Morgunblaðið - 05.11.1933, Page 6
M0 R GUNBLAÐIÐ
Viðskifli
lí»IeH£'4Íkll,
3óh *i»a t>. lósefsson a þm,
segir frá ennd ekastörfum
sínum í Þýska andi.
Eins og kunnugt er, fór Jó-
hann Þ. Jósefsson til Þýska-
lands í sumar í þeim erindum,
að hafa þar viðræður við stjóm-
arvöldin, fyrir hönd ísl. stjórn-
arinnar um viðskifti Þjóðverja
og íslendinga. Hann kom heim
úr þessari ferð sinni daginn fyr-
ir þingsetningu.
I gær hafði Morgunblaðið tal
af honum og spurði hann frj etta
af ferð hans og erindagerðum.
— Á þessu stigi málsins, segi
jeg fátt eitt, sagði Jóhann.
Málaleitanir þær, sem jeg tók
upp við þýsku stjórnina, standa
yfir enn, og er því ekkert hægt
að láta uppi um þær opinber-
lega.
Innflutningsleyfið frá 1931.
Fisk má selja fyrir 700.000
mörk á ári.
Forsaga málsins er í fám
orðum þessi, segir Jóhann: Það
var ekki nema stöku sinnum
hjer á árum áður, sem togarar
seldu afla sinn í Þýskalandi,
þangað til árið 1931. Þá fór
Þýskalandssalan mjög í vöxt.
En seint á árinu gerðu Þjóð-
verjar þær ráðstafanir, að út-
lendir togarar, sem seldu afla
sinn í Þýskalandi, gátu ekki
fengið andvirði aflans greitt ut
úr landinu. Þá fór jeg til Þýska-
lands til samninga um málið,
og fekk því framgengt, að ísl.
togarar mættu selja fisk í Þýska
landi fyrir 700.000 mörk á ári,
gegn því að andvirði aflans yrði
notað til þess að kaupa þýskar
framleiðsluvörur.
Árið 1932 seldu ísl. togarar
fisk til Þýskaiands fyrir ríflega
þessa upphæð. Voru á því ári
seldir 44 togarafarmar í Þýska-
iandi, er námu, að því er Fiski-
fjelagið segir um 4 14 milj. kg.
af fiski.
Samkomulag var í upphaíi
gert um það, að ísl. togararnir
kæmu ekki of margir í einu, svo
mikill landburður af fiski lækk-
aði verðiö. En í fyrra mun hafa
verið hætt við alt eftirlit með
slíku. Olli það óánægju meðal
þýskra útgerðarmanna.
Innflutníngstollur á fiski útilok-
ar íslersskan togarafisk.
En snemma á þessu ári var
lagður innflutningstollur í
Þýskalandi á fisk úr erl. skip-
um, sem nemur 10 mörkum á
100 kg. Sakir þess hve fiskur
sá er ódýr, sem ísl. togarar
selja í Þýskalandi, varð þessi
þungatollur sama og innflutn-
ingsbann á ísl. togarafisk. Er
þessi tollaálagning með öðrum
hætti en í Englandi. Þar er toll-
urinn verðtollur.
Aftur á móti geta t. d. Dan-
ir og Norðmenn selt fisk til
Þýskalands eftir sem áður, sak-j
ir þess hve fiskur sá, sem þeirj
selja er verðmætur. Hann get-j
ur borið toll þenna.
Var aðalerindi mitt til Þýska-
lands að leitast við að fá nokkra
rjettingu þessar mála, svo við
gætum notfært okkur innflutn-
ingsleyfi það, sem við höfum.
En í því sambandi kemur það
mjög til greina, að verslun okk-
ar við Þjóðverja hefir breyst
mjög hin síðari ár. Fram til
ársins 1932 keyptum við mikið
meira af Þjóðverjum, en þeir
seldu okkur. En samkv þýskum
skýrslum fyrir árið 1932 hefir
þessi aðstaða breyst. Mun hátt
gengi á ríkismarki valda nokkru
um, og svo hitt, að útflutningur
okkar á síld og síldarafurðum
til Þýskalands fer vaxandi.
Síldarsalan til Póllands.
Meðan Jóhann var í Þýska-
landi fekk ísl. stjórnin hann til
þess að fara til Danzig, og sitja
þar fund síldarkaupmanna.
Vegna þess hve þeir kvörtuðu yf-
ir erfiðleikum við að fá nauð-
synlegar tollaívilnanir hjá Pól-
,verjum fyrir ísl. síld, fór hann í
sömu ferð til Varsjá til athug-
unar og ef unt væri til fyrir-
greiðslu þessara hluta. Pólsk
tollaákvæði gilda líka fyrir
Danzig.
Tollurinn á síld er 30 zloty
á turmu, en fæst með sjer-
stöku leyfi, og að settum vissum
skilyrðum færður niður í 10
zloty.
Nú'nýlega,mun vera ráðin stór
bót á þessum vandræðum fyrir
miiligöngu danskra og ísl. stjórn-
arvalda og má fagna því þar eð
markaður er mikill í Póllandi
ekki síður en í Þýskalandi fyrir
ísl. ,,matjes“-síld.
í þetta sinn, sagði Jóhann,
ætla jeg ekki að rekja það mál
hjer. En jeg vil þegar
geta þess, að síldarkaupmenn
kvörtuðu yfir skemdum í
ísl. síldinni í ár, og sögðu þær
vera meiri en áður. Þakklátir
voru þeir fyrir þá ráðstöfun, að
banna útflutning á afvatnaðri
saltsíld, sem „matjes“-síld. En
sýnilegt er, að geya þarf ráð-
staíanir til þess að vanda verk-
un síldarinnar betur.
Annars furðar mig ekki á því,
þó hægt sé að koma ísl. síld
inn á markaðinn þar, þegar bor-
ið er saman verð það, sem er á
samkepnisvörunni, skosku síld-
inni. Síld er þar seld í dollur-
um. Kostaði íslenska síldin, er
eg var þar, 8 dollara tunnan, en
skosk síld, sem eg fann ekki
mikinn mun á og ísl. síldinni
kostaði samtímis 19 Yi °S 20 VO
dollar tunnan.
Vinarþel til íslendinga.
Að endingu segir Jóhann.
Það dylst engum Islending,
er til Þýskalands kemur um þess
ar mundir, að þar ríkir velvilji
og vinarhugur í garð íslendinga.
Á undanförnum árum hafa
Þjóðverjar á margan hátt sýnt
1080-61
íslensku þjóðinni velvild. Nægir
í því efni, að minna á, hve marg
ir þýskir fræðimenn hafa lagt
stund á, að kynna sjer ísland
og íslensk fræði, og hve mikla
stund ýmsir mætir menn Þjóð-
verja hafa lagt á, að kynna ís-
land um heiminn.
Á síðustu tímum hefir vakn-
að ennþá meiri áhugi meðal
Þjóðverja, en nokkuru sinni áð-
ur, á því, að kynnast íslensk-
um fornbókmenntum og ísl.
sögu.
Er sjerstök ástæða fyrir okk-
ur íslendinga, að fagna þeim
vinarhug, er við þar mætum.
Reykjavíkurbrjef.
5. nóvember.
-útsalan
Skagaströnd.
Norðlenskur skipstjóri skrifar
blaðinu:
Stung-ið hefir verið upp á þyí,
að setja upp síldarbræðslu í
Reykjafirði 4 Ströndum. En siá
staður er, að mínu áliti ekki vel
valinn til þess. Reykjafjörður er
ekki góð höfn að taka í dimmviðri.
Og þegar inn er komið, þá er þar
ekkert sem skip þarfnast eftir
endaða veiðiför.
Ef á annað borð byggja á síld-
arbræðslu við ITúnaflóa vildi jeg
stinga upp á, að hafa hana í Höfða
kaupstað í sambandi við fyrirhug-
uð hafnarvirki þar.
Höfðakaupstaður' er tvímæla-
laust besti staðurinn við Húna-
flóa. Þar er skjól á NA- og A-átt.
Staðurinn nálægt bestu síldarmið-
unum í Húnaflóa.
Síldarsalan-
Ingvar Guðjónsson útgerðar-
maður hefir skýrt danska blaðinu
„Politiken" frá því, að hann telji
það vera mjög mikilsvirði ís-
lehskri síldarútgeið, ef í Kaup-
mannahöfn væri hentug geymslu-
hús fyrir ísl. „matjes“-síld, þar
væri hægt að geyma í kælihúsi
einar 50 þiis. tunnur síldar. Yrði
þarna þá einskonar sölumiðstöð
fyrir þessa útflutningsvöru okkar,
síldin yrðj send frá Höfn til Pól-
lands, Þýskalands, Ameríku og
hvar það nú væri sem markaður
yrði fyrir hana. Er svo að heyra á
því sem blaðið hefir eftir Ingvari
að Gautaborgarmenn hugsi sjer,
að greiða götu íslenskum síld-
arútgerðarmönnum, með því að
koma upp hentugum geymslustöð-
um þar fyrir íslenska „matjes“-
síld.
Fná Gdynia er blaðiuu skrifað,
að talsvert af síld þeirri, sem
send var hjeðan til Póllands í ár,
sje skemd vara, vegna þess að síld-
in hafi eklci fengið rjetta meðferð.
Má búast við því, að skerpa þurfi
eftirlit með því, að þessi útflutn-
insvara fái rjetta verkun og
meðferð.
Leifur vestra-
Frá Minneapolis er blaðinu
skrifað:
Sú staðreynd er nú loksins að
komast inn i höfxtðið á fólki hjer,
að Leifm liepni hafi áreiðanlega
fyrstur fundið Ameríku. Þrjú rík-
in, Minnesota, Wiseonsin og Suð-
ur-Dakota hafa tileinkað Leifi
hepna einskonar afmælisdag.. —
Gerði Wisconsin það víst af
skömmum sínum að setja Leifs-
daginn 11. okt., eða daginn fyrir
Columbusardaginn, en Minne-
sota valdi 9. okt. og S.-Dakota þ.
7. okt. Útlit er fyrir að fleiri ríki
feti í fótspor þessara, enda er
Leifur nú að fá rjetta viðurkenn-
ing hjer í landi.
Hvort íslendingar hafi liaft
haft nokkur áhrif á það, að þingið
setti Leifi þenna heiðursdag, veit
jeg ekki, nema ef Gunnar Björns-
soi; hafi látið til sín taka í }>vi
efni, en hann er áhrifamesti ís-
lendingurinn hjer mn .slóðir.
Blaðamenska.
Alþýðublaðið fekk nýjan rit-
stjóra um síðustu helgi, Finnboga
Rút Valdimarsson. í ávarpi því er
hann skrifaði í fyrsta blað sitt
kvaðst hann ætla sjer að gera tll-
raun til að bæta blaðamensku Al-
þýðublaðsins.
Fyrsta „tilraunin“ sem hann
gerði i þá átt, var, að hann birti
upplogna fregn um að Magnús
Guðmundsson dómsmálaráðherra
hafi gengist fyrir því að Björn
Gíslason yrði náðaður af 12 mán-
aða fangelsisvist.
Er brjef dómsmélaráðherra var
birt í Morgunblaðinu, sem sann-
aði að Alþbl. hafði hjer farið með
fleipur eitt, birti hínn nýi ritstjóri
brjef þetta, en Ijet fjdgja því end-
urtekning á sömu ósannindum og-
hann hafði áður flutt.
Á þriðja degi reit hinn nýi rit-
stjóri forystugrein í blað sitt, þar
sem hann skýrði frá, að niður-
staða sín væri sú, að það sem hann
hefði sagt undanfarna tvo daga,
hefði verið ranghenni.
Þetta var fyrsta umbótatilraun-
in. —
Stauning einráður.
Forsætisráðherra Dana, Th.
Stauning, varð 60 áfa um daginn.
Eitt af Hafnarblöðunum birti
langt viðtal við hann. M. a. var
hann að því spurður hvaða skipun
hann myndi koma á í þjóðfjelag-
inu, ef hann værj einráður.
Því svaraði hann m. a. þannig.
Jeg myndi haga framleiðslunni
þannig,, að verkamenn fengju
sæmileg áhrif á framleiðslufyrir-
tækin við hlið þeirra, sem fjár-
magninu ráða“.
Þessi forvígismaður danskra sósí
alista minnist ekkert á ríkisrekst-
ur, að ríkið eigi að eignast, jarð-
irnar eða öll völdin eigi að vera í
höndum „öreiganna“.
Hjáleigan og
höfuðbólið.
Þegar Framsóknarmenn á und-
anförnum árum hafa verið á það
mintir hvernig til Framsóknar-
flokksins var stofnað, að gerður
var maður út af örkinni frá sósí-
alistum, til þess að leiða bændur
landsins til fylgis við sósíalista,
þá hafa Framsóknarmenn við ekk-
í Hliiíui
er byriuð
Þúsund grammófónplöt-
ur seljast fyrir gjafverð
Allar plöturnar eru
nýjar.
Komið 0g fáið verðskrá
yfir útsöluplöturnar.
Monle - Harlo
Monte-Karlo spil 2.00.
Rullettu-spil 3.50.
Kúluspil frá 5.50.
Hringjaspil 4.50.
Domino-spil stór 3,00.
Ludo-spi] (Metta) 2.25.
Ilalma-spil 3.00.
Whist-spil frá 0.50.
Lombre-spil á 1.75.
Kabal-spil á 1.50.
I
Bankastræti 11.
n
„Dettifoss"
fer hjeðan mánudagskvöld 6.
þ. m. kl. 11 síðd. til Vestur-
o.sf Norðurlands. Flutningur
verður að tilkynnast fyrir
hádegi á mánudag. Vörur til
Akureyrar og Siglufjarðar
sendast með Gullfoss.
ert viljað kannast, og borið. þa®
blákalt fram, að ekkert samband
væri eða gæti verið milli þeirra
og sósíalista.
Nú „tala verkin“ öðru visi. Nú
hefir þingflokkur Framsóknar, að
einum manni undanskyldum ko.sið
formann Alþýðuflokksins, Jón
Baldvinsson, sem þingleiðtoga
sinn, kosið hann forseta Sameinaðs
þings. Verður elcki kosinn greini-
legri auglýsing en þessi, eða opin-
berun á því, hvílíkur undirlægju-
háttur Framsóknarmanna er gagn
vart sósíalistum.
Er ekki sýnilegt annað, en Fram
sóknarmenn telji sig þreytta á
hjáleigubúskapnum, og telji sjer
best borgið með því, að leggja nú
flokk sinn niður, og hverfa til
sambýlis við sósíalista á höfuðbóli
þeirra Alþýðuflokknum.