Morgunblaðið - 04.06.1933, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.06.1933, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Ónýting fjörefna. Satt að segja, varð jeg mjög ;undrandi er jeg las svargrein Dr. Bjargár Þorlákson urn ónýtingu Ijörefna. Síst hefði mátt búast við því, að svo merk vísindakona leitaði sjer málsstuðnings í því að bera mjer heimildafölsun eða afbökun á brýn, án þess að leiða að því nokkur rök, eða jafnvel grenslast fyrir . um bað, hvort rangt hafi verið J farið með. Þ'á. finst mjer næsta ástæðu- j lítið að liafa svo mörg stóryrði og aðdróttanir um áreiðanleik í hugsunarhætti, í viðræðum um jafn friðsamlegt mál. í fvrsta lagi vefengir Dr. Björg að rjett sje farið með ummæli mn skaðsemi hertrar feiti, sem höfð voru eftir dr. Skúla Guðjónssyni og hirtust í grein minni í Mbl. 7. maí. Því til andsvara er jeg reiðuhú- inn að birta staðfestan útdrátt \ir hrjefi dr. Skúla til mín, ef kraf- ist verður. í öðru lagi er jeg. sagður fara Tangt með niðurstöður próf. É. 'culsen á fjörefnarannsóknum á •smjörlíki hjeðan 1931. Gögn um þetta atriði munu vera til hjá hæjarstjórninni, sem Ijet framkvæma rannsóknirnar, og vísast til þeirra þar. Það má vera, að þeim sem lítt þekkja til aðferðanna sem notaðar •eru við fjörefnarannsóknir í feiti (A-fjörefni), komi það einkenni- lega fyrir, að dýr hafi drepist við rannsóknirnar, en samt sje það áiit iátið uppi, að sumar tegundir 'hins rannsakaða smjörlíkis hafi Teyiist til hálfs við smjör. Að þessu verður því að evða nokkrum orðum til skýringar. Þegar ákveða skal A-fjörefni í íeiti, er farin sú leið, að rann- 'sóknardýrum er fyrst gefin fæða. •sem er fullgiid að næringarefnum K'U' söltum, en skortir algerlega í jorefnið. Eftir nokknm tíma hætta dýrin fð ] yngjas+, og seinna verðnr vart nugnsýkingar og annara kvilla, •sem. eru tákn þess að þau skorti A-fiörefni. Þá er dýrunum gefinn daglega -skamtur af rannsóknarefninu í Fæðuna. Fer magn þess eftir því við hvaða þekt efni á að miða fjörefnakraftinn, og í smjörlíkis- rannsóknum er venjulega miðað vi.ð sumarsmjör bestu gæða. Ef dýrin hressast og fara að þyngjast eftir hæfilegan tíma, er fengin vissa fyrir því að efnið jáfngildi smjöri að minnsta kosti. ffje skamturinn aftur á móti ó- nógur, standa dýrin máske í st.að nokkurn tíma. en hrakar svo að lokum og deyja, þótt skamturinn sje ekki fjörefnasnauður. Mælingu fjörefnaskamtsins er því ekki lokið, fvr en dýrin fá þann skamt. sem þau. hressast af. Samkvæmt skýrslu nefnds pró- fessors, hafa dýr að vísu dáið við rar.nsóknirnar. En þau fengu öll skamt. svo sem um smjör væri að ræða, (0.3 gr.), og aðrir stærri ■skamtar virðast ekki hafa verið gefnir. En jafnframt var smjörlíkisfeit- in rannsöknð nieð litarmælingum, sem mikið eru notaðar upp á síð- lcastið til að gera samanburð á A-fjörefni í feiti, og eftir þeim að dæma reyndust tvær smjörlíkis- tegundir til hálfs við smjör. f annari tegundinni va,r hert hval- fciti að einum sjöunda hluta. Það stendur því óhaggað alt sem áður var sagt í grein minni um þessi atriði. En mergurinn málsins liggur i því, hvort slík brögð sjeu að skaðsemi hertrar feiti, við blönd- un hennar með smjöri, að neytend- um stafi af því hætta af fjörefna- skorti. Jg hefi leyft mjer að lmlda því "ram, að notkun hertrar' feiti í : rnjörlíki feli ekki í sjer þá hæt.tu, -;cm gefi tilefni til að banna hana, þótt feitin kunni að rýra fjörefni í hlönduðu smjöri, að einhverju leyti. Og jeg lýsi það algerlega rangt, að jeg þar með vilji leggja heilbrigði fátækra eða annara í sölurnar, vegna, fjárhagslegra hagsmuna, sem okkur mundi á- skotnast af framleiðslu hertrar viðmetisfeitar. Það skal tekið fram, að jeg á ekki við herta hvalfeiti eða jurta- feiti fyrst og fremst, heldur herta síldarolíu, sem hjer eru best.u skil- yrði til að framleiða. TTppgötvanir próf. Fredericia, sem dr. Björg Þorlákson vitnar í, eru tíu ára gamlar, svo að nógur hefir tíminn verið til að losa sig við hertu feitina þar í landi, ef ást.æða hefði þótt til þess. Skýring prófessorsins á fyrir- brigðinu er aðallega sú, að við meðferðina hafi myndast súrefna- sambönd í feitinni, sem verki eyð- andi á A-fjörefni, t. d. í smjöri. Það vitnaðist við rannsóknirn- ar, bæði á hertri feiti og svína- féjti, að eyðingaráhrifin komú að- eins fram þegar smjöri og feiti var blandað saman, en alls ekki ef smjör og feiti var skamtað hvort í síira lagi. TTm hertu feitina, gat próf. Eredericia bess, að hún hafi verið "^ymd lengi á rannsóknarstofunni, "T hafi því getað umhreyst á þeim tíma (af lofti). Það er löngu kunnugt að ýms meðferð, svo sem hreinsun og herðing feitar, sem fjörefni eru í, hefir eyðandi á.hrif á fjörefnin. En mikið kapp hefir verið lagt á að framkvæma herðinguna á þann hátt, að fjörefnin færu ekki for- a'örðum, og' eftir nýjustu upplýs- ingum að dæma (H. Scliönfeld); Die Hydrierung der Fette, 1932), er talið að hægt sje að herða feiti svo, að fjörefni hennar glatist. að- eins að litlu leyti. Það má því húast, við því. að feitarherðingunni verði hráðlega eða sje múske komið í það horf, að skaðsemi feitarinnar á fjörefni sje algerlega úr sögunni. Þetta væri hinn eðlilegi gangur málsins, en ekki hitt, að hlaupa upp til handa og fóta ef annmarka verður vart, og leggja í rústir svo stórkostlega lieimsiðju sem herð- ing viðmetisfeitar. Mundi það koma sárt við okkur íslendinga, sem eigum mikinn liluta síldar- olíuframleiðslunnar undir þessari iðju og efling hennar. Norskur fjörefnafræðingur (Schmidt.-Nielsen, N. V. S. Forh. 1928. Bd. 1. Nr. 43.) komst, að raun um að mjólk misti fjörefni við gerilsneyðingu (pasteuriser- ing). En hann tók það þó skýrt fram, að ekki bæri af þessari á- stæðu ^ð banna þessa meðferð á mjólk til sölu. Það hefir sjálfsagt vegið þungt á metaskálunum, hve mikla þýð- ingu gerilsneyðingin hefir í heil- brigðisskyni og til aukningar mjólkurneyslu. Margt fleira mætti nefna af sama tæi, þar sem hagsmunir kunna að rekast á. En ávalt ber manni þó skýlda til að yfirvega hvað má sín mest, áður en þnngur dómur er feldur, eins og bann- færing dr. Bjargar á hertu feit- inni. Yjer erum svo hólpnir hjer á landi að eiga gnægðir fjörefna í afurðum okkar, þó einkum í þorskalýsinu. sem er auðugasta og ódýrasta f jörefnalindin, sem á verður kosið. Þorskalýsið hefir tvenn mikil væg fjörefni, þau sömu og í góðu smj.öri, en í mikið ríkari mæli. Og ekki kemst síldarolían, sem dr. Björg hefir stungið upp á til við- metisgerðar, neitt nærri því í fjör- efnagildi eða öðrum gæðum. Að vísu er þorskalýsið ekki lengur notað í viðmeti, eins og áður tíðkaðist hjer á landi meðan bræðingur var gerður. En ekkert er því til fyrirstöðu að nota eitt- hvað af því í smjörlíki, ef ekki 1 t.ekst að gera neyslu þess almenna ‘án slíkra bragða. Þorskalýsið er nú, unnið með beim hætti, að hverjum er vansa- lanst að neyta þess óblandaðs. En mikið skortir á að reynsla þess sje almenn, og vjer þurfum áhrifa- rTka hvatamenn til að heita sjer fyrir því, að í það minsta börn og unglingar um land alt fái sinn daglega lýsisskamt. Þá hyrfi allur ótti um fjörefna- skort í viðmeti eins og dögg fyrir sólu. Ásgeir Þorsteinsson. Isleusk forurit Egils saga Skalla-Grímssonar. Sigurður Nordal gaf út. (íslensk Pornrit II bindi) 108+320 bls. í stóru 8 bl. broti, með 6 myndum og 4 kortum. Yerð heft kr. 9. Með þessu hindi hefst bókaútgáfa Fomritafjelagsins. Sú bókaútgáfa mun auka gleði íslendinga yfir þeim auði sem þjóðin á í bókmentum gull- aldarinnar. — Kaupið bækur Fornritafjelagsins jafnóðum frá byrj- un. Egils saga verðnr til sölu í bandi innan skamms. Fæst lijá bóksölum. — Aðalsala í Búkaverslnn Sigffisar Eymnuttssenar og Bókabúð Austurbæjar, Laugaveg 34. jSemií«fc fatebtmm# $$ fittut 4 e&ímit 1500 Fullkomnar vjelar. Nýjustu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk. 10 ára reynsla. 75 ára afmœli T dag, 4. júní, erv ekkjan Guð- finna Hannesdóttir, Staðarbakka, Akranesi 75 ára. Gnðfinna er ein þeirra kvenna sem þannig hefir verið sett í lífinu, að hennar mörgu og góðn hæfileikar hafa aldrei getað notið sín til fulls, hún er hetja sem staðið hefir í stríði lífs- ins, og ávalt treyst góðum guði, Irún hefir með heiðri unnið fyrir sjer, og verið ekkja nú nær 30 iár, og ávalt verið fremur veitandi en biggjandi, enda fara henni öll verk vel úr hendi hvort sem þau eru unnið utan húss eða innan. Téfið hefir ekki ávalt leikið við Guðfinnu, það hefir fært henni ótal raunir, en þyngst mun þó sú er hún misti son sinn, Olaf, fram- úrskarandi efnilegan, í sjóinn 1907, þegar kútterinn Tngvar fórst. Fyr- ir þá fórn hefir þjóðfjelagið ekk- ert greitt Guðfinnu frekar en mörgum öðrum, og væri slíkt þó sannarlega viðeigandi, þegar ekkj- ur og fátækar mæður missa syni sína á vígfleti hafsins þar sem hpir falla í stríði fvrir land sitt og T\ióð. Guðfinna er greind og skemti leg kona, og her aldurinn vel og fyleist vel með öllu sem gerist í hjóðar- og landsmálum. Hún er siálfstæð og frjúlslynd í skoðun- .utn. og lætur hugsanir sínar í ljós fpimnislaust með skýrum orðum og skarnlegum likingum, og er það þá daufur maður. sem ekki getur hrosað og hrifist með ákafa gömlu konunnar. Hið andlega þrek Guðfinnu er ólamað, hún er glög og liress í máli, og yfir henni hvílir nú sem fyr virðulegur höfðingsbragur. Að liennar líkum er hverjn hygð- arlagi sómi, og hún á skilið þakk- j ir og virðingu sinnar samtíðar.' Og jeg veit að nú á þessum merku tímamótum í æfi Guðfinnu Hann- j esdóttur miin margur senda henni i hugheilar kveðjur og óskir um. farsælt og bjart æfikvöld. K, Itnattspyrnumðt Islands. Á morgun, annan í hvíta- sunnu, hefst knattspyrnumót ís- lands í 19. sinn. Árið 1912 gaf knattspyrnufje- lagið Fram bikar þann, sem um verður k-eppt, og í reglugerð beirri, sem gildir um íslandsbik- arinn, er svo fyrir mælt, að fje- lag það, sem sigrar á knatt- spyrnumóti íslands, hljóti þá nafnbót að heita besta knatt- spyrnufjelag iandsins það ár, er það hefir unnið bikarinn. Hingað til hafa leikar farið svo, að K. R. hefir unnið bikar- inn 8 sinnum, Fram. 7 sinnum, Víkingur tvisvar og Valur einu sinni. Þrjú ár hefir eigi verið keppt um bikarinn og hefir Fram haldið honum þau árin. Síðast- liðið sumar vann K. R. og er því talið „besta knattspyrnufjelag Is- lands“ og tnun það fjelag nú reyna alt til þess að verja bik- arinn og halda tignarheitinu. í móti þessu taka þátt öll knattspyrnufjelög bæjarins, K. R., Fram, Valur og Víkingur, og tefla fram sínum bestu mönnum, eins og venja. er til, þegar mikið er í húfi. Oft hafa þessir flokk- ar staðið gegnt hver öðrurn á vellinum og oft hefir kappið ver- ið mikið og enginn viljað gefa eftir, fyr en í fulla hnefa. Og eins hafa keppendurnir lofað sjálfum sjer því að berjast ó- trauðir fyrir sigri síns fjelags. Oft hefir verið m,jótt á milli sigurs og ósigurs, — og svo mun að líkindum verða nú í þetta sinn. Tímarnir breytast og menn- 4 I * Skordýraeitrið K.O. er óbrígðult tíl útrýmingar á flugum, mel, kakarlökum ofl. Helgi Magnússon & Co. KNOCK Ol'T Þeir, sem kaupa trúlofunarhringa hjá Siffurþór verða altaf ánægðir. irnir með og knattspyrnuliðin eru líka háð því lögmáli. Maður kemur í manns stað, en altaf hvílir sami andi yfir vellinum, þegar knattspyrna er háð, andi karlmennsku og drenglyndis, andi þróttar og leikni. — Hver hreyfing hjá keppendum miðar að því, að sigra drengilega mót- herja sína og færa sinn flokk fram til sigurs. Og hverri hreyf- ingu veita hundruð og jafnvel þúsundir áhorfenda athygli, enda er ekki til betri og hollari skemt- un en sú, að horfa á fjörugan knattspyrnuleik, þegar jöfn fje- íög leiða saman hesta sína. Að - þessu sinni. hefst knatt- spyrnumót Islands nokkru fyr en venja er til, og er það vegna hingaðkomu dönsku knatt- spyrnumannanna í sumar. En eigi að síður hafa knattspyrnu- fjelögin búið sig dyggilega und- ir þetta mót og munu öll fjelög- in hafa fullan hug á því, að hreppa „Islandsbikarinn“ og þann heiður, sem honum fylgir. Er því óhætt að fullyrða, að ís- landsmóts-kappleikirnir verða mjög ,,spennandi“ og ættu bæj- arbúar því að fjölmenna út á völl næstu kvöld. Bæjarbúar, fylgist vel með þessu móti og horfið á kappleik- ana! Sýnið knattspyrnumönnun- um, að þið hafið áhuga fyrir starfi þeirra og örfið þá til meiri dáða. Fyrsti kappleikur mótsins verður milli K. R. og Víkings og hefst kl. 81/2- Á þriðjudag |kl. 8V2 keppa Fram og Valur. Kári. •——«*••---

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.