Morgunblaðið - 27.08.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SaiDgöngubæturnar í Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu. í sumar er unnið að stórfeldari samgöngubótum í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, en dæmi eru til nokkru sinni áður. í Rangárvallasýslu er unnið að þessum samgöngubótum: Brú á Markarfljót hjá Litlu-Dimon á- samt varnargarði frá brúnni upp í Stóru-Dimon. Er sú vegalengd rúml. 2 km., en ekki er gert ráð fyrir að garðurinn verði allur bygður í sumar, enda er hann mik- ið mannvirki. Markarfljótsbrúnni miðar vel á- fram og er búist við að hún verði fullgerð um mánaðamótin sept- og október, Brúin er feikna mann- virki, 242 metrar á lengd, gerð úr járnbentri steinsteypu (stein- steyptii- bitar). Þá befir verið lagður vegur frá Markarfljótsbrúnni að austanverðu snður undir Seljalandsmúla og er jjeirri vegagerð að mestu lokið. Einnig mun í ráði að bygðar verði nokkrar smábrýr á ár undir Eyjafjöllum, en óvíst er Iivort ]iær komast á í liaust. En þegar þessum miklu samgöngubótum öll- xim er lokið þá er greiðfær bílveg- ur kominn alla leið austur í Mýr- <Ial. — í Vestur-Skaftafellssýslu er unn- Ið að þessum samgöngubótum: — Brú er reist á Klifandi, austan Pjeturseyjar. Er hún 100 metrar ú lengd, úr járni og gegndreyptu timbri. Við brúna eru langir garð- ar til beggja handa til þess að hakla vatnselgnum í skefjum. Brú- in á Klifandi er nærri fullgerð. í sambandi við brúna á Klif- andi er einnig enn stærra mann- virki nokkru austar, við Hafursá. Ætlunin er að veita Hafursá vest- ur í Klifandi, en það er erfitt verk, því að Hafursá er oft vatns- mikil og ill viðureignar. Hefir hún valdið feikna usla á jörðum með aurframburði sínum og vants- flóðum. Og fengi hún áfram að leika lausum hala er ekki annað sjáanlegt, en að hún mundi brátt leggja í auðn margar jarðir í Dyrhólahreppi- En nú er verið að glíma við Hafursá. Á að veita henni úr far- vegi sínum vestur í farveg Klif- andi. Takist þetta, sem vonandi verður, er tvent unnið: Miklu og góðu landi er bjargað frá algerðri oj-ðileggingu og samgöngur fást ■öruggar til Víkur í Mýrdal. Nokk- 'ur spjöll verða að vísu á landi við það að Hafursá verður veitt í Klifandi; má t. d. búast við að ..jörðin Holt leggist í eyði. En þessi ■spjöll eru miklu minni en þau, sem ;yfir vofðu ef Hafursá fengi áfram að leika lausum hala, og því er talið sjálfsagt að veita ánni og hæta tjón það, sem af hlýst. Fyrirhleðslan í Hafursá er mikið mannvirki. Þar verður bygður 1100 metra garður mikill og traust ur. Fer það eftir veðráttu í haust livort hægt verði að Ijúka mann- virki þessu á þessu éri. Þá verða einnig nú í liaust bygð- m- brýr yfir smáárnar, Deildará •og Hvammsá í Mýrdal, en báðar þessar ár eru fyrir vestan Vík. Austan Víkur er einnig unnið að stórfeldum samgöngubótum. Er það vegagerð mikil frá Fagradal, austnr lijá KerlingadaJ, inn Höfða- brekkuheiðí að brúarstæði því, sem fyrirhugað er á Múlakvísl- Byrjað var á vegagerð þessari í siunar, en hún er skamt komin ennþá, verður lokið að sumri. í sambandi við vegagerð þessa verða tvær brýr, á Kerlingadalsá, austur af Bólstað og Múlakvísl fyrir norðan Selfjall. Von manna var sú, að þegar vegagerð þessari yrði lokið og brýi-nai' komnar á Kerlingadalsá og Múlakvísl, þá yrði greiðfær bílvegur alla leið austur á Síðu. En nú virðist nýr, óvæntur þrösk- uldur ætla að umturna þessari von manna — a. m. k. í svipinn. 1 sumar tók mikið vatn að renna úr Mýrdalsjökli austan Hafurseyjar og rennur það fram af miðjum Mýrdalssandi, en Múlakvísl hefir fjarað að sama skapi. Hefir vatnið austur á sandinum lengst af í sum- ar verið svo mikið, að það er al- ófært bílum. Flæðir það yfir sand- inn á hingu svæði. Menn eystra eru þó að vona, að breyting verði hjer brátt á aftur, þannig að vatns elgurinn hverfi í Múlakvísl, þar sem hann hefir verið síðan Kötlu- gosið 1918. Ef sú von bregst verða, verkfræðingar að finna einhver ráð til þess að vinna bug á þess- ari samgönguteppu austur á Mýr- dalssandi. ---------------- Frá ísafirði. Sundmót var háð sunnudaginn 6. ágúst við Suðurtangann í Isafirði, að tilhlut- un íþróttaráðs Vestfjarða. Kept var í tveimur flokkum, fegurðar- sundi og öO metra hraðsundi. í fyrri flokknum keptu 6 og hlaut Sigríður -lónsdóttir úr U. M. F. Árvakri 1- verðlaun, að einróma á- liti dómnefn'dar. í hraðsundi keptu 11, þar af ein stúlka. Fyrstu verðlaun hlaut Jón- as Magnússon úr Knattspyrnufje- laginu Vestra. Synti hann 50 metr- ana á 46.5 sek. í fyrra vann liann einnig í þessu sundi, en var þá 5C.7 sek. á leiðinni. Er því hjer um mikla framför að ræða. Togari veiðir í landhelgi. Varðbáturinn „Skúli fógeti““, sem annast landhelgisgæslu fyrir Vestfjörðum (skipstj. Hannes Frið- steinsson) stóð fyrir nokkru ensk- ,an togara að veiðum í mynni Arn- arfjarðar, Togarinn heitir „LoyaT og er frá Grimsby. Mannslát. Hallgrímur Rosinkranzson and- aðist í ísafirði aðfaranótt 19- þ. mán. Hann var 78 ára að aldri og hafði verið búsettur í Isafirði í rúm 30 ár. Ný fiskverkun. Sveinn Árnason fiskimatsmaður hefir dvalið í ísafirði að undan- förnu til þess að ræða við útgerð- armenn um hina nýju fiskverkun, er hann fekk einkaleyfi á um næstu 5 ár á síðasta Alþingi. Hefir Sveinn kallað þenna fisk Magna, en á honum er sama verkun og á Newfoundlandsfiski, sem gengúr undir nafninu Shore. Er fiskur þessi eftirsótt vara sumstaðar í fiskmarkaðslöndum okkar og stór- fiskurinn einkum í hærra verði en íiskur verkaður á annan hátt. — Sveinn er því eindregið fylgjandi að tekin sje alment upp pækilsölt- un á fiski og telur að á þann hátt fáum vjer Islendingar miklu verðmeiri fisk en ella. (Eftir ,Vesturlandi.‘) Óhollu brauðin. 1 sambandi við það sem hefir verið ritað hjer um gamla mjölið og' óhollustu er af því stafar, er vert að geta þess, að útlend blöð hafa nú einnig þetta mál til með- ferðar. — 1 dönsk blöð rita ýmsir nierkir heilsufræðingar og er þar í fyrstu röð dr. Hindhede, sem bendir á annað sem er verra en mjölið sje gamalt. Hann segir að útflytjendur mjöls gjori mikið að því að lireinsa mjölið með ýmsum eitruðum efnum, til þess að gjöra það hvítara og drepa í því maur og sveppa og búa það undir lang- an flutning og geymslu. Ameríku- menn sjeu þar fyrstir í flokki. Þeir noti t. d. bíásýru, nikótíngufu, brennisteinsgufu, klórgas, brenni- steinssýring og margt fleira þessu líkt. Svo koma bakararnir, sem þektir eru að því að hafa mikla tilhneigingu til að nota fyrst og fremst svó ódýrt efni sem völ er á og „bæta“ það svo með ýmsum efnum svo sem klór- og bróm- söltnm, jarðsýru, ýmsum sambönd- um úr brennisteini og fosfór auk ammoníaksaltanna, sem höfð eru til að blása brauðin út og gera þau stærri. Þeir sem fyrstir hófust handa gegn óholla mjölinu, voru Frakkar og Svissar.Þeir hafa nú sett ströng lagáákvæði um verslun með mjöl- vörur og gjört ráðstafanir til þess að brauðvörur verði hollari. Er nú í dönskum blöðum liafin barátta, fyrir því að samsltonar ráðstafanir verði gjörðar þar í landi. — Nýj- um dönskum blöðum verður nú tíð rætt um húðkvilla, eða útslátt, sem bakarar þjáist af. Hafa blöðin sjiúið sjer til yfirlæknis dr. Skúlai Guðjónssonar o. fl. lækna þessu viðvíkjandi, og segir Skúli að þetta komi af persúlfati, sem jafn- vel danskar myllur blandi saman við mjölið. .Nálægt 40 af hverjum 100 bökurum hafi meiri eða minni aðkenningu af þessum kvilla, og því muni verða að banna þetta efni. Niðurstaðan af þessu sýnist vera sú, að livert land verði að mala kornið sjálft og baka úr mjölinu sem nýjustu. En þetta er ekki nóg. — ILeil- brigðisstjórnir verða að taka upp gagngjörðara eftirlit með bökun- arhúsunum. í öðrum löndum er víðast slíkt eftirlit, en lijer á ís- landi mun það algjörlega Amnta. Súru brauðin. Hjer í Reykjavík er það eftir- tektavert livað brauð eru misjöfn að gæðum. Þetta sýnir að fólkið hefir bókstaflega engan smekk og ekkert vit á því hvað það leggur sjer til munns. Hjer verður því að heimta opinbert eftirlit. Það er ekki síður nauðsynlegt að líta eftir brauðagerðinni en mjólkursölunni, því að brauðin eru þó að verða aðalnæringarefni alls þorra ungra og gamalla. Sadolin & Holmblad H.S. Kaupmannahöfn. Stærsta, elsta 0.8; fullkomn- asta verksmiðja Norðurlanda í allskonar málningum og lökkum. Aldarfjórðungs reynsla á ís- landi. Öllum þeim vinum minum, kunningjum og œttfólki, nœr og fjœr, er sendu mjer heilla- óskir, eða mintust min á annan háit á fimtugs afmœli minu, þ. 24, þ. m., votta jeg mitt inni- legasta þakklœti. HJÖRTUR HANSSON. Kanpmenn og kanpfélðg! Iilden Oats hafrimiöllð er komíð aftur. Mun ódýrára en áður. H. Benediktsson & Co. Símí 1228. — Hreint og beint hneyksli eru súru brauðin, sem sumar brauðgerðir láta sjer sæma að selja fólki. Gestir í bænum kvarta oft undan þessum brauðum, enda hafa sum hótelin ekki haft annað á boðstólum nú um mörg ár. — Koma þessi súru brauð af slrökku geri eða skemdu mjöli eða hvoru tveggja 1 — Svari þeir sem vit liafa á! Það eru einkum rúgbrauð- in, sem lykta af þessari þefillu sýru. Á hveitibrauðum verður óg hins sama vart, en auk þess eru þau oft hálfseig að utan og eins og kítti að innan. — Þess skal getið, að allar brauðgerðir bæjar- ins eru ekki jafn óvandar að virð- ingu sinni um efni og tilbúning brauðanna. Sumar baka mjög svo sæmileg brauð á okkar mæli- kvarða að minsta kosti. En sann- ast mun sagt að öll brauðagerð lijer þvrfti að batna að mun. Almenningur gæti miklu áorkað með þvi að reyna fyrir sjer hvar be'st brauð eru gerð og kaupa þau þar. Fáir munu vera svo alveg gersneyddir þéfskynjan, að þeir finni t. d. ekki mun á súrum brauðum og ilmandi. Að treysta opinberu framtaki í þessu efni, sýnist vera öllu vafa- samara* Allur hugur stjórnarvaldanna sýnist mest snúast um sjúkdóma, spítala og lækna en minna um hitt að verja þjóðina kvillum. — En skyldi nú heilbrigðisstjórnin hef.j- ;ást handa, þá er brauðgerðin á- reiðanlega eitt stærsta málið, sem iiún þyrfti að snúa sjer að. Haupm'a|'n! er lang útbreiddasta blaðift til sveita og við sjó, utan Reykjavíkur og um hverfi* hennar, og er þvi besta auglýsingablaðið á þessum slóðum. Hinar margeftirspurðu ljósu Harlm. regnkðpur eru nú komnar aftur og kosta aðeins kr. 12.00. VOruhasli. Balbo liorfði á nauta-at í Lissa- bon. Til endurminningar nm þá beimsókn lians, fekk hann, að spönskum sið, eyrað af einum tarf- inum að g.jöf. Grierson. Heyrst hefir, að Gri- erson flugmaður hugsi til þess að fljúga frá Englandi um ísland, Grænland, vestur um haf, næsta sumar, og þá í stærri og sterkari f'Iugvjel en liann kom í að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.