Morgunblaðið - 19.04.1933, Síða 3

Morgunblaðið - 19.04.1933, Síða 3
 < G U NBLA' 1® Fáðaema fannkynqi í Uestur-5kaftafell55ýslu. Fjöldi fjenaðar bænda í Austur-Mýr- dal og" Skaftártungu er ýmist í fönn eða bjargarlaust á heiðum uppi. Samtal yið Gísla Sveinsson, sýslumann. ^SWgnttHíito^ : H.f. Árvakur, Suklarlk, Kltatjðrar: Jön KJartanason. Valtjr Stef&naaon. XUtatJörn og afgrelCala: Auaturatrætl 8. — Slaal l<0ð. AuKlýalngraatJörl: H. Hafbar*. Aualýalngraakrlfatofa: Auaturatræti J7. — Slaal 1700 Halntaalmar: Jön KJartanaaon nr. 8741. Valtýr Stefánaaon nr. 4280. E. Hafber* nr. 8770. ÁakrlftaKlald: Innanlanda kr. 8.00 * minuBl. Utanlanda kr. 1.50 A mAnuOU I iauaaaölu 10 aura eintaklB. 80 aura mo8 Leabök. 5ólskin 1933, Barnavinafjelagið ,Smnargjöf‘ gefur út eina barnabók á liverju vori, fyrir hátíðisdag fjelagsins, sumardaginn fyrsta, og eru bæk- ur þessar gefnar út með samnefn- inu „Sólskin." Sólskin 1933 er komið út. Að þes.su sinni er það „sönn æfintýri" er nokkrir kennarar hafa samið. þ.e.a.s frásagnir lir ríki náttúr- únnar, dýralífi fvr og síðar, og nm frumstæða menn og villimenn, eg að lokum eru sögukaflar um menningu Egypta. Það er skoðun ýmsra barna- fræðara. að börnum sjeu hentugri æfintýri úr lífinu sjálfu, úr ýms- um fræðigreinum — sönn æfin- týri, heldur en skáldskapur og þjóðsögiu', er þau jafnharðan fá að vita um að eigi sjer enga stoð í veruleikanum. Börn, sem fróð- leiksfús eru, vilja vita það sanna og rjetta nm ]iað er fvrir þau ber. Með þetta fyrir augum liefir Sumargjöfin nú gefið út, þessa bók •sína, sniðna fvrir börn, vekjandi og fræðandi. Bæjarbúar gerðu vel að opna liana handa börnum sínum, því má og eigi gleyma, að Sumargjöfin á ralt gott skilið. Kennari. frambalds-búnaðarnðm Á búnaðarþingi var samþykt til- laga um að mælast t.il þess við Al- þingi, að það láti atliuga mögu- leikana fyrir framhaldsnám í bú- fræði við.annan búnaðarskólann. f greinargerð fyrir tillögu þess- ari, og í umræðum kom sú skoðun j ljós, að menn álitú heppilegt að þeir sem ætluðu sjer að takast á hendur leiðbeiningar í búnaði eða forstöðu stærri búnaðarfram- kvæmda, gætu fengið frekari mentun í landinu sjálfu, en þeir fá nú á bændaskólunum. Með því að koma á fót fram- haldsnámi fyrir þessa menn við nnnan hvorn skólann, og var Hvanneyrarskóli einkum tilnefnd- ur, myndu kennarar skólans kosta kapps um að afla sjer sem hag- kvæmastrar og bestrar mentunar, ■starfið við framhaldskensluna yrði þeim örfun, en af framhaldsnámi þessu gæti íslensk búfræði fengið mikinn styrk. Ætlast Búnaðarþing til þess, að iillögur um þetta efni verði lagðar fyrir Alþingi. Skíðamenn voru margir á Kol- viðarhól um páskana, og fengu sjer hressandi skíðagöngur. Sldða- fjelagið fór á skírdag upp á Hell- isheiði. Gengu menn á Skálafell og í Tnstadal. Þess hefir áður lítillega verið getið hjer í blaðinu, að snjó- kyngi væri mikið í Vestur-Skafta fellssýslu og að menn væru hræddir um fjenað, sem kominn hefði verið á heiðar. Nánari fregnir höfðu ekki borist að austan vegna símslita, sem urðu í skírdagsveðrinu. í gær var síminn aftur kom- inn í lag víðast hvar um hjerað- ið og náði Mbl. tali af Gísla Sveinssyni sýslumanni og fjekk hjá honum eftirfarandi upplýs- ingar um ástandið í Vestur- Skaftafellssýslu. Látlaus stórhríð í tvo sólar- hringa. Upp úr pálmasunnudegi byrj- aði að snjóa eystra. Næstu tvo daga var látlaus stórhríð, mest um miðbik sýslunnar, austur- hluta Mýrdals, Mýrdalssandi, Skaftártungu og vesturhluta Síðu. Um miðja viku (á miðvikudag fyrir páska) var komið fádæma snjókyngi í sýslunni, svo að menn muna ekki annað eins um þenna tíma ár. Samgöngur allar tept- ust gersamlega, aðeins fótgang- andi menn gátu komist bæja á milli. Sem dæmi um fannkyngið hjer í Austur-Mýrdal, sagði sýslu maður, má geta þess, að á mið- vikudag var bíll á leiðinni hing- að úr Reykjavík (bílstj. Brand- ur Stefánsson í Litla-Hvammi) ; með honum voru þeir Sig. Sig- urðsson búnaðarmálastj. og Ás- geir L. Jónsson verkfræðingur, er ætluðu hingað til þess að at- huga sandfok hjer í þorpinu; þeim var snúið aftur undir Eyja- fjöllum, en bíllinn hjelt áfram austur. Hann komst að Pjeturs- ey. Þaðan fóru farþegar og bíl- stjóri á hestum að Skammadal; ' iengra komust þeir ekki á hest- um, en h.jeldu síðan gangandi til i7íkur. Mýrdalssandur hefir að heita má verið ófær yfirferðar í viku. Þeir, sem farið hafa yfir sandinn 'aafa orðið að fara með sjó alla leið, fyr en nú á mánudag s. 1., að póstur braust yfir sandinn á syðri leiðinni (um Álftaver), gangandi, með hest í taumi. Póst leiðin liggur um Skaftártungu, en þangað gat póstur ekki kom- d, vegna ófærðar, varð að fara yfir Meðalland og Álftaver. Fjenaður í voða. Fjenaður bænda í Austur-Mýr- dal og Skaftártungu var fyrir bylinn kominn á heiðar, eins og venja er til um þetta leyti árs. Vegna látlausra bylja var ekki, unt að komast til fjárins fyr en á miðvikudag. Fanst þá margt f j e aðframkomið, sumpart í fönn eða bjargarlaust á heiðum. En vegna ófærðar var ómögulegt að koma fjenaðinum til húsa og ekki heldur hægt að koma fóðri til hans. Urðu menn að láta sjer nægja, að draga það fje, sem fanst þangað sem snapir voru og skilja það þar eftir. Menn hætt komnir. Ahnenn óánægja er hjer yfir veðurspám Veðurstofunnar þessa viku, segir sýslumaður. Spádómarnir reyndust meira og minna rangir alla vikuna. En verst fór skírdagsspádómurinn með menn hjer, enda munaði minstu, að hann yrði tveim mönn um að bana. Á skírdag var spáð björtu veðri og hægviðri. Menn treystu þessu og bjuggu sig því til ferða til að leita að fjenu. Fóru tveir menn úr Skaftártungu upp á heiði; var annar þeirra Valdi- mar Jónsson hreppstjóri í Hemru. Er þeir voru komnir langt upp á heiði, skall á þá stórhríð og af- taka veður. Ekki var viðlit að komast til bygða aftur. Þeir tóku því það ráð að grafa sig í hellis- skúta og þar urðu þeir að híma næstu nótt. Næsta dag (föstu- dag) komust þeir við illan leik til bygða. * Fjártjónið. Enn verður ekkert sagt um það, hve mikið tjón hefir orðið á fjenaði eysta. En menn fullyrða, að fjöldi fjár sje undir snjó. T. d. vantar Vigfús Gunnarsson, bónda í Flögu í Skaftártungu um helming af sínu fje. Á öðrum bæjum í Skaftártungu vantar einnig margt fje, og einnig í Áustur-Mýrdal, einkum á Höfða brekku. Telja menn víst, að mest f því fje, sem vantar, sje und- ir snjó og því hætt við, að það sje dautt. En menn eru einnig mjög hræddir um þann fjenað, sem er berskjalda á heiðum, því hann er þar algerlega bjargarlaus, ef ekki batnar nú þegar. Yfirleitt er háskalegur voði búinn fjenaði fjölda bænda í sýslunni, ef ekki koma hlýindi og hlákur hið bráðasta, segir sýslu- maður að lokum. Frá Wilkins. New York, 17. apríl. United Press. FB. Sir Hubert Wilkins er lagður af stað áleiðis til Nýja Sjálands. Þar slæst hann í för með þeim Balchen og Ellsworth um suðurskauts- svæðið. Bandaríkin og Japan. Washington í apríl. TJnited Press FB. Búist er við, að Bandaríkin vinni öfluga gegn því, að Japan fái að haldá eyjum þeim, 1600 að tölu, sem Þjóðabandalagið fjekk því umráðarjett yfir. Eru eyjar þessar í norðurhluta Kvrrahafs sem kunnugt er. Þjóðabandalagið sjálft verður í vanda statt út af þessu máli þar sem Japan hefir sagt sig úr bandalaginu, en vill halda eyjunum. Bíll hrinöir manni í höfnina. Jóhannes Bjarnason, fyrv, skipstjóri, nærri druknaður. Á laugardaginn klulrkan að ganga þrjú, var Jóhannes Bjarna- son skipstjóri staddur út á Batta- ríisbryggju, við austurliafnargarð- inn. Stóð hann úti á garðbrúninni að innanverðu, þar sem þeir lágu tog- ararnir, Max Pemberton og Gyllir. Var hann að aðgæta landfestar Max Pemberton. Bílstjóri, á bifreið RE 9, Krist- inn Árnason, var að fiytja fisk frá (ív 11 i. En er hann snýr frá togaranuni, rennir hann bílnum spölkorn aftur á bak. Er Jóhannes sjer að hverju stefnir, að bíllinn er að því kom- inn að hrinda. honum fram af, hrópar hann til bílstjórans, en bíistjóri heyrir ekki. og skiftir engum togum, að bílpailurinn hrindir Jóhannesi fram af garð- inum, Mjög var lágsjáva, 2—3 mann- hæðir af garðinum niður að sjáv- arfleti. Fór Jóhannes í loftköst- um fram af og í kaf. Skaut síð- an upp, en fór enn í kaf. Er honum skaut upp öðru sinni, gat hann svamlað þar að garðin- um, sem járnstöng var, er hann náði handfesti á- Kallaði hann síðan tiT manna, • er nærstaddir voru á garðinum, að sækja stiga út í Max Pemberton, sem hann vissi af þar. Var honum síðan hjálpað upp á garðinn. •Tóhannes handleggsbrotnaði í fallinu, og önnur öxl hans marðist mikið. Liggur hann rúmfastur og er illa haldinn, en hitalaus var hann í gær. Jarðræktaríræöi. TTm samning nýrrar handhægrar jarðræktarfræði til kensTu i bænda skólum og fyrir einstaka bændur til leiðbeininga, samþykti búnaðar- þingið svohljóðandi tillögu: ..Búnaðarþingið samþykkir að fela stjórn Búnaðarfjelags íslands og starfsmönnum þess í ræktun- armálum, að vinna að og undirbúa handhæga bók í jarðræktarfræði er sje eigi meira en 500—600 síð- ur að stærð í sama broti og önnur búfræðirit fjelagsins og hafa hand ritið fullgert fyrir Búnaðarþing 1937, Um samning á einstökum köflitm bókarinnar getur stjórnin samið við einstaka fagmenn Bún- aðarfjelagsins, en skipulag starfs- ins, niðúrröðun efnisins og endan- legur frágangur bókarinnar sje í höndum ritnefndar, er skipi 3 af starfsmönnum fjelagsins í þessari grein búfræðinnar". John Fenger hefir verið settur útsendur aðalræðismaður Svia hjer meðan Holmgreen ræðismað- ur, er fjarverandi, en hann tók sjer far, ásamt frú sinni með „Drotningunni“ til útlanda á laug ardaginn var. Til Strandarkirkju frá S. S. 10 kr„ J. Á. 3 kr„ S. 10 kr„ A. H.. Siglufirði 20 kr. 9 „Brúarfoss" fer í kvöld klukkan 10, til Vest- fjarða og Breiðafjarðar. — Per aukaferð til Akureyrar. Skipið stoppar við Elliðaey í vesturleið, vegna farþega. Farseðlar óskast sóttir fyrir há- degi í dag. E.S. LTBR fer hjeðan fimtudaginn 20. þ. m. kl. 6 síðdegis til Bergen, um Vest- manneyjar og Thorshavn. Flutningur tilkynnist og vör- urnar komi í dag. Farseðlar sæk- ist fyrir kl. 12 á fimtudag. lic. Bjarnason 8 Smith. Skemtifundur í kvöld í Oddfellowhúsinu. Aðgangur eins og vant er ókeyp- is fyrir fjelagsmenn og gesti þeirra. Hefst stundvíslega kl. 9. STJÓRNIN. St. Einingia nr. 14 heldur sumarfagnað sinn síðasta vetrardag í G. T. húsinu ldukkan 8i/2 síðd. Skemtiskrá: 1. Sameiginleg kaffidrykkja með ræðuhöldum og söng. 2. Skemtiupplestur. 3. Gamanleikur: Lit.la dóttirin, eftir E. Bögh. 4. Kórsöngur, söngfjel I.O.G.T. 5. Dans- Bernburgshljómsveit. Fjelagar mega taka með sjer gesti, einnig allii’ templarar vel- komnir. Aðgöngumiðar afhentir í Versl. .Tóns B. Helgasonar og í G. T.-húsinu kl. 4—8 í dag. Hagnefndin. Myndavielar, niikið úrval. Verð frá kr. 15.00. Besta sumargjöfin er GERTO box myndavjelin. SportuSruhðs Reykfavlkui

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.