Morgunblaðið - 27.08.1933, Blaðsíða 3
MORGUNFLAÐIÐ
JRorgttnWaM^
Útgref.: H.f. Árvakur, Reykjavtk.
Ritatjðrar: Jðn KJartanaaon.
Valtýr Stefánaaon.
RitstJðrn ogr afgreiOela:
Austurstræti 8. — Siral 1600.
Auglýslngastjðrl: E. Hafberg.
AuKlýslneaakrlf stof a:
Austurstræti 17. — Siml 3700.
Helmaslraar:
Jön Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni Óla nr. 3045.
E. Hafberg nr. 3770.
ÁakriftagrJald:
Innanlanda kr. 1.00 & mánutll.
Utanlands kr. S.50 A raánuOL
I lausasölu 10 aura elntaklO.
20 aura með Leabök.
Tímamót.
íslenska þjóðin stendur nú á
merkileg'um tímamótum, stjórn-
málalega. ■
Rjettarbætur stj órnarskrárinnar
verða lögfestar á aukaþinginu á
komanda hausti. Með þeim ger-
hreytist viðhorf stjórnmálanna.
Á þessum tímamótum er sjer-
staklega ánægjulegt fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að líta yfir farinn
veg og sjá hvernig þjóðin hefir'
fyigt sjer um stefnumál flokksins,
þrátt fyrir harðsmma andstöðu
stjettaflokkanna til beggja handa.
Stjórnarskrármálið er mál Sjálf-
stæðisflokksins fyrst og fr^mst. —
Ungu kjósendúrnir mega þakka
honum, að mi, er skamt að bíða:
þess að þeir öðlist mannrjettindi
til jafns við aðra þegna landsins.
Sigrarnir í þessu máli eru ein-
göngu að þakka einbeittni og
festu Sjálfstæðismanna.
Stjórnarskráin nýja veitir einn-
ig flokkunum nokkra tryggingu
fyrir því, að þeirra rjettur verði
•eigi fyrir borð borinn á Alþingi.
Stjórnarskráin viðurkenúir þá al-
gildu lýðræðiskröfu, að flokkunum
heri þingsæti í samræmi við fylgi
þeirra hjá þjóðinni.
Þessi rjettarbót hefir slegið ó-
hug á andstöðuflokka Sjálfstæð-
isflokksins. Þeir þykjast sjá fram
á, að skamt verði að bíða þess að
Sjálfstæðisflokkurinn fái lireinan
meirihluta á Alþingi, þar sem
flokknum fylgi nú þegar nál. helm-
ingur allra kjósenda á landinu-
Þeir óttast, að ungu kjósendurnir
imuni tryggja Sjálfstæðisflokknum
öruggan og varanlegan meiri-
liluta hjá þjóðinni og Alþingi.
Þetta liugboð audstæðinga Sjálf-
stæðisflokksins hefir orðið til þess,
að nú hafa þeir tengst nýjum vin-
áttuböndum og hyggja á samvinnu
í framtíðinni. Eina sameiginlegt á-
hugamál beggja er, að sporna við
•vexti Sjálfstæðisflokksins. Alt ann
að er fyrir ]>eim einskisvirði.
Sjálfstæðísflokkurinn mun ekki
harma það að svona er komið.
Honum er það ljóst, að fyr eða sið-
ar hlýtur þjóðin að kenna Fram-
'sðknarflökknum að viðurkenna
þann sanhleika, að hann hefir að-
eins um tvent að velja: Annað
hvort að játast lireinlega stjórn-
málastefiru sósíalista og lifa eftir
hennf í orði og verki, ellegar að
■snúast gegn henni.
Þess vegna gengur Sjálfstæðis-
flokkurinn ótrauður til baráttu,
öruggur um fullnaðarsigur að lok-
sim.
Skatt, eru Þjóðverjar að hugsa
um að leggja á konur þær, sem
ekki eignast börn..
Haustþing - Vetrarþing.
Aukaþingið í haust.
Loksins — eftir mánaðar karp
fram og aftur — fekkst fullnægt
þeirri liöfuðkröfu Sjálfstæðis-
f'lokksins, að kveðja saman aulta-
þing til þess að afgreiða stjórnar-
skrána og setja ný kosningalög.
Forsætisráðherra hefir fallist á
að aukaþing verði kvatt saman 1.
nóv. næstkomandi, en nýjar kosn-
ingar fari fram að vori. Af þessu
leiðir, að fresta verður næsta1
reglulega Alþingi (fjárlagaþingi)
þar til eftir kosningarnar.
Forsætisráðherra tekur það
beint fram í brjefi til flokkanna/
frá 22. þ. m-, að á aukaþinginu í
haust eigi að samþykkja stjórnar-
skrána, setja ný kosningalög og
breyta þeim öðrum lögum, sem
leiða af stjórnarskrárbreyting-
unni (þingsköp o. fl.) Önnur verk-
efni eiga ekbi að liggja fyrir auka-
þinginu.
Með þessu liefir forsætisráð-
berra algerlega fallist á þá liöf-
uðkröfu Sjálfstæðisflokksins, að
stjórnarskrána beri að samþykkja
8 aukaþingi, svo nýjár kosningar
geti farið fram áður en næsta fjár-
lagaþing kemur saman.
Þetta var höfuðkrafa Sjálfstæð-
isflokksins frá upphafi. Og kraf-
an var fram borin vegna hinna
mörgu nýju kjósenda, sem stjórn-
arsltráin veitir kosningarrjett.
Þeirra rjettur hefði verið fyrir
borð borinn, ef ekki hefði verið
kosið áður en fjárlagaþing kemur
saman.
Svikráð sósíalista.
En jafnframt því sem Sjálf-
stæðisflokkurimi bar fram kröfu
um afgreiðslu stjórnarskrármáls-
ins á aukaþingi, bar hann einnig
fram ósk um það, að aukaþinginu
yrði sem mest hraðað, svo að nýj-
ar. kosningar gætu farið fram á
komanda hausti. Með því hefði Al-
þingi fyr orðið rjettari mynd af
þjóðarviljanum, því að stjórnar-
skráin nýja ætlast til þess, að
þingflokkar fái þingsæti í sam-
ræmi við kjósendafylgi. Þessi ósk
Sjálfstæðisflokksins. var því fylli-
lega rjettmæt og í anda lýðræðis-
ins- —
En andstæðingar Sjálfstæðis-
flokksins voru ekki á því að flýta
fyrir rjettlætismálunum. Fram-
sóknarflokkurinn snerist frá önd-
verðu gegn aukaþingi. Hann vildi
lengst af vera trúr ranglætinu.
Þó liefði aukaþing í sumar og
haustkosningar hafst í gegn ef
sósíalistar hefðu verið trúir sín-
um m álstað. En þeir sátu á svik-
ráðum við rjettlætismálin. Þeir
gerðu leynimakk við Hrifluliðið í
Framsókn um nýja stjórnarmynd-
un gegn því að falla frá öllum
kröfum um aukaþing. Burgeisar
sósíalista gleymdu skyndilega rjett
lætismálunum þegar þeir fundu
lvktina af kjötkötlum hins kom-
anda Hrifluvalds. Ungu kjósend-
urnir minnast þessa áreiðanlega
við næstu kosningar. Þeir minnast
þess einnig, að Sjálfstæðisflokkur-
inn er eini flokkurinn sem hefir
barist fyrir þeirra málstað.
Fjárlagaþing aó hausti.
Þar sem ákveðið ei- að nýjar
kosningar fari eklci fram fyr en
að vori, verður að setja lög á
aukaþinginu í haust um að reglu-
legt Alþingi (fjárlagaþingið) komi
eigi saman fyr en síðari hluta
næsta árs, eftir kosningarnar.
Samkomudagur reglulegs þings
er í stjórnarskránni ákveðinn 15.
febrúar. Þessu má þó breyta með
einföldum lögum, og þessu verður
að breyta að því er snertir næsta
þing. Hins vegar hefir ekkert ver-
ið um það talað hvenær fjárlaga-
þingið komi saman á næsta ári. Er
þar um tvent að velja: sumar-
þing eða haustþing. Sennilega
verða þeir fleiri sem aðhyllast
haustþing fremur en sumarþing.
En þar sem nú rekur að því, að
breyta verður um samkomudag
reglulegs þings, er þá úr vegi að
athuga hvort ekki væri rjett að
breyta til — ekki aðeins fyrir
þetta eina þing — heldur til frarn-
búðarj
Oft hafa raddir heyrst um það,
að ólieppilegt sje að láta fjárlaga-
þing koma saman í ársbyi'jun.
Hitt mundi heppilegra, að Alþingi
kæmi saman seinni hluta árs. —
Þessar raddir eiga fylsta rjett á
að vera heju’ðar.
Fjármálin eru að jafnaði lang-
stærstu og veigamestu málin, sem
r eglulegt Alþingi fær til meðferð-
ar. Hvert reglulegt þing afgreiðir
fjárlög fyrir næsta ár.
Það liggur í augum uppi, að
miklir og margvíslegir erfiðleikar
eru á því fyrir ríkisstjórnina, að
semja fjárlög fullu ári áðnr en
þau eiga að koma til framkvæmda.
En svona verður þetta að vera nú.
Fjárlög eru venjulega samin í okt,
eða nóvembermánuði og lögð fyrir
þingið í febrúar- Og þó að þingið
hafi nokkuð betri aðstöðu en
stjórnin sem samdi fjárlögin —
því að venjulega situr þingið fram
í apríl — maímánuð, þá hefir
venjan orðið sú, að grundvöllur
sá, sem stjórnin sjálf hefir lagt
ræður mestu um það, livaða af-
greiðslu fjárlögin fá að lokum.
Illa undirbúin fjárlög fá sjaldan
mikla bót á Alþingi.
Ef reglulegt Alþingi kæmi hins
vegar saman seinnihluta árs —
segjum 1. október — þá horfðí
mál þetta alt öðru vísi við. Ríkis-
stjórnin hefði þá á takteinum á-
byggilegt yfirlit yfir ríkisbúskap-
inn á árinu, og því miklu auðveld-
ara að gera áætlanir fyrir kom-
anda ár.
Vildu ekki stjórnmálaflokkarnir
athuga í bróðerni hvort ekki væri
rjett að breyta nú til og flytja
samkomudag reglulegs þings fram
á haustið? Slík breyting yrði á-
reiðanlega til góðs. Og nú er ein-
mitt' ágætt tækifæri til að gera
þessa breytingu, þar sem flytja
verður næsta reglulegt þing.
G-emlur. Gamall bóndi í nánd
við Madras, sem er 100 ára að
aldri, er, eftir því sem hann sjálf-
ur segir, nýfarinn að taka tennur
í þriðja sinn.
Kossaflens. C. Engelbreth lækn-
ir, er skrifað hefir bók um herkla
veilci, lieldur því fram, að veikin
útbreiðist mikið vegna þess, að
fólk er með sífelt kossaflens.
Haustvörurnar
koma nú með hverri ferð. Nú síðast fengum við: T*
Vetrarkápur - Kápuefni - Astrakan í mörg-
um litum — Kjólaefni ullar og silki — Flauel
f]. litir — Nærfatasilki marg. gerðir — Peysu-
fatasvuntuefni,
og mikið úrval af ýmsum Bómullarvörum svo sem:
Nærfata- og Náttfataefnum — Morgunkjóla-
efnum — Sirtsum — Ljereftum — Tvistauum
— Handklæðum og Handklæðadregluim —
Gardínutauum, fjölbr. úrval, og fjöldamörg-
um öðrum vörum.
Flug Lindbergh’s.
Þau hjónin flugu í
gær til Hafnar.-
Leirvík 26. ágúst,
United Press. FB.
; Lindberghs hjónin lögðu af stað
þjeðan áleiðis til Kaupmannahafn-
ar kl. 12.55 í dag. Yfirvöldin voru
viðstödd brottför þeirra og óskuðu
þeim góðs gengis, en Lindhergli
varð fyrir svörum og þakkaði
hlýjar viðtökur þar í eyjunum.
Khöfn 26. ágúst.
United Press. PB.
Liudbergh-hjónin lentu hjer á
höfninni kl. 5.10 síðd. Áður en
þau lentu flugu þau tvívegis i
hring yfir höfninni og lentu skamt
frá víginu við innsiglinguna. —
Meðal þeirra, sem buðu þau hjón-
in velkomin voru fulltrúar ríkis
og borgar, sendiherra Bandaríkj-
anna o. fl. Áhorfendur voru fjölda
marg'ir, hæði við höfnina, og’ á
öllum gangstjettum þeirra gatna,.
sem ekið var um með þau hjónin,
að ráðhúsinu, en þar fór hin opin-
bera móttaka fram. Þar flutti
borgarstjórinn ræðu- Mannfjöld-
inn fyrir utan ráðhúsið hylti Lind
bergli og- konu lians ákaft.
Blöðin í Kaupmannahöfn eru
skrautprentuð og með fjölda
mynda í tilefni af komunni.
Hveitiverð hækkar.
London, 25- ágúst.
United Press. P'B.
Helstn lönd, sem flytja út hveiti
og inn hafa gert með sjer sam-
komulag, til þess að hækka verð-
lag á hveiti og gera. það stöðugra
og gera liveitiræktina arðberandi.
Samkomulag þetta er gert að und-
angengnm þriggja ára samkomu-
iagstilraunum, sem aðallega hafa
fram farið í Rómaborg, Genf og
London. Er þetta í fyrsta skifti
svo sögur fara af, að alþjóðasam-
komulag næst um takmörknn
hveitiframleiðslu og skipulagningu
hveitiútflutnings.
Frá Horegi.
Oslo 26. ágúst. FB.
Flugslys,
Hræðilegt flugslys varð í dag
nálægt Horten. Ein af flugvjeluni
hersins hrapaði niður í nánd við
flugbátastöðina. Flugmennirnir,
Jon Edvardsen og Hjelmar Rö-
saak, hlutu svo mikil meiðsl, að
þeir Ijetust báðir skömmu eftir
að þeir höfðn verið flnttir á
sjúkrahús. Hinn fyrnefndi var 25
ára; liinn síðarnefndi stóð á þrít-
ugu. Nefnd hefir verið skipnð til
jþess að rannsaka orsakir flugslyss
ins.
Drengur stórþjófur.
Stórþingssendill nokkur, hefir
fundist sekur um að hafa stolið
25.(XK) krónum af ferðapeningum
þingmanna, sem hann var sendnr
eftir í fjármálaráðuneytið- Sendl-
inum hefir verið vikið frá starf-
inu, en forsetar þingsins kyáða,
hafa ákveðið að liöfða ekki mál
gegn honum, vegna heilsufars'
hans. Sendillinn hefir veikst and-
lega og liggur illa haldinn á
sjúkrahúsi.
Hjónavígsla. Ungur prestur í
Ameríku gaf foreldra sína saman
nýlega. Þau höfðu verið skilin í
mörg ár. Presturinn hjelt vfir
þeim hjartnæma vandlætingar-
ræðu.
Blástakkarnir írsku fara
kröfugöngu í dag.
Dublin, 26. ágúst.
United Press. FB.
O’Duffy hefir tilkynt í Fermoyr,
er liann kom þar- við, að hann ætli
sjer að efna til kröfugöngn í
Bealnablath á sunnudaginn, þrátt';
fyiir bann ríkisstjórnarinnar.
Fjármálaráðherra U. S. A.
segir ekki af sjer.
United Press. FB.
Hyde Park, 26. ágúst.
Að afloknum fundi méð Roose-
velt forseta hefir Woodin fjáT-
málaráðherra tilkynt, að hann ætli
ekki að segja af sjer.
Mrs. Roosevelt, kona Banda-
ríkjaforsetans, hefir nýlega tekið
að sjer ritst.jórn á tímariti einu.
Upplagið er tvær miljónir.
Hámark kvennahylli er það tal-
ið, sem Dolfuss liinn austurríski
nýtur, þareð kvenfólkið hefir
mynd hans á varasmyrsla-stöngum
sínum.
Morgnnblaðið er 6 síður í
og Lesbók.
dag