Morgunblaðið - 04.06.1933, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.1933, Blaðsíða 6
6 MOEGUNBIAÐIÐ þyrfti. Binnig var rætt um hvort skólinn ætti að vera 1 árs eða tveggja vetra, og voru flestir sem töluðu með því að skólinn stæði í 2 ár. Yar loks horin upp tillaga um það hvort skólipn ætti að vera 1 árs eða tveggja, og var samþ. með flest öllu'm atkv. og ekkert á móti. Greiddu nær allir nemendur atkvæði með tillögunni. 2. Hjeraðslæknirinn talaði um kreppu þá, sem yfir stendur og hvernig henni yrði afljett. Eftir miklar umræður kom fram svohljóðandi tillaga: Fundurinn samþykkir að kjósa 5 manna nefndir aðra fvrir Austur-Húna- vatnssýslu og hina fyrir Yestu Húnavatnssýslu til þess að koma í framkvæmd eftirfvlgjandi: 1. Að safna skýrslu um eyðsln heimila á þessu svæði 2. Gjöra tillögur um innkaup á orlendum varningi. 3. Stuðla að aukinni garðraikt. 4. Stuðla að þekkingu manna á notkun síldar. 5. Athuga möguleika fyrir ali- fuglarækt. 6. Kevna að fá konur og menn til þess að nota íslensk efni tii fatnaðar. — Kosnir voru í nefnd fyrir Aust- ur-HiúnavatnssýsIu: •Tónas Sveinsson, læknir. Bl.ósi. Jónatan -T. Líndal, Holtastöðum. Hulda Á. Stefánsdóttir. Þingevrum. Jóhanna Hemmert, Bl.ósi, Tngi- hjörg Björnsdóttir, Torfalæk. Kosnir í nefnd fvrir Yestur- ITúnavatnssýslu : •Tónína S. Líndal. Lækjamóti, Kristín Gunnarsd., Anðunnarst., Sisrríður Guðmundsdótfir. Staðar- hakka, Steinvör Benónýsdóttir. Hvammstanga. Blín Pjetursdóttir. Hvammstanga. Reykiavikurbriet. 3. júní. Frá útgerðinni. Togarar hætta veiðum jafnóð- um og þeir koma heim. Bru eínir 8 hættir. Hafa, síðast verið fvrir norðan í Keykjafjarðarál. Bn þar er afli mjög að tregðast. Vanalegt að togarar hætti um þetta leyti. Um þátttöku í síldveiðum og rekstur síldarverksmiðj. óvíst enn. Búist er við að all-margir línu- veiðarar stundi síldveiðar. Ekkert vitað enn um kaup á síldarverk- smiðju dr. Paul, gengur ekki sam- an um kaupverð. Búist við að eig- andinn komi hingað bráðlega. Úþurkar mjög hagalegir hjer sunnan lands, svo lítið er hægt að selja af fiski. ískyggilegt mjög, ef svo verður lengi, því sjaldan mun jafn mikill fiskur hafa verið á Suðurlandi og nú. Aðeins einn farmur farinn til markaðslanda með sólþurran fisk, og verið að reita saman í annan farm. Hægt að selja meira en fyrir hendi er — einkum til Portúgals. Brúni jarðslaginn. Áður hefir hjer verið minst á rannsóknir Sigurðar Pjeturssonar á saltfiskskemdum. Br vert að gefa því gaum í hvert sinn sem ungir og áhugasamir vísindamenn taka upp rannsóknir á hagnýtum efnum. í hinu prýðilega riti „Náttúru- fræðingnum' ‘, er grein eftir Arna Priðriksson um rannsóknir Sigurð- ar. — Niðurstaða rannsóknanna þessi: Brúni jarðslaginn er sveppur, sem veldur skemdum á fiski, víð- ar en hjer á landi, heitir „Torula epizoa.“ Þrífst, best við 20—24° hita, og 10—15% saltmagn í fiski. Þolir ekki að saltmagn sje undir 5% eða yfir 25%. Hægt að vinna bug á sveppum þessum með því að svæla fiskhús- in, kveika í brennistein og hefil- spónum og loka vendilega hurð- um og gluggum, ellegar með því að sótthreinsa með formalinblöndu cll hús, áhöld og föt fiskverkunar- fólks. Sjálfsagt þarf að lofta vel (aOfi Ivkt úr húsunum, svo fisk- | urinn taki ekki lykt sótthreins- nnarefna. Sveinbjörn Jónsson. Sveinbjörn Jónsson bygginga- meistari á Akureyri er einn þeirra. manna, sem sífelt fæst við ný og ný verkéfni til umbóta. Eitt af því, sem hanp nú fæst við, er að fá síldarútgerðarmenn til að breyta um geymslu 'á síldinni. Síldartunnnr þurfa sem kunn- ugt er, miklu hirðingu, og eftir- lit Þarf að annast um að bæta á þær pækli. Og nái sólarhiti til þeirra, er hætt við sbemdum, þó öll umliirða sje annars í góðu lagi. Nú hefir Sveinbirni hugkvæmst ráð. Að geyma sildartunnurnar í vatnsfyltum þróm. Þá síast eklri lögurinn úr þeim, sólbruni úti- lokaður, þá er trygt að síldin getur geymst óskemd þó væri missirisgömul, eða meira. TJm þessa nýjung skrifar Kr. Bergsson í ,Ægi.£ —- Síldarútgerð- armenn taka hugmynd þessari vel. ítölsk viðskifti. TTndirbúningi undir hina miklu flugheimsókn ítala hingað, mun vera lokið, enda hafa h.jer verið um 20 ítalir um tíma í þeim er- indum. Yar í fyrstu búist við flugsveitinni þessa dagana, en ferðir þeirra dregst eitthvað. Eæðismaður Ttala í Kaupmanna- höfn Renato Luzi, er hingað kominn fyrir nokkru. Erindi hans, að sögn, að kynnast viðskiftamál- um Jtala og Islendinga, en ítalir eru, sem kunnugt er, meðal vorra bestu viðskiftaþjóða. Utvarpsnotandi einn hefir beð- ið blaðið að flytja þá fvrirspurn, hvort það muni vera í virðingar- «kyni. við þessa ítölsku gesti vora, að Pramsóknarflokkurinn hefir e.fnt, til útvarpsumræðna um fas- cismann um þetta leyti, og þvort útvarpsráðið teldi það ekki við- Inmnaulegt að afla útvarpinu fregna af fascismanum frá þeim gestum, sem hjer eru, og hest bekkja hann { reyndinni ? Siðaskifti, „Seint koma sumir dagar — og Icoma þó‘'. Þessi málsháttur rif.jast upp við lestur forystugreinar í ,Pramsókn‘ í dag, þar sem ritstjórinn for- dæmir skuldaverslun kaupfjelag- anna. og telur nauðsyn á ..full- kominni aðgreining verslunar- og lánastarfsemi. er valda mnn siða- skiftum eklci aðein.s í allflestum kaupfjelögum landsins, heldur og 1 öllnm fjármálum Iandsins“. Arnór segir að .lánastarfsemi kaupfjelaganna hafi verið „f.yrir utan lög og rjett“, og ennfremur að f jelögin hafi ætlað að reka skuld lausa verslun, lög þeirra að mestu eftir því sniðin; en fjelögin leiðst út í „bankastarfsemi". „Blindandi trúðu menn því, að úr þessum á- lögum mundi fjelögin leysast af sjálfu sjer, allir mundu fyr en varir geta verslað skuldlaust“ ; segir Pramsóknarritst.jórinn. Nú er hann ekki lengur blindur í trú sinni. Hann hefir fengið sjónina. Hann vill að sem flestum hlotnist hið sama. Takist það að fá þá, sem blindir hafa verið, til þess að sjtá, þá verða siðaskifti með bjóðinni. Að þessum siðaskiftum hefir blað vort unnið í nokkur ár. Hef- ir nú það áunnist. að Arnór frá Laugum ritstjóri Pramsóknar hef- ir snúist til fylgis við hinn nýja sið — sið hinnar skuldlausu versl- unar. Karakúlfie. Ákveðið er nú, að á þessu ári verði fluttar hingað 5 kindur, 2 hrútar og 3 ær, af hinu svonefnda karakúlfje. Kostar hver kind 4 2. þúsund krónur. Br vel að eigi verði látið sitja við orðin tóm í bví efni, úr því menn hafa fest auga á þeim möguleika að fjár- rækt þessi getið komið hjer að gagni. Annars er rjett að geta þess, í þessu sambandi, að væntanlegaJ koma hjer straumhvörf í allri við leitni manna í framleiðslu. LTnd- anfarin ár hafa jafnvel leiðandi menn vilst inn á þær villigötnr í framleiðslu- og viðskiftamálnm, að leggja aðaláhersluna á það að pína upp verðlag alls þess sem framleitt er, og telja þa.ð sálu- hjálpina, en horft fram hjá því meginatriði, að leggja aðaláhersl una á, að framleiðsla geti. orðið sem ódýrust,, sem samkepnishæf- ust. — Framtíð íslands, og efnalegt sjálfstæði hyggist mest og best á því, að menn finni hvaða fram- leiðslugrein á hest við staðhætti. lands og þjóðar; á hvaða sviði við best getum kept við aðra með góða og ódýra framleiðsluvöru. Rannsókn á þeim efmim þarf að taka fösturn tökum. Samhljóða.. Með samhljóða atkvæðum var samþykt í neðri deild á dögunum sú sjálfsagða tillaga Jóh. Þ. Jó- sefssonar og annara Sjálfstæðis- manna, að skipuð yrði nefnd til þess að rannsaka fjárhag og frarn- tíðarhorfur sjávarútvegsins. Br því þess að vænta. að miklar og mikilsverðar upplýsingar verði fengnar um það efni fyrir næsta Alþingi. Skilningur manna á nauðsyn slíbra rannsókna og skýrslugerða hefir sýnilega aukist síðan í fyrra, er bvrjað var að ala á því hjer í blaðinu, að nauðsyn bæri til, að fiárliagsástæður landbúnaðarins yrði rannsakaður í heild sinni. Þá reis Tíminn upp, og hjelt að hænd- ur kærðu sig ekki um neina sliba hhýsni utanaðkomandi manna. En hvernig væri kreppumálum landbúnaðarins komið, ef eigi hefðu fengist skýrslur hænda- nefndar1 Tíminn sá vitanlega bað rjett, að alþjóð manna kyntist betur en áður skuldavef og skuldafargani kaupfjelaganna. Af byí stafaði andstoða hans. Bn einhvern tíma, hlaut að koma að bví, að springi lfyrir á því kýli. Nýkomið: Uœbúðapappir hfitnr 20, 40 og 57 cm. Sími einn, tveir, þrír, fjórir. TÍ8fib8is*irerssla*ii .W. Jaeobsan & S Sfofn^ð 1824 * t * . nrefni: G'anfuru — Car'-Lundagad-?, Kðbenhavn f. « . £* W ^ * f> J • Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaupmhöfn. • • • ! * • § * (I | • 5 Eik til skipasniíða. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. J • •l *• • • Hefi versiað við Island ! 80 ár. ?» *« *» * • • * Ríkislögreglan, Oaldarlýður kommúnista gerði það ekki endaslept að sannfæra þingmenn um nauðsyn aukinnar lögreglu. 1 tvo daga, meðan af- greiðsla málsins stóð yfir í neðri deild, söfnuðust kommúnistar í Alþingishúsið og utan um það. Frá áheyrendapöllum slengdir þeir hótunum og svívirðingum yfir þing ið og einstaka þingmenn og.sýndu á allan hátt fullan vilja sinn til þess að ráðast með ofbeldi inn í sjálfan þingsalinn, meðan á fund-! mn stóð. Yarð eigi annað sjeð, en það eina sem aftrað.i þessum péij- um frá því, væri hið öfluga lög- reglulið, sem aðsetur hafði í hús- ’ 'mi, meðan á þessu stóð. Þannig sýndu kommúnistar j bingmönnum það í verki, alt fram á úrslitastund, að eina leiðin til bess að halda uppi friði í landinu, cg þinghelginni sjálfri, væri. það. að hafa lögreglu, sem hefði í öll- um höndum við þessum ærslafulla ! fulltrúa rauðliðanna. „Óvndis úrræði.“ Útvarpshlustendum var fluttur sá boðskapnr hjer á dögunum, að n-ú yrðu þeir að herða sig að horga sem fyrst afnotagjöldin, því útvarpið þyrfti á öllu sinu að halda, og tilvera þess bygðist því nær eingöngu á afnotagjöldunum og skilvísi manna. Bf útvarpsnotendur brygðust ekki vel við, mvndi útvarpið verða að grípa til óvndisúrræða í inn- heimtunni. En mörgum mun hafa dottið í hug við lesturinn, hvort útvarps- stjórninni gæti ekki dottið í hug að spara eitthvað talsvert í rekstr- j inum — t. d. útvarpsstjórann, erj tekur sennilega 3—400 afnota- j gjöld á ári, með öllu og öllu •—j og myndi landsmönnum ekki finn- j ast það neitt ,,óyndisúrræði“. Síð-j ur en svo. Tll bðknnar. Hveiti, laust, frá 18 aura þg kg- 3!4 kg. pokar á 1.50, 5 kg. polcar á 2.00., Egg á 12 aura. Sykur Smjörlíki og aðrar kryddvörur, bestar og ódýrastar hjá Jðbannesl Jóhannssyui, Grundarstíg 2 Sími 4131. EfiS á 10 og 12 anra stýkkið. Kart- öflupokinn kostar 7 krónur í lausri vigt á 10 aura % kg. Allar aðrar vörur við lægsta verði. Hiðrttir Hjartarson. Bræðraborgarstíg 1. Sími 4256. (Mokka og Java blandað). Tími.nn er peningar stendur á letursspjaldi í stjórnárskrifstofu einni í Höfn. — Og ennfremur: „Gestir eru beðnir um að vera stuttorðir. Og þó þeim sje sagt, hjer, að ekkert liggi 'á, þá er ekk- ert meint með því. Það á eins við vður eins og aðra“. Því meira sem notað er af Lillu- eggjadufti í baksturinn því meira 1 er liægt að spara eggjakaupin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.