Morgunblaðið - 12.03.1933, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.03.1933, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 5amgöngur uið Rustfirði. Eftir Gísla Jónsson, Seyðisfirði. Mönnum utan Austfirðinga- íjórðungs mun tæplega ljóst liTe hörmulegar ástæður Austfirðing- ar eiga við að búa, að því er snert- ir samgöngur. Fyrri tæpum manns aldri síðan voru skipaferðir til og frá Austfjörðum tíðari og hagfeld ari en við aðra landshluta. Nú hef- ir þetta snúist svo við, að Austfirð ii eru orðnir langafskiftastir allra landshluta um samgöngur. Það þarf vafalaust ekki að skýra fyr- ir mönum hver áhrif þetta hefir á viðskifta- og athafnalífið, því •llir vita hve öflugur þáttur greið nr samgöngur eru í allri framfnra baráttu. Á almennum borgarafundi, sem haldinn var á Seyðisfirði 20. nóv- ember s. 1. var meðal annars sam- þyktar svofeldar tillögur: 1. Þar sem viðkomum Eimskipa- f jelagsskipanna á Austfjörðum fækkar ár frá ári, og fjórðungur- inn á, af þeim ástæðum við miklu verri samgöngur að búa en aðrir landshlutar, svo að óviðunandi er, þá leyfir almennur borgara- fundur á Seyðisfirði sjer, og veit að han nmælir þar máli Austfirð- inga allra, að skora á stjóm Eim skipafjelags fslands, að fjölga, þegar á næsta ári, viðkomum skipa fjelagsins iá Austfjörðum, bæði til landsins og frá því og milli Austfjarða og Reykjavíkur. 2. Vegna samgönguerf iðl eika! milli Austurlands og Reykjavík- ur, leyfir almennur borgarafundur á Seyðisfirði sjer, að skora á skipa útgerð ríkisins, að láta strand- ferðaskipin, auk hringferða, fara) hraðferðir til Austurlands einu sinni í mánuði á tímabilinu apríl til október, og til baka aftur. Enn femur telur fundurinn brýna nauðsyn, að brottferð strand- ferðaskipanna frá Reykjavík verði, eftir því sem við verður komið, miðuð við skipakomur til Reykjavíkur, einkum Hamborgar- aiglingamar. Mjer er ekki kunnugt um, að hve miklu leyti skipaútgerð rík- Isins sjer sjer fært að verða við áskorun þeirri, er í tillögunni felst þegar fram í sækir. Áætlun sú, sem jeg hefi sjeð er aðeins fyrir þrjár kyrstu strandferðir ársins, og þar -er ekkert sjerstakt tillit tekið til Austfjarða. En þess er að vænta' uð þingmenn fjórðungsins og rík- isstjórn geri það sem unt. er t.il þoss að verða við áskorun Aust- firðinga hvað hraðferðir snertir. Áætlun Eimskipafjelagsskip- anna er gerð fyrir alt árið og með binni nýju áætlun, er enn sýnt að fjelagið fyrir sitt leyti telur sig ekki megnugt þess að halda í horf Inu um samgöngur við Austurland, og þó má með fullum sanni segjaj að hin tvö síðustu undanfarin ár, hafi fjelagið ekki rækt skyldu sína við þennan landshluta á þann hátt, «em vænta verður af alþjóð- arfyrirtæki. Til þess að finna þessum orðum mínum stað, vil jeg hjer með leyfa mjer, að birta almenningi skýrslu um samgöngur Eimskipa- f jelagsins við Aust.firði ásamt samanburði á samgöngum við aðra landshluta, bæði að þvi er snertir sambandið við ixtlönd og Reykja vik. i Viðkomur skipa Eimskipaf je- J lagsins í landsfjórðungunum á leið til og frá Reykjavík á lárun- um 1960—1933. 1930 frá til Vesturland.. U 85 Norðurland .. 83 14 Austurland . .. .. 84 18 1931 Vesturland .. .. :. 35 34 Norðurland .. .. 23 22 Austnrland.. 9 7 1932 ■ 1 Vesturland .. .. .. 45 44 Norðurland . .. .. 36 35 Austurland .. 6 4 1933 Vesturland.. 55 54 Norðurland .. 45 44 Austurland .. 4 3 Framangreind 4 ár, eru við- komur skipa Eimskipafjelagsins í landsfjórðungunum til og frá út- löndum eins og hjer segir: Samkvæmt þessu eru samanlagð ar ferðir, í þessi 4 ár, til Austur- landsins, frá útlöndum, jafnmarg- ar og ferðir skipanna frá útlönd- um til Vesturlandsins á árinu 1933 og ferðirnar frá Austurlandinu til útlanda eru samanlagt í þessi 4 ár aðeins 10 fleiri en til Vestur- landsins á árinu 1933 Af því, sem hjer er sýnt ætti það að verða augljóst, að Austfirð- ingar geta alls ekki unað þvi sam- gönguleysi, sem þeir eiga við að búa, og það gæti því naumast valdið neinni undrun, þótt þeir leituðu til anara skipafjelaga um úrlausn í þessum vandræðum sín- um. Slík ákvörðun er á engan hátt sprottin af andúð til Eimskipafje- lagsins, því Austfirðingar hafa frá upphafi haldið hinni mestu trygð við það fjelag. Ef til þess kemur að leitað verður til annara gufu- skipafjelaga, þá er það aðeins sprottið af þeim vonbrigðum, sem menn austur þar hafa orðið fyrir ár eftir ár, um það hvernig fje- lagið hefir rækt hlutverk sitt að því er snertir þennan landshluta. 1930 1931 1932 1933 frá til frá til. frá til frá til Reykjavík og Suðurland 48 45 48 48 61 59 62 60 Breiðif jörður og iVestfirðir 38 38 41 41 48 48 57 56 Norðurland 33 32 35 35 45 45 53 52 Austurland 25 29 13 15 10 12 9 10 Gufuskipaferðir fyrrum oq nú * n,7fi i. Nýlega hefir verið ritað nokkuð um Eimskipafjelag íslands í blöð, og því miður er svo ástatt hjá oss, þótt undarlegt sje, að það er ekki vanþörf á því að minna menn á fjelagið við og við og reyna að festa þeim það í minni, hvers virði það er fyrir oss. Þeim, sem þessar línur ritar, hefir nii dottið i hug að reyna að líta nokkuð aftur í tímann og athuga ástand- ið eins og það var, áður en Eim- skipafjelagið kom til sögunnar. — Það er einkanlega fjárhagshlið málsins, sem nauðsyn er að ræða, því að auðvitað skiftir hún mestu máli. Verður því hjer í stuttu máli gerð grein fyrir útlátum til iitlendinga úr landssjóði vegna skipaferða, frá því er vjer feng- um stjórnarskrána 1874 og með henni fjárveitingarvaldið og fram til ársins 1914, er Eimskipafjelag- ið var st.ofnað. Þessi greinargerð verður aðeins lausleg, og mætti vafalaust rannsaka málið alt miklu betur, en hjer verður gert, ef tími væri til. Þar er mikið verk að vinna, og jeg er viss um, að það er hið mesta þarfaverk og myndi veita sjónina þeim, sem enn kunna að vera blindir í þessu máli. Það getur varla hjá því farið, að einhverjum líki miður það, sem hjer kemur fram. En eigi verður annað gert en skýrt frá staðreynd um, og virðist eigi ástæða til að þegja yfir þeim, þótt þær kunni að vera einhverjum til lítils heiðurs, þegar um velferð vora er að ræða og það, að menn sjái og skilji, hvað oss ber að gera. Tímabilinu 1875—1914 má skifta í þrent. Fyrsti kaflinn eru áriu 1875—1879 að báðum meðtöldum, annar lárin 1880—1909 að báðum meðtöldum, og loks ér þriðji og síðasti kaflinn, árin 1910—1914. ; Þar á eftir verður svo rætt nokkuð um Eimskipafjelagið og um framkomu vora við það, og samanburður gerður á gjöldum til þess úr landssjóði og gjöldunum til útlendu fjelaganna, sem áður höfðu íslandsferðir á hendi. Það er auðvitað, að í stuttri grein, eins og hjer er um að ræða, getur sá samanburður ekki orðið nema lauslegur. En samt á hann að geta gefið nokkurn veginn rjetta hugmynd um málið. n. j Árin 1875—1879. Jeg finn fyrst styrkveitingu til gufuskipaferða í fjárlögum fyrir 1876 og 1877, 15000 kr. hvort ár- ið. Landsreikningar sýna, að 1876 hafa verið brúkaðar af þessu 11418 kr. 24 au. og 1877 kr. 8229.11 eða alls kr. 19647.35. Á fjárlögum fyrir 1878 osr 1879 er styrkurinn aftur 15000 kr. hvort árið, og eru af þeirri fjár- veitingu notaðar kr. 8089 02 árið I 1878, en kr. 12304.50 árið 1879, eða alls kr. 20393.52. Virðist regl- an hafa verið sú, að fsland greiddi helming kostnaðar við gufuskipa- ; ferðirnar fsjá t. d. landsreikn. j 1879. bls. 167 og landsreikninginn iárið áður, bls. 751. Stjórn Han- J merkur sá um r>ó«tgufuskipsferð- irnar þessi ár Eigi munu bær hafa j verið margar nje hentugar A.ætl- unin 1875 gerir ráð fvrir 9 ferðum og eins áætluniu fvrir 1876; það á,r er og gert r^ð f\7Tjr 2 «treud- ferðum. ISti.tíð ^6 bl« ^ -631. árið 1877 á a^ fnvo io mín'irrida- ferðir Og kernu” T’0 gufuskipafjelag fyrst til sögunn- ar, því að eitt skip frá því á að fara þær 7 millilandaferðir á ári, er skip stjórnarinnar, „Diana“ hafði farið, en „Diana“ á auk þess að fara 3 ferðir. (Stj.tíð. 1876, bls. 38. B-deild). Við þetta virðist hafa setið árin 1878 og 1879, nema hið síðarnefnda ár eru ferðimar 9, þar eð „Diana“ átti aðeins að fara 2 ferðir í stað þriggja. m. Árin 1880—1909. 1. Fimm samningar. Árið 1880 hækkar styrkurinn til gufuskipaferða upp í 18000 kr. á ári. Hið sama ár er gerður sama- ingur við hið Sameinaða gufu- skipafjelag um ferðimar; hann er dagsettur 12. jan. 1880 (Stj.tíð. 1880 B, bls. 26). Sá samningur gilti í 10 ár, og hinn næsti var gerður við sama f jelag 2. nóv. 1889 og gekk í gildi 1. jan. 1890 (Stj.- tíð. 1889 B, bls. 145 o. s. frv.). Var farið eftir þessum samningi þang- að til 1. jan. 1898. Þá gekk í gildi hinn þriðji samningur við „Sam- einaða“, dags. 5. nóv. 1897 (>3tj.- tíð. 1897 B, bls. 279 o. s. frv.) og stóð svo tij 1. jan. 1904, er fjórði samningurinn við þetta fjelag tók við, dags. 17. nóv. 1903 (Stj.tíð. 1903 B, bls. 303 o. s. frv.) Loks var enn gerður fimti samningur- inn við sama fjelag, dags. 5. des. 1907. Hann gekk í gildi í ársbyrj- un 1908 og gilti fyrir það ár og hið næsta (Stj.tíð. 1907 B, bls. 246 o. s. frv.). Var þá hið Sameinaða gufuskipafjelag búið að hafa ’á hendi íslandsferðir í ca. 30 ár samfleytt og í fjelagi við dönsku st.jórnina 3 ár þar á undan. Hjer er eigi rúm til að rekja efni þess- ara samninga nákvæmlega, og verður það að nægja, að drepa á einstök atriði. f samningunum er tekið fram, að fjelagið „greiði öll gjöld“, og skal síðar vikið að því, hvað þar muni átt við. Styrkupp- hæðin, sem fjelagið fær árlega, er einnig ákveðin í' hverjum samn- ingi, fjöldi millilandaferða á ári er oftast greindur og þá sömu- leiðis sett ákvæði um strandferð- irnar. Þá eru enn fremur ákvæði um uppsögn og uppsagnarfrest o. s. frv. og stundum um stærð skip- anna. fargjöld og farmgjöld, en þó er eigi af samningunum hægt j að siá. hve há farmgjöldin og far- . giölóin ha.fi verið. j4rm’1880—1887 að báðum með- tölduTu eru fielaginu greiddar ár- leua 18000 kr. úr landssjóði, en árin 1888 og 1889 er styrkurinn 9900 kr. hvort árið. Árin 1890—1891 sýna lands- Ireikninerar 18000 kr. greiðslu hvort ár. en 1892 og 1893 finn jeg ekki, að neitt. bafi verið greitt; aftur eru 19000 kr. greiddar 1894 og 26999 árið 1895, en 1896 og 1897 sie ieg svo enga greiðslu. Árin 1898 og 1899 eru greiddar 55 þús. kr. hvort árið. Árin 1900 —1903 að báðum meðtöldum eru | fjelaginu greiddar 50000 kr. • ár- lega. Tvö næstu ár þar á eftir verðnr stvrkupphæðin til fjelags- inq tærri, eða 75000 kr. hvort árið T,u árin 1906 og 1907 er stvri-nrinu aftur 30000 kr. hvort árið Á rlð 1908 eru fielaginu ognpp Vr 0(? -190H 30000 kr nú eígí raktar leng- Hýkomið: mikið úrval af Begnhlífam og gSugnslðfam. ManGhester. Lauffaveg 40. Sími 3894 Kolasalan sf. Sfml 4514. —mmmmfhciírritmmmmm ur styrkveitingar til þess úr lands sjóði. En þessar upphæðir eru eigi hinn eini styrkur, er fjelagið hefir fengið á þessu tímabili. Hinn fyrsti samnlngur við það sýnir, að ríkis- þing Dana hefir greitt því 40000 kr. á ári frá 1880—1889 að báð- um árum meðtöldum (ef samning- urinn hefir verið haldinn, og mjer er eigi kunnugt nm annað), eða 40000 X 10 = 400000 kr. Sam- kvæmt upphæðinni, sem tilgreind er í næsta samningi, hefir Dan- mörk greitt fjelaginu sömu upp- hæð og áður árlega árin 1890— 1897 að báðum meðtöldum, eða 40 þús. X 8 = 320 þús. kr. í þriðja samningnum segir (§7), að fjelag- ið fái 95 þús. kr. árlega 2 fyrstu árin, en síðan 90 þús. kr. árlega. Þessi samningur var í gildi árin 1898—1903 að báðum meðtöldum, og má sjá á greiðslunum frá fs- landi, að enn hefir Danmörk greitt f jelaginu 40 þús. kr. árlega, eða alls 40 þús. X 6 == 240 þús. kr. í fjórða samningnum er ár- lega upphæðin, sem fjel. á að fá, ákveðin 140 þús. kr. Eftir honum var farið árin 1904—1907 að báð- nm meðtöldum eða í 4 ár. Tvö fyrri árin greiddi ísland 75 þús. kr. hvort árið og Danir eftir því alls 65 þús. X 2 = 130 þús. kr. TvÖ síðari árin eru greiðslumar frá íslandi 30 þús. hvort árið, og Danir greiða eftir því 110 þús. X 2 = 220 þús. kr. alls, en jeg hefi eigi fundið, hvort þetta er svo í raun og vera, eða hvort fjelagið hefir gefið eitthvað eftir, og skal því ekkert fullyrða nm það. En óhætt mnn vera að gera ráð fyrir, að fjel. hafi að minsta kosti fengið þessar gömlu 40 þús. kr. iárlega frá Dönum í þau 4 ár, sem samn- ingurinn var í gildi. Fimti samn- ingurinn, sem nefndur hefir verið, gilti 1908 og 1909. Styrkirnir frá fslandi voru þá 28 þús. og 30 þús. kr., og danska tillagið var eftir samningnum 40 þús. kr. hvort árið eða 80 þús. kr. alls. En þannig stendur á hinu danska tillagi til gufnskipaferð- anna, sem mun hafa verið 40 þús. kr., að minsta kosti, alla tíð frá 1880—1909, áð í 6. gr. hinna al- kunnu stöðulaga frá 1871 segir svo: „Gjöldin.....til póstferða milli Danmerkur og íslands skulu greidd úr ríkissjóðnum“. — Hve lengi tillag hefir verið greitt til ; póstferðanna samkvæmt þessari grein, hefi jeg ekki athugað; sennilega fram að 1918.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.