Morgunblaðið - 04.06.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1933, Blaðsíða 4
4 V - lí A musaaxsiff' | Smá-auglýsingar| í Þrastalundi er góður matur og sólríkar, gróðursælar lautir til að hvílast í og njóta sumar- blíðunnar. Morgunblaðið fæst keypt í Oafe Svanur við Barónsstíg-___________ Stjúpmóður- og Bellisplöntur, til útplöntunar, tíi sölu í Suður- götu 18- Sími 3520. Blóm & Ávextir, Hafnarstræti 5. Daglega seldar plöntur til útplönt- unar: Levkoj, blómkál o. fl.___ íslensk málverk, fjölbreytt úr- val, bæði r olíu og vatnslitum, sporöskjm’ammar af mörgum stærðum, veggmyndir í stóru úr- vali. Mynda- og rammaverslunin, Freyjugötu 11 Sig. Þorsteinsson. Húsnæðisskrifstofa Reykjavíkur, Aðalstræti 8. Húsnæði. Atvinnu- ráðningar karlmanna. Fasteigna- sala. Opið 10—12 og 1—4. Sími 2845. VerðlœkkuB. Matarstelll nýtísku ekta postulín 12 manna, 56 stk. aðeins........ 60.06 Matarstell postulín 6 manna, 30 stykki .. 36.00 Kaffistell postulín 12 manna ............. 24.00 Kaffistell postulín 6 m. 14.50 Margt ódýrt nýkomið. Bankastræti 11. Nýkomið: Tennis- skyrtur. Ný tegund. VOruhúsið ÞÆR húsmæður, sem reynt hafa Bjarni Björnsson ætlar að end- urtaka skemtun sína í Iðnó annað lcvöld. Yerður þetta seinasta sinn, .sem hann lætur til sín heyra á þessu sumri hjer í bænum, því að hann er á förum upp í sveit. Silfurbrúðkaup eiga á þriðju- dag 6. þ. m. þau hjónin Sigríður Sighvatsdóttir og Tómas Jónsson, kaupmaður. Samsæti verður dr. Guðmundi Finnbogasyni haldið á þriðjudag- inn kl. 7 í Oddf jelagahúsinu í til- efni af afmæli hans. Þeir, sem vilja taka þátt í því eru beðnir að gefa sig fram þar eða í síma 3968. Jón Engilberts. í dag opnar •Tón Engilberts listmálari í Góð- templarahúsinu sýningu er hann nefnir „sölusýningu“. A sýningu þessari eru um 60 verk, er mól- arinn kallar, „Myndir úr hinu daglega lífi.“ Sýningin er opin daglega frá kl. 11—10 til 12. júní. Hátíðasamkomur. Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstíg 3. í dag: (hvítasunnudag). Bænasamkoma kl. 10 árd. Almenn samkoma kl. 8 síðd. Á annan hvítasunnudag. samkoma kl. 8 síðd. Allir vel- komnir. Dansleik heldur Glímufjelagið Ármann í K. R. húsinu annað kvöld kl. 10 (2. í hvítasunnu). — Drengjaflokkur fjelagsins, sem fer til Akureyrar í þessum mán- uði, sýnir listir sýnar þar. — Verðlaunin frá einmenningskepni f.S.Í. sem fram fór 14. maí s.l. verða einnig afhent þar. Síðan verða einnig afhent þar. Skipafrjettir. Gullfoss er á leið til Kaupmannahafnar. Goðafoss var á Siglufirði í gærmorgun. — Bniarfoss er á leið til Reykja- víkur frá Leith. Lagarfoss var á Vopnafirði í gær. Dettifoss fór frá Hamborg í gær. Selfoss fór til Vestmannaeyja, Leith og Ant- werpen kl. 4 í gær. Timburverslun við Rússa. Hing- að er nýlega komið skip, hlaðið rússnesku timbri til H.f. Völundar. Sagt er að tvö önnur timburskip sje væntanleg hingað frá Rúss- landi, annað til Akureyrar, hitt til ísafjarðar. íslandsglíman verður háð mið- vikudaginn 21. júní. Ekki er enn vitað hve margir munu taka þátt í henni, en metnaðarsök ætti það að vera fyrir unga og efnilega íþróttamenn, að þeirra nafns sje getið í sambandi við þessa glímu. Á alþjóðaskákþingið í Folke- stone í Englandi fóru hjeðan í gærkvöldi á Botníu þeir Ásmund- ur Ásgeirsson, Eggert Gilfer, Einar Þorvaldsson, Þráinn Sig- urðsson, og Elís Ó. Guðmundsson, og er sá síðastnefndi fararstjóri. Byrjað verður að tefla 12. júní, og mun Morgunblaðið jafnharðan flytja frjettir af skákþinginu. Til Strandarkirkju frá S. 10 kr. X. 2.50, E. E. 10 kr. Ónefndum 10 kr. X. 10 kr, Bræðrunum 12 kr. Ónefndum (gamalt áheit) 10 kr. Konu iá Sandi 2 kr. Narfa 7 krónur. Mi M skúriduftið, hrósa því á hvert reipi. Reynið, og látið reynsluna tala sínu mál. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Kemisk verksmiðja. Dráttarbraut hina meiri, sem fyrirhuguð var jafnframt þeirri, sem gerð var í fyrra í Slippnum, á að byggja í sumar. Hefir Slipp- fjelagið fengið hagkvæmt lán hjá líftryggingarfjelaginu „Statsan- stalten“ í Höfn, til að fram- kvæma verkið. Á því að vera lokið í haust.Kostnaður við drátt- arbrautina 165 þús. kr., af því um 100 þús. kr. vinnulaun, segir fr amk væmdast j óri. KJkVC*.JW'■WMiiimr ,'II ...I lllt —I isleaskuaiTklpÐia? *j£j Útvarpsnotendafjelagið. — Þeir Reykvíkingar, sem eru í Fjelagi Útvarpsnotenda, geta fengið upp- kast að lögum fyrir Samband ís- lenskra útvarpsnotenda h.fá ritara fjelagsins, Helga H. Eiríkssyni verkfr., Sóleyjargötu 7. 50 ára er í dag frú Steinþóra Þorsteinsdóttir, Vesturgötu 28. — Hafnarfirði. Helgidagavörður Læknafjelags Reykjavíltur: Hvítasunnudag Berg sveinn Ólafsson, Suðurgötu 4, sími 3677, annan í hvítasunnu Jens Á. Jóhannesson, Uppsölum, sími 2627. Teikningar nemenda Gagnfræða- skóla Reykvíkinga verða til sýnis í Iðnskólanum báða helgidagana frá kl. 10 árd. til kl. 9 síðd. — Allir velkomnir. Till Hallgrímskirkju hefi jeg meðtekið og lagt í Sparisjóð Borg- arfjarðarsýslu: Frá Helgu 10 kr. Til minningar um Ragnheiði Þor- grímsdóttur á Grund frá: Jó- hönnu 10 kr. Á og Ó. B. 20 kr. Ó. F. og fjölskyldu 25 kr. Fríðu og Guðna 10 kr. G. og J. L. 2 kr. P. O. og fjölskyldu 10 kr. K. og B. H. 5 kr. E. og B. Ó. 10 kr. Ó. og Ól. S. 25 kr. H. og Kr. T. 10 kr. H. B. og Lenu 10 kr. J. S og fjölskyldu 10 kr. M. og N. K. 5 kr. Jakobínu 5 kr. Samtals 167 kr. Ennfremur frá Þ. J. 100 kr. Samt. 267 kr. — Ól. B. B. Ennfremur til Hallgrímskirkju. Áheit frá Sigurði Daníelssyni Kol- viðarhóli 25 kr. Innlagt í bók kirkjunnar á Akranesi. — Jón Þorvarðsson. Krýsuvíkurförin. Nokkrir far- miðar að förinni um Grindavílc til Krýsuvíkur í fyrramálið, verða seldir í dag kl. 2 til 3 á afgreiðslu Fálkans. Lagt upp frá Steindóri kl. 8 í fyrramálið. Hjónaband. í gærkvöldi voru gefin saman í hjónaband ungfrú Halldóra Elísdóttir og Páll S'kúla- son ritstjóri. Trúlofun, Nýlega opinbernðu trúlofun sína ungfrú Sólborg Þor- láksdóttir <ig Ber.tel Erlingsson, til heimilis á Barónsstíg 63. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. — Nokkur eintök af þessari þjóð- frægu bók hefir útgefandinn, ísa- foldarprentsmiðja, látið binda í fagurt skinnband handa bóka- mönnum. Frumvarp um sölu mjólkur var gerbreytt í þinginu í gær, þannig, að aðeins 1. greinin varð að lög- um, 'en hitt felt burtu. Það sem lögfest var, var um skyldu til að gerilsneyða sölumjólk, eða af- greiða hana til sölu úr viður- kendum mjólkurbúum. Dánarfregn. Jón Þorvaldsson hjéráðslæknir frá Hesteyrarhjer- aði, andaðist í gærkvöldi í Land- spítalanum eftir stutta legu. -— Hann hafði fengið lausn frá em- bætti frá 1. þ. m. og fluttist þá til bæjarins. Var það þá hans fyrsta verk að láta skera sig upp við gömlu kviðsliti, en fekk lungnafólgu og bronchitis upp úr því og dró það hann til dauða. Mattern legffur á stað í hnattflug í annað sinn. New York 3. jiiní. United Press. PB. Mattern lagði af stað kl. 5.20 árd. frá Floyd Bennett flugvell- inum. Viðkomustaðir hans eru þessir: Berlin, Moskva, Yakutak, Edmonton (í vesturhluta Kan- ada), Chicago. Flugið endar í New York. Seinustu fregnir herma, að flugmaðurinn hafi hagstæðan byr. 1775 stúdentaefni ganga upp til stúdentsprófs í Danmörku í ár. t fyrra gengu upp 1757. Af þeim stóðust 29 ekki prófið. Bensmsölnr okkar verða oiiua hátiðisdagsna eins og hjor segir: Hvitasnnnoðsg kl. 0—lt árdegis og - 3—5 sfðdegis Annan hvítasnnnndag kl. 9—11 árdegis og - 3—7 síððegis OlíHverslon Isíonds. Hið íslenska steinolíuliiutaíjelag. Sliell á Islandi h.f. Somarinðöoðiia jdní, jnlí og ágdst verðnr skrifstofn okkar Iokað á langardðgnm kl. 1. e. h, en afgrelðslan opin tilkl.4e.fi. Hfgreiðslusími 49 68. Hið íslenska sleinolíuhlntaílelag. Húseignin nr. 23 við Skólavörðustíg er til sölu. Skifti á litlu hús geta komið til greina. Upplýsingar gefa Gnðmsndnr Ólafsson & Pjetsr Hapdsson hæstarjettarmálaflutningsmenn. Kryööerler. Sukker og Salt for krydring av Islands-sild leveres hurtig, billigr og reelt. — 25 árs erfaring i branchen. Olaf Ellingsen telegramadr: THEELLINGSEN, BERGEN, Skriflegar nmsóknir um sumardvöl í Barnahæli Odd-Fellowa við Silungapoll fyrir fátæk og veikluð börn iá aldrinum 5—12 ára, sendist Jóni Pálssyni, Laufás- veg 59, fyrir 11. júní og sýni þær nákvæml. hvert heimilisfang barn- anna sje, nöfn þeirra og aldur, svo og nöfn foreldra eða aðstandenda. Síðar verður tilkynt nær börnin eiga að koma til skoðunr hjá lækni hælisins, hr. Árna Pjeturssyni. Norskar kartöflnr. Sömu góðu teg. og áður fáum við á þriðjudaginn með e.s. Lyra. — Aðeins lítið eitt óselt. Eggert Kristjánsson & Ge. Sími 1400 (3 línur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.