Morgunblaðið - 26.01.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.1933, Blaðsíða 3
MOKG UNRL AÐ t> Jfflorgtttt WaM$ Útffef.: H.f. A rvakur, Reykjerlk. Bitatjörar: Jön KJartanaeon. Valtýr Stef&naaoo. Rltetjörn og afgreiBela: Austurstræti 8. — Slœl 1800. Auglýsingastjörl: B. Hafber*. AuKlýslnKaskrlfstofa: Austurstræti 17. — Slmi S700 Heisaaslmar: Jón Kjartansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjaid: Innanlands kr. 2.00 & mánuOl. Utanlands kr. 2.50 á anánuOi. í lausasölu 10 aura elntaklB. 20 aura meB Lesbök. öasstöðin. Samkvæmt tillögu frá borgar- ■stjóra var það samþykt á síðasta 'bæjarstjórnarfundi að setja á fjár- hagsáætlun gasstöðvarinnar 73 þús. krónur til aukninga og end- urbóta á gasstöðinni og götuæða- kerfinu. Jafnframt hefir það verið á- kveðið, að gasstöðin hætti að leggja gasleiðslur ókeypis inn að mæli í húsum, til þess að íjetta útgjöldum af stöðinni, svo rýmist um f járliaginn til endurbótanna. ‘ Mjög hefir það verið bæjarhú- tim bagalegt, hversu lítill þrýst- Íngur hefir oft verið á gasinu í ■gasæðakerfinu, svo gassuðan hef- ir gengið óhæfilega treglega. Jafn vel eru dæmi þess að gaseldar hafa slokknað í miðju kafi. Ein af megin gasæðunum, sem flytja á gas í Miðbæinn og Vesturbæinn er ekki lögð lengra en að Laufás- vegi. En úr því á að bæta í ár. En það stoðar lítt þó bætt sje um gasæðar, ef gasstöðin sjálf *er orðin of lítil. En um afköst ■stöðvarinnar í samanburði við gas- notkun og gasþörf bæjarbúa, segir ■gasstöðvarstjóri í brjefi, er hann nýlega hefir fitað bæjarráði: Gasgeyniirinn er orðinn of lít- 111, þareð notkun er svo mikil, að hann tæmist tvisvar á sólarhring. „Kegulator41, gassuga og hreinsi- tæki eru einnig of lítil. Með ann- ari eins gasnotkun og hefir verið undanfarin þrjúár, fullnægja ekki ofnarnir gasþörfinni um næstu ára mót, nema, þeir verði allir í notk- un. Er þá komið í öngþveiti, því þá verður engan ofn hægt að taka út úr rekstri til viðgerðar. Eldsvoði í Bombay. Berlin, 25. janúar. Eldur braust út í gær í útborg ■einni við Bombay og brunnu um '300 hús og kofar innfæddrá manna áður en eldurinn yrði stöðv aður. Mörg hundruð manns urðu ’húsnæðislausir. (PU). Fornleifafnndur. Berlin, 25. janúar. Amerískir leiðangursmenn, und- ir forustu prófessors Herzfeldt, hafa nýlega grafið ofan af höllum og stórhýsum miklum 4 stöðvum þeim, er talið er að pers- neska borgin Persepolis hafi leg- ið. Alexander mikli lagði borg þessa í rústir á síniun tíma. Aðrir merkilegir fundir voru gerðir "þarna, þar 4 meðal 330 metra löng festi úr svörtum fægðum steinum. (FÚ). Iðrnsmiðaverkfaliii. Þáttur kommúnista. Það eru kommúnistar er stað- ið hafa fyrir járnsmiðaverkfall- inu við vjelsmiðjurnar hjer í bæn- um. Verkfallið hófst um áramót. Deila þessi er risin af því, að Fjelag járniðnaðarmanna krafðist þess, að breytt yrði samningum, sem gerðir hafa verið við járn- iðnaðarnema.Þessir samningar eru meðal þeirra fáu vinnusamninga, sem eru lögbundnir. Lög um iðn- aðarnáan frá 1927 mæla svo fyrir að gera skuli skriflegan samning við sjerhvern iðnnema eða forráða mann hans, sje iðnnemi eigi mynd- ugur. Og til tryggingar því, að samningur sje lögum samkvæmur, ei þess krafist, að lögreglustjóri staðfesti hann. Vitanlega var þetta hreint ankaatriði í augum kommúnista. Þeir hirða ekkert um, þótt brot- in sjeu gildandi lög og gerðir samningar. Hitt er og sjálfsagt aukaatriði hjá þessum herrum, þótt þeir með framferði sínu bökuðu iðnnemum t.jón, með því að ógilda allan þann tíma, sem iðnnemar hafa unnið í v j elsmið junum. Aðalatriðið fyrir kommúnistum var að koma af stað deilu, sem gæti orðið upphaf óeirða og skemd arverka. Togarinn Otur. Fyrir nál. 3 vikum kom hingað togarinn Otur og þurfti að fá smá vægilega viðgerð. Fyrra manudag var togarinn dreginn upp í hinn nýja Slipp. Viðgerðin var ekki önnur en sú, að sla þurfti upp nokkrum .mótum1 og síðan steypa í þau. Hefði það tekið 5—6 tímá að gera við togarann, og gat hann svo farið 4 veiðar aftur. En kommúnistar, er stóðu fyrir verkfalli járniðnaðarmanna, voru eklci alveg á því, að leyfa þessa smávægilegu viðgerð á togaranum og það enda þótt þarna væri alls ekki um neina járnsmíðavinnu að ræða. Fjölmennur liópur kommún ista stóð vörð um togarann nótt og dag. Og þegar vinna skyldi liefjast stöðvuðu þeir hana með ofbeldishótunum. Togarinn liggur enn í Slippnum og hafa sjómenn- irnir þannig mist atvinnu um þriggja vikna tíma. Togarinn Ólafur. Eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinn, misti togarinn Ólafur skrúfuna á dögunum fyrir sunnan Reykjanes, og var hann dreginn hingað í höfn. Þegar búið var að taka fiskinn úr togaranum, var ný skrúfa tekin um borð í skipið. Var skipinu síð- an lagt upp í fjöru hjer við stein- bryggjuna og vjelstjórarnir, með aðstoð háseta fóru að undirbúa, að koma skrúfunni á öxulinn. Þeir byrjuðu á þessu verki með lág- flæði í fyrra morgun. En þeir voru ekki fyr byrjaðir á þessu verki, en kommúnistar gerðu þeim þau boð, að þeir bönnuðu þessa vinnu. Hótuðu þeir verkbanni á skipið, ef boði þessu yrði eigi hlýtt. Vjelstjórarnir hirtu ekkert um hótanir kommúnista, þar sem þessi vinna snerti á engan hátt deilu járniðnaðarmanna og aðeins skips menn af togaranum unnu verkið. Með lágflæði næsta kvöld (í fjnrra kvöld) ætluðu vjelstjórar af Ólafi að ljúka við að koma skrúf- unni fyrir. En þegar þeir ætluðu að fara að byrja verkið, koma tveir stórir vjelbátar út að skipi og á þeim fjöldi manns (60—70). Þarna voru þá kommúnistar komn ir á vettvang. Þeir ruddust upp á flekana, sem bundnir voru við togarann og bönnuðu að setjai skrúfuna á öxulinn. Þeir hótuðu að beita valdi, ef ekki yrði tafar- laust hlýtt. Vifanlega gátu'vjel- stjórarnir ekkert aðhafst móti lýð þessum; þeir voru varnarlaus- ir. Sknifan var því óhreyfð. Alþýðusambandið tekur deiluna í sínar hendur. Fjelag járniðnaðarmanna hefir ekki verið í Alþýðusambandi ís- lands. Á fundi í fjelaginu á dög- unum var það felt, að ganga í Alþýðusambandið. En 4 fundi, er haldinn var í fyrrakvöld, var sam þykt með 36 atkv. gegn 9 að ganga í sambandið. Þegar Fjelag járniðnaðarmanna hafði gengið í Alþýðusambandið. o-af það út í gær svohljóðandi til- kvnningu: „Fjelag járniðnaðarmanna í Rvík hefir gengið í Alþýðnsamband Is- lands og nýtur stuðnings þess sem önnur sambandsfjelög. Skip, sem unnið verður við af verkfalls- brjótum meðan á vinnudeilunni stendur, má ekki afgreiða af sam- bandsfjelögum. Alþýðusamband íslands.c< Nú er eftir að vita, hvort Al- þýðusambandið heldur áfram skrípaleik kommúnista, eða þá að það leýsir þessa deilu sem frá upphafi var tilefnislaus og vit- leysa. Frumhlaup Cltuarpsins i máli Lárusar Jónssonar læknis. Út af hinni ramhlutdrægu af- stöðu Útvarpsins til Kleppsmáls- ins, þar sem það birti fyrir Lárus Jónsson lækni ýms vottorð, meðan á rannsókn málsins stóð, hefir dómsmálaráðuneytið nú sett ofan í við Útvarpið og ljet það birta í gærkvöldi tilkynningu þess efnis aJð rannsóknardómarinn hafi skýrt svo frá að vottorð þessi hafi þá ekki verið framlögð í rjettinum, því að Lárus Jonsson hafi neitað að afhenda þau, og að rannsóknardómarinn skýri svo frá, að vottorð þessi geti ekki að öllu leyti staðist. Síðan segir dómsmálaráðuneytið að það sje ekki rjett að birta neitt viðvíkjandi málum, sem sje í rannsókn, og ekki sje rjett að segja neitt um þau fyr en rann- sókn sje lokið. Gengi Sterlingspundsins. London 25. jan. Gengishækkun sterlingspundsins hefir verið stöðvuð um stundar- sakir. Það komst upp í $ 3.40 3/8 á kauphöllinni í London í dag, en var $3.3914 er viðskiftum lauk. (F. Ú.) 5trönöin á Sljettu. ,Ægir‘ kominn ,Óðni‘ til aðstoðar. Skipverjar á St. Hon- orius flytja inflúens- una í land. Raufarhöfn, 25. jan. United Press. FB. Varðskipið Ægir ev nú komið hingað Óðni til aðstöðar við að ná út bresku botnvörpungunum. Bú- ið er að ljetta Sicyion, en farið að moka snjónum úr St. Honorius. Vonir eru um, að takast megi að ná báðum botnvörpungunum út. Skipshöfnin á Sicyion fór á. Lag- arfossi hjeðan, en skipsmenn af St. Honoriusi eru á Ásmundar- stöðum og munu margir þeirra enn lasnir af inflúensu. — Frjest hefir hingað, að fólkið á Ásmund- arstöðum sje farið að leggjast í inflúensu. Sknldamálin. Chamberlain tekur af skarið. Berlin, 25. janúar. —■ Breski fjármálaráðlierrann Chamberlain hjelt í gær ræðu á opinberum mannfundi um stríðs- skuldamálið. Kvað hann enga von vera til þess, að sambúð þjóðanna myndi batna, fvrri en martröð stríðsslculdabagganna væri Ijett af. Hann rakti það, hvernig þjóðirn- ar, sem skulduðu, hefðu greitt á árunum 1922—1931. og sagði, að ekki yrði úr neinu bætt í þessu efni með útflutningi á gulli eða með lánum, heldur yrði Ameríka annað hvort að kaupa meiri vörur í Evrópu, eða Evrópa að kaupa minna í Ameríku, en ef Evrópu- þjóðirnar ættu að geta selt meiri vaming þangað, heldur en nú er, yrðu Bandaríkin að gera miklar ívilnanir um innflutningstolla. Það gæti og nokkuð ljett, ef Evrópu- þjóðirnar gætu bætt gengi á gjald- eyri sínum. Sagði ráðherrann enn fremur, að eina leiðin, sem dygði væri að fella nú niður allar stríðs skuldirnar eins og þær legðu sig, en hvort sem það yrði gert eða ekki, yrði sú lausn, sem nú yrði fundin 4 málinu að vera til fram- búðar. Ræða þessi hefir vakið mikla eftirtekt á Englandi, vegna þess að þetta munu vera síðustu bresk, opinber stjórnarummæli, sem um málið falla. áður en samn-. ingar um stríðsskuldirnar hefjast við Bandaríkin. (FÚ.). Kauphallarmenn hefja mótmæli. nefndar þingsins í gær, og ikvaðst óttast að tillögur hennar % njýndu verða til þess að koma óreiðu á kauphallarviðskifti, draga úr Kaup um og sölum, og auka atviiínu- leysi. 1 loftskeytafregnum er þvf bætt við, að veggir kauphallarinðar í París sjeu þaktir stórum augfýs- ingaspjöldum, þar sem þv'U' er haldið fram að löggjafar frönsku þjóðarinnar sjeu að leiða iBma í glöt.un. (FÚ). Enskur togari ferst í NorÓ- ursjó. Berlin, 25. janúar. Eftir storminn, sem varð um daginn, var saknað ensks togara, sem verið hafði að veiðum í Norð- ursjónum. Þykir nú fullvíst, að hann muni hafa farist með allri áhöfn, en á honum voru 15 jnahns. (FÚ.). Póstrán. Berlin, 25. janúar. Á járnbrautarstöðinni i Olden- burg r,jeðust ræningjar á tvo póst- )jóna, drápu annan og særðu liinn; raéndu þeir síðan af þeim kassa með 8.200 mörkum og kom- ust undan. Kom lögreglan fljótt á vettvang, en tókst þó ekki að hafa uppi á ræningjunum. (FÚ). Eldur í dönsku skipi. Berlin, 25. janúar. f höfninni í HSamborg kviknaði í gær í dönsku dieselvjelarskipi, og þurfti til þess að slökkva eld- inn að dæla svo miklu vatni í skíp ið, að það lagðist á hliðina, og lá við að það syklri, sem þó ekki varð. Tjónið varð mikið, því að öæði skemdist skipið sjálft og farmurinn að kalla með öllu. Far- þegarnir fluttust ýfir í annað skip danskt, sem í höfninni lá. (FÚ) Tekist hefir að slökkva eldinn í danska mótirskipinu Aldia, sem kviknaði í í Hamborgarhöfn. — Vegna kuldans voru m.jög miklir erfiðleikar á slökkvistarfinu og var skipið algerlega þakið ís að utan. Fötin frusu á slökkviliðs- mönnunum og þeir urðu að nóta lóðunarlampa. til þess að bræða ísinn af vatnsslönguniim. (FÚ). Harðindi í Póllandi. Berlin, 25. janúar. A Póllandi er frostliarkan nú með afbrigðum mikil, og hefir orðið að loka skólum í liöfuðborg- inni Warschau vegna kulda.V— Margt manna hefir orðið úti. Til dæmis urðu tvær bændakonur uti skamt frá Warschau, þegar þler voru á leið þaðan heim til sín. (FÚ.). London 25. jan. Á kauphöllinni í París hafa kaupsýslumenn lagt niður öll við- skifti, til þess að mótmæla fyrir- ætlunum stjórnarinnar um það, hvernig jafna skuli fjárlagahall- ann. og einkanlega fyrirhuguðum skattaálagningum á hlutabrjefa- og verðbrjefasölu. Chéron fjár- málaráðh. hefir lýst yfir því, að þetta atferli kaupsýslumanna vantaði allan rjettmætis grund- völl, og að hann mundi gera ráð- stafanir til þess að hafa upp 4 frumlcvöðlunum og láta refsa þeim. Sendinefnd víxlara og kaup- sýslumanna kom á fund fjárhags- írskii kosningarnar. Dublin, 25. jan. LTnited Press. FB. Á miðnætti síðastliðnu var faS- ið víst, að Cosgrave og hans möftn- um hefði gengið heldur vel í ba$j- unum, í fríríkiskosningunum, en að De Valera liefði unnið á í sveitak j ör d æmunum. Ný stjórn í Katalóníu. Bercelona. 25. jan. United Press. FB. Ný stjórn hefir verið mj’ndtfð í Katalóníu og er Carlos P. I.^y. Suner forsætisráðherra til bráBa- birgðá og fjármálaraðherra. _ , «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.