Morgunblaðið - 15.01.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ É)) MamaM & Olsem (( Fengum með es. „Brúarfoss": Appelsínnr: Jaffa 150 stk. — Valencla 300 stk. Epli: Delicions og Jonatkaa. Gitrðnnr stérar eg géðar. Simi: Einn - tveir - þrír - fjórir. PostnUnsvSrnr: filervðrur, — Leirvörnr. — Busáhðld. — Borðbnnaönr, alpakka og silfurplett. — Leðnrvörur. — Barnalelkfðng. — Ýmislegt til tækifærisgjafa og margt fleira hjá K. Einarsson & BJðrnsson. Bankastræti 11. t Ölafnr Jðnsson læknir andaðist að heimili sínu í gær- morgun eftir þunga legu í lungnabólgu. Sjógangur .d Rkranesi veldur mikiu tjóni á vjelbátum. Aðfai'anótt fimtudags gerði stórbrim á Akranesi, enda var þá aftakaveður. Brimið var með því mesta, sem þar hefir komið í manna minnum. Vjelbátafloti Akrnesinga var j lægi á svonefndu Lambhús- sundi. Þar voru yfir 20 vjelbátar og aliþröngt um þá. Þegar stór- flóð eru myndast mikill straum- ur á sundinu. En þar sem þröngt var um þátana í flóðinu á fimtu- dagsmorgun rákust þeir hver á annan og varð mikið tjón af. Átta vjelbátar brotnuðu mikið, þó aðallega ofan sjávar. Fleiri bátar skemdust, en ekki 'stór- vægilega. Vjelbátarnir, sem þarna brotnuðu eru nú komnir hingað til Rfeykjavíkur til við- gerðar, og tekur það frá 4 dög- um til þrem vikum að gera við þá. Þetth er mjög bagalegt, þar sem aðalvertíðin er að byrja eða byrjuð. Akrnesingar hafa undanfarin ár, sótt það fast á Alþingi, að fá gerðar hafnarbætur þar efra. En það nauðsynjamál hefir átt erfitt uppdráttar. En þrátt fyrir hafnleysi og erfiða aðstöðu hef- ir útgerð stóraukist á Akranesi síðustu árin. Hitt er þó sýnilegt, að útgerðin er þarna í voða stödd, ef ekki fást hafnarbætur. Vonandi verður. úr þessu bætt á komancla Alþingi. Ofuiðrið. Sjómannastofan. kvöld kl. 6; Rteirm rithöfimdur talar- Samkoma í Sigúrðsson Skip slitnar upp í Vestmann- eyjum. Frá Vestmanneyjum símaði fí’jettaritari Morgunblaðsins í gœr: Sænskt saltskip slitnaði frá ^ryggju í ínnri liöfninni í ofviðr- imi í nótt. Rak það út á miðja liöfn áður en akkerið fekk botn- Jiald. Skipið rakst á fjóra. vjelbáta. me.ðan það var á reki og sleit þá alla upp. Braut það stýrishús og siglptrje á einum þeirra með akk- erisfestinni. Hina bátana skemdi það og eittlivað. Tveir bátarnir strönduðu, sinn á hvorum hafnar- garði. en tveimnr varð bjargað, áður en þeir strönduðu. í símskeyti frá Vestmannaeyj- pi til F. B. L gærkvöldi segir að saltskipið heiti Örn. Með fjör- nnni standi það og sje inni í mið.jum bátaflotanum og geti enn valdið miklum skemdum. Spánskt skip í sjávarháska austur á Meðallandsbugt. Á föstudagskvöld seint var spánska flutningaskipið ,.Flóra“, statt austur í Meðallandsbugt. — \'cður var hið versta. Misti skipið stýrisútbúnað sinn og sendi neyð- armerki. Ekki vissn skipverjar hvar þeir « voru, en hjeldu að þeir væru skamt austur af Vestmannaevjum. Tveir togarar, sem voru við Eyj- ai’ lögðu af. stað þangað, er búist var við að ..Flóra“ væri, en sneru brátt við, vegna óveðurs; enda reyndist Flóra ekki að vera svo nálægt Eyjum, sem ætlað var. Lyi-a fór frá Vesamannaeyjum á föstuda"«kvöld. Fann hún Flóru með loftskeytamiðunum um kl. 4 um nóttina, austur í Meðallands- bngt. Skipið rak ]iar hjálparlanst fyrir vindi. Skipver.iar vildu belst yfirgefa skipið, og komast í Lyru. En engin tök voruá því. vegna veðurs T.vra var nálægt Flóru alt til morguns. Og í gær stóð alt við það sama. Flóru rak fyrir vindi og varð engum stýrisútbúnaði kom ið fyrir. En ekki hægt að ná skipverjum. enda áleit skipstjóri á Lýru þá ekki' vera í yfirvof- andi lífsháska, ]iví vindur var svo vestlægur, að skipið rak frá landi. Plóra er 3124 smálestir. Er frá Bilbao, bygð 1918. Er með salt- farm til H. Benediktsson og öo. Siðnstn frjettir. til Flóru verður stýrt Austfjarða. f gærkvöldi barst fregn frá Flóru, að skipverjum liafi tekist að koma stýrisútbúnaði í lag til bráðabirgða, og æt.li skipið að revna að komast til Fáskrúðs- fjarðar. Inflúensan. Togarinn „Ver“ kom hingaS í gær með 2— 3 menn veika af infú- ensu og var settur í sóttkví. Togarinn „Vor“ lagði af stað frá Aberdeen fyrra laugar- dagskvöld. Á föstudagsmorgun s. 1. var hann kominn á fiskimið hjer í Faxaflóa og byr.jaði að fiska. En í gær varð hann að jeita hafnar vegna þcss að menn höfðu veikst af inflúensu um borð, þ. á m. 1. vjelstjóri. Tog- arinn kom hingað um miðjan dag í gær og fór læknir þegar út skipið. Vo.t þá 2—3 menn lasnir, en ekki mikið veikir. Tog- arinn var settur í sóttkví fyrst um sinn og þeir sem lasnir voru voru kvrrir í skipinu. Fer lækn- ir aftur út í sk'pið í dag og verða þá tcknar ákvarðanir um það, hvað gera skuli.. Ágerist veikin, '•<rða hinir sýktu menn vafa- laust teknir í land og settir í sóttkví í landi. Entaki ekki fleiri veikina um borð og þeir hressist, sem nú eru, lasnir, fer skipið brátt á veiðar aftur. Deilur Breta og íra. framleiðslu sinnar í fríríldnu, en iiann muni ekki fallast á nein af- skifti þeirra af rjettindum Ira i viðskifta- og fjárhagsmálum yf- irleitt. Fjármálaráðstefnan. Genf, 13. jamiar. United Press. FB. Fjármálasjerfræðingarnir á und irbúningsfundi að viðskifta- og fjármálaráðstefnunni hafa unnið af kappi að samningu Uppkasts að tillögum sínum. Hafa þeir unn- iö í dag í smáflokknm og vænta ]>ess, að samningu uppkastsins verði lokið á morgun. Alt rólegt á Spáni. Madrid. 14. jánúar. IJnited Press. FB. , Opinberlega tilkynt, að alt, s,]e nieð kyrrum kjörum hvar vetna í landinu. ----—............ Ný stjórn í Rúmeníu. Bukarest, 14. janúar United Press. FB. Konungurinn hefii’ Lflið Voe- void að mynda nýja, stjórn, sem vinni í samræmi við vilja núver- andi þings . Newport, Monmontbsbire, 13. jan. United Press. FB. -J. H. Thomas nýlendumálaráð- herra liefir hahlið ræðu lijer og drap m. a. allítarlega á deilumál fra og Breta. Lýsti hann því yfir, að Bretíaml óskaði' einskis frek- ara en að friðurinn mætti varð- veitast innan fríríkisins og neit- aði því, að Bretlandsstjórn hefði ekki gert tilraunir til þess í fullri alvöru, að ná samkomulagi við De Valera. Sagði Thomas m. a.: ..Bretlandsstjórn hefir ávalt verið reiðubúin til þess að semja við hvaða ríkisstjórn sem er svo fremi að hlutaðeigandi ríkisstjórn undir- gangist að taka fult tillit til heið- arlegra- skuldbindinga. sinna“. Sligo, 14. jan. TJnited Press. FB. De Valera hefir sagt í 'ræðu að ef Bretastjórn lýsi því yfir að Bretar skuli láta fríríkis- menn sitja fyrir öðrum með sölu á landbúnaðarafurðum á mörkuð- um sínum, þá skyldi ekki standa Frá Noregi. Osló, 14. jan. NRP. FB. Inflúensan í Noregi. Inflúensan er nú einnig farin að breiðast út í Noregi. 1 Osló er hún útbreiddust meðal póst- manna og sporvagna-starfs- manna. Yfirleitt er veikin væg. Grænlandsdeilan í Haag. Norsku fulltrúarnír lögðu af stað í gær áleiðis til Haag. Hefst málflutningurinn á ný á mánu- dag. Búist er við, að málflytjend- ur Dana verði viku tíma að svara ræðum málflytjenda Norð- manna. Flugvjel leitar lýðskólanem- anna. P'eiring flugkapteinn tók í gær þátt í leitinni að lýðskóla- nemunum. Flaughann yfirsvæði það í Dofrafjöllum, sem helst er von til að leitin beri árangur. — Vonlítið er nú talið, að nemarn- ir séu á; lífi. Úlvarpsfr]etlir. Berlín, 14. janúar. Frá Spáni. Á Spáni beita uppreisnarmenn enn stöðugt sprengjukasti. Að því er franska frjettastofan Agence Havas hermir, munu 10 þúsund uppreisnarmenn hafa verið búnir út með sprengjum. F.jöldi manna hefir vei’ið hand- tekinn í gær. Verkamannablað- ið, sem kemur út í Barcelona, hefir verið dæmt í mjög háar sektir fyrir að hafa birt grein- ar, sem æstu til uppþots. (F. Ú.) Dregur til bardaga í Kína. Frá Norður-Kína berast þær frjettir, að yfirhershöfðingi Kín- á sjer að fallast á að veita Bret- verja, Chang-Kai-Chek, hafi nú um forrjettindi um sölu iðnaðar- ráðist með miklu liði úr hjerað- inu Jehoul inn í Mansjúríú, og að þar með sje framsókn Japana í Kína tept í bili. Það hefir einn- ig borist sú frjett, að kínverskt riddaralið sje óðum að nálgast járnbraut, sem sje Japönum mjög áríðandi vegna aðflutn- inga, svo og að Kínverjar sjeu búnir að draga saman 30 þús- und manna lið annað í hjeraðinu Jehoul. (F. Ú.). Viðskiftasamningar Breta. Bresk blöð telja það nú víst, að gerðir muni verða yerslun- arsamningar milli Bretlands annars vegar og Póllánds, Finn- láifaSc og Eystrasalts-landanna hins vegar, ogþykjast geta frætt því, að búið muni að bjoða þessum löndum að senda menn til Englands til samningagerð- ar. Samningum þeim við Norð- urlandaríkin, sem frestað var fyrir nýárið, mun verða haldið áfram upp úr mánaðamótunum janúar og febrúar. (F. Ú.). Kúgun í Póllandi. Nefnd, sem pólska stjórnin hafði skipað til þess að gera til- lögur um nýja skipun á málum pólskra háskóla, hefir skilað á- liti sínu, og lagt það til, að sjálfs- forræði háskólanna verði mjög takmarkað, og ríkisstjórnin hef- ir lagt tillögur hennar fyrir þing- ið. Að því er frá Warschau frjett ist hafa háskólakennarar víðs- vegar um landið tekið tillögum þessum mjög fálega, og hafa þeir afráðið að hætta störfum sínum allir í senn, ef tillagan um takmörkun á sjálfsforræði háskólanna nær fram að ganga. (F. Ú.). Þýska stjómin. Schleicher átti tal við foringja þjóðernisflokksins, Hugenberg í gær. — Ekkert hefir verið látið uppskátt um tal þeirra en stjórn arskrifstofa kanslarans lýsir því yfir, að allar þær sögur, sem blöð in seg.ja nú um nýmyndun ráðu- neytisins, komi að minsta kosti 'öngu fyrir tímann. — Engar á- kvarðanir hafa verið teknar um nýja samsetningu stjórnarinnar. — Það eitt sje fullvíst, að enda þótt nýmyndun þessi fari fram, þá muni Schleicher eftir sem áð- ur hafa forystu ráðuneytisins, enda hafi hann undir eins, er hann tók við völdum, lagt stefnu skrá sína svo langt fram í tím- ann, að hann ætlist til þess, að vi ra óháður þingmeirihluta eða stuðningi pólitískra flokka. (F. Ú.). Úlfaldar til Danmerkur. Danskur bóndi hefir komið með þá uppástungu, að flyt.ja inn Asíuúlfalda til Danmerkur og nota þá í stað hesta. — Kveð- ur hann þetta hafa verið gert í Kanada og hafa gefist mjög vel, því að úlfaldar séu miklu næg.iu- samari og þrékmeiri en hestar. — Danski bóndinn kvað nú ber.j- ast ákaft fyrir þessari tillögu sinni. (F. Ú.). Kuldar á meginlandinu. Kuldar ganga nú í Mið-Ev- rópu. — í Berlín hefir sprung- ið mjög mikið af vatnspípum og var slökkviliðið þar kallað til þess að b.jarga svönum, sem frosið höfðu inni á tjörnum í Tiergarten. (F. Ú.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.