Morgunblaðið - 02.11.1933, Side 5

Morgunblaðið - 02.11.1933, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ 7 Starfsfólk Morgunblaðsins 1933. / fremstu röö: Aöalsteinn Ottesen afgreiðslumaður, Engilbert Hafberg auglýsingastjóri, Jón Kjartansson ritstjóri, Valtýr Stefánsson ritstjóri, Sigfús Jónssoon gjaldkeri, Árni Óla blaðamað- ur. í annari röð: Björgvin Benediktsson afgreiðslumaður, Óli V. Einarsson afgreiðslumaður, Þór- unn Hafstein skrifstofustúlka, Helga Jónasdóttir símavörður, Jóhanna Ólafsdóttir sknfstofu- stúlka, Guðmundur Kristjánsson innheimtumaður. í efstu röð: Sigfús Valdemarssón setjari, Ól- afur Stefánsson setjari, Guðmundur Kristjánsson prentari, Karl Jónasson vjelsetjari, Sigmar Björnsson vjelsetjari, Magnús Stefánsson prentari. Eru þeir o.llir starfsmenn ísafoldarprent- smiðju, en hafa daglega setningu og prentun blaðsins með höndum. En fleiri leggja þar hönd að þegar blaðið er stærra en U síður. Hraíl endurminninga frá fyrstu árum Morgunblaðsins. Eftir Árna Óla. Hvemig jeg rjeðist hjá Morgunblaðinu. í október 1913 hafði jeg ekkert að gera, en þá um miðj- an mánuðinn kom Þorfinnur Kristjánsson prentari til mín og skaut því að mjer í trúnaði, að Ólafur Björnsson og Vilhjálm- ur Finsen ætluðu að fara að gefa út dagblað, og mundi þá vanta starfsmann við - blaðið. Ráðlagði hann mjer að fara til Ólafs Björnssonar og tala við hann, ef jeg treysti mjer til þess að fást við blaðamensku. Jeg treysti mjer til þess. Auð- vitað. Jeg byrjaði blaðamensku þegar jeg var 9 ára gamall, og þá var jeg meira að segja rit- stjóri. Við vorum fjórir strákar á sama bæ og gáfum út sitt vikublaðið hver, lásum þau svo og bárum þau saman í okkar hóp. Þetta blað gaf jeg út í mörg ár og seinna komst jeg í það að vera ritstjóri að mál- fundafjelagsblaði, og einu sinni að sveitarblaði. Jú, jeg held að jeg hafi treyst mjer til þess að verða blaðamaður! Annars skal jeg geta þess hjer, að jeg hefi um æfina hitt fáa menn, sem treystu sjer ekki til hins sama. Jæja, jeg fór nú á fund þeirra Ólafs Björnssonar og Vilhjálms Finsens og það varð að samkomulagi, að jeg skyldi þýða til reynslu einn kapítula úr skáldsögu eftir Övre Richter Frich, sem átti að koma neðan- máls í blaðinu. —-Jeg skilaði handritinu daginn eftir og á þriðja degi var jeg ráðinn blaðamaður við ,,Dagblaðið“, sem seinna hlaut nafnið ,Morg- unblaðið'. Var jeg þá hinn eini — og líklega fyrsti — blaða- maður á Islandi, því að allir aðrir voru ritstjórar. Fyrstu dagamir. Jeg byrjaði að vinna nokkr- um dögum áður en blaðið kom út. Skrifstofa þess var í lítilli kompu innar af skrifstofu ísafold- arprentsmiðju. Var þar áður skrifstofa Björns heit. Jónsson- ar ritstjóra. Hið ófædda blað átti ekki neitt til neins, nema skrifföng. Finsen lagði sjer sjálfur til skrifborð, en stóla, setubekk og tvo skápa lagði ísafold til, og enn fremur lítið og óvandað skúffulaust borð. Það var skrifborð mitt fyrstu árin. Ekki var neitt til af þeim handbókum, sem nauðsynlegar eru taldar í hverri blaðaskrif- stofu, nema gömul útgáfa af ,.AHers Konversations Leksi- kon“. Varð manni talsvert lið að henni, vegna þess að öðru var ekki til að dreifa, en þrá- faldlega þurfti maður þó að fara upp í Landsbókasafn til þess að útvega sjer upplýsing- ar í handbókum þess. Hinn 29. október var auglýst í ,Isafold‘ að hið nýja blað ætl- aði að hefja göngu sína sunnu- daginn 2. nóvember. Var þar skorað á menn að gerast áskrif- endur. En undirtektir urðu dauf- ar og á laugardagskvöld 1. nóv. voru aðeins komnir 38 áskrif- endur. Fólk vildi sýnilega bíða og sjá hvernig blaðið yrði. Fyrsta daginn var blaðið af- greitt í skrifstofu prentsmiðj- unnar og er mjer fyrir minni hver ös var þar þann dag, svo að segja frá morgni til kvölds. Blaðið var prentað í einu lagi og varð því að tvíbrjóta það, og var það mikið verk, en ekki kunnu það aðrir en Ólafur heitinn Rosenkranz, Ástráður Hannes- son, afgrm. ísafoldar og fólkið í bókbandsvinnustofunni. Það þýddi ekki fyrir okkur hina að fást við það, því að ekkert gekk undan okkur. Mesti grúi sölu- stráka þyrptist að og heyrðist vart mannsins mál fyrir ákaf- anum og köllunum í þeim, því að allir vildu verða fyrstir. •— Blaðið rann út á götunum — það kostaði ekki nema 3 aura — og þegar fólk hafði litið yfir það, kom það hópum saman inn í skrifstofuna til þess að gerast áskrifendur, aðrir hringdu, og glumdi í símanum allan daginn. Það var nóg að gera þann dag- inn og ekki viðlit að stinga niður penna til þess að skrifa í næsta blað, fyr en komið var langt fram á kvöld. | En þá var líka meira eftir. Þá varð að skifta bænum niður í hverfi, færa nöfn allra áskrif- enda inn í bækur, eftir því í hvaða hverfi þeir voru, ákveða hve marga stráka þyrfti daginn eftir til þess að bera blaðið til þeirra — og ná í áreiðanlega m « m « m m bækur eru strax er þær koma út til sýnis — og sölu í — Bókaverslun Sigíúsar Eymundssonar g og Bókabúð Aiistnrbæjar BSE Lv. 34 1§ og þar eru allir, sem bækur vilja sjd og - kaupa velkomnir. - ft & & Treystið ekki á minnl Látið D. S. KÆLILÖQ % á bifreið yðar og verið öryggir fyrir frosti. Bcnsínsala Garðars Gíslasonar HveHisgötu 6. Eldtranslir peningciskópar dvcilt fyrirliggjandi hjá Heildverslun Garðars Gíslasonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.