Morgunblaðið - 19.12.1933, Page 6

Morgunblaðið - 19.12.1933, Page 6
/ 6 ___ MORGUNBLAÐIÐ Hvar á að reisa Síldarverksmiðjuna ? Enginn ágreiningur virðist manna á meðal um það, jafnvel ekki meðal alþingismanna, að nauðsyn bráða beri til þess, að ríkið sem allra fyrst láti reisa síldarverksmiðju á Norður- landi, og hefir Alþingi heimil- að ríkisstjórninni að láta fram kvæma verkið. Um hitt hafa menn síður orðið á eitt sáttir, hvar verksmiðjuna ætti að reisa. Hefir þótt kenna allmik- illar ,,hreppapólitfkur“, þegar ákveða skyldi staðinn og hafa margir nefnt það óhæfu, að sú „pólitík“ kæmist að í jafn- miklu velferðarmáli. Á þetta get jeg alls ekki fallist. I jafn fámennu og strjálbygðu landi og íslandi, er ekki nema eðlilegt að hreppapólitík geri vart við sig, þegar á döfinni er stórmál, sem snerta afkomu almennings, stórmál sem þetta, sem ge'fcur orðið til að viðhalda eða auka eðlilegan vöxt og víð- gang heils kauptúns, heils hjer- aðs, ef vel er á haldið og rjett- ur staður fundinn. Húnaflói. Það má ganga að því vísu, eins og nú er komið málinu, að eftir tillögum síld- arútvegsmanna — einkum þeirra sem herpinótaveiði stunda — verði að miklu leyti farið um það, hvar reisa skuli verksmiðjuna, og hafa þegar margir látið það álit uppi, að heppilegast mundi vera að reisa hana við Húnaflóa, þar komi síldin fyrst, þar sje síldin best og þar sje gangan mest. Til þess að reisa verksmiðj- una vestanvert við Húnaflóa (á Reykjafirði), eða á Ströndum (Ingólfsfirði), sýnist engin knýjandi þörf, þar sem verk- smiðjurnar vestan Horns, á Hesteyri og á Sólbakka, virðast geta annast bræðslu á þeirri síld allri, sem veiðist við Strand ir og í Húnaflóa vestarlega. — Sýnist svo, að á þessu hafi flest- ir meðmælendur Húnaflóa átt- að sig, því þeir telja Skaga- strönd eina verulega heppilega staðinn við Húnaflóa fyrir verk smiðju. En þá fylgir böggull skamm- rifi. Ef reisa skal þarna verk- smiðju, þá þarf fyrst að gera þar nægilega stóra og góða höfn. Er þetta hægt? Og ef það er hægt, hvað kostar þá hvorutveggja? Mjer fer sagt, að verksmiðjan sje ætluð að kosta um miljó/n krónur og eftir því sem frjest hefir um hafnargarð á Skagaströnd, mun hún ekki kosta minna. Er nú ástæða til að leggja í allan þennan kostnað, og meira, við Húnaflóa, og eru engir aðrir staðir til sem telja má eins heppilega fyrir útgerð- ina og sem sjálfsagðara er að lyfta undir, heldur en að stofna á þessum tíma gelgju- þorp við Skagaströnd. Við skulum líta í kringum okkur, athuga staðhætti og í því sambandi athuga vandlega göngu síldarinnar á sumrin. Siglufjörður. Sagt er mjer, að nokkrir menn á Siglufirði hafi þegar tekið fram, að verk- smiðjan væntanlega ætti hvergi annars staðar að vera en á Siglufirði. Þeir eru orðnir því svo vanir, Siglfirðingarnir, að síldin og Sigluf jörður sje í raun og veru eitt og hið sama, að þeir geta með engu móti skilið, að fyrirtæki sem kend eru við síld, sjeu annars staðar en á Siglufirði. Þar eru nú þrjár verksmiðjur fyrir og jeg býst við því, að flestir eða allir ut- an Siglufjarðar verði mjer sam- dóma um, að það sje að bera í bakkafullan lækirih, að bæta enn einni verksmiðjunni þar við. Okkur finst, sem álengdar stöndum, að hvorki hafi rekst- urinn þarna verið svo til fyrir- myndar, eða framkoma yfir- manna og undirmanna við rík- isverksmiðjuna þar svo til eft- irbreytni, að ástæða sje til þess að byggja ,,ofaná“ þær verk- smiðjur, sem þar eru fyrir. Eyjafjörður. Þarna, við hinn fagra fjörð, eru vissulega til heppilegir staðir, en það er nú hvorttveggja, að mörgum þyk- ir fulllangur tími fara í það, að sigla inn fjörðinn og svo slumsar hin mikla Krossaness- verksmiðja alt það, sem veiðist af síld í Eyjafirði og vel það. Þá þarf Akureyri ekki á bygg- ingu síldarverksmiðju að halda. Þar eru svo mörg góð fyrir- tæki þegar risin, upp, að þeir Akureyringarnir kæra sig naum ast um ,,fýluna“ úr Ægisverk- smiðjunni á sumrin, hvað þá meira af svo góðu. Húsavík. Eins og jeg drap á hjer að framan, segja þeir, sem halda fram Húnaflóa, í máli þessu,.að síldin komi þar fyrst. Þetta er rjett, en þó má heita að í öllum venjulegum síldar- árum sje hún komin mjög jafn snemma að Skaga, á Grímseyj- arsund og Flateyjarsund sem á Húnaflóa og aðalveiðistöðv- arnar, strax og líður á sum- arið, eru allar þessar stöðvar og | svo Eyjaf jörður inn að Hrísey j og Skjálfandaflói allur og alla j leið austur að Ráuðunúpum. öll hin síðustu ár hafa einmitt skipin sótt síldina á nefndum j svæðum, ekki síður en á Húna- j flóa og í sumar sem leið var það : uppburður síldarinnar á svæð-j inu frá Skaga að Tjörnesi sem j olli því, að verksmiðjurnar ent- j ust ekki til þess að taka við aflanum. Ástæða er til þess, að skjóta því fram hjer, að Norðmenn, sem hingað koma til síldveiða á sumrin, segja, að síldin sjáist oftlega fyr við Langanes og jafnvel austanvert við nesið heldur en á Húnaflóa. Mætti þá vel svo fara, ef verksmiðja hæfileg yrði reist á Húsavík, að ekki þætti síður heppilegt að stefna skipunum í síldarleit austur á Þistilfjörð í byrjun1 vertíðar en vestur, eins og nú er gert. Að þessu athuguðu held jeg því fram, að síldarverksmiðja a Húsavík við Skjálfanda komi síldarútgerðinni eins að gagni eins og verksmiéja á Skaga- strönd eða á Siglufirði, en til hagsmuna síldarútvegsmanna ber fyrst og fremst að taka tillit, þegar þessum málum er ráðið til lykta. En hjer kemur og annað til greina. Húsavík, er þegar orðið stærsta kauptúnið á Norður- landi, íbúar um 950, og það virðist því sjálfsagt, þegar rík- ið ræðst í fyrirtæki sem þetta, að um leið og aðgætt er, hvar það kemur síldveiðinni að not- um, þá sje jafnframt athugað, hvort þörfin fyrir svona verk- smiðju sje ekki og aðkallandi á ákveðnum stað, þar sem sam- an er kominn álitlegur fjöldi ríkisþegnanna. Að Húsavík er orðið svona stórt kauptún, byggist fyrst og fremst á útgerðinni á sjónum; það eru hin fiskisælu mið á Skjálfandaflóa, kringum Gríms- ey og norðvestur af Rauðunúp- um, sem eru aðal-líftaug þorps ins. En auk þess hafa Húsvík- ingar lagt hina mestu stund á jarðrækt og munu á því sviði hvergi vera meiri framfarir í nokkru kauptúni, þessa lands, enda ræktunarskilyrðin ágæt, en þetta er því miður ekki nægi legt til þess, að óhult geti verið um framtíð kauptúnsins, því hvað skeður ef þorskveiðar eða landið bregst? Á Húsavík hafa menn ekki borið gæfu til þess, að koma upp iðnaði eða einhverjum þeim rekstri, sem gefur verkamönnum trygga vinnu um lengri tíma ársins, og þetta verður Húsavík að fóta- kefli, ef ekkfc verður mjög bráð- lega úr bætt. En bygging síld- arverksmiðju á Húsavík verður d þess að bjarga því máli og til þess að tryggja framtíð kaup túnsins. Hvennaskólinn í Reykjavík. Stúlkur þær, sem komast vilja á síðara húsmæðranámskeið skólans, er hefst 1. febrúar n. k. og stendur til 1. júnní, sendi sem fyrst umsóknir til forstöðukonu skólans. TteimiHI IÖLIEINI (( * +---# £ NÚ ER ÉG KÁ - TUR raular hinn ánægði eiginmaður fvrir murtni sjer, þegar hann sjer að eigi hefir gleymst að láta Golian’s Mustarð á kvöldborðið. Tjil jólagjala 1933: m* mmtr.ím Ekta Knstallsvörur. Módel 1933. Afar mikið úrval. Matar-, Kaffi-, Ávaxtastell og allskonar Postulínsvör- uf; aldrei eins mikið úrval og nú. 2 turna Silfurplett borðbúnaður, margar gerðir. — Skraútvörur ýmiskonar. Barnaleikföng. Dömutöskur og ótai margt fieira. Aldrei nokkru sinni höfum við haft eins mikið af vör- um ágætum til Jólagjafa handa ungum og gömlum og nú, og aldrei hefir verðið verið eins lágt. H. Eisarsson 5 Bjðrnsson. Bankastræt 11. Hverja kosti hefir þá Húsa- vík svo rjett sje og sjálfsagt að velja verksmiðjunni stað þar? Eins og þegar fram er tekið, liggur Húsavík ekki síður vel við síldarmiðum okkar frá Skaga að Rauðunúþum, en Siglufjörður og gerist ekki þörf að rökstyðja þetta nánar. Öllum útgerðarmönnum er þetta kunn ugt. Þá verður að leggja áherslu á, þar sem ríkið á í hlut, að í surnar var byrjað á hafnargerð á Húsavík, sem ríkið ábyrgist og kostar að 2/5. Virðist tilval- ið að láta þessi tvö mannvirki, sem ríkið stendur undir, þygg- ingu hafnar og byggingu síld- arverksmiðju á Húsavík, hald- ast í hendur. Verða fyrirtækin hin mesta lyftistöng hvort fyr- ir annað og þarf ekki að óttast að hafnargerðin beri sig ekki, ef samtímis henn; rís upp síld- arverksmiðja á Húsavík, en staður undir verksmiðjuna er kjörinn annað hvort í fjörunni undir bakkanum, þar sem nú er verið að byggja hafnar- bryggjuna, eða úti á ,,Höfða“ og verður þá að fuilgera Húsa- ••••••••••••••••••••••••«••••••••••••••••••••••••••• ðL. Timbupvepslun P. W. Jacobsen & Sðn. Stofnuð 1824. Si ni>efni: G. anfuru — Car’-Lundsgad?, Köbenhavn C. Selur timbnr í stærri og smærri sendingum frá Kaupmhöfn. Eik til skipasmíða. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við ísland í 80 ár. l I Snyrtistofan Vera Simillon I/ \í Mjólkurfjelagshúsinu, herbergi 45—46, er opin frá kl. 10—12 og 2—6, á öðrum tímum eftir samkomulagi. Sími 3371. Heimasími 3084. Andlitsfegrun, læknar offeita, of- þurra og rauða húð, eyðir snemmfengnum hrukkum og upprætir óeðlilegan hárvöxt. Kvöldsnyrting (kr. 1.50). — ókeypis ráðleggingar til að varðveita hörund sitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.