Morgunblaðið - 27.08.1933, Síða 5

Morgunblaðið - 27.08.1933, Síða 5
Suimudaginn 27. ágúst 1933. 5 Kartðflnr. Nýkomnar, ágætis tegundir. Sjerstaklega ódýrar. Eggert Krlstiánsson & O#. Sími 1400 (3 línur). Stjórnarbylting á Kúba. Machado forseti flýr land. 4- Machado. Hinn 20. maí 1925 var Gerardo Machado y Morales kosinn forseti a Kviba, og endurkosinn 1929 og átti því að vera, forseti til 1935- Hann hefir stjórnað með harðri hendi og- orðið óþokkasælli með hverju ári. Sífeldar uppreisnir hafa verið á Kúba undanfarin ár, og liafa þær allar miðað að því að steypa Machado af stóli, en hann hefir haft herinn á sínu bandi og barið uppreisnirnar nið- ur af mikilli grimd. Bn svo fór þó að óvinsældir hans rjeðu niður- lögum hans. Fyrir nokkru var gert allsherjar verkfall á Kúba. Teptust þá allar samgöngur á eynni og blöð gátu ekki komið út. Prjettist því lítið um l>að hvað þar var að gerast, nema það að samgönguteppan liefði *það í för með sjer að v.íða vim landi væri bjargarlaust og hungursnevð yfirvofandi. Þetta mun hafa riðið baggamuninn og eins hitt, að Bandaríkin liótuðu því að skerast í leikinn. Eiga þau mikilla hagsmuna að gæta á Kúba. Ljetu þau ekki lenda við orðin ■ tóm, heldur sendu þangað herskip. Það varð til þess, að herinn á Kúba sneri baki við Machado for- seta. Hinn 11. ágúst sendi stórskot'a- líðið í Cabana út áskorun í xit- varpinu til ailra herdeilda í land- inu um það að hefjast nxi handa og reka Machado frá völdum. — Komu þegar svör hvaðanæfa, og Stjórnarhöllin á Kúba. alls staðar var viðkvæðið hið sama; allur herinn var einhuga um það að gera uppreisn. Stórskota- 'iðið í víginu Cabana settist þá um stjórnarhöllina og raðaði þar upp fallbyssum sinum. Setti það Maehado og stjórn hans þann kost að fara frá undir eins, svo að ný stjórn og nýr forseti gæti tekið við. Machado sá sitt óvænna og flýði stjórnarhöllina ásamt. föruneyti sinu í fimm brynvörðum bifreið- um, sein vopnaðar voru vjelbyss- um. Helt hann fyrst til herstöðv- anna í Camp Columbia og ætlaði að fá herliðið þar í lið með sjer, n þeg-ar það var ófáanlegt til þess, flýði Machado í flugvjel til meginlandsins, og er talið að hann muni* ætla sjer að fara til Þýskalands og setjast þar að. Nokkrum dögum seinna var kos- >.n nýr forseti og mynduð stjórn. Heitir nýi forsetinn Cespedes. — Bandaríkin liafa viðurkent stjórn h.ans og kallað herskip sín heim iftur frá Kúba. Síðan er smám saman að komast á kyrð í landinu. Hin nýja st.jórn hefir ákveðið að höfða sakamál á hendur Machado og þremur ráðherrum lians, þeim Ferrara utanríkisráðherra, Aver- hoff dómsmálaráðherra og Zubiz- arreta innanríkisráðherra,; enn fremur gegn Ainciart lögreglu- stjóra og Tzcpiierdo borgarstjóra í ITavana. Eru þeir ákærðir fyrir mörg morð og fyrir að hafa sölsað undir sig opinbert fje: Carlos Manuel Cespedes, hinn nýi forseti. Frá stjórnarbyltingunni. Fólkið á götunum flýr sem fætur toga þegar stórskotaliðið sest um forseta- höllina. 5kipulagsferðir 1933 ♦ Eftír Gaðmtmd Hannesson. (Niðurlag). Norðurhluti bæjarstæðisins er hálendisræma sunnan Húsavíkur- höfðans, og nokkur skák af lág- lendara túni austast. Land þetta veit mót suðri og eru því hvar- vetna góð húsastæði. Vestast á því er flatlendi noklcurt, opið mót suðri en girt á 3 vegu með hall- andi hlíðum. Á flatneskjunni var markað fyrir íþróttavelli bæjar- arins, enda er íþróttavöllur nú r,jett hjá. Að öðru leyti var land- inu skift í byggingareiti eftir því sem henta þótti, skilið eftir dálítið dalverpi norðan Höfðahlíðarinnar. Var þar ágætur staður fyrir skemtilegan bæjarvöll handa Norð- urbygðinni. Austast var gert ráð fyrir nokkurri bygð á tfini prests- ins og syðst í henni var börnum ætlaður leikvöllur en óbygð tunga látin standa auð fyrst um sinn sunnan hans. Þar eru nú nærtækir þurkreitir fyrir fisk. Falli þeir niður má nota tunguna til bygg- inga. Miðbik bæjarins var erfiðara við að eiga, því óvíst var víða hve djíipt væri í fastan grundvöll. Var því það ráð tekið að liaga skipu- laginu svo, að það gæti hentað, hversu sem grundvöllurinn reynd- ist. Kemur það víða fyrir í bæjum vorum, að mikill hluti af bæjar- stæðinu er gömul mómýri og ná- lega ókleift að ná föstum grunni. Sunisstaðar hafa menn svo árætt að byggja á mýri, án þess að komast niður á fastan grundvöll, þó ekki sje það eftir „kúnstarinn- ar“ reglum. Þannig mun vera um eitt hús á Siglufirði, því það hallast lítið eitt upp á móti brekk- unni. Eklci man jeg þó eftir nein- um sprungum í því. Á Húsavík fann jeg ein 4 hús, sem höfðu verið bygð á sama hátt. Eitt þeirra var allstórt timburhús með væmun steinkjallara og það stóð eins og „borg á bjargi traust“, var ekki ein sprunga sýnileg á kjallaranum. Steypta hlöðu sá jeg og, og lnin hafði ekki liaggast neitt. Þykir mjer það ekki ólíklegt að byggja megi liús í mýrum án þess að grafa niður á fastan grund völl, ef mýrin er jafndjúp og nokkurn veginn jafnföst fyrir. — T>etta þarf þó að rannsaka með iarðnafri. Sjerstaklega kæmi þetta lil greina með timburhús, og vel má vera að kjallaralaus einlyft steinhús mætti og byggja. Væri jeg þakklátur mönnum, sem gætu gofið mjer upplýsingar um þetta mál. Kirkjan á Húsavík stendur við aðalgötu bæjarins í miðjum bæ. Er hún rnikið timburhús og' öllu lík- ari skrautlegu ibúðarhúsi en kirkju, cn eigi að síður er hún bæjarprýði og á vafalaust vel við Þingeyinga, sem hafa lengi verið blendnir í trúnni- Til þess að þetta prýðilega hús nyti sín betur, var markað fyrir meðalstórum kirkju- velli umhverfis kirkjuna, og gert ráð fyrir að nokkur smáhýsi, sem bvgð höfðu verið á bakkanum framan kirkjuvallarins, hyrfu með tímanum. Vafasamt þótti að trje þrifust þar, svo ráð var gert fyrir því, að völlurinn væri grasflötur með blómabekk umhverfis kirkj- una. x Það var talið víst, að eina götu mætti byggja ofan kirkjunnar og gátu þá hús lokað kirkjuvellinum ofan til. Mikil líkindi voru þó til þess, að bygðin gæti orðið mun meiri. —• Var því markað fyr- iv breiðum götustúf aftan kirkj- unnar og gengur hann inn á mjög stóran bæjarvöll (þrefalt stærri en Austurvöll). Er gert ráð fyrir að í öðrum enda hans sje leikvöll- ui fyrir börn, í hinum tennisvöll- ur. Milli vallanna verður svo plant að trjám eða runnum og máske. að nokkru á miðvellinum, en mestur hluti hans yrði þó grasvöllur. — Verði bygt á öllu þessu svæði, þá renna allir bæjarhlutar saman í eina föngulega heild. Annað vandamál var samkomu- hús bæjarins. Það er mikil bygg- ing úr steinsteypu og nýbygð, en hefir verið sett fast við aðaigötuna og nýtur sín þar miður vel. Reynt. var að bæta úr þessu með því að gera lítinn völl ofan hússins og þótti hentugt að ætla framtíðar „hóteli“ bæjarins stað ofan hans. Skamt þar frá, við suðurenda sam- komuhússins, var gert ráð fyrir ríflegu stæði fyrir bíla. Þessi litli samkomuhúsvöllur kom sjer vel til þess að tengja barnaskólann við bæinn. Hann stóð hár og einmana á Borgarhóli og rak hornin í alt umhverfis. Ur horninu á samkomuhúsinu var markað fyrir breiðri götu, sem stefndi beint á skólann og auk hennar fjekk skólinn annan út- gang til suðurs- Framan skólans er leikvöllurinn og nýtur skjóls af' leikfimisskála norðan hans. Enn var eitt vandamál þar norð- an árinnar. Þar höfðu verið bygð nokkur hús meðfram ánni og lá gatan norðan þeirra. Skolpi frá húsunum var veitt út í ána. —- Smekklegt var þetta ekki og auk þess föst regla við skipulag, að skilja eftir auða ræmn meðfram ám og vötnum, smia að minsta kosti framhlið húsa að ánni og gera hana ekki að skólpræsi, ef annars er kostur. Er fátt skemti- legra í góðviðri, en að hlusta á árnið og horfa á strauminn, svo árbakkar eiga oftast að vera óbygt land og aðgengilegt öllum al- menningi. Yar því gert ráð fyrir, að flest húsin við ána flyttust smám saman norður fyrir götuna og sneru framlilið mót ánni og suðri, en árbakkinn yrði óbygður. 1 suðurbygð þorpsins er flatlent sunnan árinnar. Túnin þar voru áður mýri, en munu þó tæk til bygginga. Af landi þessu ofan til var tekin rífleg ræma meðfram ánni, og ætlast til þess að þar yrði gerður bæjarvöllur fyrir suður- bygðina. Ræman sunnan árinnar ,rerður þá hluti' af garði þessum cða velli, og rennur áin í gegnum hann. Hefir stífla verið gerð þar i ána á einum stað, svo ofan henn- ar er dálítil tjörn. Á öðrum stað er lítill hólmi í ánni. í garðinum niætti að líkindum gróðursetja trje og runua. Efsti hluti garðsins á að vera fyrir sjúklinga, ef nýtt sjúkrahús yrði bygt, en því var

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.