Morgunblaðið - 15.01.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1933, Blaðsíða 4
4 MORtiUNBLA^IÐ Huglýsingadagbók Kladdabók, nokkuð skrifuð, lief- ir tapast frá Laugavegi 47 að veppsluninni Von á Laugaveg. Finn- audi er vinsamlega beðinn að gera aðvart á afgreiðslu þessa blaðs. Heikningar til fjelagsins Sumar- gjafar verða greiddir á mánudög- um kl. 5—7 á skrifstofu fjelagsins í' húsi Andrjesar Andrjessonar, Laugaveg 3. __________________ Glaenýr stútungur. Fiskbúðin í Kolasundi. Sími 4610. Kenslukona les með börnum og unglingum. Upplýsingar í síma 2563. tzlensk málverk, fjðlb*,eytt úr- _val, bæði í oltu og vatnslitnm, sporöskjurammar af mörgum stærðum, veggmyndir í stóru úr- vali. Mynda- og rammaverslunin, Freyjugötu 11. Sig. Þorsteinsson. Sími 2105. MATUR OG DRYKKUR. Fast fæði, einstakar máltíðir, kaffi, öl, aosdrykkir með lægsta verði í Café Svanurinn. (Homið við Barónsstíg og Grettisgötu. M.s. Dronning Alexandrine fei’ þriðjud'aginn 17. þ. mán. kiukkan 8 síðdegis beint til Kaupmannahafnar (um Vest mannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla á mánudag. Tilkynnir.gar um vörur komi sem fyrst. Sklpaafgrelðsla Jes Zimsen. TryggvagOti. — Sími 3025. Tveir geymsiukjallarar, hentugir fyrir salt eða annað eru til leigu, strax. Verslnn 6. Zoéga. Pólskir verkamenn reknir úr Frakklandi. Fransba stjórnin hefir vísað 50.000 pólskra verkamanna úr landi. Á að flytja þá á kostnað pólsku stjórnarinnar til landa- mæra Póllands og skila þeim þar. Þetta hefir vakið hina mestu -gremju í Póllandi, og eru blöðin rtu í fyrsta skifti æf í garð Frakka. Þykir þeim hart að fá nú um há- veturinn 50.000 atvinnuleysingja í viðbót við þann fjölda atvinnu- leysingja, sem fyrir er í landinu. Kreppuráðstafanir Hriflunga og alit þjóOverja. Flestum lesendum blaðsins mun vera kunnugt, að Norðmað- ur einn, Per Soot að nafni, hef- ir nokkur undanfarin ár verið handgenginn Hriflungum, og unnið að því, að fá ýmislegt í er- lend blöð, sem passaði í kram Hriflunga. Vegna ætternis síns hefir maðurinn íhlaupa aðgang að blöðum. Fyrirætlanimar um hátekju- skattinn hefir Soot átt auðvelt með að útbreiða, vegna þess hve erlendum blaðamönnum þykja þær fáránlegar. En Hriflungar eru þeir heimalningar, sem kunn ugt er, að þeir halda að hvert það blað, sem nefnir tillöguna um hátekjuskattinn geri það vegna þess, að blaðið fallist á hana. „Berliner Tageblatt“ birtir nýlega fregnina frá Soot. Þar var hún svohljóðandi. Fyrverandi dómsmálaráð- herra íslands, Jónsson, hefir borið fram frumvarp í þingi ís- lendinga (Alþingi) um að taka skuli eignamámi allar árstekjur manna, sem fari fram úr 4800 mörkum. Tekjur þær, sem ríkis- sjóður fær á þennan hátt á að nota til styrktar íslenskri bænda- stjett, sem sokkin er í skuldir. Jónsson er í bændaflokknum, stjórnar flokknum, og einn af á- hrifamestu þingmönnum lands- ins. Hann heímtar að lög þessi gildi í 3 ár. Um frjett þessa er skrifað: Lagafrumvarp þetta virðist mjög róttækt. Væntanlega er hjer aðeins átt við opinbera starfsmenn. En einkennilegt væri, ef fmmvarp, sem þetta, næði samþykki þingsins. Reynsl- an í Þýskalandi er sú, að slíkar örþrifaráðstafanir ná vægast talað ekki þeim tilgangi, sem höfundarnir ætlast til. Skipafrjettir. Gullfoss er í Höfn — Goðafoss kemur til Austfjaðra 1 dag. — Brúarfoss fer frá Rvík í dag, vestur. — Lagarfoss er á leið hingað. — Dettifoss er í Ham- borg. — Selfoss er á leið til Ant- werpen. Bruggun. Um kl. 4 í fyrrinótt komst lögreglan að því að verið væri að brugga áfengi í kjallara. hússins, Njálsgötu 4 B. Rannsak- aði hún þetta þegar og reyndist grunur hennar rjettur, því að þar var verið að sjóða. Eigandi fyrir- tækisins taldist Friðsemd Jóns- dóttir, Njálsgötu 4 B, en tveir útlendingar voru aðstoðalrmenn hennar, annar norskur, Hans E. Jakohsen, Njálsgötu 4 B, og hinn danskur, Knud Rasmussen, Þing- holtsstræti 13. Verksmiðjan mun hafa verið nýtekin til starfa. 1 gærmorgun voru þau öll sektnð í lögreglurjetti, Friðsemd um 500 kr., en aðstoðarmenn hennar um 400 krónur hvor. Bethania. Samkoma í kvöld kl. 8y^. Cand. theol. S. Á. Gíslason talar. Allir velkomnir. Smámeyja- deildin hefir fund kl. 3% síðd. Allar smástúlkur velkomnar. sóttkví í Vestmannaeyjahöfn vegna inflúensu um borð, en menn irnir eru nú á batavegi. Fregnin í blaðinu sver sig í ættina til Soot, þar sem talað er um J. J. sem einn af áhrifamestu þingmönnnm (!) □agbók. I. O. O. F. 3 == 1141168 = kl. 8‘/2 III. □ Edda 59331177 = 2. Veðrið í gær: Stormsveipurinn sem var við Vesturströnd íslands á föstudagskvöldið er nú kominn langt norðnr með A-strönd Græn- lands. Loftvog er mjög lág, eða um 700 mm. (940 millibar). Kalt loft streymir nú frá Grænlandi anstur yfir ísland. Er hríðarveður vestan lands með 5—6 stiga frosti er. á Austfjörðum er úrkomulaust og hiti enn um 0 stig. Á N-sjónnm er SV-stormur. Veðuríitlit í dag: V og NV-átt með hríðarjeljum. Barnavinafjelagið „Sumargjöf" hefir nú opna skrifstofu í húsi Andrjesar Andrjessonar, Lauga- vegi 3 . Leikhúsið. Æfintýri á gönguför verðnr leikið í kvöld kl. 8. Menn eru vinsamlegast beðnir að mæta stundvíslega. Vegna ógæfta hefir ekki verið róið í Vestmannaeyjum síðan fyr- ir jól. Vatnið í Skildinganesi. Auka- fnndur í Vatnsveituf jelagi Skild- inganessbauptúns verðnr haldinn í dag og verða þar ræddir samn- ingar við Reykjavíkurkaupstað um baup á vatnsveitu fjelagsins. Sendisveinadeild Merkúrs held- ur dansleik í kvöld í K. R. húsinu. Barnaskapur Hriflunga í hæj armálefnum Reykjavíkur er þjóð kunnur. Nú flytur Tíminn þann fróðleik til bændanna. að Fram sónkarflokknrinn í bæjarstjórn vilji bjarga bænum með því að stofna til bæjarútgerðar. Senni lega eru það ekki margir bændur sem gína við slíkri flugu. Það væri rjett eins og að segja við bændur í einhverri sveit: Jeg sje að þið tapið á búskapnnm, vegna þess að afurðaverðið hrekkur ekki fyrir tilkostnaði ykltar. Nú skal jeg kenna ykkur ráð. Stofnið til búskapar á eyðijörðum, og takið þið tapið á þeim búskap á ykkar herðar til viðbótar, og svo skuluð þið sjá hvort ykkur er ekki borgið(!) « „Að flaka fisk“, er hið íslenska orð, sem dr. Bjarni Sæmundsson benti á, að þýddi hið sama, og á Norðurlandamálum er nefnt að „filettera“ — en ekki blaka, eins og misprentaðist hjer í blaðinu gær. Eins mætti kalla „filet“ af fiski, fiskflak, enda er nafnið luðuflak gamalt og gott. Sósíalistar og' útgerðin. Alþýðu blaðið heldur enn áfram að reyna Breskur botnvörpungnr liggur í a<' ^ie^a ' ^a<5 M 1 ulltrúai sósíalista sögðu á síðasta bæjar stjórnarfundi nm rekstrartap út gerðarinnar. Merkilegt að þrír Jón Árnason framkvæmdastjóri Sambands ísl. samvinnufjelagá hefir tebið það ráð, sem alveg laukrjett var, að gera enga til- raun til að svara grein Sigurðar á Veðramóti, sem birtist hjer í blaðinu nýlega. Ef þögn Jóns þýðir það, að hann viðurkenni þjösnaskap sinn í framkomn allri og rithætti, svik sín við hiná hlutlausu samvinnustefnu, sem átti að berjast gegn skuldaverslun og vanmátt sinn til að bæta úr vandræðum bænda, þá er þögn hans framför í dómgreind og fari mannsins, sem vert er að taka, eftir. En verið getur, að Jón eigi ekkert af þessum tilgátum skilið, hann sje enn í dag jafn þröng sýnn, ofstopagjarn og skilnings- sljór, eins og hann hefir áður verið. Símasamband var lítið um land- ið í gær, vegna símslita. Um mið- aftansleyti náðist samband sunn- anlahds anstur í Miðey, en til Vestmannaeyja var að eins loft- skeytasamband. Samband var við Blönduós, en ekki lengra á norð- urlínunni, og ekkert samband við Vestfirði. Símasamband var nm Reykjanesskaga. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. í dag hefst hin áxlega vakningavika starfsins. Barnasam koma kl. 2 síðd. Vakningasam- koma kl. 8 síðd. Síðan verða vakn ingasamkomnr hvert kvöld, alla vikuna kl. 8. Margir ræðnmenn. Allir velkomnir. menn skuli hafa komið sjer saman um að vera svo lítilmótlegir, að þverneita því, sem þeir fyrir fám dögum hafa sagt á opinberum fundi. Allir þrír, St. Jóh., Sig- urður og Ól. Friðriksson gerðu ráð fyrir, að bæjarútgerð yrði hjer rekin með tapi. En auk þess sagði St. Jóhann, er honum var bent á tap bæjarútgerðarinnar í Hafn arfirði, að hann vissi ekki betur, en öll útgerðarfyrirtæki einstakra manna hefðu haft tap á rekstr- inum árið 1931. Spurði hann bæj- arfulltrúana, með nokkrnm reig- ingi, hvort þeir gætu bent á nokk urt útgerðarfyrirtæki, sem ekki hefði tapað nú undanfarið. « Rök gegn bæjarútgerð, þurfa sósíalistar ekki að sækja til ann- ara. Þeir færðn hin bestu rök gegn henni á síðasta bæjarstjórn- arfundi, er þeir gerðu fyllilega ráð fyrir, að hún yrði ekki rekin nema með miklum styrk frá bæj- arbúnm. Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag kl. 11 helgunarsamkoma, kl. 2 barnasamkoma, kl. 4 Hallelúja- samkoma, kl.8 hjálpræðissamkoma Adjutant Holland stjórnar sam- komum dagsins. Á mánudag heim- ilasambandsfundur kl. 4 og hjálp ræðissamkoma kl. 8. María Markan söngkona kom til Hafnar fyrir skemstu og hafa. blöðin flutt vingjarnlegar grein- ar um hana. Ungfrúin ætlar að syngja opinberlega í Kaupmanna- höfn. Brúarfoss átti að fara hjeðan í gærkvöldi, en burtförinni var frestað til morguns vegna veðurs. P'arþegar voru tólf. Eggert Stefánsson syngur í út- varp á Daventry-stöðinni þ. 17. jan. kl. 7,20 síðd., sennilega þjóð- söng fslendinga o. fl., að því er hermir í skeyti til F. B. — í skeyt- inn er ekki tekið fram, hvort um breskan eða íslenskan tíma er að ræða. Utvarpið í dag: 10,40 Veður- fregnir. 11,00 Messa í dómkirkj- unni (síra Ólafur Magnússon). 15.30 Miðdegisútvarp. Erindi. Hvað er fjelagsfræði ?, V. (Símon Ágústsson magister). Tónleikar.. 18,45 Barnatími (Síra Friðrik Hallgrímsson). Ii9',30 Veðnrfregn- ir. 19,40 Grammófónkórsöngur. (Chauve Souris-kórinn). 20,00' Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Er- ind^: Kenningar Bergsons um trúarbrögðin, T. (Guðm. Finnboga- son). 21,00 Grammófóntónleikar. Beethoven: Symplionia nr. 4. (Hallé orkestrið, Sir Hamilton. Harty). Einsöngur (Alma Gluck): Foster: IMy old Kentucky home; Lilinokalani: Alolia oe.. (Yvonne- Printemps): Lulli: Au clair de- la. lune; Martini: Plaisir d ’amour. Danslög til kl. 24. Útvarpið á morgun: 10,00 Veð- urfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19,05 Gram- mófóntónleikar. 19,30 Veðurfregn- ir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: Frá útlöridum (sr. Sig. Einarsson.) 21.00 Tónleikarr Alþýðulög. (útarpskvartettinn.) Einsöngur. Þorhjörg Ingólfsdóttir. Grammófón: Cello-sóló. (Uaspar Cassado). Granados: Danzas es- panolas; Handel: Largo. (Pablo- Casals): Schumann: Abendlied; Godard: Bereeuse de „Jocelyn“. Enskur togari (skipstjóri Guð- mundur Ebenezerson) kom til ísafjarðar í gær vegna inflú- ensu um borð. Hann var settur í sóttkví. Annar enskur togari kom til Vestmannaeyja af sömu’ ástæðn og var lífea settur í sótt- kví. fsfisksala. Hávarður ísfirðingpr hefir selt afla sinn í Grimsby, 1300 körfur fyrir 1158 sterlings- pund. Glímunámskeið stendur yfir í ísafirði, kennari Þorsteinn Kristj- ánsson, Reykjavík. Annað nám- skeið á að halda í Hnífsdal. Skarlatssóttinni í Siglufirði er nú senn lokið, eins og áður hefir verið sagt. Hjeraðslæknir segir að hátt á annað hundrað manns hafi sýkst af veikinni. en sex. dáið. Nú er verið að sótthreinsa )íui hús, þar sem veikin er um garð gengin. Menn í atvinnuleit. Sagt er að með „Dronning AIexandrina“ komi að norðan, úr Siglufirði og- Skagafirði, margir menn til þess að leita sjer atvinnu hjer syðra. Lyra gat ekki skipað á land seim vörum, sem áttu að fara til Vestmannaeyja, og fór með þær til Noregs. Skóladeilan. IJt af deilunni um leikfimissal Austurbæ j ar-barna- skólans hefir dómsmálaráðuneyt- ió nú útnefnt þrjá menn til þess að kveða upp dóm um það hvort gólfið í leikfimissalnum sje óhæft eður eigi. í nefndinni eru Einar Erlendssson byggingameistari, Björn Jakobsson fimleikakennari og Matthías Einarsson læknir. Barnaguðsþjónusta verður hald- in í Frakkneska spítalanum í dag il. 3 síðdégis; öll börn velkomin. Dr. Alexandrina fór frá Siglu- firði kl. 2 í nótt er léið:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.