Morgunblaðið - 04.06.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.06.1933, Blaðsíða 3
MORGVNBLAÐIÐ I Stjórnarskráin samþykt á Rlþingi. Þingrof. Hýjar kosn ingar í júlí. JpAorgtutMaMft ttgmt.: H.Í. ÁrTakur, KtrkltTlk, Kitstjörar: Jön KJartsnsson. VsltjT StsíAnsson. BJtstJörn og sfgrslBsla: Austurstrætl 8. — Blssl 1(08. AUKlýsincastJörl: M. Hafbsrc. Aaalýslnraskrlfstofa: Austurstrætl 17. — Blssl 8701 ■slssaslswr: Jön KJart&nsson nr. 8741. Valtýr Stef&nsson nr. 4110. BL Hafbers nr. 8770. ÁskrlftarJald' Innanlands kr. 8.00 á asAnnVI, Utanlands kr. 8.40 4 nsAnnVI. I lausasölu 10 aura slntakiB. 80 aura msB LiSSköh. Þingslit. Kl. 51/2 í gær, var fundur settur 'í| Sameinuðu þingi. Varaforseti, Þorleifur Jónsson stýrði þeim fundi í veikindaforföllum Tr. Þórkallssonar. Gaf hann stuttort yfirlit yfir störf þingsins, sem samkv. skýrslu hans er hið næstlengsta, er háð hefir verið; stóð í 109 daga. En mörg voru þingmálin, svo þau munu aldrei hafa fleiri verið — 215 alls. Stjórnarfrumvörp voru lögð fyrir þingið 37, en þingmanna- frumvörp voru 133. Stjórnarfrumvörp 29, voi’u sam- þykt, svo og stjórnarskrárbreyt- ingin, en eitt stjórnarfrumvarp var felt og 6 eigi fitrædd. Samþykt voru 60 þingmanna- frumvörp, 56 ekki lítrædd, 2 tekin aftur, en 5 feld. 4 málum var vísað til stjórnarinnar og 6 vísað frá með rökstuddri dagskrá. Þingsályktunartillögur komu fram 42, og voru 25 samþyktar. Afgreiðsla þingmála gekk greið- lega í gær. Stjórnarskráin sam- þykt í efri deild. Breytingartil- lögur allar feldar, er þar komu fram. Fjölluðu þær um tilhögun landslista við kosningar. Felt í efri deild frumvarpið um tekju- og eignarskattsviðauka. En sam- þykt í neðri deild og síðan af- greitt frá efri deild lög um 40% hækkun iá tekju- og eignarskatti og gengisviðauki á kaffi- og syk- urtolli, Nokkur önnur mál voru afgreidd frá þinginu — og þingi slitið kl. 5% síðd. Þungar ákúrur hefir þingið fengið um aðgerðaleysi undan- famar vikur. En þær ákfirur hafa aðallega stafað af því hve lítið har á afgreiðslu aðalmála þings- ins lengi vel. Að lagaafgreiðslu til hefir þing þetta verið stórvirkara en önnur. Og þegar litið er á lokaþáttinn, verður gigi annað sagt, en menn megi vel við una. Stjómarskráin afgreidd, að vísu í miðlunarformi, en þó svo, að friður verður um það mál eins og forseti sameinaðs þings, Þorleifur Jónsson mintist á, á þingslitafundi, kreppumál landhúnaðar afgr., ríkislögregla stofnuð, Sogsvirkjun trygð. En því verður eigi neitað, að mörgum finst sem verkið hefði mátt vinna .á styttri tíma. En eigi má gleyma hinum þungbúna skugga sem yfir þing- ínu hvílir út af afgreiðslu fjár- málanna, er lauk með því, að samþykkja þurfti nýja lánsheim- ild fyrir ríkissjóðinn, og nýjar, þungar álögur á þjóðina. Þófið í efri deild. Síðustu þrjá daga þingsins stóð yfir liið mesta þóf í efri deild út af afgreiðslu stjórnarskrármálsins. Eins og skýi’t liefir verið frá hjer í blaðinu flutti Jón í Stóradal breytingartillögu við stjórnar- skrárfrumvarpið, eins og það lá fyrir eftir samkomulagið sem varð milli flokkanna um afgreiðslu málsins. Breyting Jóns (sem birt hefir verið hjer í blaðinu) snerti einungis fyrirkomulag landlist- anna, en gerði enga verulega efn- isbreytingu á frumvarpinu. Má því segja að þau atriði, sem Jón vildi koma inn í stjórnarskrána um tilhögun landlistanna eigi fremur heima í kosningalögum en í stjórnarskránni. En Jón í Stóradal lagði mikla áherslu á að koma sinni tillögu inn í stjórnarskána, og um þetta stóð þófið, uns atkvgr. var látin skera úr um þetta í Ed. í gær. Varatillögur við till. Jóns komu fram frá Jak. Möller og Ásg. Ásg. forsætisráðherra, sem þó aðeins snertu orðalag aðaltillögunnar og voru bornar fram í þeim tilgangi að reyna að bræða menn og flokka saman. Ekki er ósennilegt að samkomu- lag hefði náðst um lausn málsins, ef ekki Ingvar Piálmason hefði risið upp og lýst yfir því, að hann teldi sig nú og í framtíðinni (iái næsta þingi, ef til kemur) ó- bundinn um afgr. stjórnarskrár- málsins, ef farið yrði að hrófla við því samkomulagi, sem flokk- arnir hefðu gert, um lausn máls- ins á þeim eina grundvelli, sem í frumvarpinu feldist. Og það er ekki ósennilegt, að ýmsir Framsóknarþingmenn hefðu einmitt notað tækifærið. ef breyt- ing hefði verið gerð á frumvarp- inu, að snúast gegn málinu í heild, og það jafnt þótt breytingin hefði ekki að neinu leyti haggað efni frumvarpsins. Þessir möguleikar munu áreið- anlega hafa ráðið miklu um af- stöðu ýmsra þingmanna til fram- kominna breytingartillagna. Enda fóru leikar svo, að allar brtt. voru feldar. Aðal-tillaga Jóns í Stóra- dal var feld með 7:3 atkv. Vara- tillaga Jak. Möllers var einnig feld með 7:3 atkv. Um varatillögu Ásg. Ásg. er það að segja, að eftir yfirlýsingu Tngvars Pálmasonar tók forsætis- ráðherra sína tillögu aftur, því hann kvaðst ekki vilja gefa mönn um slíka átyllu til þess að snúast gegn málinu. En Einar Árnason tók tillöguna upp og kom hún því undir atkvæði, og var feld með 6:6 atkv. (Með till voru: JónJ. PHem. EÁ. HSteins, JakM. og GÓl ; en móti: JÞorl. JónasJ, PM. BSnæ. IP og JBald. MT. og GuðrL, greiddu ekki atkv). Vegna þess að enn voru óaf- greidd nokkur mál, þ.á.m. skatta- mál, var frestað endanlegri atkvgr. um stjórnarskrána þar til kl. 5 síðd. Er fundur liófst aftur kl. 5 voru aðeins 10 mættir og stjórn- arskráin samþykt með samhljóða, 10 atkv. (Fjarv. voru: JónasJ, GuðrL, PM og MT). Nýja stjórnarskráin. Kosningatilhögunin. Þó að flestum lesendum blaðs- ins sje kunn aðalefni þeirra breyt inga, sem hin nýja stjórnarskrá, gerir á stjói’nskipunarlögum lands ins þykir þó rjett að rifja þau upp. Kjhrdæmin sömu og nú. Á Alþingi eiga sæti alt að 49 þingmenn; þar af skulu 32 kosn- ir í einmennings- og tvímennings- kjördæmum þeim, sem nú eru og kosning þeirra óhlutbundin; 6 þingmenn skulu kosnir í Reykja- vík hlutbundinni kosningu og jafn margir varamenn. Jöfnunarþingsæti. , Þá skulu vera alt að 11 þing- menn til jöfnunar milli þing- flokka „svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fylstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar“, eins og segir i hinni nýju stjórnarskrá. Ennfremur segir svo um fyrirkomulag jöfn- unarþingsæta: „Heimilt er flokkum að hafa landlista í kjöri við almennar kosningar, enda greiði þá kjós- endur atkvæði annað hvort fram- bjóðanda í kjördæmi eða lahd- lista. Frambjóðendur þess flokks, sem landlista hefir í kjöri og nær jöfn- unarþingsæti, taka sæti eftir þeirri röð, sem þeir eru í á list- anum að lokinni kosningu. Skal að minsta kosti annaðhvert sæti tíu efstu manna á landlista skip- að frambjóðendum flokksins í kjördæmum utan Reykjavíkur. Að öðru levti fer um skipun jöfnunarþingsæta eftir kosninga- lögum. Jafnmargir varamenn skulu kosnir jöfnuarþingsætum samtím- is og á sama hátt.“ Rýmkun kosninffarrjettar. Þá eru þaú mikilsverðu nýmæli í þessari nýju stjórnarskrá, að kosningarrjettaraldurinn er færð- ur niður í 21 ár. Eihnig er burtu numið það ákvæði núgildandi stjórnskipunarlaga, að þeginn sveitarstyrkur valdi missi kosn- ingarrjettar. Sömu ákvæði gilda um kjörgengi við kosningar til Alþingis. Aðrar breytingar. Af öðrum breytingum, sem hin nýja stjórnarskrá gerir á stjóm- skipunarlögum landsins eru þessar helstar: Landskjörið er lagt niður, en deildaskiftingin helst áfram og , skal þriðjungur þingmanna eiga sæti í efri deild, en tveir þriðju hlutar í neðri deild. Frumvarp til fjárlaga og fjár- aukalaga skal leggja fyrir sam- einað þing og afgreiða þar við 3 umræður. Nú eru þessi mál lögð fyrir neðri deild og verða þau, sem önnur lagafrumvörp að ganga gegn um 3 umræður í hvorri deild. Þingrof. Nýjar kosningar. Stjórnskipunarlög landsins mæla svo fyrir, að þegar Alþingi sam- þykkir breyting eða viðauka á stjórnarskránni, þá skuli þing rofið og stofnað til almennra kosn- inga. Ef hið nýkosna þing sam- bykkir stjórnarskrána óbreytta, þá liefir hún öðlast gildi sem stjorn- skipunarlög. Af þessu leiðir, að nú verður þing rofið og nýjar kosningar fara fram — sennilega um miðjan iúlímánuð. Dagbók. Veðrið í dag: Vindur er all- livass SA og rigning á SV-landi, en hæg S-átt á N og A-landi. Uti fyrir Vestfj. og Húnaflóa er NA- kaldi og þoka. Hiti er um 10 st. á S og A-landi, en 15—17 st. á Vestfj. og Norðurl. Lægðarmiðjan er skamt siið- vestur af Reykjanesi og hreyfist norður eftir. Er útlit fyrir S og SV-átt og skúrir ú, S og V-landi. Veðurútlit í dag: S og . SV- gola. Skúrir en bjart á milli. " Háflæði í dag kl. 2,10 síðd. Útvarpið í dag: (Hvítasunnu- dagur). 10.00 (Messa í domkirkj unni (sr. Fr. Hallgrímsson), 1113 Veðurfregnir 14,00 Messa í frí- kirkjunni (síra Á. Sigurðsson). 19,30 Veðurfregnir. 19,40 Gramó- fónsöngur. Lög eftir Glinka: Mid- night Review: Rondo; Doubt (Chaliapine). 20,00 Klukkusláttur. Tónleikar. 2030 Kórsöngur (Karla kór Rvíkur). 21.10 Grammófón- tónleikar. Beethoven: Fiðlu-kon- sert í D-dúr (Fritz Kreisler og ríkisóperukonsertið í Berlm, Leo Blech). Útvarpið á morgun (2. í hvíta- sunnú). 10.00 Messa í domkirkj- unni (sr. B. J.) 11,15 Veðurfregn- ir. 15,30 Miðdegisútvarp. 18,45 Barnatími. 19,30 Veðurfregnir. 19.40 Grammófónsöngur: Prelude úr ,The Loves of Robert Burnes' (Hislop). 20.00 Klukkusláttur. — Frjettir. 20.30 Erindi: Trúarlíf ís- lendinga, II (Guðm. Finnbogason) 21.00 Tónleikar: Alþýðulög. (tit- varpskvartettinn). Einsöngur (Þor björg Ingólfsdóttir). Danslög til kl. 24. Útvarpið á þriðjudag. 10.00 Veð- urfregnir. 12.10 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19,15 Grammó fóntónleikar. 19,30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur.Frjettir. 20.30 Erindi: Frá Þjóðverjum, V. (dr. Keil). 21.00 Tónleikar: Pianosóló: (E. Th.) Grammófón: Schumann: Symphonia i d-moll). Betanía. Á Hvítasunnudag kl. 8y2 síðd., almenn samkoma, allir velkomnir. Annan Hvítasunnudag kl. 8y2 síðd., sameiginlegur fundur Kristniboðsfjelaganna. Sæmundur G. Jóhannesson talar. Allir vel- komnir. Einnig utanfjelagsfólk. Hjónaband. í gærkvöldi voru gefin saman í hjónaband ungfrii Jóhanna Þorgerður Magnúsdóttir og Ásgeir Matthíasson járnsmiður. Heimili brúðhjónanna verður á Öldugötu 42. Sjötugsafmæli á þ. 6. þ. m. Ól- afur Halldórsson, Sindra, Seltjarn arnesi. í. S. f. og S1 ysavarnaf jelagið sýndu í fyrrakvöld í Gamla Bíó stórfróðlega kvikmynd um sund- björgun og* lífgun, Forsetar í. S. f. og Slysavarnafjelagsins fluttu hvatningarorð um nauðsyn sund- kunnáttu. K. F. U. M. Hafnarfirði heldur fund í kvöld kl. 8y2. Sigurbjörn Einarsson stud. theol talar. Samkvæmt auglýsingu í blaðinu í gær verður ljósmyndastofum bæjarins lokað á sunnudögum í júní, júlí og ágúst. Hjónahand. f gær voru gefin sarnan í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Guðrún Sörensen, Laugaveg 25 og Ölafur Pálsson múrarameistari. Frá Elliheimilinu, Elliheimilið hjer í bæ hefir sem stendur nokkr- ar auðar stofur ætlaðar sjúkling- mn eða gömlu fólki. Þar er ódýr- ari sjúkravist en í almennum sjúkrahúsum bæjarins: 5 kr. á dag i eins manns stofu og 4 kr. í tveggja manna og fjölbýlisstof- um, hjúkrun og húsakynni engu lakara þar en best er annars stað- ar. 3 lærðar hjúkrunarkonur og lærður hjúkrunarmaður er á heim- ilinu, og öllum læknum er heimilt að stunda þar sjúklinga. Meðgjöf með öðrum vistmönnum er 80 kr. til 115 kr. á mánuði, eftir því hvar þeir vilja búa í húsinu. S. Á. Gíslason. Morgunblaðið er 8 síður í dag og Lesbók. Næsta blað kemur ekki út fyr en á miðvikudag. Kappreiðarnar. Eins og vant er fara fyrstu kappreiðar Hesta- mannafjelagsins Fáks fram á 2. í hvítasunnu. Yerða þar reyndir 45 hestar, þar af 33 stökkhestar og 8 skeiðhestar. Auk þess fer fram tafhlaup og taka þátt í því 4 hestar, Sörli (8 vetra), Glanni (8 vetra), Gráblesi (8 vetra) og annar Sörli (8 vetra). — Taf- hlaupið var fyrst reynt í fyrra og þótti fólki mjög gaman að, enda þótt ýmsir annmarkar væri á því, eins og von var í byrjun. Nú má búast við því að tafhlaup- ið verði mörgum sinnum skemti- legra, þar sem fjelagið hefir lært af reynslunni hvernig á að haga því. Af skeiðhestunum má sjer- staklega nefna .Hring' Bjarna Eggertssonar, .FlugiT Þorgeirs Jónssonar og ,Hornfirðing', sem öll hafa kept 'áður. Nýr hestur kemur þarna fram, heitir ,Þráinn' °g þykir mjög efnilegur. Hann er 10 vetra og jarpur á lit. Af stökkhestunum, sem nú keppa í fyrsta sinn má sjerstaklega nefua ,Blika‘, ,Sóða‘, ,Yíking‘ frá Þyrli og ,Hjeðinn‘ Dan. Ólafssonar. — Verðlaun verða lík og áður og fyrirkomulag hið sama og verið hefir að undanförnu. Á. Hjúskapur. Þ. 2. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af sr. Bj. J. frk. Kristín María Krist- insdot-tir og Stefán Björnsson stýrimaður. Heimili þeirra á Laugaveg 10. í gær voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Svava Sveinsdóttir og Magnús G. Kristjánsson bók- ari, bæði til heimilis á Ljósvaíla- götu 14. 1 gær voru gefin sama í hjóna- band Þórdís Ólafsdóttir, Sáms- töðum í Mýrasýslu og Geir Guð- mundsson, Lundum. — Heimili þeirra verður á Lundum í Borg- arfirði. Hvítabandið hefir merkjasölú þriðjudag 6. þ. m. Börn, sem vildu hjálpa til við merkjasöl- una komi á Þórsgötu 21, kl. 9 á þriðjudagsmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.