Morgunblaðið - 15.01.1933, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
<!•
Reykjavíkurbrjel.
14. janúar.
VeÖriS.
Síðustn viku hafa þrjár djúpar
lægðrr farið norður eftir Græn-
’íandi og Grænlandshafi fyrir vest-
an ísland og' haft í för með með
sjer ýmist S- og SA-átt með hláku
«.g rigningu eða SV- og V-átt
með hríðarjeljum eða hryðjum á
og V-landi og víða norðanlands.
Vindur hefir jafnan verið hvass,
veðurhæð stundum náð 10 og jafn-
vel 11 vindstigum, en frost liefir
ekki orðið mikið. fyr en í dag
ftaugardag . Síðasta lægðin fór
í'ram hjá í nótt (aðfaranótt laug-
ardags), mjög nálægt V-landi.
í Revkjavík varð hiti mestur
■fi.9 stig á miðvikudag, en minstur
--T' 4.3 stig aðfaranótt miðviku-
>dags.
Innflutningurinn.
Síðastliðið ár nam innflutning-
rarinn til landsins nm 35 miljón-
um króna. Er það mun minna en
undanfarin :ár, enda framkvæmdir
ug kaupgeta minni en áður.
Árið 1931 var innflutningurinn
43 milj. króna, samkvæmt ára-
mótaskýrslu. en innflutningurinn
1930 var (57 milj. kr.
Ríkissjóður fær að kenna á því,
Shve verðtollurinn hefir minkað.
Hann hefir komist upp í 2y2 milj.
irróna á ári, en mun nú nema um
700 þús. kr. að sögn.
Það munar um minna. Tíminn
er sítalandi um að eyðsla þess
fólks sem eitthvað lcann að eiga
»m fram daglegar lífsnauðsynjar,
«g leyfir sjer einhvern óþarfa, sje
að sliga þjóðarbúskapinn. Verð-
tollurinn er drýgstur af óþarfan-
»m. Þegar harðnar í ári, og inn-
flutningur minkar skellur tapið á
ríkissjóði.
Skuldaskýrslusöfnunin.
Greiðlega gengur landbúnaðar-
»efndinni að safna skýrslum um
skuldir bænda,. Er búist við, að
því verki verði lokið innan
skamms. Hafa menn víðast hvar
bmgðið fljótt við. Vantar nefnd-
ma mest af Austurlandi. en það
stafar af tregum póstgöngum.
Enn er vitanlega ekkert yfirl.it
fengið um þessi mál.
En að söfnun þessari lokinni er
fengin mjög merkileg útsýn yfir
búnaðarástæður og skilvrði bú-
skapar í sveitum landsins, er gefið
getur tilefni til margs konar til-
Tagna og ráðstafana.
T einum hreppi fjekk nefndin
þær viðtökur er skuldaskýrslum
áttí að safna, að hreppsbúar hefðu
hingað til enga utanaðkomandi
hjálp þurft og myndi óþarfi, að
Vinýsast um skuldir einstakra
manna.
Endurminningar
„stýrunannsins“.
Enn er mönnum í fersku minni
hver nefndi sig „stýrimann“ Síld-
areinkasölunnar. Gjaldþrotaskift-
um þess .svindil1-fyrirtækis miðar
bægt og bítandi áfram, og á langt
í land að lokið-sje.
Þegar Sveinn Benediktsson sæll-
ar minningar tók fyrir kverkar
Sildareinkasölunnar var áætlað að
hana vantaði % miljón til þess að
eiga fyrir skuldum.
Nú telja kunnugir víst að á
vanti eina miljón.
iírið 1930 mun einkasalan hafa
greitt síldveiðamönnum 3 krónur
fyrir tunnuna, árið 1931 voru þeim
greiddar 2 krónur, sem nokkuð
fengu. Hefði einkasalan átt að
geta staðið straum að verkunar-
og stjórnarkostnaði liefði hún
þurft að fá síldina gefins þessi tvö
ár, og nokkurn styrk til að verka
hana.
Getur hinn sósíalistiski „stýri-
maður“ ritað álitlegan kafla um
fyrirtæki þetta í bók sinna „tal-
andi verka.“
Pjörvi.
Níels P. Huugal hefir fyrir
nokkru byrjað á mjög merkileg-
um rannsóknum á því, hvort börn
og unglingar hjer 1 Reykjavík
hefðu nægilega fjörefna ríka fæðu.
Mataræði okkar íslendinga er
þannig farið, að mest hætta er á,
að við fáum ekki í daglegri fæðu
okkar nægilega mikið af C-f jörvi.
Hefir Dungal því tekið sjer fyrir
hendur að athuga þessa hlið máls-
ins sjerstaklega. Hann héfir í ný-
útkomnið Læknablað ritað grein
um fyrsta þátt þessara rannsókna
sinna.
O-fjörvi fáum við í fæðuna með
neytslu garðaávaxta og grænmet-
is. Bendir margt til þess, að rann-
sóknir Dungals verði ný og brýn
hvöt til þess að tryggja lands-
mönnum meiri garðávext.i með auk
inni garðrækt í landinu.
Tveir aðilai’.
Magnús Jónsson alþm. flutti ný-
lega erindi í landsmálafjelaginu
Verði, um atvinnuleysið og krepp-
una. Magnús er alviðurkendur sem
einn af okkar gleggstu og víðsýn-
ustu fjármálamönnum.
f niðurlagi erindisins bar hann
fram skýr rök að því, að lausnin
á deilumálum vinnuveitenda og
verkafólks ætti að verða sú, að
]mssir tveir aðilar kæmu sjer sam-
an um að skifta með sjer áhættu
og ágóða.
Að ýmsu leyti á slíkt fyrirkomu-
lag best við íslenskt lunderni og
hugarfar. H’ásetinn á fiskiskipinu
oe sá sem vinnur á landi, verður
að fá vist kaup fyrir vinnu sína-
En þessir menn geta sætt sig við,
að það sem þeir bera úr býtum
fari að nokkru leyti eftir árferði
cp hvernig tekst með atvinnufyrir-
tæki þeirra. Sje um gróða að ræða,
þá fer ákaflega vel á því, að allir
sem að honum vinna, fái hlutdeild
í gróðanum. En til þess að tryggja
sjer þá hlutdeild geta sömu menn
dregið úr kaupkröfunum, svo fyr-
irtæki þeirra komist klakklaust
vfir hin lakari ár.
Með því mót.i finna menn sjálfir
sannvirði vinnu sinnar, og atvinn-
an helst st.öðug. í sátt. og sam-
lyndi.
Reynsla.
f sumar tóku sjómenn togara
einn á leigu, og hafa síðan gert
hann út á ísfiskveiðar. Liðnir eru
einir 5 mánuðir síðan þeir byrjuðu
á veiðunum. Útgerðin er algerlega
á þeirra ábvrgð, og fá þeir kaup
sitt, þegar annar útgerðarkostnað-
ur hefir verið greiddur.
Tilraun sem þessi er spor. í
rjetta átt. Sjómennirnir sýna sjálf
ir framtak við að bjarga sjer. Og
þeir kynnast út.gerðinni niður í
kjölinn. get.a af eigin reynslu
dæmt um það, hvérir erfiðleikar
eru á útgerð.
* Nú hefir heyrst að þessir fram-
t-akssömu menn hafi sama og ekk-
ert kaup fengið síðan þeir byrj-
uðu. Hefir þessi tími því verið
þeim dýrkeypt reynsla í því, hve
útgerðin á erfitt uppdrátter. En
jafnframt er hjer glögt dæmi þess,
að vart er að treysta á útgerð, sem
ekkert fjármagn hefir að baki
sjer, engan varasjóð að grípa til
er illa tekst. Ber hjer að sama
brunni. Samvinna milli fjármagns
of>' vinnuafls þarf til, svo vel fari.
Kosningafundir.
Danskur stjórnmálamaður, Hol-
stein-Hleiðruborg greifi, flutti ný-
lega útvarpserindi um kosninga-
fundi þar í landi. Segir hann ber-
um orðum, að fáist ekki breyting
á hinum almennu kosningafund-
um, þar sem frambjóðendur flokk-
anna tala, þá verði að leggja fundi
þessa niður.
Hann skiftir fundarmönnum í
fjórar manntegundir. 1. Þá sem
hlusta, og vilja fræðast, 2. Þá sem
komi til að „gera sprell“, einn og
emn, þeir sjeu venjulega druknir.
3. Klíkufólkið, sem komi til að
klappa fyrir flokksmanni sínum,
og trnfla aðra ræðumenn. 4. Ærsla
belgi, sem komi á fundinn sjer til
skemtunar, til að grípa fram í, og
gera ólæti, og sje sama um á
hvaða flokki það bitnar.
En þegar þessu fólki ægi saman,
nái fundirnir ekki tilgangi sínum,
verði ólát.afundir, eða skemtikvöld
fyrir ærslulýðinn gersamlega ó-
samboðnir þingmönnum og lög-
gjafarsamkomu þjóðarinnar.
8 þúsundirnar.
Þegar Hriflungum dettur ein-
hver kórvillan í hug þykir þeim
ekki nóg að færa hana í letur í
Tímanum, heldur hafa þeir mann í
útlöúdum, til þess að spýta hennií
erlend blöð- Hjer heima þykir
þeim upphefð að því, hve víða
þeirra er minst, en gæta ekki að
því, að útbreiðsluna eiga þeir því
að þakka, að erlendir blaðamenn
taka þessa íslensku „stjórnmála-
menn“, sem fágæt flón.
Nýjasta flugan er það, að fram-
vegis eigi rikissjóður að taka af
tekjum manna alt sem er yfir 8
þús. kr. Yel má vera, að hagur
ríkissjóðs sje svo, að hann get.i
engum greitt hærri laun en þetta
og er það athugandi. Hætt er við
að ríkistekjurnar af slíkum há-
tekjuskatti verði ekki þungar í
vasa skattheimtumanna. Því í nú-
verandi árferði munu það vera fa-
ir menn hjer á landi, sem hafa þá
peningaaðsókn, að þeir geti ekki,
ef svo ber undir, komist algerlega
hjá þvi, að hafa yfir 8 þúsund
krónur í nettó árstekjur. Meðan
ekki er meiri alvara í sparnaði á
ríkisgjöldum, en ennþá á sjer stað,
er ákaflega ólíklegt að margir
kæri sig um að greiða mörg þús-
und að gamni sínu í rikissjóðshit-
ina. —
Frá Spáni.
Valencia 13. jan.
United Press. FB.
Sprengikúlu var varpað inn á
ritstjórnarskrifstofu blaðs eins og
varð mikið eignatjón af, en einn
maðnr beið bana. hm alt landið
eru horfur batnandi. enda þótt
ókyrt sje á stöku stað og sprengju
tilræðum sje ekki enn hætt.
Fyrirliggjandii:
Epli Delicions. - Appelslnnr Jaffa 144,
Vaiencia 240, Bláber og Hakkarónnr.
Eggert Kristjánsson & Co»
Sími 1400 (3 línur).
Fiskeiiikasalan.
Nokkrar athugasemdir.
Ut af syari Ólafs Thors við
grein minni vil jeg vera fáorður,
það var eins og það væri einróma
hól um Fisksölusambandið og
blessun ríkisstjórnarinnar á Fisk-
einkasölunni.
Vil jeg taka hjer upp nokkrar
línur úr svari Ól. Th. til mín. þar
sem hann segir:
„Það er kunnugt, að bráða-
birgðalögin eru að efni til samin
nákvæmlega eftir brjeflegum ein-
róma tilmælum Fisksölusambands-
stjórnarinnar.
Auk þess skal það tekið fram,
að ríkisstjórnin var alveg sammála
stjórn Fisksölusambandsins í þessu
máli. Enginn, sem til þekkir getur
neitað því að verðlag á saltfiski
er grundvöllur undir þurfiskverð-
inu. Verðfall á saltfiski orsakar
því verðfall á þurrum fiski.“
Þetta svar mitt, skal verða stutt
vegna þess að jeg var búinn að
benda á það í fyrri grein minni,
að það hefði verið fljótfærni og
vanhugsað að hafa saltfiskinn
(blautsaltaðan) með í einkasöl-
unni.
Þeir sem hjer eiga lilut að máli,
útvegsbændur og fiskeigendur,
eru sjálfir dómbærir um þetta.
Jeg þori að fullyrða að Fisk-
sambandið hefir ekki haft fylgi
alls þorra útvegsmanna nje sjó-
manna, þegar þeir báðu ríkis-
stjórnina um einkasölu á saltfiski.
Væri það ljett verk að sýna það
ef á því þyrfti að kalda.
Ó. Th. heldur því fram, að verð-
lag á saltfiski sje grundvöllur
undir þurfiskverðinu. Þetta er
megti misskilningur og er jeg hissa
að hann skuli láta þetta frá sjer
fara.
A meðan það er óráðin gáta
hvað mikið fiskmagn t. d. Nor-
egur og íslendingar hafa, er salt-
fiskverðið ekkert í sambandi við
þurfiskverðið. Sá einasti tími, sem
um það gæti verið að tala, væri þá
að vorinu, eftir að fiskupptaln-
ing hefir farið fram eftir vertíð.
Einmitt meðan að það er óráðin
gáta, hvað fiskmagnið verður mik-
ið, er oft gott blautfiskverð
sem er ekkert í sambandi við
þurfiskverðið, það er einmitt þessi
fiskur og þetta fiskverð, sem
einkasalan hefir bundið og gert
mönnum svo mikil óþægindi með,
það er saltfiskurinn fyrri part
vertíðar, sem þarf að vera laus
og óbundinn.
Það eru t. d. 110—120 fleytur
í vetur er fiska með línu hjer
við Reykjanesskaga og Faxa-
flóa. Það er þessi floti sem þarf
og vill selja sinn fisk fyrri part
vertíðar. en sem einkasalan hefir
tekið að mestu leyti fyrir kverk-
arnar á.
Vegna þess, hvað smáútgerðin er
isi. siDior
frá bændum í Borgarfirði og
ostur.
Lækiargötu 10 B.
Sími 4046.
(Áður Breiðablik).
illa stæð og þarf á peningum að
halda, má ekki loka fyrir hina
fi jálsu verslun á saltfiski. Einka-
salan selur aldrei nema lítið eitt
af saltfiski til útlanda þennan
tíma árs, á móti frjálsri verslun
og afleiðingarnar af því verða þær
þegar einkasalan bannar mönnum
að selja saltfisk beint til útlanda,
að þá getur skapast óeðlilega lágt
fiskverð innanlands sem sá fátæki
og illa stæði útvegsmaður þarf að
sæta.
Þótt jeg sje að ótugtast við
Fisksamlagið, vil jeg geta þess, að
það nær ekki til þeirra manna,
sem því stjórna — heldur til
verkanna. Jeg er mótfallinn t. d.
því, að fiskeigendur fari og kjósi
þangað menn eins og Fiskif jelags-
deildirnar á Vestfjörðum vilja.Jeg
vil ekki heldur láta Alþingi koma
þar nærri. Jeg tel rjett ef bæta á
mönnum þar AÚð, þá eiga það að
vera þeir menn sem með fisk-
verslun hafa farið áður og eru
„lifandi“ í þeirri verslun ennþá.
Að vísu kusu þessir menn sig
sjálfa til að stjórna Fisksam-
bandinu, en jeg lít á það, sem
allur fjöldi útvegsbænda gerir
lijer í veiðistöðvunum, að banka-
stjórarnir í nefndinni sjeu þeirra
menn í nefndinni, að vísu gæti
það verið athugavert, en það ligg-
ur ekki fyrir nú, eins og sakir
standa.
Óskar Halldórsson.
Athugasemd við athugasemdir.
í grein hr. Óskars Halldórsson-
ar er tvent sem máli skiftir, og
hvorutveggja á nokkurum mis-
skilningi bygt.
Hjð fyrra er, að hr. Ó. H. heldur
að verð á þurfiski sje óháð verð-
lagi á saltfiski. Þetta er vitaskuld
rangt, enda er þess að vænta
að hr. Ó. H. skiljist það við at-
hugun að því lægra verði sem t.
d. hann sjálfur getpr keypt salt-
fiskinn, því lægra verð þarf hann
að fá fyrir þessa vöru, eftir að
búið er að breyta henni í þurfisk.
Hin meinlokan er sú, að hr.
Ó. H. gengur út frá því sem gefnu
að heimild Fisksölusambands
stjórnarinnar til afskifta af sölu
á útflutningi á saltfiskinum, dragi
mjög úr sölunni. Um þetta veit
hr. Ó. H. ekkert, og reynslan
ein sker úr því. — Sömu
menn hafa haft sölu á þurra fisk-