Morgunblaðið - 04.06.1933, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.06.1933, Blaðsíða 5
Smmudaginn 4. juní 1933. m&ttttkUkðitð Hið nýja Þýskalanð. Eitler heldur hina merkilegu ræðu sína í þýska ríkisþinginu þ. 17 maí. Brjef frá Berlín. Um leið og heimsstyrjöldinni lauk, var lokið keisaraveldinu í Þýskalandi. Landið varð þá lýð- stjórnarríki. Og með friðarsamn ingunum misti það að mestu leyti áhrif sín iit á við. En síðan hefir verið háð hörð barátta um völdin innanlands. Enginn flokkur náði að fá fullkominn meiri hluta. Hver stjórn var háð öðrum flokkum. Oft kom það fyrir, að áhrifamik- ill ráðherra sat á alþjóðaráðstefnu Dr. Frick, innanríkisráðherra Þjóðverja. criendis, þegar stjórnin varð að taka mikilsvarðandi ákvarðanir. sem komu í bág við hlutverk hans á ráðstefnunni. — Erlendis voru menn yfirleitt farn- ir að álíta, að engin stjórn gæti Rudolf Hers einkafulltrúi Hitlers. setið lengur að völdum í Þýska- landi en nokkra mánuði. — Og þetta varð til þess að á- hrif Þjóðverja í utanrikismálum voru mjög óviss. Um innanríkispólitíkina var ekki betur ástatt. Við hverjar Kosningar, sem fram fóru, fjölgaði flokkum í landinu, þangað til þeir voru orðnir um 30. Flokkarnir voru háðir iðjuhöldum, bænda- samtökum, verkiýðsfjeiögum, og vinnuveitendafjelögum. Auk þess má geta þess ,að hin ýmsu ríki i Þýskalandi ráku sína eigir póii- tik. og lenti "< ríkisrjettarlegum máhiferlum milli þeirra og alrik isins. Hvað eftir annað var ríkinu i nin sú hætta af þessn, að það nioodi uppleysast. Það vir. 'st eng- irn endir ætla að verðn á hatri og flokkabaráttu, en stjórnmála- mennirnir kveinkuðu sjer við því að taka af skarið. Óvissunni í utanríkismálum og deilunum innanlands virðist nvi i lokið síðan stjórn Adolf Hitlers I tók við völdum. Þessi stjórn st-yðst | við kosningasigurinn 5. mars í 'vetur, er þjóðernissinnar og fána- lið „svart—hvítt—rautt“ náðu 51% af greiddum atkvæðum. Með því hafði stjórn í landinu í fyrsta sinn algeran meirihluta. Þjóðernissinnar hófu baráttu sína árið 1919 og nefndist floklc- urinn þá „þýskur verkamanna- flokkur“. Adolf Hitler var 7. mað urinn, sem gekk í þennan flokk. Við seinustu kosningar fekk flokk- urinn 17 miljónir atkvæða, eða 44,1% af öllum kjósendum í rík- inu. Þennan mikla kosningasigur átti flokknrinn aðallegá því að þakka, að hann hafði frá upphafi unnið eftir fastákveðinni stefnu- skrá. Þar er fyrst og fremst, lögð á- hersla á að sameina þjóðina og láta eingöngu Þjóðverja gegna op- inberum embættum. Og flokkur- inn tók afstöðu gegn alþjóða- hreyfingum í pólitík, svo sem liberalisma, Marxisma og bolsi- visma. Þess vegna var það fyrsta verk stjómarinnar, að svifta á- hangendur þessara stefna opin- berum embættum. Kom þetla nið- ur á mörgum Gyðingum. En allir ]veir, sem sviftir voru stöðum sín- um, fá eftirlaun. H. B. I Gö. Þakjðrn, Höfum fengið aliar lengðir af þakjárni og sljettu járni. Hringið if síma 1228 og spyrjist fyrir um verð.^ 1 : H.f:Benediktsson & Co. Sími 1228 (3 línur). v. Epp hershöfðingi sem er nú ríkis-yfirumsjónar- j maður með lögreglunni í Bayern. j í hinum suður-þýsku ríkjunum i hafa líka verið skipaðir slíkir ríkis-umsjónarmenn. Jafnhliða var öll stjórnskipun i innan ríkis gerð óbrotnari, og á- kveðin afstaða sjerríkjanna til al- j ríkisins og rjettindi þeirra tak- mörkuð í þágu alríkisins. ! Cíerðar voru öflugar ráðstafanir , til þess að endurlífga viðskifta- i lífið og auka framleiðsluna í i ýmsum iðnaðargreinum til að bæta : úr atvinnuskorti. Um stórbygg-' ■ ingar liggja mörg verkefni fyrir.! Byrjað er á að gera stórt bílvega-' kerfi, og nýjar járnbrautir verða lagðar. Vinnuskylda hefir verið lögleidd og er tilgangurinn með lienni fyrst og fremst sá, að vinna að aukinni ræktun. Á þennan hátt fá 900.000 ungir Þjóðverjar nóg að starfa í 10 ár. Framleiðsla landbúnaðarins mun aukast um 2 miljarða marka. árlega. Bændur þurfa til þessa meiri vinnukraft, og með því minkar atvinnuleysi í borgunum, þar sem atvinnulausa fólkið hefir þyrpst saman. Allar þessar framkvæmdir inn- anlands hafa vakið misjafna dóma erlendis, og það virtist svo sem Þjóðverjar ættu nýtt viðskiftastríð fyrir höndum. Þýskur Gyðingur skrifaði t. d. í enskt blað: — Viðskiftamenn heimsins eru nógu sterkir til að neyða þýsku stjórnina að breyta um stefnu. Þrátt fyrir það hefir utanríkr isverslun Þjóðverja ekki minkað, heldur aukist. Og smám saman hafa erlend blöð gerst hógværari í dóinum sínum um ástandið í Þýskalandi. Þar má rneðal annars nefna Daily Telegraph, Moming Post, Herald Tribune, Stockholms Tidningen, Giornale d’ Italia, Pet- it Parisien, Vietoire o.s.frv. Því verður ekki í móti mælt að með því að ganga í fjórvelda- bandalagið með Frakklandi, Eng- landi og Italíu, hefir Þýskaland náð nýrri og betri aðstöðu í utan- rikismálum, og meiri tiltrú, þar sem eru ræður þær sem Hitler helt 21. mars og 17. maí, og lýsti yfir friðarvilja Þjóðverja. Þýska ríkisstjórnin mun kapp- kosta að lifa í sátt og samlyndi við umheiminn. En hún er jafn- framt einráðin í því að gera Þýska land aftur voldugt á sviði stjórn- mála, viðskifta og menningar. Og aðrar þjóðir verða að láta sjer það líka, að'minsta kosti næstu fjögur árin, að í Þýskalandi sje fram- kvæmdasöm og þjóðleg stjórn. HvBnnaskólinn Blnnðuósi. lfe*áÍÍ,Íý%--:8SiAi Nadolny, fulltrúi Þjóðverja á afvopnunar- ráðstefnunni. Fyrsta minnismerkið um sigur nazismans í Þýskalandi. Nýlega var prófi lokið í kvenna- skólanum á Blönduósi og var skól- ! anum sagt upp laugardaginn 27. maí. Utskrifuðust þaðan 33 stúlk- ur. Alls voim 34 í skólanum í vet- ur og geta þar ekki fleiri verið. í Sýning var haldin á handavinnu nemendanna áður en skólanum var i sagt upp. Þótti handavinnan hin I besta. j Frú Hulda Stefánsdóttir frá Þingeyrum tók við stjórn skólans í haust. Hún hefir á hendi hina i bóklegu kenslu. En vefnað kenn- ir Brynh. Ingvarsdóttir, sanma Margrjet Jónsdóttir frá Spóns- gerði og matreiðslu Sigurlaug Björnsdóttir frá Kornsá. Skólalíf og samstarf kennara og nemenda hefir verið mjög gott, og hafa nemendur látið hið besta vfir skólaverunni. Skóladvölin hef- ir verið ódýr; fæðispeningar kr. 1.04 á dag. En alls mun náms- kostnaður nemenda hafa verið 450—500 krónur, og er þá með- talið skólagjald 60 krónur og kostnaður við kaup á efni í handa- vinnuna. Frk. Halldóra Bjarnadóttir var gestur skólans meðan á prófi og sýningu stóð. Um mánaðamótin mars apríl var heimboð í skólanum. Var þangað boðið bændakonum úr Húnavatnssýslum, tveim úr hvor- um hreppi. Notuðu konurnar dag- ana til þess að kynnast starfi skólans og ýmsum praktiskum kensluatriðum er snerti lianda- vinnu og matargerð. Einn orlofsdaginn var haldinn umræðufundur. Hefir blaðinu bor- ist fundargerð frá þeim fundi, svo hljóðandi: Á fundinum voru auk forstöðu- konu, kenslukona og nemenda skólans, mættar æði margar konur úr Austur- og Vestur-Húnavatns- sýslu, auk þess hjeraðslæknir, Jón- as Sveinsson, og skólanefndarmað- ur Jónatan J. Líndal. — 1. Forstöðukona skólans, frú Hulda Á. Stefándóttir innleiddi umræður með því að rekja sögú skólans og óskaði eftir umræðnm um skólann. Hvort konum líkaði vinna og kensla, og hvort þær vildu breytingar á skólanum. Mintist hún á hvað þingeyskar konur hefðu gjört fyrir sinn skóla og stakk hún upp á því að hún- vetnskar konur legðu skólanura til þá ull er hann þarfnaðist. Talsverðar umræður urðu um þetta og töldu konurnar sjálfsagt að láta skólann fá þá ull sem hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.