Morgunblaðið - 05.11.1933, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
Gjafasjóður Hannesar Hafliðasonar
50 þús. króna dánargjöf, til styrkíar fá-
tækum reykvískum börnum-
Undir stjórn Oddfellowstúkunnar Ingólfur nr. 1.
Sennilega mun fávim Reykvík-
ingum um það kunnugt, á kvern
liátt einn itinn athafnamesti og
best virti samborgari þeirra skilcli
við þá og emkum börn þeirra,
ulin og óborin, að öðru leyti en
’því, a® hann andaðist eftir stutta
legu á Landsspítalanum 21. janúar
1931, 75 ára að aldri. Maður sá,
er jeg á hjer við, var hinn gamli
•og góði skipstjóri Hann.es Hafliða-
son (f. 19. júlí 1855). Rúmu ári
áður en hann andaðist, stofnaði
hann sjóð nokkurn, er nefnist
„Barnavinasjóður Hannesar Haf-
liðasonar", að upphæð 50 — fim-
tíu — þúsund krónur ,,til styrkt-
ar fátækum og veikluðum börn-
um“. f gjafabrjefinu og hinni
konunglegu sliipulagsskriá sjóðs-
ins, er áskilið, að stjórn Oddfell-
•owstúkunnar Ingólfur nr. 1, skuli
jafnan hafa álla umsjá með sjóðn-
um og stjórna honum.
Höfuðstól sjóðsins má aldréi
•skerða; en þegar hann er orðinn
100 þús. kr., og þeirri uppliæð
nær sjóðurinn með 6% ársvöxt-
um að 10 árum liðnum eða árið
1943, iná verja hálfum vöxtunum
„til styrktar fátækum og veikluð-
um börnum til dvalar á barna-
heimili Oddfellowa við Silunga-
poll“, en léggist sú starfsemi nið-
um .samfleytt 5 ára skeið skal
stjórn sjóðsins ráðstafa honum og
þeim hluta vaxtanna sem verja
má, í sama skyni sem áður segir,
börnum til hjálpar, á þann hátt,
sem stjórn sjóðsins þykir bost
við eiga, en ávalt í samræmi við
ákvæði hinnar konunglegu skipu-
lagsskrá hans.
Þegar sjóðurinn er orðinn 1 —
■ein — miljón krónur, — en það
veirður hann með þeim vöxtum
sem ákvæði skipulagsskrárinnar
mælir fyrir um að þá verði, sem
■sje að 90 árum liðnum ©ða árið
'2022 — má velrja % hlutum vaxt-
anna á sama hátt og áður segir;
vextina má ekki skerða frekar
upp frá því, heldur leggjast þeir'
við höfuðstólinn.
Til þéss að fyirirbyggja allan
misskilning, skal það tekið fram,
áð sjóðstofnun þessi er ekki að
neinu leyti gjöf til Qddfellowfje-
lagsins nje heldur neins af meðlim-
nm þess, heldur aðeins undir stjórn
stjórnarmeðlima stúkunnar Ingólf-
ur nr. 1, eins og áður er sagt.
Hannes Hafliðason var meðlimur
þeirrar stúku um fullra 30 ára
•slteið og vissi, að henni mátti hann
trúa fyrir því, að hinn síðasti vilji
hans í þessu efni, stæði óhaggað-
ur um aldur og æfi, hvernig svo
sem færi og alt umveltist með skip
un annara mála og stjórna í
landinu. Hann taldi það eitt meðal
liinna bestu og göfugustu verk-
efna, sem Oddfellowreglan hefir
af stað hrundið og beitt sjer fyrir'
— en þau eru mörg, — að stofna
•og starfrækja, án nokkurrar íhlut-
unar annara en fjelagsmanna
■sjálfra, sumardvalaheimilið við Sil
ungapoll, fyrir fátæk og veikluð
börn, og hann hafði sjeð, hversu
hlessunarríkan árangur sú starf-
semi hafði þegar haft fyrir fjölda
slíkra barna. Hann áleit, að á góð-
um aðbúnaði og uppeldi barna
þjóðarinnar bygðist að miklu leyti
framtíð hennar. Þetta vildi hann
styrkja svo að um munaði og hann
gerði það líka. En svo var honum
ekki sama um, hvernig færi með
þessa mikilsverðu sjóðstofnun sína
í framtíðinni og því fól hann um-
sjá hennar og stjórn alla, hinni
margreyndu stúku sinni, eða
stjórn hennar á hverjum tíma sem
er. •—
Vjer, samfjelagar og isamverka-
menn Hannesar Hafliðasonaæ og
þá ekki síst þeir, er lengst höfð-
um með honum starfað í Odd-
fellowf.jelaginu, höfðum svo oft og
iðulega sjeð og reynt hyggindi og
góðgirni þessa mæta manns, að
oss kom það eigi á óvart, þótt
hann skildi svo við bæjarfjelag
sitt og þá einkum börnin — því
hann var barnavinur hinn mesti,
-— að þess sæjust nokkur merki,
að þar hefði vei'ið ,,maður á ferð“,
þar spm hann var, og þá eigi síður
hitt, að hann byggi svo um hnút-
ana, að spor þau, er hann steig
með sjóðstofnun þessari, skyldu
eigi afmást eða eyðast, enda mun
„Bamavinasjóður" hans verða ó-
brotgjam bautasteinn minning-
anna um hann, og nafn hans geym
ast með heiðri og sóma um langan
aldur, eigi einungis meðal allra
Oddfellowa, heldur og hins mikla
fjölda fátækra og veiklaðra barna,
er njóta kunna góðs af eðallyndi
hans og góðgirni í þeirra garð um
ára- og aldaskeið.
Þótt eigi sje langt um liðið síð-
an Hannes Hafliðason stofnaði
sjóð þann er að ofan greinir, hafa
aðrir þegar farið að ha.ns dæmi og
falið Oddfellowfjelaginu umsjá
eftirlátins fjár þess, er þeir með
forsjá, sparsemi og ráðvendni
höfðu sparað saman og hafa þeir
þannig — eins og Hannes Hafliða-
son — getið sjer góðan orðstír
meðal barna þessa bæjar og allra
góðra Reykvíkinga. Er hjer um
menn af alþýðustjett að ræðá, sem
engin önnur kynni höfðu af Odd-
fellowfjelaginu en þau, sem þeir
höfðu fengið af árangri og starf-
semi fjelagsins fyrir börnin. Verð-
nr síðar að því vikið, hvernig fje
þeirra hefir verið varið.
Blessuð sje minning allra þess-
ara. göfugu barnavina!
Reykjavfk, 31. október 1933.
Jón Pálsson.
Auðmaður
sleppur úr fangelsi.
Madrid, 4. nóv.
United Press. FB.
Juan Mareli, spánverski auðmað-
urinn, sem setið hefir í fangelsi
um alllangt skeið, hefir sloppið úr
fangelsinu og komist undan á
flótta til Portúgal.
Grein um
Italska hópflugið.
eftir Balbo marskálk,
ÖMaTMHHS
birtist i ítölskum blöðum í lok
ágústmánaðar síðastl., tíu dögum
eftir lxeimkomu flugmannanna. ■—-
Þar farast foringja leiðangursins
svo orð, m- a.:
„Hefði jeg átt að segja til um,
áður en lagt var af stað frá Qrbet-
ello, hvað gera mætti ráð fyrir að
margar af liinum 24 flugvjelum
myndu komast klaklaust á leiðar-
enda, hefði jeg ábýggilega ekki
nefnt hærri tölu en tuttugu
Utkoman hefir því orðið betri en
búast mátti við. Sje jeg spurður
að, hverju jeg eigi að þakka, að
svo giftusamlega hefir til tekist,
mun jeg svara: að ógleymdum
undirbúningi og skipulagningu far
arinuar sjálfrar og dugnaði áhafn-
anna, er árangurinn að þakka því,
hváð flugbátarnir eru vandaðir og
lireyflarnir góðir. Það er skylt að
viðurkenna hið ágæta starf ítölsku
verksmiðjanna. Rjett er og að
bæta því við, að yfirmaður liins
tæknislega undirbúnings, Pezzani
ofursti, hefir int af hendi þýðing-
armikið starf með umsjón allri yf-
ir smíði flugtækjanha. Jeg lagði
fyrir hann mjög vandasöm úrlausn
arefni og strangar fyrirskipanir,
og framkvæmdi hann þær allar
með meiri nákvæmni en jeg hef-ði
sjálfur gert“.
Nefnd sjerfræðinga frá flug-
skólanum í Orbetello hafði eftir-
lit með smíði flugtækjanna í hin-
um ýmsu verksmiðjum. Nefnd
þessi lagði áherslu á að vekja á-
byrgðartilfinningu þeirra, sem að
því unnu, og láta verkamennina
finna, að þeir, hver um sig, tækju
virkan þátt í undirbúningi leið-
angursins. Var samin skrá yfir
alla verltamennina, og við nafn
hvers þeir hlutir tilgreindir, sem
hann hafði smíðað annað hvort
í höndunum eða vjel, sem liann
stjórnaði. Við uppsetningu hreyfl-
anna urðu vjelamenn þeir, sem
þátt tóku í fluginu, að vera við-
staddir. Kapp og áhugi starfs-
fólksins, sem þetta fyrirkomulag
skapaði, á.tti sinn drjúga þátt í
því, að smíði hvers. einstaks hlut-
ar í flugvjelunum og hreyflunum
tók langt fram venjulegri verk-
smiðjuframleiðslu, sem er gerð
með það fvrir augum fyi'st og
fremst að framleiða nógu mikið
og ódýrt-
í trausti þess að liafa í leiðangr-
inum einungis vandaðar vjelar,
lagði Balbo oft í hættur, sem
reynst hefðu að líkindum óyfir-
st.íganlegar fyrir venjulega flug-
báta. Vfir Alpafjöllin hulin skýj-
nm flaug hann í 4000—4500 metra
hæð, og var þó hver flugbátur
yfir 10 tonn að þyngd að öllum
farangri meðtöldum. Erfiðasti á-
fanginn þótti honum vera frá ís-
landi til Labrador (2400 ltm.)
vegna þoku. Þokan var þeim ann-
ars víða þrándur í götu. Yfirleitt
telur Balbo flugið liafa verið all-
erfitt mestan liluta leiðarinnar, en
virðist kenna það mest óvanalega
óliagstæðri tíð um norðanvert At-
lantshaf og í Ameríkn. Loks seg-
ist hann síðar munu skrifa ýtar-
lega um möguleikana fyrir flug-
samgöngum yfir Atlantshaf og
lýsa skoðun sinni á því máli.
Nýkomið:
Þakjárn nr. 24 og 20
allar lengdir,
Sími: 1—2—3—4.
Súðin
kemiu* upp til austurlandsins, frá Noregi, um 9. þ. m.,
og fer norður um land til Reykjavíkur með viðkomu á þessum höfc
um: Hornafirði, Djúpavogi, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirðy
NorSfirði, Seyðisfirði, Þórshöfn, Kópaskeri, Húsavík, Akureyri, Siglu-
firði, Sauðárlirók, Blönduós, Hvammstanga, Hólmavík, ísafirði, Flat-'
eyri, Þingeyri, Patreksfirði, Flatey, Stykkishólmi, Sandi og <»afsvík.
Skipaútgerð ríkisins
Mýðt kenslufæki.
Hljóðmyndir, hjálpartæki við móðurmálskenslu með
skýringum og leiðarvísi, eftir ísak Jónsson.
Myndirnar eru 31 (handlitaðar) og eiga að sýna í stðrum
dráttum hvernig liinum sjáanlegu talfærum er beitt. þegar sögð
eru aðalhljóð íslenskunnar. — Nauðsynleg kenslutæki fyrir allp.
sem kenna hljóðaðferð.
Fæst hjá bóksölum!
FIest e
og
BEST
fáið þjer með því að nota
BLAAKILDEMÖLLE HÆNSNAFÓÐUR
.. Heildsölubirgðir:
H. ÖLAFSSON & BERNHOFT.
Hcj :WWI- >
Bókalregn,
Guðsríki. Sjö erindi eftir
Björn B. Jónsson dr. theol.
Reylcjavík 1933. — Presta-
fjelag íslands gaf úfe
Erindi þessi voru flutt í Fyrstu
lúthersku kirkju í Winnipeg vet-
urinn 1931, og voru það tilmæli
áheyrenda, að þau væru birt á
prenti. Höfundur erindunna kom
hjer i sumar í kynnisför til ís-
lands, ásamt frú sinni og sat aðal
fund Prestafjelags fslands. Þótti
Prestafjelaginu vel hlýða að minn-
ast komu hins góða gests og
þeirrar hlýju kveðju sem hann
flutti kirkjunni hjer heima frá
Hinu evangeliska lútherska kirkju
fjelagi íslendiuga í Vesturheimi,
með því að gefa þessi sjö erindi
út á prenti, og gefa með þvi ís-
lendingum hjer heima tækifæri tii
að kynnast betur þessnm merka
Yestur-íslendingi.
Nafn bókarinnar gefur til kynna
umræðuefnið.Doktorinn tekur sjer
fvrir hendur að skýra þetta megin
hugtak kristinnar lifsskoðunar
sem táknað er með orðinu Guðs-
ríki. Hann greinir nmræðuefnið
sundur í sjö kafla er liann nefnir:
I. Upphaf ríkisins hjer í heimi.
II. Konungvir ríkisins. III. Þegnar
ríkisins. IV. Löggjöf ríkisin.s. V.
Utbreiðsla ríkisins. VI, Stofnanir
ríkisins. VII. Fullkomnnn ríkisins.
Hjer er ekki um neitt t.o>rskilið
fræðikerfi að ræða, heldur tekst
hinum lærða. guðfræðingi að búa
hugsanir sínar í ljettan og alþýð-
legan búning. Víðsýni hans og
frjáMyndi, er hann ræðir um ýms-
ar þær kirkjukenningar, sem orð-
ið hafa samtíðinni a® ásteitingar-
steini, er eftirtektarvert, og mun
mörgum íslendingi finnast þæi
hugsanir talaðar út frá sínn eigiit
hjarta.
T. d. farast höf. þannig orð á
einum stað: „Það er fásinna að
álykta, að kristnir menn á allra
fyrstu öldunum hafi staðið betur
að vígi að skilja leyndardóma guðe.
ríkis en vjer, sem nú lifum, og að
þeim hafi ekki skjátlast eins og
oss. Blind fornaldardýrkun er jain
fáránleg í kristilegnm efnnm se.m
í veraldlegnh. Enda er engiiœ
hhitur fjær þeim anda, er bjó f
Jesú Kristi, en dýrlinn bins forn.t.
og dauða“.