Morgunblaðið - 13.10.1933, Qupperneq 6
6
IffOKGTTNBT Af)TÐ
er, að gerður sje, við skattaálög-
ur, skarpur greinarmunur á há-
tekjum og há-launum. Þetta er þó
vissulega sitt hvað. Á tímum, sem
ógætilegir skattar á hátekjur geta
reynst hreinasti voði, getur verið
sjálfsagt að leggja mikla skatta
á há-iaun. — Það er engin hætta
á, að þeir skattar setji neinar
hættuelagar stiflur í atvinnulífið.
Þeir stuðJa þvert 'á móti að því,
að þjóðinni sparist, fjármagn til
nytsamra og atvinnubætandi fram-
kvæmda, að ógleymdum þeim hag-
stæðu áhrifum, sem þeir- hafa á
gjaldeyrismál ríkisins. — -Jeg liefi
sjerstaka ást$ðu ti] að ætla, að
það sje ekki tóm tilviljun, að þessi
aðgreining hátekna og h'álauna
kemur hvergi fram í hinum „nýja
ski]ningi“, sem B- J. segir að nú
sje tekinn að ríkja í þessum mál-
um. Leiðtogum Framsóknar er á-
reiðanlega eklcert kappsmál, að
skattur á hálaun sje tekinn sjer
og hækkaður til stórra muna. Við
það liefi jeg orðið var. við fleira
en eitt tækifæri. Hvort, þetta kunni
að einhverju leyti að stafa af því,
að allmargir þessara manna eru
einmitt í hóp þeirra hæst-launuðu,
skal látið ósagt. Það er að minsta
kosti ekki alveg óhugsandi-
— Jeg vil að endingu talca und-
ir þá ósk E. J., að nýr skilhingur
meðal almennings á stjórnimála-
viðhorfum og þörfum þjóðarinnar,
eigi eftir að setja svip sinn á
næstu Alþingiskosningar. En jeg
vona jafnframt, að sá skilningur
verði meðal annars fólginn í því,
að nú ríði meira á að fá á þing þá
menn, sem reynslan hefir sýnt, að
hægt er að treysta til varfærinna
og viturlegra framkvæmda. held-
ur en hina, sem vitað er um, að
eru fvrst og fremst menn mikilla
orða.
.3- október 1933.
‘þMinningarorð.
Ólafur Magnússon bóndi í Duf-
þekju, sem verður borinn til graf-
ar að Stórólfshvoli á moigun, var
fæddur í Dalsseli 30. október<1848.
Foreldrar hans voru Magnús bóndi
Þóroddsson og kona lians Guð-
ríður Ólafsdóttir, er bjuggu um
langt skeið fyrirmyndarbúi í Dalv
seli í Eyjafjallahreppi. Olafur ó]st.
þar upp hjá foreldrum sínum, og
þegar hann hafði fengið aldur og
þroska, þótti hann frábær starfs-
maður að hverju sem hann gekk,
og að verkhygni og liagsýni þótti
hann bera langt af jafnöldrum
sínum, svo að það var þá oft sagt
um hann, að hann væri frábært
búmannsefni; enda sýndi liann það
ljóslega, er hann byrjaði sjálfur
búskap- Óla’fur giftist vorið 1883
eftirlifandi konu sinni Höllu Þor-
steinsdóttur frá Steinmóðarbæ,
mestu myndar og mannkosta konu
sem reyndist manni sínum sam-
hent í dugnaði og allri búsýslu.
Þau settu bú í Stóra-Dal undir
Eyjafjöllum, og bjuggu þar í sjö
ár og efnuðust prýðilega, því að
þau vorú samtaka í því að gera
garðinn frægan, enda minnast
margir gestrisni þeirra og glað-
lyndis er böfðu af þeim náin
kynni. Vorið 1890 fluttu þau bú-
ferlum að hálflendunni Dufþekju
í Ilvolhreppi, og bar þar brátt á
framtakssemi og umbótastarfsemi
iijá hinum nýkomna bónda í sveit-
ina. Meðal annara umbóta má
nefna, að hann færði út túnið
og flutti vörslugarða þess all-
mjög um set, því að honum var
!»að fyllilega Ijóst, að erfitt yrði
að lialda við rniklum vörslugörð-
um, ef stunguna þyrfti að sækja
langt að, það var hagsýni og bú-
'nyggni er þá jafnan einkendi
athafnalíf Ólafs Magnússonar. —
Þegar hann hafði svo lokið slíkri
útfærslu, sljettaði hann })að og
gerði stóra landspildu að gras:
gefnum túnauka; slíka aðferð ættu
fieiri bændur að hafa, þar sem
iíkt er ástatt. Hann bætti svp
bújörð sína, að um eitt skeið var
það talin ein af best setnu á-
búðarjörðunum í þeirri sveit, og
f>ótt víðar væri leitað.
Olafur Magnú.sson var prýðilega
greindur maður, orðheldinn og ráð
vandur til orða og verka. Hann
ar glaðlyndur og hversdagsprúð-
ur maður, tillögugóður og ávalt
leiðbeinandi ef menn jeituðu lið-
'innis hans. Hann var fáskiftinn
irm hjeraðsmál, og mætti þvf segja
um liann, „en bóndi kringum bæ-
inn þinn, hjer besta lofið skrifað
tendur, og iðnu leiguliðans hend-
ur, er lijer var einn með hópinn
sinn“.
Ólafur var ágætur maður, bæði
sem eiginmaður, faðir og einlægur
vinur vina sinna. Þau hjónin
eignuðust 5 mannvænleg og‘ vinnu
söm börn, þau eru: Sigurður bóndi
á Krossi. í Austur-Landeyjum,
Þorsteinn þóndi í Efri-Vatnahjá-
leigu í sömu sveit, Mag-nús bóndi
í Dufþekju (sem tók við bústjórn
þar, er faðir hans gerðist aldur-
hniginn), Guðrún Jónína og Sig-
ríður, báðar hjá Magnúsi bróður
sínum.
Á síðastliðinu voru höfðu þessi
lioiðurshjón lifað { fimtíu ár sam-
an i farsælu hjónabandi, og þeir
■sem kunnir eru heimili þeirra,
Ijúka einróma lofsorði á dagfar
og háttprýði eldri og yngri þar,
því svo muri og hjer sem víða, að
undirstaða undir gott uppelði
bamanna sje ástúðleg samvinna á
milli foreldra.
Um Ólaf Magnússon má segja,
að þar hverfi maður til moldar,
er var í senn dugandi maður og
góður drengur, maður sem var
trúr lifsstarfi sínu, og varði vel
bví pundi, sem honum var trúað
fyrir; maður sem var sómi stjett-
ar sinnar. sem allir þeir. er þektu
báru virðingu fyrir, enda mun
minning hans lengi geymast, ekki
einasta í hugum ástvina lians,
lieldur og meðal hjeraðsmanna
þeirra, sem hafa haft eitthvað
saman við liann að sælda.
Þýsklr Gyðingar
Seita ti! Svíþjóðar.
Sænsku stjórninni berast unn-
vörpum umsóknir frá þýskum
Gyðingum um að mega koma til
Svíþióðai', og setjast ]iar að. —
Hefir stjómin venjulega gefið
þriggja mánaða dvalarleyfi, ef það
hefir sannast að viðkomendúr hafa
orðið að flýja Þýskaland aðeins
vegna þess að þeir voru af Gyð-
icgaættum. En þeim, sem hafa
viljað koma til Svíþjóðar til þess
að stunda þar atvinnu, hefir und-
antekningarlítið verið neitað um
dvalarleyfi.
Þjóðabandalagið
sá sjer ekki fært að
bæta úr hungurs-
neyðinni 1 Ukraine.
Á sameiginlegum fundi ráðs
Þjóðabandalagsins hinn 30. sept.,
hóf Movvinekel forsætisráðherra
Norðmanna máls á því, hvort
fcandalagið mundi ekki geta gert
ritthvað til þess að draga úr
'iungursneyðinni í Rússlandi, og
þá sjerstaklega í Ukraine.
Ut af þessu átti frjettaritari
„Matins“ tal við Mowinckel, og
kvaðst hann hafa talið það skyldu
na að hreyfa þessu máli á fund-
inum. „Fyrir mjer. er þetta sam-
viskuspursmél, þar sem hjer er
ekki um að ræða pólitískt atriði
heliTur mannúðarverk, sem á get-
ur oltið líf miljóna manna- Jeg
veit það að frá lögfræðislegu og
pólitísku sjónarmiði er slíkt fyr-
irtæki ekkert áhlaupaverk. En
hægt væri í allri vinsemd að beina
þeirri fyrirspurn til stjórnarinn-
ar í Moskva. hvort hún áliti það
ekki ákjósanlegt að alþjóða hjálp-
arnefnd kæmi til hjeraðanna, þar
sem neyðin er stærst“.
Parísarblöðin segja að Þjóða-
bandalagið hafi ekki sjeð sjer
fært að gera neitt í málinu, en
bent Mowinckel á að hann skykli
suúa sjer til Rauða krossins með
þessa málaleitan. .
Málverkasýning.
Grete Linck-Sclieving og inaður
hennar, Gunnlaugur Ó. Scheving,
sýna í Oddfellow-húsinu (uppi).
T’au liafa bæði gengið í gegnum
Danska Akademiet auk þess hefir
Gunnlaugur dvalið eitthvað f Osló.
Þau búa nú á Seyðisfirði.
Gunnlaugur sýnir 18 manna-
myndir og' 12 landlagsmyndír. —
Þessi sýning ber það með sjer.
sem raunar áður var vitað, að
hann hefir sjaldgæfa málarahæfi-
leika. Það hefir verið frá byrjun
eitthvað innihaldsríkt og' tilfinn-
inganæmt við vfcrk hans.
Þau voru til að byrja með all
bundin við Akademiskan stíl, mál-
uðu með helst til þunguni og
stundum, sótugum litum. En nú
or sem hann liafi brent af sjer
alt sót og litirnir standa hreinir
og d.júpir eftir. Hann virðist, að
sumu leyti, vera skyldur norsku
málurunum Munch og Karsten, og
'tekið sjer þá til fvrirmyndar. —
..Kona“ í bláum, violettum og
svörtum litum, er heilsteypt og
prýðilega máluð mynd. Það er
almúgakona sem hefir lifað, reynt
og sigrað, við það fengið yfir sig
eðalró, með eilífðarvissuna í hverj-
um drætti. Þessi mynd er mæli-
kvarðinn fyrir því sem málarinn
sækist eftir, sálrænt, tilfinninga-
næmt, ljóðrænt. Þetta er aftur og'
aftur viðfangsefni hans, en aldrei
eins vel náð og einmitt í þessari
mynd, nema ef vera s;kyldi í
Konumynd" í gulum og grænum
litum- „Veik kona“ sem liggúr í
rúmi, andlitið er gljáandi af hita-
sóttinni, augun stara inn í blá-
svarta skuggann bak við rúmið.
Þegar hann hefir verið búinn að fá
andlitsfallið og augnatillitið eins
og hann liefir vlljað hafa það,
hefir hann látið nægja að mála
rmh verfið með noklcrum krassandi
litum og slitróttum línum, að vísu
í’ullnægjandi, en þó ekki hæft
langt frá marki. ,Kona að sauma‘
uiídir berum himni, er mjö'g vel
gerð, nema ef vera skyldi að
litirnir væru nokkuð sunaurrifn-
ir. Gunnlaugur hefir þarna einn-
ig mjög g-óðar landlagsmyndir,
þar sem ,,mótívið“ er hugsað
gaumgæfilega og lagt þannig á
borðið að hugmyndaflugið hefir
mátulegt svigrúm. Hann legst á
knje fyrir náttúrunni, ekki til
þess að ná því ..Monoinentala",
stórslegna, en til þess að hlusta
eftir andardrætti liennar, til þess
að ná í grunntóninn.
Sjávarmvndirnir með fiskibát-
unum eru fremur Ijóðrænar
,,stemningar“, en að þær sjeu vold
ugar, fremur blíð fjarða „stemn-
ing“ en úthaf. Máske liggur
i)arna marklínan fyrir því, sem.
liann megnar. og hætta er á að
hið sálræna, tiIfinninganæma verði
einskonar krókaleið til að hlaupa
framhjá því stórslegna og erfiða.
Enn sem komið er, höfum vjer
kki ástæðu til að örvænta, en
hinsvegar gleðjast yfir því, sem
þegar er fengið.
Frú Linck-Scheving sýnír álíka
margar myndir og Gunnlaugur.
Hún málar í ákveðnum „dekora-
tivum“ st.íl. Þar eru andlitsmynd-
:r, sem sýna að hún hefir augun
opin fyrir því svipmikla og djarfa.
Eir.nig eru nokkrar smámyndir,
sem benda á að hún hefir. næma
tilfinningu fyrir litum. Bestar eru
, Stilleben með kött“ ; „Kona með
kíkir“ ; „Gata í Kaupmannahöfn" ;
og „Hafnarmynd“. Það ei- eitt-
livað rfkt og faílegt í þessum
myndum, en ekki altaf nógu af-
gerandi. Yfirleitt jafn logi, en
þess gætt, að ekki logi upp úr.
Sýningin í heild er mjög svo
athyglisverð.
Orri.
Doktorspróf
í Þýskafandi.
Með fyrirsögninni „Nýr íslensk-
iii' doktor“ birtist g'rein í Morg-
unblaðinu 28. f. m. Þar er
skýrt frá því að íslendingur hafi
nýlega lokið doktorsprófi í efna-
fræði við tekniska háskólann í
Dre.sden. Greinarhöfundur virðist
þekkja lítil til skóla í Þýskalandi,
eða að minsta kosti fara vel með
þá þekkingu sína, þar sem hann
segir:
„Verður að greina skýrt á milli
þessara teknisku liáskóla annars-
vegar, þar sem doktorsprófin eru
!ík því, sem gerist við Norður-
landaháskólana. og annara þýskra
háskóla (Universitáten), þar sem
doktorsprðfin eru í rauninni eklti
annað en Jokapróf háskólanna og
iiægt er að ljúka ritgerðunum á
tiltölulega stuttum tíma“. —
Hjer er hallað mjög á hlut
iiáskólanna („Universitáten"
sem eru algerlega hliðstæðar
stofnanir við feknisku háskólana.
Leiðir slíkt af sjálfu sjer, þar sem
stúdentspróf er inntökuskilyrði við
livorutveggja stofnanirnar og
námstími álíka. langur.
Sumar námsgreinar, þ. á. m.
efnafræði, er hægt að nema á
báðum skólunum og mup slíkt
nám ekki taka minni tíma við
Celtex
dömubindi er búið til úr dún-
mjúku efni. Það er nú nær ein-
göngu notað. Eftir notkun má
kasta því í vatnssalerni. Baklti
með 6 stykkjum kostar 95 aura.
Laugavegs Apótek.
Ný verðlækkun.
Melis 28 aura % kg-
Strásykur 23 aura % kg.
Kaffipakkinn 95 aura.
Rúsínur 80 aura l/z kg.
Óbrent kaffi 1.20 !/> kg.
Eldspýtnr bnnktið 20 aura.
1/1 fl. Saft 95 aura.
Bóndósin 95 aura.
tslenskar rófur í pokum á 5.75-
1 kjötdeildinni nýtt dilkakjöt
«
og allskonar grænmeti.
Verslun
Sveins iQhannssonar.
Rergstaðast.ræti 15.
Sími 2091.
háskóla en við tekniskan Iiáskóla,
eða vera haft í minni metum. -—
Hitt' er að vísu rjett, að það er
heldur sjaldgæft, að menn taki
doktorspTÓf við tekniskan háskóla,
nema þá í þeim greiimm, sem
kendar eru við háskólana líka, t-
d. efnafræði, náttúrufræði o. s.
frv. Stafar þetta af því, að þær
greinar, sem eingöngu eru kendar
við tekniska háskóla, taka Iengri
tima en hinar, og er því algengt
að menn verji 1—2 árum eftir
skyl'duprðf í hinum fyrnefpdu
greinum til að taka doktorspróf.
Doktorspróf í efnafræði í
Þýskalandi er því hversdagslegur
hlutm og stafar }>að annað livort
af misskilningi greinarhöfundar,
eða Töng'un hans til að gera úr
hófi fram mikið úr hinum nýja
doktor, sem er alls hróss mak-
legur, að hann víkur sannleik-
anuffi svo mjög við í þessu efni.
Að hinu hefir hann sennilega
ekki gætt, að hann g-erði hinum
unga, efnilega og' yfirlætislausa
vísindamanni lítiun greiða með
því að gorta. svo mjög fyrir hans
hönd, því að hinn nýi doktor
hefir víst tæplega kært sig um að
lítið væri gert úr kollegum hans
og skólahræðrum.
Dr. X.
Yerslunarjöfnuður Breta.
London, 12. okt.
United Press. FB
Innflutningur í september nam
57.772.000 stpd., en í ágúst 56.754.-
000 stpd. 1 septembermán. í fyrra
i var innflutningurinn 54.272.000
jstpd. Útflutningur í sept. að með-
töldum endurútflutningi 35.630.000
stpd., en í ágúst 35.297.000 og í
september í fyrra 29.131.000.