmsu móti, eins og þeir fá skilið, sem stundað hafa lengi, ár eftir ár, erfiða sjúklinga; og lík- amsþrótturinn er því lamaður, en sálin er heil heilsu; um hana má með sanni segja: „Andinn getur hafist liátt, þótt höfuðið lotið verði.“ Jeg veit, að í dag senda margir lilýjar kveðjur inn á heimili Guð- ríðar Þoryaldsdóttur, á Njálsgötu 53. Henni eru þökkuð störfin fyrir sjúka og munaðarlausa og henni er þökkuð vinátta og óslítandi t.rygð. Jeg vona að þjóð vorri gefist framvegis konur, sem líkt og Guð- ríður Þorvaldsdóttir, eru gæddar drenglund og dygð, gæddar trú, von og trygð, — gæddar því hug- % arfan, sem sjer aumur á öllum, er eiga bágt. Guð blessi 75 ára afmælisbarnið. Guðrún Lárusdóttir: Útleudar frjeltir. Berlin, 13. des. F. TT. Afvopnunarráðstefnan. St j órn afvopnunarr áðstefnunnar kom saman í dag í fyrsta skjfti eftir 6 mánuði og var fulltrúi Þýskalands viðstaddur. — Fund- urinn var leynilegur en næsti func. U’- var ákveðinn 23. janúar næst- komandi og mun þar verða rætt um breytingar á fyrirkomulagi af- vopnunarráðstefnunnar, sem á- kvörðun þýskalands nm þátttökn, hefir í för með sjer. Þýskaland tók í fyrsta sinni í dag þátt í stjórnarfundi afvopn- unarráðstefnunnar, eftir fimm mánaða fjarveru. Fundurinn hófst á því, að fulltrúi Þjóðverja var boðinn velkominn, og látin í ljós ánægja yfir samningum á sunnu- daginn, úm jafnrjettiskröfu Þýska lancls. Flug misheppnast. Þýski flugmaðurinn, Hans Bert- ram, sem ætlaði sjer að fljúga frá Ástralíu til Evrópu á 7 dögum, komst til iSurabaja á Java í gær- dag. f morgun, er hann ætlaði að leggja af stað þaðan, misti liann vald á flugvjelinni, svo hún velt- ist ofan í skurð, og skemdist tölu- vert, en hvorki flugmanninn nje vjelamann hans sakaði nokkuð. Hroðalegt sjóslys. Sænsk frjettastofa segir frá því. að mikið sjóslys hafi orðið fyrir sunnan 'Ortagena á Spáni. Kvikn- aði í farþegaskipi og sökk það á stuttum tíma. — Skipið hafði 100 farþega meðferðis, en hingað til hefir aðeins frjest um, að 15 hafi verið bjargað og er hætt við að margir þeirra, sein stukku fyrir borð, hafi orðið hákörlum að bráð. Frá Siglnfirði. Þíðviðri og góðviðri undanfarna daga. Afli nokkru. tregari en verið hefir. Nokkur óróleiki í hænum* út af skarlatssóttinni. Er heilbrigðis- nefnd og hjeraðslækni álasað fyrir ónógar sóttvarnir. Komúnistar safna undirskrifaum út af þessu. Hjer ljest. í nótt frú Kristín Þorsteinsdóttir, kona Hannesar Jónassonar bóksala, mesta merkis- og myndarkona. Eitt ár úr æfisögu minni. Langferðasaga um fs- lands fjöll og hygðir, eftir Jón Bergmann Gíslason. Rvík 1932. Hiðursuðuvörur: Kjötmeti, allskonar, Lifrarkæfa og Fiskbollur Ennfremur: Dilkasvið L a x og Gaffalbitar sem ómissandi er á jóla- borðið. Sláturfélagið. Sími 1249. Besta þorskalfstð f bænnm fáiÖ þið í undirritaðri verslun. Sí- vaxandi sala sannar gæCin. B) Ornlnn, Bergstaðastræti 35. Sími 4091. I „DYNGJA" er íslenskt skúri- og ræstidnft og fæst i Hýlenduvöruverslunln les Zimsen. Kleins kjtttfars reynist best. BaldursKÖtu 14. Sími 3073. Bók þessi er allnýstárleg að efni. Segir hún frá ferðalagi höf. um mikinn liluta landsins á einu ári og því helsta, sem á daga hans dreif á því ferðalagi. Lagði höf. í ferð þessa á tveimur hest- um sunnan úr Flóa og hjelt sem leið liggur norður í land um Kaldadal og alt til Akureyrar. Dvaldist liann þar all-langa hríð og fór þá m. a. nokkrar póst- ferðir þaðan ves'tur á bóginn og einu sinni alt vestui' að Stað í Hrútafirði. Frá Akureyri fór hann með skipi og ætlaði þá suður í Vestmannaeyjar, en varð stranda- glópur á .Seyðisfiriði. Hjelt það- an upp á Hjerað, ýmist fótgang- andi eða á skíðum, gerðist ver- tíðarmaður á Unaósi í Hjaltastaða þinghá en fór síðan fótgangandi úr Borgarfirði eystra til Akurejm- ar snemma í aprílmánuði. Margar torfærur urðu á veg'i höfundar, bæði á þeirri leið og' ella í ferðum hans, en altaf slapp hann frá þeim, oft. þó við nokkura tvísýnu. Er ekki að efa, að höf. hefir lært margt og mikið á þessu ferðalagi. Slíkar ferðir veita mikla lífs- reynslu, kynning á mörgnm og sundurleitum mönnum og ekki síst þekking á landinu sjálfu, sem öll- um er nauðsynleg að meira en minna leyti. Höf. er kornungur maður; hann var tvítugur, er hann fór í ferða- lag sitt, en síðan eru fá ár. Engar dagbækur hjelt hann á ferð sinni, en samt sem áður er ekki annað að sjá en hann muni fullglögt eftir öllu, svo s*m það væri ný- Biðjið aðeins um SIRIUS súkkulaði. Vörumerkið er trygging fyrir gæðunum. m lega skeð. Einstöku villur um mannanöfn hafa þó slæðst með lijá honum; eru þrír prestar rang- nefndir í bókinni, síra Theódór á Bægisá (nefndur Lárus, bls. 701, síra Helgi Hjálmarsson, sem vaV á Grenjaðarátað (nefndur Helgi Pjetursson, bls. 98) og síra Pá-11 Hjaltalín Jónsson, sem var á Svalbarði (nefndur Jón Hjalta- lín. bls. 173). Slíkum villum sem þessum hefði verið auðvelt að komast hjá. Annars er höf. yfir- leitt skilorður og gerir sjer far um að segja rjett og hlutdrægnis- laust frá, er allsendis laus við sjálfhælni, en játar þveufc á móti, að sjer hafi stundum tekist mið- m en skvldi. Bókin er fremur skemtileg til •lestrar; höf. segir allvel frá og mjög tilgerðarlaust. Hins vegar virðist auðsætt, að liann liefði getað náð betra árangri einmitt í þpssu efni, ef hann hefði lagt meiri vinnu í sainning bókarinnar, því að lengi má um bæta. Bókin á skilið að vera keypt og lesin, því að hún er að ýmsu loyti oftirtektarvorð, meðal ann-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.