Morgunblaðið - 14.05.1933, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.05.1933, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 14. maí 1933. Orðsenóing til hr. 5uafars Buðmunðssonar. Jeg efast ekki um það, að þjer ætlist til svars við grein, er þjer birtuð í 3. tbl. ,,Framsóknar“ og nefnið: „Garðar, kreppan og kaup- fjelögin“, þótt hún á engan hátt hreki nokkuð það, er jeg skrifaði um orsakir kreppunnar 13. f. m. í Morgunblaðið. Að vísu furðaði það mig, að þjer, sem jeg veit ekki til að eigið nokkuð sökótt við mig, skylduð rjúka upp með sviguryrðum og skætingi, þar sem þjer höfuð þó ekkert til brúnns að bera í því alvarlega þjóðarmáili, er grein mín fjallaði um, en yðar hins vegar þar ekkert minst. Mun jeg þó í þessu svari mínu reyna að gera yð- ur ekki að minni manni, en yðar eigin orð gefa tilefni til. Jeg veit ekki hvort jeg nfá taka yður alvarlega, er þjer áteljið mig óg aðra Sjálfstæðismenn fyrir ])að, að hafa ekki sagt Framsóknar- flokknum og ráðherrum hans til syndanna áður en kreppan skall á Og þjer segið: „Sjálfstæðis- flokknum þótti þvert á móti aldrei nógu langt gengið í eyðslunni og vildi ekkert spara“. Fyr má nú vera endaskifti á sanleikanum eða minnisleysið! Og einkennilegt er það að Tíminn skuli altaf hafa kallað flokkinn: „íhaldsflokk“. Svo teljið þjer þessa eyðslusemi Sjálfstæðisflokksins smitun frá Framsóknarflokknum. Já, það er vitanlegt að sá flokkur hefir smit- að og þess vegna eiga nú margir um sárt að binda. Bn gerlar hans hafa ekki unnið á þeim mönnum, sem heyra til Sjálfstæðisflokkn- um, enda hefir hann alla tíð bar- ist. á móti þeim og varað við þeim- Þar sem við nú höfum orðið á eitt, sáittir um það hvar sóttkveikj- an liggur, ætti að vera auðveldara að útrýma henni, ef allir góðir menn ganga að því verki. Þá finnið þjer að því, að jeg sje eyðslusamur. Datt mjer þá í hug að þjer mynduð fáanlegur til þess að telja bita og spæni ofan í okkur kaupmennina, ef þjer skylduð einhverntíma verða leyst- ur frá þeim starfa að skamta okk- ur vörur í hendur t.il atvinnu- reksturs. -— Annars vonast jeg eft- ir, að mín eyðsla komi a.ð miklu leyti einhverjum verðugum 'til tekna, og hneyksli ekki aðra en þá, sem öfundsjúkir eru. Þjer ónotist út af því að menn bjargi sjer sjálfir, en dásamið ein- okunarstofnanir ríkisins. Og þó þjer sjeuð manna fúsastur til þess að styðja þær skjögurskepnur á legg, sleikjið þjer ilt um, þegar þjer komist í hræin — þó ekki sje nema um morkna sild að ræða. Nokkuð hefir verið um það rætt innan allra stjómmálaflokka, hver þörf er á því, að lögð sje meiri rækt við sölu ísl. afurða, leitað nýrra markaða og kynst aðferð- um til þess að gera vörurnar verð mætari. Að þessu hefi jeg dálítið unnið og skrifað um þau efni. En yður er auðsjáanl. mjög illa við þá st.arfsemi, og á.teljið að jeg skuli hafa ferðast til Ameríku 2 síðast- liðin ár og dvalið þar 1 til 2 mán- nði í senn í þessu augnamiði. Þótt jeg þvkist frjáls minna ferða, og viti eigi til þess að vður sjeu þær viðkomandi, vil jeg spara yður það ómak að „spyrja marga af kaupsýslumönnum bæj- arins hvað þessi ferðalög eigi að þýða“ og leyfi jeg yður því að leita þeirra upplýsinga hjá mjer sjálfum eftirleiðis. Líklega mundi jeg hafa, leitt hjá mjer að svara grein yðar, ef jeg hefði ekki sjeð ástæðu til þess að leiðrjetta minningar yðar um okkar fyrstu samfundi á verslun- arsviðinu. Þar farið þjer, eins og í öðrum atriðum. gersamlega rangt með efni, sem að vísu er þýðingar- útið, og a.lgerlega óviðkomandi deilumálum okkar. Þjer segið að við liöfum báðir keypt hross í Borgarfirði fyrir nál. 10 árum. Jeg hafi mætt á 2 mörkuðum keypt 2 hesta og hætt síðan hestakaupunum, en að þjer hafið keypt fyrir Sambandið á annað hundrað hesta, er það auð- vitað seldi með góðum liagnaði! Þetta á að sýna kaupmenskuyfir- burði yðar. En sannleikurinn er sá. að jeg auglýsti og kostaði 9 marltaði. Þjer komuð sem boðflenna aðeins á 3 (eftir því sem jeg man best) en höfðuð mann fyrir yður á hinum. Aftur á mót.i var jeg á hverjum einasta markaði og keypti fleiri hesta en þið fjelagarnir til sam- ans, en þeir hestar munu hafa verið færri en þjer teljið. Þegar þjer minnist á hestaversl- un Sambandsins, dettur mjer í hitg stór hópur af fallegum hestum, er það sendi til Hull fyrir nokkrum árum. Salan gekk illa. Hátt á annað hundrað hestar gengu á. Ije- legum haga vetrarlangt í hálf- gerðu reiðileysi. Nokkrir týndust ög drápust, en flestir voru seldir á útmánuðunum grindhoraðir fyr- ir svo lágt verð að lítið mun liafa orðið afgangs kostnaði. Bændurnir, sem áttu þessa hesta munu vafa- laust hafa orðið varir við þetta, þótt þeim þýði líklega lítið að kvarta. Jeg benti á það í grein minni „Orsakir kreppunnar“, að versl- unarólag það, sem á sjer stað hjer á landi, ætti sinn þátt í fjárhags- vandræðunum. Þjer teljið ósæmileg-t af for- manni Verslunarnáðsins að undan- skilja hjer ekki Sambandið og metið einokunar gripi ríkisins eftir mjólkurmagni án tillits til gæða og tilkostnaðar. Jeg vil ráða yður til þess, Svaf- ar, að stryka yfir stóru orðin, og athuga. rólega með nljer hver áhrif verslunin hefir um afkomu ein- staklinga og þjóðar. Þjer trúið best því sem í Tím- anum stendur, en hann byrjaði ein mitt herferð sína gegn kaupmanna stjettinni um árið út frá þeirri staðreynd að „næst heilsu og tíð- arfa,ri mun almenningur eiga mest undir versluninni“. Síðan hefir vafalaust miklu meiri tíma, orku og fje verið varið til þess að níða og útrýma framtaki einstaklings- ins og frjálsri verslun kaupmanna, en notað hefir verið til raunveru- legra jarðabóta og bygginga til sveita á sama t.íma. Sá stríðskostn aðui’, sem jeg á hjer við, verður aldrei rjettlátlegar metinn eða tal- inn í krónum, en fyrsta tilraunin til þess hefir þó verið gerð með því að telja saman skuldir bænd- anna. Það er komið ómótmælanlega á daginn að verslunarbrask ríkisins hefir bakað þjóðinni miljóna tjón. Og þjer hafið sjálfur bent á það opinberlega að frændþjóðir vorar reki samvinnuverslanir eftir regl- um, sem eru gagnstæðar þeim, er þjer og samherjar yðar hafið þrengt mönnum til þess að fylgja. Nú hafið þið komist að raun um bað, eftir margra ára umsátur og áhlaup, að Reykjavík hefir stað- ist grjótkast ykkar; var því horf- ið að því ráði að beita hana betri vopnum og mynda samvinnuversl- un eftir eðlilegum og ærlegum reglum. En lierferð ykkar um sveitirnar sýnir auðn og eymd, sem ekki verður bætt í skjótri svipan. Þar er ekki slæmu heilsu- fari eða tíðarfari um að kenna, heldur verslunarli áttunum að miklu leyti. Jeg minnist þess að Tíminn ætl- aði að springa af vandlætingu um árið, þegar jeg keypti af Húnvetn- ingum hesta háu verði seint að hausti og ljet reka þá suður yfir Holtavörðuheiði i bestu tíð. Þá sagði hi'nn sögufróðí Tr. Þ. að dæmi til slíks ferðalags hefði ekki þekst síðan á Sturlungaöld. En hvað skeður á s.l. hausti? Hún- verskir bændur (fáir að vísu) sáu sig knúða til þess að reka dilka sína suður yfir Arnarvatnsheiði hingað til Reykjavíkur, því þeir vildu ekki fleygja þeim í kaup- fjelögin fyrir norðan fyrir vonina um lágt verð, en um peninga- greiðslu var þar als ekki að ræða. Um þetta þegir Tíminn og þeir sögufróðu, því illt mun að finna dæmi slíkra verslunarhátta. Sannfrjett hefi jeg að bændur sem versluðu við kaupfjelagið á Kópaskeri hafi þurft á s.l. hausti fyllilega þrjá væna dilka til greiðslu fyrir rúgmjölstunnuna, en á sama tíma. hafi þeir sem versluðu við Guðjohnsen kaupmann á Húsa- vík hæglega komist af með tvo dilka (eða dilksverð) til sömu kaupa. Þar var bæði rúgmjölið ódýrara og dilkarnir betur borg- aðir. Sjerstaklega er verslunin orðin óhagstæð þar sem kaupf jelögin eru orðin ein um hana. Þar finnur margur bóndi sig neyddan til þess, að sækja til fjarlægra verslunar- staða, með ærnum kostnaði. Þá munu þeir bændur vera: margir sem una því illa að láta kaupfjelög plokka fje af sjer til hinnar margbreyttu og dýru póli- tísku herferðar, er þeir sjá að miðar til þess, að steypa þeim í fjárhagsvandræði og stjórnmála- öngþveiti. Því eru dæmi til þess, að þeir hafi reynt að mynda með sjer sjerstakan fjelagsskap um verslun, á hinum rjetta, grundvelli, en það er vandkvæðum bundið vegna fjiárskorts og erfiðrar að- stöðu við hliðina á hinni politísku verslun. Það er þó átakanlegast þegar bændur eru sviftir sínu verslun- arfrelsi með skuldaviðjum, og eiga einskis annars úrkostar en að þiggja. í auðmýkt þá björg, sem þeim er veitt til lífsviðurhalds. Þá er venjulega ekki talað um j Verðið, en afurðir búanna trygðar i kaupfjelögunum til sölu. Menn-' Tilkvnn Af sjerstökum ástæðum flyst útsalan, sem jeg hefi haft á Hverfisgötu 36, í Gunnarssund 10. Þar fæst alls konar brauð og kökur, ásamt mjólk, rjóma og skyri. Enn fremur íslenskt smjör á kr. 1.50 pr. i/2 kg., og bið jeg heiðraða viðskiftavini að athuga þetta. Ásmiutisr Joæssfm. miím fáhUtt'eittsufl Ittttu Í300 Jtljfcjtvti. Fullkomnar vjelar. Nýjustu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk. 10 ára reynsla. Motfð isfonslka Éanpmp Munið eftir að kaupa „Goíd-Medal“ og „R. R. R.“ hveitið í 5 kg. pokunun H. Beaediktsaoii & Ca. Sími 1228 (3 línur). irnir sem söluna annast eru hlaðn- ir ýmsum aukatsörfum til vegs- og tekjuauka fyrir þá sjálfa, og til aðstöðubóta gagnvart keppi- nautunum, sem þeir forðast að versla við, þótt það komi í bága við eðlileg viðskifti. Þjer hælist um það, að sam- 'vinnuverslanirnar hafi náð mikl- ,um viðskiftum, og sjeu víða orðn- ar einráðar. Þetta hefir þó ekki ná.ðst vegna betrþ vara nje verð- lags, heldur sjerstaklega vegna hóflausra lánveitinga til viðskifta- mannanna, óþrjótandi áróðurs og blekkinga og sjerstöðu og stuðn- ings frá hálfu ríkisins. Það er nú farið að koma í ljós hvað kappblaupið um viðskifti bændanna hefir kostað, en það verður aldrei talið með tölum hvað ríkið, ríkisstofnamrnar og bankarnir bafa ívilnað þessum verslunarfyrirtækjum, samanborið við venjulegar kaupmannaversl- anir. Við ættum að verða á eitt sátt- ir um það, að ekkert er nauðsyn- legra nú á þessum krepputímum, en það að bæta verslunina, koma henni á heilbrigðan ópólitískan grundvöll, lijálpa bændum til þess að framleiða sem best seljanlegar vörur, og tryggja þeim peninga markað fyrir þær. Yrði þá vanda- á þremur kúm, þremur hest- ;um op- ýmsum búsáhöldum, i verður haldið að Hvammsvík í Kjós miðvikudaginn 17. þ. i m. kl. 12 á hád'eRi. Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Lfllls- háttar óselt af búsáhöldum. Talsvert eftir af gflervörum. Stór og góð bollapör frá 50 auríim. Alt best og ódýrast í Vðrslnnin Bamborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.