Morgunblaðið - 22.03.1933, Side 3

Morgunblaðið - 22.03.1933, Side 3
MOBGUNBLAVIB % JHorgttnWaMft H.f. Arvakur, KlTkltTlk. Hltatjðrar: Jön KJartanaaon. Valtyr Stef&naaon. SUtBtjörn og afgrelöala: Auaturatrœtl 8. — Slaal 1800. AuarlÝalngraatJörl: H. Hafbera. Aaalýalngaakrlfatofa: Auaturatrœtl J7. — Slaal 1700 Helaaaalaaar: Jön KJartanaaon nr. 1742. Valtýr Stefánaaon nr. 4220. E. Hafberg nr. 1770. JLakriftagrlald: Innanlanda kr. 2.00 4 mánutll. Utanlanda kr. 2.50 á aaánuöL, 1 lauaaaölu 10 aura elntaklV. 20 aura meö Leabök. Uinnubrögð. * Þarf oftar að minna á það til Ihvers efnt var til samvinnu milli Sjálfstæðismanna og Framsóknar- manna á síðastliðnu vori? Er það ekki öllum lýðum ljóst, ;að verkefni samsteypu stjórnarinn- ar er fyrst og fremst stjórnar- skrármiálið 1 Getur nokkur látið sjer detta í Tiug, að aðalverkefni samsteypu- stjórnarinnar sje lokið með því að leggja stjórnarskrárfrumvarp fyr- ir þingið ? Það er virðingarvert að stjórnin ínti þetta skylduverk sitt af hendi- Og frumvarpið er þannig úr garði gert, að vart var hægt að búast við því het.ra, eins og ástæð- urnar eru til. En það er ekki nóg að flagga með frumvarpi, ef það frumvarp á ekki að ná fram að ganga. Menn tala um nauðsyn á lausn kreppumálanna. Sii nauðsyn er augljós og að- 'kallandi. En þegar menn tala um „lausn kreppumálanna“, ættu þeir ekki að gera sjer í hugarlund, að sú lausn fáist, eða þau bjargráð finn- ist í þingnefnd eða á einu þingi, sem verið geta allra meina bót. Kreppan er ekkert sviplegt fyr- irbrigði, sem eyðist áður en varir á skammri . stund. Kreppan er vandræði, er á sjer djúpar rætur í þjóðfjelaginu, og sem þarf mörg ár og mikið erfiði til að bæta úr. Með því að leysa kjördæmamálið -er lagður hornsteinn að stamstarfi manna, sem líklegir kunna að vera til þess að reisa hjer hlómlega at- vinnuvegi — leysa kreppuna. Lausn stjórnarskrármálsins er fyrsta og besta kreppuráðstöfunin sem Alþingi getur gert. Þing kom saman 15. fehrúar. 1 dag er 22. mars. Stjórnarskrár- málið er í nefnd. Sú nefnd hefir haldið einn fund, kosið formann og ritara. Getur Alþingi sætt sig við slík vinnuhrögð ? Kínvcrjar halda uppi sókn. Berlin 20. mars. FTT Kínverjar eru enn að færa út kviar sínar hjá kínverska múrn- um og sækja fast fram, en Jap- anar veita öflugt viðnám. Segja •Tapanar, að 1000 kínverskir her- menn hafi gerst liðhlaupar. Aðalfundur Líknar verður liald- inn í kvöld kl. 8% í stað kl. 9% eins og auglýst var. Fjelagsfólk «r nú á annað hundrað og er þess vænst áð það sækí fundinn vel. Bátur talinn af með fjórum mönnum. Bátar í Höfnum reru aðfaranótt mánudags, en einn þeirra liefir ekki komið fram. Hinir bátarnir sáu til hans meðan þeir voru yfir línunum, en ekki eftir það. Varðskipið „Ægir“ var fengið til þess að leita hátsins á mánu- daginn. Fekk það kunnugan mann úr Höfnum til þess að vera með í leitinni og leiðbeina um hvar helst mundi vonir að finna bátinn, ef hann væri ofansjávar. Var varð- skipið að leita hans mikinn hluta dags. Seint í fyrrakvöld barst Slysavarnafjelaginu skeyti frá skipherranum á Ægi þar sem hann segist hafa leitað alls staðar þar sem hugsanlegt sje að báturinn hafi verið, en árangurslaust- Línu- belgi höfðu þeir fundið, sem senni- lega hafa verið af bátnum. Var svo leitinni hætt og talið að bát- urinn muni hafa farist. Báturinn var frá Kotvogi og á honum fjórir menn. Formaður var Björn Lárusson, ráðsmaður í Kot- vogi, 31 árs, ókvæntur. Annar var Ólafur Lárusson bróðir hans frá Keldulandi á Skagaströnd, 29 ára, ókvæntur. Þriðji var Páll Jónsson úr Höfnum, 33 ára, kvæntur og átti tvö börn. Fjórði var Karl Kristjánsson frá Skagaströnd, 28 ára, ókvæntur. Rlþingishátíðargjöf frö Kanaða, Styrktarsjóður íslenskra háskólastúdenta. FB. 21. mars. Forsætisriáðherrann í Kanada R. B. Bennett hefir tilkynt ríkis- stjórninni, að kanadiska stjórnin hafi ákveðið að stofna sjóð að npphæð $25.000 í tilefni af Al- þingishátíðinni 1930 og verði vöxt- um sjóðsins varið til styrktar ís- lenskum námsmönnum, er vilja Ijúka námi við kanadiska háskóla. Hefir forsætisráðherra Kanada jafnframt skýrt frá að upphæð, er samsvari 5% ársvöxtum af nefndum höfuðstól verði til ráð- stöfunar handa námsmönnum þeg- ar á næsta háskólaári og er óskað tillaga frá íslandi um veitingu þeirrar upphæðar. Ríkisstjórnin hefir þakkað hina veglegu gjöf og undirbýr nú stofn skrá fyrir sjóðinn. Prestkosning í Stóra Núps prestakalli. Hinn 12. þ. m. fór fram prest- kosning í Stóra-Núps prestakalli í Árnessýslu. Tveir voru umsækj- endur, síra Valgeir Helgason og Gunnar Jóhannesson cand. theol-. Atkvæði voru talin hjá biskupi í gær og fjellu þau þannig, að síra Valgeir hafði hlotið 126 atkv., Gunnar Jóhannesson 127 atkvæði, 2 seðlar voru auðir og 2 ógildir. Kosningin var lögmæt og Gunn- ar Jóhannesson löglega kosinn prestur safnaðarins. Er þetta í fyrsta sinn, síðan söfnuðir fóru að kjósa sjer prest, að umsækjandi hefir unnið með eins atkvæðis meiri hluta. Lanösreikningurinn 1931.* Frv. um samþykt á landsreikn- ingnum 1931 var til 3. umr. í Nd. í gær. Magnús Jónsson mintist iá nokk- urar athugasemdir, sem yfirskoð- unarmenn höfðu gert við lands- reikninginn. Ríkisbókhaldið. Eitt af því, sem M. J. mintist á, var hið marglofaða ríkisbók- hald, sem stjórn Framsóknarfl. hafði kostað ærnu fje til þess að koma í framkvæmd. En fyrstá aths. yfirskoðunarmanna við LR 1931 er að vekja athygli stjórn- arinnar á því, að ríkisbókhaldið sje í megnasta ólagi. T. d. benda yfirskoðunarmenn á, að af ríkis- bókhaldinu einu verði ekki sjeð, hvað mikið sje í sjóði hjá ríkis- fjehirði. á hverjum tíma. Og við samanburð á fskj. og dagbók kom í ljós; að gjöld ríkissjóðs voru vantalin um nál. 10 þús. kr. Svona er nú þetta marglofaða ríkisbókhald, sem búið er að kostá til ógrynni fjár. Verðlaunaður embættis- maður. Þá mintist M. G. á. 23. aths. yfirskoðunnarmanna, en þar er a það bent, að Sigurði Baldvins- syni forstöðumanni póstlmssins i Rvík hafi frá upphafi verið greidd hámarkslaun við embætti sitt hjer í bænum, og sje það um 1000 kr. meira á á.ri, en lög heimila. — Spurðist M. J. fyrir um það, livort stjórnin mundi ekki hætta þess- ari ólögmætu greiðslu. Ásg. Ásg. vildi ekki neitt út á það gefa, sagði að Sig. Bald. hefði verið látinn njóta aldursuppbót- ar frá veru sinni á Seyðisfirði. M. J. benti ráðherra á, að vitan- lega stæði líkt eða eins á með fjölda embættismanná, að þeir hefðu í mörg ár gegnt öðrum störfum hjá ríkinu, áður en þeir tækju nýtt embætti; ef sömu reglu ætti að fylgja um þá, að setja þá í bámarkslaun í hinu nýja em- bætti, gæti það vitanlega orðið dýrt fyrir ríkissjóðinn. Útvarpsstjórinn. Þá mintist M. J. á 24. aths- yfirskoðunarmanna, sem fjallar um gripdeildir litvarpsstjórans. — En þar sem alveg nýlega var skýrt frá þessum aths. hjer í blað- inu, þykir eigi ástæða til að fará að endurtaka þær hjer. M. J. fór nokkurum almennum orðum um embættisrekstur útvarps stjórans og þá stórkostlegu mis- notkun á fje útvarpsins, sem átt hefði sjer stað. Einnig mintist hann á það gegndarlausa fjárbruðl, sem ætti sjer stað við þessa stofnun. Þar væri þrír forstjórar — útvarps- stjóri, forstjóri viðtækjaverslun- arinnar og forstjóri viðgerðarstof- unnar. Laun og bitlingar titvarps- st.jórans slöguðu hátt upp í það fje, sem varið væri til nál. allrar hinnar menningarlegu starfsemi útvarpsins. Þó vissi enginn hvað útvarpsstjórinn hefði að starfa. Meira að segja virtist hann sjálf- ur ekki vita um þetta, því að oft hefði hann verið krafinn um skýrslu þessu viðvíkjandi, en hún kæmi aldrei. Það mætti áreiðan- lega spara útvarpinu launagreiðslu til útvarpsstjórans- Enginn mundi sakna hans. Ráðherrarnir, þeir Ásg. Ásg. og Þ. Briem gáfu ýmsar skýringar á úrskurðum hinnar umboðslegu end urskoðunar, viðvíkjandi endur- greiðslum útvarpsstjórans. Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri talaði tvisvar við þessa umræðu. Hjann kvað aðfinslur M. J. vera sprottnar sumpart af þekkingar- skorti og sumpart af pólitískri áreitni. 1 síðari ræðu sinni fór hann að bera útvarpið saman við ýmsar aðrar ríkisstofnanir, eins og vega- málaskrifstofuna, landsímann og póstmálaskrifstofuna. — Þessum stofnunum væri leyft að hafa bílá og hann kvaðst krefjast sama rjettar fyrir útvarpið. J. Þorb. var enn með dylgjur um það, að forstjórar hinna fyrnefndu rík- isstofnana notuðu bílana í einka- barfir, samskonar dýlgjur og hann hefir iáður haldið fram í Tímanum. Þ. Briem lýsti yfir, að hann hefði bannað útvarpinu að hafa bíl til umráða, og sagði, að strangt eftirlit yrði með því haft framvegis, að ekki ætti sjer stað misnotkun í þessu efni. M. J. hafði ýmsar aths. að gera viðvíkjandi úrskurðum stjórnar- innar um endurgreiðslur útvarps- stjórans. Taldi að þar hefði víða verið farið óþarflega vægt í sakir og nefndi ýms dæmi. 1 sambandi við pólitísku hlið- ina á þessu máli, sagði M. J., að mál útvarpsstjórans hefði verið pólitískt frtá upphafi, frá því að embættið var veitt- J. Þorb. hefði enga þá kosti haft til að bera, sem maður í slikri stöðu ætti að hafa. Ekki væri hann bókhaldsfróður; hann þyrfti sjerstakan skrifstofu- stjóra og bókara við hlið sjer. — Ekki gæti hann verið þulur — til þess vantaði hann röddina; ekki liefði hann vjelaþekkinguna. Hann hefði vantað alla kostina — nema einn •— hann var pólitískur! Og það rjeði úrslitunum. Umr. hjeldu áfram allan fund- artímann og varð ekki lokið fyrir fundarhljeið. Jónas Þorbergsson talaði síðast- í lok ræðu sinnar kvaðst J. Þorb- krefjast rjettlæt- is(!) Var helst á honum að skilja, að hann teldi að stjórnin hefði beitt hann harðari tökum en aðra embættismenn. Ef slík ummæli af hálfu út- varpsstjórans ber að skilja á ann- an veg en sem venjulegt Tíma- glamur, er vitanlega auðvelt fyrir ríkisstjórnina að láta Jónasi Þor- bergssyni í tje það rjettlæti, sem hann hefir til unnið. Og það er auðveldast að gera með opinberri rannsókn og málshöfðun. Fjórveldaisambyktin. Rómaborg 21. mars. TJnited Press. FB Bresku ráðherrarnir MaeDonald og Sir John Simon eru lagðir af stað til París, til að ræða hina fyrirliuguðu fjórveldasamþykt við frakknesku ráðherrana. Hugmynd inni er yfirleitt vel tekið í Bret- landi og Italíu, en frakknesku blöðin hafa sitthvað við hana að athuga- 'Öhamla Kullfalleg: ástarsaga nýútkomin. Fæst hjá bóksölum. Stefnuskrárræða Hitlers. Mótmæli gegn því að Þjóðverjar beri ábyrgð á heimsstyrjöldinni. Eimræðisvald? Berlín 21 mars. United Press. FB. Ríkisstjórnin hefir látið gera uppkast að lagafrumvarpi til þess að heimila ríkisstjórninni að setjai lög án þess að leita til þess sam- þykkis ríkisþingsins, til 1. apríl 1937. 1 frumvarpinu eru ákvæði um það, að ýms rjettindi, er for- setinn hefir nú. skuli fengin kansl aranum í hendur. Þingsetninguna bar upp á sama dag og þá er Bismarck setti þingið fyrst. London 21. mars. FÚ Nýa þýska ríkisþingið var sett í dag, með mikilli viðhöfn, og er þess getið, að viðhöfnin hafi verið sjerstaklega mikil vegna þess, að þingsetninguna bar upp á sama dag og þann, þegar Bismarck setti fyrsta þingið 1871- Þingmenn jafnaðarmanna og kommúnista sitja heima. Þingsetningarathöfnin í dag fór fram í herkirkjunni í Potsdam, en síðan hófust fundir í Kroll- söngleikahúsi. Viðstaddir þing- setninguna voru flestir helstu virð ingamenn ríkisins, og ennfremur ýmsir prinsar frá keisaraveldis- tímanum, þar á meðal krónprins- inn, klæddur herforingjabúningi. Hvorki jafnaðarmenn nje kom- múnistar voru viðstaddir. Til Strandarkirkju frá N. N- 5 kr. Hadda (gamalt áheit) 10 kr. Steina 2 kr. N. N. 4 kr. Dýska Hkisþingið sett. Potsdam 21. mars. United Press. FB. Ríkisþingið var sett í dag í setu liðskirkjunni. í ræðu þeirri, sem Hindenburg forseti hjelt, lagði hann áherslu á, að mikilsvarðandi ákvarðanir yrði að taka í innan og utanríkismálum, einkanlega að því er fjármálin snerti, inn á við og út á við. Hvatti hann til góðr- ar samvinnu milli ríkisþingsins og stjórnarinnar. í ræðu sinni afturkallaði Hitler hátíðlega þá játningu, sem tekin hafði verið upp í Versalafriðarsamningana, að Þjóðverjar beri ábyrgð á heims- styrjöldinni. Kvað hann hvorki keisarann, ríkisstjórnina nje þjóð- ina hafa viljað stríð.Einnig kvaðst hann vilja draga athygli manna að því, að á fáum vikum hefði Þjóðverjar endurreist þjóðarheið- ur sinn.Því næst lýsti hann stefnu skrá ríkisstjórnarinnar í aðalatrið- um. Aðalmark hennar væri stjórn málaleg sameining þjóðarinnar í anda gamallar þýskrar menningar og þjóðernis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.