Morgunblaðið - 12.03.1933, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.03.1933, Blaðsíða 5
ghinnudaginn 12, mars 1933. 6 S3 Reykjavíkurbrief. 11. mars. Veðrið. Vikan hófst með hvassri austan átt um alt land og mikilli úrkomu á A-landi. A þriðjudag gekk vind- mr í V og varð hvass við S-strönd- ina. Á miðvikudag gerði allhvassa SA-átt með rigningu um alt land, •n var orðinn hægur SV daginn eftir. Varð mjög hlýtt um stund á A-landi og sumstaðar á N-landi, alt að 8—9 st. og jafnvel þa.r yfir. Síðan hefir veður verið kyrt en nokkur úrkoma. Alla vikuna var fremur milt. hiti fyrir ofan frost- mark, nema síðustu dagana var dálítið frost vestanlands. í Rvík rarð hiti mestur á miðvikudag, 7,8 stig, en minstur aðfaranótt leugardags, 0.1 stig. Útgerðin. Afli hefir það sem af er vertíð verið mikið heldur góður. — En gæftaleysi liamlað með köflum í Vestmannaeyjum. Af fisksölunni engar sjerlegar nýjungar. Sala á blautfiskinum, sem sett var undir umsjón sölu- sambandsins hefir yfirleitt gengið greiðlega Hefir sölusambandið og einstakir menn selt jöfnum hönd- um, en sambandið eins og lög •tanda til ennþá orðið að gefa samþykki sitt um verð á fiski þeim er seldur hefir verið utan sambandsins. Aflinn var 1. mars 6828 tonn samkv. skýrslu Fiskifjelagsins. — (Nú eru þar ekki lengur nefnd skippund). Á sama tíma í fyrra var aflinn 4505 tonn, en 1980 var hann 1. mars 5015 tonn. Fisk- birgðir 1. mars 8514 tonn, en voru í fyrra 10486 tonn, þó þetta minna hefði aflast fyrstu tvo mánuði ársins. Útflutningur hefir numið samkv. skýrslu gengisnefndar tvo fyrstu mánuði ársins 6.1 milj. króna. en var í fyrra 7% milj. kr. siimu ■aánuði. Samningar. Þær fregnir hafa borist hingað pýlega, að samninganefnd Dana, er kölluð var til London nýlega, til þess að halda áfram eða full- gera viðskiftasamninga milli þjóð- anna, hafi orðið' að hverfa heim aftur við svo búið í þetta sinn. Ófrjett er um framhaldshorfur samninga þessara. Ekkert hefir um það heyrst hve nær Bretar óska eftir því að teknir vefði upp samningar að nýju við okkur íslendinga. O- neitanlega minka vonirnar um góð an árangur af samningum milii Breta og íslendinga, úr því svona erfiðlega hefir gengið fyrir Dön- um. — Viðvíkjandi frumvarpinu að við skiftasamningunum við Norðmenn, »r það að segja í stuttu miáii, að með því verðum við að sætta okk- ur við að kjötverslun okkar við Norðmenn minki niður í þriðjung. Og fyrir þenna þriðjung á síld- arútgerðin svo að blæða. Það er vitað, að síldarútgerðar- menn vorir liugleiða hvort þeir standa sig ekki betur við að bæta bændum upp tjónið af missi norska markaðsins, heldur en að lög- festir verði hinir norsku hagsmun ir við síldveiðarnar. Ríkislögreglan. 1 gærkvöldi var f jölmennur fund ur í Varðarhúsinu. Þar hóf Magn- ús Guðmundsson umræður um frumvarp stjórnarinnar um ríkis- lögreglu. Þar var samþykt svohljóðandi tillaga í einu hljóði: „Landsmálafjeiagið Vörður lýs- ir ánægju sinni yfir stofnun vara- lögreglunnar eftir atburðina hjer í bænum 9. nóv. f. ó. Jafnframt skorar fjelagið á Al- þingi að samþykkja frumvarp það til laga um lögreglu ríkisins, er nú liggur fyrir þinginu, og tehu- fjelagið þingi og stjórn skylt að tryggja fullkomlega afkomumögu- leika. þeirrg manna, er vinna i lögreglu ríkisins. Væntir fjelagið að þingið gangi svo frá þessu máli, að trygt sje frelsi og öryggi borgaranna og fundarfriður“. Frá Alþingi. Enn sem komið er, kveður lítið að þeim merkari máJum í störfum Alþingis. Sama óvissan ríkir þar enn um úrslit aðalmálsins stjórn- arskriájrmálsins. Er helst svo að sjá, sem a. m. k sumir Framsóknarmenn hafi gleymt því, að samsteypustjórnin var mynduð til þess að leysa það mál. Og verði það ekki leyst á þinginu, þá verður heldur engin samvinna um stjórn milli Sjálf- stæðismanna og Framsóknar. Þeir sem kunna að vilja samvinnuna áfram verða að sýna vilja sinn í verki með því að vinna af ein- lægni að lausn stjórnarskrármáls- ins á þessu þingi. Þingmannaf j ölgunin. Fyrirsláttur einstakra manna um það, að stjórnarskrárbreyting- in sje óvinsæl vegna kostnaðar við að bæta 8 þingmönmim við verð- ur að engu við athugun. Þing- menn hafa nii kr. 13.84 í dagkaup, eða 24 aurum meira en hafnar- verkamenn við 10 klst. vinnu. Og útgjöldin til þeirra 8 sem við kynnu að bætast nemur 5—6% af Alþingiskostnaði. Mun öllum sem kynst hafa störfum þingsins koma ,saman um að spara mætti hæg- lega á móti, með því að stytta þingtímann um 3—4 daga. En hugur þingmanna á að hraða störfum þingsins virðist því miður ekki vera mikill. Reykj ahlíðarvantraustið, Mikið af tveim þingdögum hef- ir nú farið í að ræða þingsálykt- unartillögu sósialista um riftun á kaupum Reykjahlíðar í Mosfells- sveit Og gó gat framsögumaður ekki komist hjá að láta þess getið í upphafi máls síns að miálið væri úrelt, því kaup þau. sem liann ætlaði að víta, væru úr sögunni. Samt er talað, og talað, og flutt vantraust á Magnús Guðmundsson fvrir að hafa ætlað að kaupa jörð- ina. Þ. e. a. s. hann ætlaði aldrei að kaupa jörðina fyrir hönd minn- ingarsjóðsins, nema fjárveitinga- nefndir Alþingis samþyktu. Hjer var aðeins um tilboð að ræða. Svo er flutt vantraust á Magniis fyrir að hann iag'ði þetta mál í hendur fjárveitinganefnda. Og Framsóknarmenn bræða hvernig þeir eigi að snúa sjer í þessu máli — þessu líka vanda- máJi, og fela öldungnum Sveini í Firði framsöguna. Hann komst að þeirri niður- stöðu að hann vildi hvorki greiða atkvæði með eða móti vantrausti, og þó þótti honum vantrauststil- laga sósíalista fjarstæða. — Yar gamli maðurinn því í mesta vanda. Sveinbjörn. En svo kom Sveinbjörn frá Breiðabólsstað og vildi gera þá breytingartillögu við loðmullu Sveins, að vísa vantrausinu frá, í trausti þess að slíkar stjórnarat- hafnir komi ekki fyrir aftur“. Þarna fóru „línurnar að skýr- ast“. Stjórnarathafnirnar voru þær í þessu tilfelli, að engin kaup voru gerð, án þess að bera þau undir þingið. En þetta líkar ekki Hriflungum. Þeir vilja, eins og reynslan hefir sýnt, ráðstafa al- mannaf je upp á eigin eindæmi, án þess að láta þingið fá þar nokkur afskifti af einkum þegar vildar- vinir eiga í hlut.. Brjefið. Af því sem fram hefir komið við þessar Reykjahlíðarumræður er brjef Jónasar Jónssonar það eina sem máli skiftir. Brjefið er stutt og gagnort, skrifað, eins og Jiöfundur áður hefir viðurkent, til þess að eigandi Reykjahlíðar gæti prangað jörðinni út til ríkisins eða Reylcjavíkurbæjar fyrir sem hæst verð, og án þess þá, samkv. tiliögu sr. Sveinbjarnar, að slíkar „stjórn arathafnir' ‘ komi þar til greina, að Alþingi verði nokkuð spurt um. Það er bágborin sjón, að sjá Hriflunga með Jónas í broddi fyikingar koma fram á Alþingi eins og vandláta siðameistara, mennina, sem með öiiu móti hafa sölsað undir sig fje og fríðindi á kostnað almennings, og beitt í þvi efni allri þeirri ósvífni og hlutdrægni sem siðleysi þeirra í fjjrmálum hefir blásið þeim í •Eerlið jafnaðarmanna bannfært í Þýskalandi. I Þýskalandi hafa bæði jafnað- armenn og kommúnistar komið sjer upp svonefndum „varðsveit- um“, sein ekki er annað en grímu- búið árásarlið gegn þjóðskipulag- inu. Jafnaðarmenn kalla þetta lierlið sitt „Reichsbanner“ (rík- isfánalið). í Thúringen hefir þetta lið nú verið bannað og foringjun- um skipað að uppleysa það. Hjer á myndinni sjest heræfing hjá þessu jafnaðarmannaliði. 1 skóla var börnunum skýrt frá líkamsbyggingu mannsins og hvernig líffæri hans starfa. — Geturðu nú sagt mjer, Frið- rik litli, 'hvar hjartað er? spui'ði kennarinn. — Innvortis. Heilðsölubirgðir: Rúðugler 200 ferfet í kistu. Þetta gler hefir hlotið lof allra, sem reynt hafa. Sími: Einn—tveir—þrír—fjórir. UPPB0Ð. Opinbert uppboð verður haldið á morgun (mánudag) 13. þ. m. og verða þá seldiar, eftir beiðni tollstjórans í Reykjavík og að undangengnu lögtaki, eftirfarandi bif- reiðar og bifhjól: R.E. 1, 46, 51, 72, 95, 106, 110, 119, 122, 142, 159, 161, 195, 233, 235, 242, 271, 272, 273, 308, 311, 330, 355, 373, 374, 378, 379, 402, 405, 413, 420, 423, 428, 429, 438, 440, 442, 460, 461, 463, 479, 496, 512, 523, 540, 542, 543, 545, 569, 655, 724, 862, 887, 892, 964. Uppboðið hefst kl. 10 árdegis við Arnarhvál og heldur síðan áfram víðsvegar um bæinn. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík 12. mars 1933. BjSrn Þórðarson. FðuiD meö e.s. Dettlfoss. Delecious Epli í ks. Fancy og Ex. fancy. Jaffa, 144 og 180 stk. Yalencia appelsínur 240 og 300 stk. Lauk Eggert Kristjánsson & Ce. Sími 1400 (3 línur). IButt nteð kteppens. Notið peninga þá, er þjer hafið aflögu til að gleðja yður, börn yðar og vini. Komið beint til okkar, þ^ú hjá okkur er hægt að fá margt fallegt en þó ódýrt. Lítið í gluggana hjá okkur og þjer munuð sannfærast. Að meðaltali fer Va í ríkissjóðinn. Þjer gerið góð kaup. Við gerum góða verslun, Ríkiskassinn verður fullur af peningum. Kreppunni á íslandi mun ljetta strax af. K. Einarsson & Bjfirnsson. Sjðlfbleknngar Carters sjálfblekungar eru pennategund sem treysta má fullkomlega. Endast langa æfi og eru við hvers manns hæfi. — Fást í Bðfcaverslnn SigfAsar Ejmisndssonar (og bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34). Knglýsið i IHorgnnblaðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.