Morgunblaðið - 14.05.1933, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.05.1933, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ laust fyrir þá að fá útlendar vörur með vægu verði. Að síðustu bendið þjer á það í grein yðar, að í Bandaríkjunum sjeu kaupfjelög cn ekkert !3am- band, og kann mönnum, sem hrifn- ir eru af því verslunarfyrirkomu- lagi, að furða sig á því. að vold- ugasta verslunarþjóð heimsins, skuli ekki hafa fundið það snjall- ræði! Bandaríkjamenn eru stoltir af sínum auðmönnum og segja rjetti- lega að þeir sjeu máttarstoðir þjóðf jelagsins; í skjóli þeirra þríf- ist vísindi og listir, menning og mannvirki, sem þjer mynduð horfa agndofa á, ef þjer fenguð þau augum litið. Þei» veita heldur ekki fátækra- styrki nje bitlinga af almannafje, heldur ætlast til þess. að hver ein- staklingur sjái fyrir sjer sjálfur, éf hann hefir heilsu til þess- í sumum löndum, eins og t. d. ftalíu undir stjórn Mussolini. er bannað að betla á almanna veg- um. en hjer á landi er næstn.m kappldaup um að betla, sjerstalc- lega þó af almanna fje, og sá þykir vaxa í áliti, sem þar ber mest úr býtum. Einnig kr-ppast menn um það að koma á fót, ýms- um opinberum atvinnurekstri og „nefndum“, sem veitt geti skjól og magafylli þeim, sem ekki hafai geð nje vilja til þess að bjarga sjer sjálfir á. ærlegan hátt, Og nefndunum fjölgar eftir því, sem heimtufrekjan og vitleysan vex. Kreppan í Bandaríkjunum staf- ar hvorki af samábyrgð nje póli- tískuverslunarbraski, heldur af alt öðrum orsökum, sem hjer verða ekki raktar. En Svafar —- því bendið þjer ekki á landið, sem margir sam- herjar yðar' vilja taka til fyrir- myndar í stiórnmiálum, rjettarfari, verslun og lifnaðarháttum. Það er Rússland. Þaðan hafa útlendir glæpamenn strokið, vegna þess að þeir kusu heldur æfilangt fang- elsi í föðurlandinu en „frjáls- tæðið“ ! undir hnútasvipu rúss- nesku valdhafanna. Nú er næstum verið að þröngva heilli stjett landsins að hinni op- inberu jötu. Þeirri stjett, sem alla tíð hefir borið í brjósti ríkastar sjálfbjarga tilfinningar, verið sjáif stæðust á sínum óðulum og liaft heilbrigðastar skoðanir á alvöru- málum og rjettlátri baráttu lífs- ins. Yjer, sem höfum á æskuárun- um notið best sólar og frjálsræðis a þeim óðulum, horfum hryggir á þá „lífsvenjubreytingu“, sem nú er hæst rómuð og miðar að því að gera sem allra flesta að ósjálf- stæðum ölmusumönnum. Garðar Gíslason. Lagleffur arfur. Hrossakaupmaður nokkur í Kolding fluttist til Ameríku 1873. Þar græddi hann stórfje á tóbaks- ræktun. Hann er dáinn fyrir nokkrum á.rum og nýlega ljest ekkja hans. Þau áttu engin börn og erfingjar ekkjunnar voru syst- urböm hennar átta, sem eiga heima í Danmörku. Þau fengu lijer um daginn 6 miljónir króna i arf eftir hana- Bátsúlaegu’inn og drognótaveiðar í sumar. f þinglokin í fyrra, skoruðu all- margir þingmenn á ríkisstjórnina að breyta með bráðabirgðalögum gildandi lagaákvæði um dragnóta- veiðar í landhelgi. Ástæðan fyrir þessu var sú, að frv., er inni hjelt nokkrar rýmkanir í þessu efni náði ekki samþykki þingsins, að- allega vegna þess, að við atkvgr. eina um það mál voru ekki allir þingmenn viðstaddir. Hinsvegar var útlit fyrir, að vjelbátaflotanum gæti orðið það nokkur styrkur að fá rýmkun á leyfi til þessara veiða vfir sum- artímann. Stjórnin varð við áskorun þm. þeirra, þeirra, er að ofan greinir, on þeir voru meirihl. þingmanna í báðum deildum, og gaf út bráða birgðalög 6. júlí s.l., til þess að gera vjelbátunum mögulegt að stunda þessar veiðar. Þessi bráða- birgðalög fekli þingið úr gildi aftur nú í vetur, þótt undarlegt væri. Það mun nú að vísu hafa farið svo s.l. sumar, að veiðarnar hafa gefið lítið af sjer fvrir suma, er þær stundúðu, en ]>etta var þó nokkuð misjafnt, og er mjer kunn ugt um nokkra báta hjer sunnan- lands, er stunduðu veiðarnar með sæmilegum árangri lengi sumars og fram á haust. Aðalástæðan fyr- ir slæmri afkomu þessara veiða sl. sumar mun hafa verið sú, að óvíst var og erfitt að selia veið- ina, og lentu menn því sumir hverjir í því að senda út kolann með t.ogutum, en þess háttar er stopult og útkoman misiöfn. — Sænska frystihúsið hjer í Revkja- vík byrjaði á því í fyrra að kaupa ivola, lúðu og þorska til hraðfryst- ingar, og var þetta eiginlega til- raun, sem frystihúsið gerði í fjelagi við eitt hið stærsta fisksölufinna í London. Sf. Akurgerði í Hafn- arfirði tók og þátt, í, að þessi tilraun var gerð. Hjer var lagt út á nýja og mjög athyglisverða braut í fiskútflutningi íslendinga, og voru margir efíns um, hversu gefast mundi. Prystihúsið fór og mjög varlega í öllum innkaupum og vandaði sem unt var verkun og frágang vörunnar. Það hefir nú komið í ljós, að fiskur sá. er hraðfrystur var til útflutnings i fyrra. líkar vel og hefir unnið sjer nokkurt álit á erlendum markaði, og hefi jeg fyrir satt, að í ráði sje, að frystihúsið kaupi nú í sumar flatfisk og annan fisk í miklu stærri stíl en gert var í fyrra- Fyrir nokkru auglýsti frysti húsið og óskaði eftir viðskiftum við márga báta, sem það vildi gera samning við að kaupa af ýmsan flatfisk, alt til áramóta. Af brjefi því, er hjer fer á eftir, sem hr. Gustafson framkvstj. sænsk-ís- lenska frystihússins hefir nýlega skrifað atvinnumálaráðuneytinu og góðfúslega látið mjer eftir afrit af til birtingar, er það sýnt. að því hefir ekki tekist, að fá bátana til áð gera samninga, og það er ennfremur sýnt, hver ástæðan er til þessa, þrátt fyrir liið háa verð, sem í boði er, og þrátt fyrir yfir- vofandi atvmnuleysi sjómanna yf- !;• sumartímann. Brjefið hljóðar svo: Reykjavík, 11. maí 1933. Til atvinnumálaráðuneytisins, Reykjavík. Tilraunir vorar síðastliðið ár við að fá markað fyrir flakaðan fros- inn þorsk, rauðsprettu og sólkola liafa borið svo góðan árangur, að vjer höfum í ár ákveðið að kaupa 700 tonn af þorski, 500 tonn af rauðsprettu, 100 tonn af sólkola og 100 tonn af lúðu til frystingar og útflutnings. Þrátt fyrir auglýsingar í dag- blöðunum (sbr. meðfylgjandi aug- lýsingu) hefir oss ekki tekist að semja við einn einasta bát um flatfiskveiði í sumar. Við getum ráðið'ca. 25 báta til dragnótaveiða í sumar, en allir fiskimenn, sem við höfum haft tal af, segja, að þrátt fyrir hið mikla atvinnuleysi þeirra yfir sumarið sje ómögulegt fyrir þá að stunda veiðar, þareð þeir eingöngu verða að veiða fyrir utan landhelgi til 1. sept. þess háttar veiði telja þeir langt frá svara kostnaði og kveðast ekki geta skilið hver ætlunin sje með að banna dragnótaveiði í land- helgi fyrir 1. sept. þareð það er leyft eftir þann tíma til áramóta- Ef flatfiskveiðin byrjar ekki fyr en 1. sept. er það ómögulegt fyrir oss að fá það ,kvantum“, sem vjer þurfum að fá til ]>ess að ^eta fullnægt eftirspurninni og auk þess verður það þess valdandi, að frystihúsið yerður að stöðva framkvæmdir sínar yfir sumartím- ann til mjög mikils tjóns fyrir það og þá menn, bæði sjómenn og verkamenn í landi, er gætu haft atvinnxi af starfsemi þess. Hvað verð á flatfiski viðvíkur er það að segja, að við höfum boðið 40 aura fyrir kg. af rauð- sprettu og 30 aura fyrir kg. af sólkola, sem er 10 aurum hærra verð pr. lcg. en greitt var síðast- liðið sumar. Þar sem svo virðist, að brýn nauðsyn sje til að bæta úr ríkj- andi atvinnuleysi, og ekki síst, þeg- ar hægt er að gera það á viðun- andi hátt að auka framJeiðslu landsins til útflutnings fyrir mjög viðunandi verð, leyfum vjer oss að skora á hið virðulega atvinnumála- ráðuneyti að neyta allra náða til bess að opna möguleika fyrir því að dragnótaveiði verði leyfð í land •elgi einnig yfir sumartímann. Eins og segir hjer að framan, feJdi það þing, er nú situr, breyt- ingu þá dragnótaveiðalögunum, sem stjórnin hafði gert, með bráða birgðalögunum frá 6. júlí f. á. Eftir núgildandi lagaákvæðum eru dragnótaveiðar því ekki leyfðar í landhelgi fyr en 1. sept,. í haust, en þá er liðinn sá tími, sem hægast er fyrir smærri vjelbáta að stunda veiðar þegar ög margir mánuðir farnir í atvinnuleysi hjá þeim siómönnum. sem annars hefðu vilj- að sinna veiðunum, Jeg vil taka það fram í þessu sambandi og vísa í því efni til brjefs frystihússins hjer að ofan, að það horfir alt. öðru vísi og betur við fyrir báta að stunda dragnótaveiðar ? sumar, bæði hjer í flóanum. undir Jökli. austur við Vestmannaeyjar og ef til vill annars staðar, livað sölu- möguleika snertir heldur en var í fyrrasumar. Þá var mjög óvíst um sölu nema að litlu leyti og verðið heJdur lágt, en nú er kaup- andi til hjer á staðnum fyrir um 1400 tonn af ýmiskonar fiski, og að því er snertir flatfiskinn sjer- staklega, fyrir mjög gott, verð. Það mun 1 áta nærri, ef frystihúsið gæti fengið íslénska vjelbáta til að DHmmw&ÓiLSEM HSiima ávalt birgðir ai: Pickles: Mixed 10 og 20 oz. Pan Yan 10 og’ 20 oz. Sésum: Worchester. Tomat 7, 8 og- 12 oz. Pan Yan. Peter Pan. Símieinn, tveir, brír, fjórir. « vorun Byggingarnefnd Reykjavíkur aðvarar hjer með alla þá, sem hafa fengið eða ætla að fá byggingarleyfi, um það, að þeir mega ekki vænta þess að leyft verði eða látið óátal- íð að þeir víkji frá samþyktum uppdráttum að því er ! snertir hæð húsanna, eða setji á þau þak til bráðabirgða áður en þau eru komin upp í þá hæð, sem uppdirættirnir sýna. — II LOUðlfV verðnr farið kL 10 árdegis Bífrelðastöð Islands, sími 1540. fiska og selja sjer það fiskmagn, er hjer um ræðir, að hjer sjeu sölumöguleikar fyrir íslenskan fisk, sem nema um l/2 miljón kr., og það á þeim tíma, sem ólíklegt er, að nokkur not megi hafa af bátunúm, a.m.k. fæstum þeirra við aðrar arðberandi veiðar. Hjer er að vonum mjög kvartað yfir atvinnuleysi og þykir skyJt og rjett, að bæði þing og stjórn geri sitt ýtrasta til að vinna bug á því. Jeg vil ekki með þessum línum vekja neinar deilur um gagn semi eða ógagn dragnótaveiðanna yfirleitt, , heldur vildi jeg veleja athygli á því, hvað hjer er í liúfi fyrir bátaflotann og beina þeirri spurningu til þings og stjórnar, hvort ekki sje hægt á einhvern veg að láta þá fiskimenn, sem hjer gætu átt hlut að máli, verða að- njótandi þeirra viðskifta nxi í sumar, sem sænska frystihúsið býður þeim. Mjer er Ijóst, að þetta er ekki hægt að gera án þess að ; í einhverju sje slakað til á banni; gegn dragnótaveiðum í landhelgi. Því ef alt á að bíða til 1. sept„ fara þessi viðskifti forgörðum. A hinn bóginn er hjer um mikið hagsmunamál að ræða fyrir fjölda sjómanna, og þegar þess er gætt, hve víðtækar og óvenjulegar ráð- stafanir gerðar eru nú á dögum tiJ styrktar öðrum aðalatvinnuvegi Jandsmanna, Jandbúnaðinxim, virð- ist mjer, að jafnvel þeir, sem af principástæðum eru andstæðingar dragnótaveiðanna, ættu að geta Jagt Jið sitt til þess, eins og atviJv Jiggja til, að bæta að nokkru úr atvinnuleysi þeirra sjómanna, sem Jxjer eiga hlut að máli. Jóhann Þ. Jósefsson. Fötur. Þvottapottar. Bíómsturkönnur or' aðrar blikkvörur eru nú fyrirliy’g-.jandi í JÁRNVÖRUDEILD Jes Zimsen. Fynrliggjandi: Appelsínur Murcia. Epli í ks. Winsaps off Jonathan. Kartöflur. Laukur. Flórsykur. Kandís. Makkarónur. Súkkat. Sætar Möndlur. Bláber. Cacao. The. Eggert Hrlstiánssan SGo-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.