Morgunblaðið - 24.10.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Höfum fyrirligg|andi: Bárujárn, nr. 24 og 26, allar lengdir. Sljett járn, nr. 24 og 26, 8 feta. Þakpappi. í rúllum á 6 fermetra, 4 þyktir. Þaksaum, í pk. á ca. 350 stk. Rúðugler, blöðrulaust, 1 ks. á 200 ferfet. Girðingarnet, 68 og 92 cm. hæð, 100 og 50 mtr. í rúllu. Gaddavír, ca. 350 mtr. í rúllu. Kengir, 4 tegundir. Hænsnanet, 3 tegundir í rúllum á 30 mtr. Járnstólpar, 182 cm, langir, gataðir eftir fyrirmælum Búnaðarfjelagsins. Símí: 1—2—3—4. HiiddMí Hðsköla Islands tekur til starfa 1. janúar 1934. Umboðsmenn í Reykjavík: Frú Anna Ásmundsdóttir, Suðurgötu 22, síma 4380. Dagbjartui* Sigurðsson kaupm., Vesturg. 45, sími 2414. Einar Eyjólfsson kaupm., Týsgötu 1, sími 3586. Elís Jónsson kaupm., Reykjavíkurveg 5, sími 4970. Helgi Sivertsen, Austurstræti 10 (Braunsverslun). (Heimasími 3312). Jörgen í. Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Maren Pjetursdóttir, frú, Laugaveg 66, sími 4010. Sigurbjöm Ármann og Stefán A. Pálsson, Varðarhús- inu, símar 2400 og 2644. í Hafnarfirði: Verslun Þorvalds Bjarnasonar. Valdimar S. Long kaupm. Nýbók: Guðni Jónsson: Forn-íslensk lestrarbók. 367 bls. Með skýringum og orðasafni. Verð ib. kr. 10.00. Fæst hjá bóksölum. BókaTersInn Slgf. Eymnndssonnr og Bókabúð Anuturbæjar B8B Laug&veg 34. «•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Timburverslun P. W. Jacofesen & Sön. Stofnuð 1824. Simnefnii Granfuru — CarNLundsgade, Köbenhavn C. Selur timbur í stærri og smærri sendmgum frá Kaupmhöfn. Eik til skipasmífSa. — Einnig heila sMpsfarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við fsland i 80 ár. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• •••••••••«•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Lmnveiðaskipið Fáinir til sölu. Kaupendur snúi sjer til undirritaðs, sem gefur allar wpplýsingar og semur um kaupverð og greiðsluskilmála. Viðtalstími bestur við mig kl. 4—6 síðd. Asg. Gnðmnndsson, lðgfr. Austursrtæti 1. Jakobína Johnson 1 hinni undurfögru borg, Seattle, vestur við Kyrraliafs- strönd, býr einn af útvörðum ís- lenskrar menningar. Þetta er kona, Jakobina Johnson að nafni, og á hún fimtugs afmæli í dag. Prú Jakobína Jöhnson er fædd að Hólmavaði i Suður-Þingeyjar- sýslu þann 24. okt. 1883. Faðir hennar var Sigurbjörn skáld Jó- hannesson frá Fóta.skinni og móð- ir María Jónsdóttir. Til Vestur- heims fluttist liún á 6. aldursári 1889 og hlaut þar gott uppeldi. Gekk hún meðal annars á kenn- araskóla og útskrifaðist þaðan. Átti hún fyrst heima í Argyle-! bygð, en síðan í Seattle, Wash- Hún giftist ísak Jónssyni húsa meistara, bróður þeirra Gísla og Einars Páls Jónssonar, og átti við honum 7 sonu. Hún hefir því átt ærið erfitt um dagana, bæði sem jnóðir og híismóðir. En frú Jakobína er ein af þeim konum, sem lifir ekki á einu sam- an brauði. Þrátt fyrir annríkið milli búrs og eldhúss og við barns- vögguna, hefir henni unnist tími til að fara eldi um lönd íslenskra bókmenta og snúa bæði ljóðum og leikritum á enska tungu, auk þess sém hún hefir ort nokkur kvæði á íslensku. (Sbr. „Vestan um haf“), Það er auðkenni á flestu því, sem frú Jakobma hefir látið frá sjer fara og birst hefir á prenti, að það er vanclað að öllum frá- gangi, og verður ekki hið sama sagt um nærri alt af því tæi, er birst hefir frá löndum vorum vestra. Frú Jakobína hefir ein- kennilega næmt eyra fyrir ljóð- rænni fegurð. 1 göfgi og þrótt í liugsun, þótt blíðunnar kenni mest í hennar eigin ljóðum. Þó er eins og meiri þróttur sje að færast yfir ljóð hennar á síðari árum, en snildarhand,bragðið eugu minna en áður. Við og við hafa blrst i blöðum og tímaritum vestan liafs þýðing- ar á kvæðum íslenskra skálda, einkum Matthíasar Joebumssonar, eftir hana, en af íslenskum leik- ritum hefir hún þýtt — til afnota fyrir nnga fólkið í Seattle — Ný- ársnóttina, nokkuð stytta, Ljen- harð fógeta og Galdra-Loft- Hún liefir jafnan tekið mikinn ]>átt í íslensku fjelagslífi vestra, en þó jafnan sneytt hjá deilum manna í kirkjumálum og pólitík og stað- ið stuggur af þeim. Því betur hef- ir hún notað bokasöfnin og lestr- aífjelögin og. leitað sálufjelags við þá menn, er henni fanst mikið til um, eins og t. d. Stephan G. Stephanson. Þegar við hjónin fórum vestur undir Klettafjöll 1923, til þess að heimsækja Stephan G. Stephanson, gátum við ekki látið undir höf- uð leggjast að þiggja gott boð frú Jakobínu og annara og fara alla leið vestur yfir fjöllin, til Vancouver, Blaine og Seattle, og gistum við þá nokkra claga á beimili frú Jakobínu. Þá kyntist jeg benni persónulega og komst að raun um, að kvæði hennar báru henni irjett vitni. Ástúð, hlýja og nærgætni lýsti sjer í öllu dagfari hennar. 1 samkvæmi einu, sem okkur var lialdið, fanst mjer jeg þurfa að minnast þessaua nágranna á skáld vanginum vestra, Stephans G. og frú Jakobínu. Líkti .jeg Stephani G. við klettaörninn austan til :í fjöllunum, en frú Jakobínu við heiðlóuna í hinum gróðursælu hjöllum vestanvert í fjöllunum. Þótti mjer þá sú samlíking ekki fjarri sanni. En nú er ekki ör- grant um að mjer finnist, að jeg liefði alt eins vel mátt líkja frú Jakobínu við ljóðsvaninn, sbr. þá fáorðu, en fögru íslendingadags- ræðu, er hún flutti í ljóðuðu máli á Islendingadeginum í Seattle, 6. ágúst í sumar. Ræðan var á þessa leið: Þú minninga munblíðust drotning, þú móðir í norðljósa höll — ljúk upp þínu hálivelfda hliði, því lieim koma börnin þín öll, — koma hugfangin börnin þín öll! Lát fornskáldin fagna og hvetja — þá farmenn og einvalalið. Með skjöldum er skarað — til minja, og skartlitum tjaldað hvert svið. — Skarti tjaldað hvert minn- inga svið. Sem áhrif frá ódáins veigum berst ómanna djúpúðga sál. Það drepur iir nútímans dróma hið dáðreynda norræna stál, — skáldsins dáðreynda norræna stál. Heyr karlmen.skn hreiminn í kveðju, heyr kempuna fornu að Borg; þó harmur sje lijartanu búinn, skal hugur ei bugast af sorg. — Norrænn liugur ei bugast af sorg. Heyr Kormák og Gunnlaug i kveðju — þó kvæðið sje vonbrigðum skygt. Vjer hyllum þá hetju. sem tapar, ef hjartað er* göfugt og trygt. — Norrænt hjarta er göfugt og trygt. Frá Vestfjörðumí viðkvæmt er rómað, hve vonlaus er útlegð og ströng. Þar útlaginn draumspakur orti og úthelti þránni í söng — andans djúprættu beimþrá í ,söng. En Þormóður strýkur um strenginn -— í stýrjöld er spakur og skygn. Hann lielstríðsin.s hngrannir skoðar með lióglátri nosrrænni tign, — deyr í hóglátri norrænni tign. Vjer geymum þau áhrif og óma, — það auðsafn vort, minningum fest. í hafróti’ er hugsjón og stilling og hugrekki sannast og best. — Norrænt hugrekki er sannast og best. Hver skyldi trúa, að )>að væri kona, sem hefði ort þetta, og að liún hefði alið um liálfan fimta twg ára meðal enskumælandi þjóða? Og ber lcvæðið ekki vott um, að höfundur þess muni vera all-kunnugur íslendingasögum"! Enda er það svo. Frú Jakobínu er það hið mesta yrnli, að lesa einhverja fslendingasöguna við og við, og oft hefir hún látið i ljós, að gaman væri að mega fara um helstu sögustaðiua heima. En liún hefir aldrei haft tíma nje tæki- færi til þess. Og það grunar mig, að hana hafi sárlangað heim 1930. En það fer enginn frá mannmörgu Október-nýjutígar komnar á. plötum og nót um. Hljóðfærahúsið, Bankastræti 7. Atlabúð, Laugaveg 38. dömubindi er búið til úr dún- mjúku efni. Það er nú nær ein- göngu notað. Eftir notkun má kasta því í vatnssalerni. Pakki með 6 stykkjum kostar 95 aura. Laugavegs Apótek, Hrísgrjón 20 aura }/> kg. Haframjöl 20 aura. Hveiti (nr. 1) 20 aura. — Sveskjur 65 aura, Rúsínur 90 an. Saftflaskan á 1 krónu. Fægilögs- flaskan 1 krónu. Vertl. Einars Eyiúlfssonar Týsgötu 1. Baldursgötu 10. Veitið athygli. Strausykur 25 aura y2 kg., — Melsi 30 aura V2 kg., Hveiti 20 aura y2 lcg., Rúsínur 85 aura y2 kg., Syeskjur 75 aura y2 kg. — Óbrent kaffi 1.10. Grundarstíg 2. Sími 4131. : Góif- • Divan- • Borð- • Vegg • Ullar- ^ Baðmullar- [ l ; Vatt- ) • • Mikið úrval! : s Vöruhlslð héimili með biimmn á ýmsum aldri, nema hánn liafi því betri ástæður. En hvort .sem nú sú von frú Jakobími ræti.st, að komast lieim einhvern tíma og líta ættlandið margþráða eða ekki, þá óskum við kunningjar hennar henni og ást- vinum hennar til liamingjju á hálfrar aldar afmæli heunar, og vonum, að hún láti ekki ]>á venju sína niður falla að svala — ,,andans, djúprættu heimþrá í si>ng“. Ágúst H. Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.