Morgunblaðið - 12.03.1933, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.1933, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sónninði lanðlgknis. Eftir|Buðm. Hannesson. Yilmundnr Jónsson landlseknir hefir nýlega frætt fólk á því, a5 „með allri hógværð vérði læknar að játa, að þeir gagnvart 9/10 sjúkdóma" standi jafn ráðalausir og veðurfræðingar gagnvart veðr- inu, með öðrum orðum geti ekki neitt. Helsta sönnunin, sem hann færir fyrir þessari kenningu er gömul þýsk læknafyndni, „að lyf- læknar viti dálítið en geti ekkert, handlæknar vit.i ekkert en geti dálítið, en geðveikralæknar viti ekkert og geti ekkert“. Það á að „skína í noldcur sannindi“ bak við fyndnina. Það er þá þetta, sem yfirmaður læknastjettarinnar prjedikar fyrir fólkinu, líklega í fullri alvöru. Til þess að „þegja ekki við öllu röngu“, er rjett að athuga þessa visku nánar. Læknarnir hafa enga, ástæðu til þess að hylja neitt í þessu máli. 'Svo jeg nefni eitthvert einfald- aata dæmið, sem flestir skilja, vil jeg minna á tannlækningar, sem eru ein af hinum mörgu sjergrein- um læknisfræðinnar. Um hana er það fljótsagt, að læknirinn getur nálega ætíð bætt sjúkdóminn, stundum til fulls, oft að mestu leyti, ef hans er vitjað í tæka tíð. Og þó svo seint sje komið að tönn- in sje orðin ónýt, þá þykir flest- um dýrmætt að geta fengið hana dregna út, og það sársaukalaus* Og þó menn missi allar tönnur af vanrækslu eða elli, þá stendur tannlæknirinn ekki ráðalaus, held- ur smíðar hann í mann nýjar tönn ur, hvítar og fágaðar, sem geta1 komið að mestu í stað gömlu tann anna. Svo máttug er þá lækislistin við þá sjúkdómana, sem eru tíðastir allra. Og vilji landlæknir bjargá sjer út úr málinu með því, að þriátt fyrir alt þetta fari tannskemdir stórum í vöxt, þá er því til að svara, að læknarnir hafa gefið ýms ráð, sem eru mikil vörn gegn skemdunum, ef farið væri eftir þeim. Mikil líkindi eru til þess, að mjög langt verði ekki þess að bíða, að einhlýt ráð finnist, sem allir geti hagnýtt sjer. Jeg kem þá að annari grein, sem jeg þekki dálítið af eigin reynslu: Augnlækningum. Hvað það snertir að þekkja hver sjúk- dómurinn sje, þá er augnlæknir- inn litlu lakar settur en tannlækn- irinn. Oftast getur hann sagt með óyggjandi vissu hvað sje að, og það án þess að spyrja sjúkl. nokk- urs. Tíðustu augnsjúkdómarnir eru ljósbrotsgallar og þá sleppur eng- inn við, sem kemst iá elliár. Augn- læknir getur bætt úr nálega öll- um slíkum kvillum með gleraug- um, eins og allir vita. Fornþjóð- irnar höfðu engin gleraugu og myndi oss bregða við ef þau væru ófáanleg. Við slímhúðarþrota og hvarma- bólgu, aðra algengustu augnkvill- ana, stendur augnlæknirinn ekki eins vel að vígi, en þó eru það hreinar undantekningar, ef ekki má annað hvort bæta þá til fulls eða að mestu leyti. Sama er að segja um sjúkdóma í táragöngum. Einfalt ský á augnasteini, sem áð- ur blindaði f jölda manna, má ætíð taka burtu og gefa sjúkl. sjónina aftur að mestu. Auðvitanlega eru sumir augn- sjúkdómar lítt læknanlegir enn sem komið er. Svo er þetta með glákublindu, sem margir fá á efri árum. Eigi að síður getur læknis- hjálp komið að miklu haldi, stöðv- að sjúkdóminn eða tafið hann, svo að sjónin haldist miklu lengur en annars hefði verið. Það mun vera freklega í lagt, ef sagt er að 1/10 af sjúkl., sem lfeita augnlæknis, fái ekki fulla eða allgóða bót meina. sinna. Jeg hefi eitt sinn starfað nokkra mánuði á augnlækningastofu, þar sem komu um 100 sjúklingar á dag. Af þeim voru tæpast fleiri að meðaltali en 3—4, sem engan bata fengu Ann- ars væri auðvelt að vita þetta nán- ar á lækningastofu hjer. Handlækningar eru margbrotn- ara miál en dæmi þau sem áður eru nefnd. — Um bráðar bólgur og ígerðir, sem komið geta víðsvegar um líkamann, er það yfirleitt að segja, að það má skera í þær ná- lega allar, ef þörf gerist, og lækna þær, þó komið geti þær og í þau líffæri, sem erfitt er að ná til (heili, kviðar- og brjósthol). Ef botnlangabólga er tekin sem dæmi deyja 1—2 úr henni af hverjum 1000 sjúkh, sem skornir eru (Lanz). Hinum batnar. Við hinu getur læknirinn ekki gert, þó sumir sjúkl. komi svo seint, að líf- færi sjeu orðin stórskemd, drep komið í sinar eða þvíl. Langvinn- ar bólgur (berklar) í eitlum, bein- um og liðum eru oft erfiðari við- fangs og seintækari, en sje ekki líkaminn heltekinn af sjúkdómn- um, má flest af þessu bæta með skynsamlegri meðferð. Sama er að segja um allan þorra slysa, skurði, beinbrot, liðhlaup o. þvíl. Sje ekki />bætandi skemd skeð, gera góðir læknar við alt þetta og fatast sjaldan. Svo er og um kviðslit o. fl. -— Þá hafa handlæknarnir að gera við allskonar æxlum.Sjeu þau góðkynjuð er það nálega ætíð leikið að taka þau burtu og fá fullan bata. Öðru míá.li er að gegna um krabbamein, en mest vegna þess hve seint sjúkl. koma. — Krabbamein í maga er eitt af þeim erfiðustu að eiga við. Fylli- lega 1/10 þolir ekki aðgerðina. hinum batnar að fullu eða um nokkurn tíma. Það er aðeins við verstu og vanþakklátustu sjúk- dómana að tala landlæknis lætur nærri. Hvað á svo að segja um allan fjöldann af aðgerðum á líffærum í kviðar og brjóstholi, jafnvel heila, pg taugakerfi, við allskonar kven- sjúkdómum, læknishjálp við barns fæðingar o. s. frv. 1 Það er áreið- anlega undrunarefni hve mikið góðir læknar geta gert með hönd- um sínum og tækjum, þó ekki verði úr öll bætt, þetta vita allir, nema ef til vill landlæknir. Hvað þekking handlækna snert- ir, sem landlæknir vill gera lítið úr, þá er hún engu minni en í öðrum greinum læknisfræðinnar, og að vísu svo mikil, að hún er að vaxa öllum yfir höfuð. Það er nú orðið hverjum manni ofvaxið, að læra allar greinar læknisfræð- innar til hlýtar, og þaðan af síður að fá fulla æfingu í þeim, og þess vegna klofnar hún í fleiri og fleiri sjergreinar. Það er ekki að ástæðu lausu, að læknisfræðin er nú orðin þyngsta námið við alla hiáskóla. Um lyflæknana, sem fást við lækningar á allskonar innvortis sjúkdómum, er það að segja, að þó þeir hafi hvað erfiðasta verk- efnið, þá bæði vita þeir mikið og geta mikið. Einnig í þessum fræð- um hefir hver uppgötvun rekið aðra, og þarf ekki annað en minna á blóðvatnslækningarnar og önn- ur hjálparráð, sem fundist hafa gegn ýmsum næmum sjúkdómum og bjargað lífi óteljandi manna. Hefir ekki salvarsan reynst mátt- ugt lyf gegn syfilis, kinin gegn malaría, insulin við sykursýki, lif- ur við illkynjuðu blóðleysi, cortin við Addisons sjúkdómi, hyroxin við myxödemi, germanin við suð- rænni svefnsýki, svo jeg nefni nokkur nýjustu lifinf Hafa ekki vitaminfræðin ráðið bót á bein- kröm, skyrbjúgi, beriberi, pellagra' o. fl. og sennilega opnað leiðina til þess að sleppa við tannskemdirf Nei, herra landlæknir, lyflækn- arnir hafa miklu að státa af, bæði að fornu og nýju, og ekki er það þeim að kenna, þó ýmisleg hjátrú ríki meðal alþýðu um ýms lyf og lækningakraft þeirra. Hún er arf- ur frá gömlum dögum, sem erfitt er að losna við. Hitt er víst, að allmörg lyf eru bæði áreiðanleg og dýrmæt. Þarf ekki annað en minna á svæfingarlyf, opíum o. fl. þvíl. Það þarf engan að undra, þó margt sje enn í þoku í hinu mikla völundarhúsi lyflækninganna og að ekki sjeu ráð fundin viði öllum kvillum. En jafnvel við ólæknandi sjúkdóma stendur ekki góður læknir ráðalaus. Han getur und- antekningarlaust linað þjáningar, oft bætt sjúkl. að meiru eða minna leyti um tíma, oftast hughreyst hann iá. ýmsan hátt og ljett hon- um lífið. Það er bókstaflega satt, sem dr. Schweninger sagði við sjúkling, sem örvænti um bata: „Þjer getið verið vissir um, að jeg stend aldrei ráðalaus!“ Jeg kem þá að geðveikralækn- unum, sem V. J. vill telja mönn- um trú um að ekkert viti og ekk- ert geti, nema ef til vill hjúkrað sjúklingunum. Hvað þekkingu snertir, þá má nokkuð marka hana af því, að fyrst verða geðveikralæknar að leysa af hendi alment læknispróf og síðan stunda sjernám í 3—4 ár. Heimskir mega menn vera, ef þeir vita ekkert eftir 10 ára nám. Jeg er ekki fær að dæma um hvað geðveikralæknar geta, og það mun landlæknir heldur ekki vera, en á því get jeg frætt hann, að allmargir sjúklingar með siálar- sjúkdóma hafa leit.að mín og mjer tekist að lækna þá. Sumir voru lítt mönnum sinnandi aðrir rúm- fastir. Jeg efast ekki um að góðir geðveikralæknar geri miklu betur. Við hinu verður sjaldan búist, að, þeir geti læknað arfgenga sjúk- dóma, en þeir eru allmargir, frem- S&tmisk fataitteitts*# ^ iittm 54 Í300 Jttjiijaot'k. Fullkomnar vjelar. Nýjustu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk. 10 ára reynsla. i ur en breytt hæð manna, sem einn- ig er erfðagóss. Voruhúsið. Jeg hefi lítið þurft á læknis- hjálp að halda um dagana fyrir mig eða mína, fyr en síðustu 3 árin. A þeim hefir þetta komið fyrir. Tvisvar sinmxm sjúkdómur, sem lítið var gert við vegna þess að sjúkl. batnaði sjálfkrafa. Eitt sinn sjúkd., sem bætt var úr með matarhæfi. Tvisvar sinnum sjúkdómur, sem læknaður var með skurði (Matth. Einarsson). f annað sinnið var um banvænan sjúkdóm að.ræða, í hitt sinnið um alvarlega lífshættu. Báð ir sjúkl. urðu álheilir. Eitt sinn banvænn sjúkdómur, sem þó tókst. að lækna án skurðar. Hjer er þá G sinnum leitað læknishjálpar. Tvisvar og senni- lega þrisvar var mannslífi bjarg- að, eitt sinn komist hjá yfirvof- andi hættu. Tvisvar varð litlu um þokað en eigi að síður þýðingar- mikið að fá sjúkd. athugaðan. Læknarnir eru skrítnir veður- fræðingar. Þeir vita ekki aðeins þvaðan veðrið stendur á þá, held-, ur snúa þeir sjálfu veðrinu, breyta manndrápsbil í blíðviðri, — ekki ætíð en mjög oft. Ef þeir stæðu ráðalausir við 9 sjúkdóma af 10, eins og land- læknir heldur í sinni auðmýkt (læknar hafa annars lítið orðið varið við hana), þá vildi jeg leggja þá tafarlaust niður og byrja á landlækninum! hefir fallegasta úvalið af alls konar Sokknm 1 fyrir konur, karla og börn. Lillu-Gerduftið nota flest. allar, ef ekki allar hús- mæður um alt land. Þetta sannar sívaxandi sala, að sífelt er það fyrsta flokksins vara. Lillu-Gerduftið er framleitt í Jeg hefi nú fáu við að bæta, en nokkru þó. Landlæknir segir, að Læknaf je-1 lagið hafi „elt Lárus Jónsson með hverskonar óhróðri“, þvert ofan í sínar eigin siðareglur. Læknar i hafa sagt, sem satt var, að hann j hafi gengið á bak orða sinna, en j annars hefir Tíminn og landlækn- ir mest um hann skrafað. Aftur gerði Læknafjelagið honum þann greiða, að gefa leyfi til þess að hann yrði aðstoðarlæknir í Hofs- óshjeraði, þegar liann fór burtu frá Kleppi og stóð hjer uppi at- vinnulaus. Um siðareglur Lækna- fjelagsins er það að segja, að þær gilda sem aðrar fjelagsreglur fyr- ir meðlimi og aðra ekki. Landlæknir bregður Læknafjel. um „siðleysi kunningsskaparins“,1 og kennir því um, að fjelagið hafi ekki krafið dr. Helga Tómasson j til reikningsskapar fyrir „óheyrðáj læknisyfirsjón“. Jeg hefi sjeð | þetta siðleysi kunningsskaparins í j dálkum Tímans. Það er nóg af því, þar. í Læknafjel. fslands hefi jeg ekki orðið þess var. Þar hefir j verið gott samlyndi, þrátt fyrir alt pólitiskt skítkast os undirróð- ur. TTm dr. H. T. er það eitt vist, að hann vildi heldur leggja alt í enlnr’nnr en að víkia fra bvi. Sem hann taldi rjett vera og skyldu sína. Það eru ekki allir, sem gera) það. Læknafjel. telur sig ekki rjettan dómara til þess að dæmaJ um það, hvort honum hafi yfir- sjest eða ekki og þaðan af síður landlækni. Kvenrjettindakonur í Frakklandi. berjast nú ötullega fyrir því, að konur fái rjett til þess að kjósa þingmenn. Á myndinni sjest ung stúlka, sem er að líma upp fund- arboð, þar sem kvenrjettindamálin eru til umræðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.