Morgunblaðið - 14.05.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.1933, Blaðsíða 4
4 *í O R G TJ N B L A V 1 fe Hjónaband. í gær voru gefin sanian í hjónaband ungfrú Anna E. Egilsdóttir o<? Martin Jensen. Heimili þeirra er á Lausaveg 93. Tekjuhallinn á fjárlögunum er um 225 þús. kr. eftir 2. umr. í efri deild. Fullfermi af vörum hafði Brúar- fogs í síðustu ferð sinni; hafði 1170 smál. Dettifoss, sem væntanlegur er liingað í dag, er einnig full- fermdur af vörum; liefir 1240 smálestir. Skóli ísaks Jónssonar í Grænu- borg liefir sýningu þar á vetrar- vinnu barnanna í dag frá kl. 1—7 síðcþ Bömin eru 5—7 ára gömul. Brúarfoss hafði meðferðis í þess ari ferð ea. 330 smál. af vörum til hinna hafnlausu staða hjer á Suðurlandi þ. a. m. vora um 200 smal. til Yíkur. Var ætlunin sú, að Brúarfoss setti þær vörur í land í Vík nú á uppleiðinni en ófært var þar, og varð hann því ekki af- g^iddur. Tekur nú Skaftfellingur vörurnar og flytur austur, og tók hann fýrsta farminn í sig í gær. Kristmann Guðmundsson skáld var meðal farþega hingað á Brúar- fossi. Ætlar hann að dveljast hjer í sumar. fsland fór frá Kaupmannahöfn í g?er kl. 12 á hádegi. Sumarskóli Miðbæjarskólans verður settur mánudaginn 15. þ. m. kl. 9 iá,rd. Börnum enn veitt mó.ttaka. Bessastaðaför Perðafjelags ís- lands verður farin í dag kl. 1 frá Bifreiðastöð Steindórs. Matthías Þórðarson lýsir staðnum fyrir ferðafólkinu og síðan verður geng- ið um Garðahverfi til Hafnarfjarð ar, en ekið þaðan og komið til Reykjavíkur kl. 6. Vorskóli Jóns Þórðarsonar. Börn þau, sem innrituð eru í vorskóla •Tóns Þórðarsonar eru beðin að mæta í Verslunarskóianum kl. 10 til 12 árd. á mánudag 15. maí. Dýraverndarinn, 1. og 2. tölu- bláð þessa árgangs eru nýlega k onrin út. Þar er grein eftir Óskar Stefánsson á Kaldbak um reið- hestinn hans, sem hjet Moldi. — Lárus Jónsson á Sigíufirði skrifar um metskepnu sem hjet Forystu- Golta. — Guðmundur Kristjáns- son á Asbrandsstöðum skrifar grein um hund'inn sinn, sem hjet Grettir. Böðvar á Laugarvatni skrifar um á, sem hann átti og kallaði Morsokkri. Páll á Hjálm- stoðnm skrifar um hund sem hann átti og hjet Kátur. Kvæði er þar „Forystuærin", eftir Halldór Krist jártsáon, og „Vetrarþula“ eftir Guðrúnu Jóliannsdóttur frá Braut- arholti. Og margt er þarna fleira o^ 'margar myndir. Blaðinu fylgir efnisyfirlit seinasta árgangs. Brauð og kökur heitir ný bók eftír Karl Bjarnason bakara. Eru þaf 350 uppskriftir fyrir bökun í heimahúsum. Með því að nota sjer þæi’ leiðbeiningar, sem þarna er að íá, geta hiism'æður bakað heima aii það kaffibrauð, sem þær þurfa á að halda, og getur það \úða orð- ið til mikils sparnaðar. Þær hús- mæður, sem jeg hefi talað við, og reynt hafa uppskriftir bókarinnar, erú. mjög ánægðar með þá fræðslu, seiít þær hafa þar fengið. Z. Veðurspá dýranua. í seinasta hefti Dýraverndarans er sagt, frá förystuá, sem hefir verið mjög ve^rglögg — vitað jafnan á sig stdPviðri og hríðar, löngu áður en veðureygir menn sáu veðrabrigði fytir. Frá því er eigandinn varð þessa var, ljet hann ána ráða því hvort beitt var eða ekki. Var hún aldrei í vafa um það hveraig veð- ur yrði næsta sólarhring, og væri iílviðra von, vildi hún ekki frá hftjj fara. «Si5KiWSia Rjúpan. TJm miðjan nóvember liafði sjest mikið af rjúpu á Vatt- arnesi við Reyðarfjörð. Hafði hún komið þangað skyndilega í stór- hópum. í Þingvallahrauni hefir að undanförnu sjest afar mikið af rjupu, eða eins mikið og mest hef- ir sjest þar áður um þetta leyti 4rs. Öll er rjúpa þessi aðkomin, þvi að í göngunum í haust varð hennar mjög lítið vart- Um alt land hefir mátt heita rjúpnalaust undanfarin ár. En hvaðan kemur þá rjúpan? Hefir hún verið í Grænlandi og er nú komin hingað aftur vestan um álinn? Útvarpið í dag: 10.40 Veður- fregnir. 11.00 Messa í dómkirkj- unni. (Síra Friðrik Hallgrímsson). 14.30 Fyrirlestur Búnaðarfjelags ísands. 15.30 Miðdegisútvarp: Tónleikar. Klukkan 19.30 Veð- urfregnir. 19.40 Grammófónsöng- ur: Moussorgsky: Lög úr „Boris Godounow" (Chaliapine). 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Er- indi: Minning Hallgr. Pjetursson- ar. (Ólafur Björnsson Akranesi). 21.00 Grammófóntónleikar: Beet- hoven: Píanó-konsert í G-dúr (Wilhelm Backhaus & London Symphoniu orlrester Sir Landon Ronald). Danslög til kl. 23.30. Útvarpið á morgun: 10.00 Veð- urfregnir. 12.10 Hádegisiitvarp. — Þingfrjettir. 16.00 Veðurfregnir. 19.15 Grammófóntónleikar. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: Frá litlönd- um. (Vilhj. Þ. Gíslason). Lík Helgu Jónsdóttur frá Ak- úreyri var flutt hingað til skoð- unar, og var skoðað í líkhú ' Landsspítalans nýlega. Þeir Nieís Dungal og Guðm. Thoroddsen fram kvæmdu líkskoðunina. Leiddi skoð imin ótvírætt í ljós, að Helga heit- in hefði komið lifandi í sjóinn. Engin merki fundust á líkinu er á ]>að gætu bent að hún hefði m-ðið fyrir neinum áverka. Framhaldsstofnfundur „fsl. vik- unnar á Suðurlandi“ verður halcL inn annað kvöld í Baðstofu Tðn- aðarmanna, þar verður kosin stjórn fyrir fjelagið og samþ. lög. Allir sem voru á fyrri stofnfundinum á- samt þeim sem sótt hafa um inn- töku í fjelagið síðan, ættu að sækja fundinn, ennfremur aðrir þeir, sem áhuga hafa á starfsemi fjelagsins og gerast vilja fjelagar. Hjónaefni. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað Sigurbjörn Ket- ilsson frá TÁlfsstöðum á Skeiðum og Hlíf Tryggvadóttir frá Skeggja stöðum í Garði. Knattspyrnufjel. Valur. Æfing- ar í dag. 3. flokkur kl. 11—1*2 árd. og 1. flokkur A og B-Iið kl. 4 síðcb Samæfing. Kirkjuhljómleikar. Páll ísólfs- son, Lilli Poulsen og Einar Sig- fússon halda hljómleika í fríkirkj- unni næstkomandi fimtudagskvöld. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Samkomur í dag: Fyrir trúaða kl. 10 árd. Barnasamkoma kJ. 2 stðd. Almenn samkoma kl. 8 síðd. Allir velkomnir. Bethanía í dag: Sambæn kl. 2 síðd. Barnadeildin Sólargeislinn liefir fund kl. 3y2. Börnin frá Skerjafirði eru boðin á fundinn. Almenn samkoma kl. 8y2. Bjarni Jónsson talar. Allir velkomnir. Um tvö hundruð börn úr Aust- urbæjarbarnaskólanum sýna leik- fimi á Ansturvelli í dag kl. 2, ef veður leyfir, uhdir stjórn Aðal- steins Hallssonar og Unnar Jóns- dóttur. Trúlofun. Nýlega hafa opinber- að, trúlofun sína Bára Ólafsdóttir og Sigurður Jóhannesson, bæði til heimilis á Hverfisgötu 70. f Þjer, sem flytjið — ef til vill fiytjið þjer yður einnig með viðskift- in í aðra verslun — en munið þá að taka það ÞEGAR I STAÐ fram við nýja kaupmanninn að þjer óskið altaf að fá afgreitt RRJÓnABÚSSHJdRLÍKl. CTlargar smjörlíkistegundir eru góðar, en ein skarar Iangt framúr og það er CG e»ú8sui/d V * Ath. Rjómabússmjörlikið er eina smjöriíkið, sem þjer getið reitt yður á að sje altaf blanðað 5% af smjöri. Vjer framleiðum það alls ekki smjör- laust, (eða sama sem smjörlaust). ÁSGARÐUK H.F, 1 Skipafrjettiir. Gullfoss er í Káup mannahöfn. Goðafoss kom til Ham- borgar í gærmorgun. Brúarfoss er í Reykjavík. Lagarfoss er í Kaup- mannahöfn. Dettifoss er væntan- legur hingað snemma í dag. Sel- ’oss fór frá Leith í gær áleiðis til Antwerpen. Styðjið „Islenzku yik«na“. Notið íslenzkar vörur og íslenzk skip.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.