Morgunblaðið - 22.12.1933, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.12.1933, Blaðsíða 5
Föstudaginn 22. des. 1933. lólahusvekja til foreldra. Foreldar: Vitið þið hvað þið eruð að gera, þegar þið gefið börnunum ykk- ar ógerilsneydda nýmjólk? — Hvað skeður, ef kýrin er sjúk af berklum eða öðrum smitandi sjúkdómum, sem berast í.mjólk- inni til barnsins? Eða ef mjalta- konan er haldin af sömu veiki, mjólkursalinn eða einhver, sem við mjólkina fæst? Dið foreldrar: Vitið þið ekki að heilbrigð mjólk er það einasta næringarefni, er gefur börnunum ykkar alhliða næringu? Og vitið þið það, að mjólkin er sú eina fæða, þar sem börnin fá fullkominn fjör- efnaskamt? En ríkuleg fjör- efnaneysla gefur barninu heil- brigði og þrótt til að standast árásir hinna margvíslegu sjúk- dóma. En um leið og það er nauðsyn- legt, að barninu sje gefin geriL sneydd nýmjólk, þá er ekki sama, á hvern hátt hún er geril- sneydd. Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós, að allar eldri gerilsneyðingaraðferðir skemma fjörefni mjólkurinnar og draga þannig úr áhrifum henn- ar til að hlaða barnslíkamann fjörefnum, sem gefur aðal-mót- stöðuaflið til að yfirvinna berkla og aðra hættulega sýkla, sem herja á hinn veikbygða barns- líkama. Sú eina aðferð, sem enn þá er þekt til að gerilsneyða mjólk án þess að skemma fjör- efni hennar, er sú aðferðin, sem bygð er á uppfinningum próf. ' Stassano. Óhrekjanlegar skýrsl- ur frá viðurkendum erlendum vísindastofnunum sanna, að mjólkin heldur öllum sínum fjörefnum. Unglingar og íbl'o-ö ö fóiM Mjólkin er ekki að eins fæðu- tegund handa ungbörnum, hún er sú fæðutegund, sem ungir sem gamlir eiga að neyta, og það í ríkum mæli. Viljð Dið heyra um eina uppfinnmui hins tamla ng viðurke da hugvts* manns, idiscr.s Þegar hann sat álútur yfir við- fangsefnum sínum á nóttunni, og þreytan gerði vart við sig, drakk hann eitt glas af mjólk, af því að hann hafði með reynslu sinni fundið, að mjólk gaf hon- um nýjan kraft. Hann vissi hvað það er nauðsynlegt að sam- an fari heilbrigð sál og hraustur líkami. ir ii"8ó w\* bí*«- vn i! fnn m mWkina? Ford drekkur sjálfur mjólk, og frá verksmiðjum sínum hefir hann líka góða þekkingu á mjólkinni. Hann skrifar þannig til dæmis: ,,Við höfum glöggar sannanir fyrir því, að mjólk er eitt af þeim bestu næringarefnum, sem til eru. Hún hressir verkamenn- ina upp, þegar þeir finna sig þreytta. Þegar þreytan fer að gera vart við sig, er ágætt að drekka mjólk. Nálægt kl. 9 ár- degis fá verkamennirnir hvöt til að hta á klukkuna, af því að þeir eru þreyttir og svangir. Þeir hætta þá augnablik og fá sjer teig af mjólk, og halda svo áfram. — Um 4-leytið byrj- ar þreytutímabilið, en mjólk- in afstýrir því. I mörgum tilfell- um tekur verkamaðurinn mjólk- urflöskuna upp oft á dag, og mjólk sem nærandi hressing bregst aldrei“. lBvrdard*mor m'ólku-innar: Undir þessari fyrirsögn mætti skrifa marga dálka, og það væri hægt að bregða upp margri mynd, sem flestum er ókunn, einnig mjólkurframleiðendum. Ef menn til dæmis setja orðin gigt og mjólk hvort við annars hlið, munu flestir án efa vera á þeirri skoðun, að þetta sje hvort öðru allsendis óviðkom- andi. En það er það ekki. Látum okkur — fyrst við höf- um leyndardóma mjólkurinnar að fyrirsögn — gera nokkru nánari grein fyrir sambandinu milli mjólkur og gigtar. Mikið af mat þeim, sem við borðum, hefir ekki aðeins góð efni inni að halda. í mörgum fæðutegundum eru m. a. hin svo kölluðu purinefni; það eru efni, sem líkaminn hefir enga þörf fyrir, en geta þvert á móti haft ýms skaðleg áhrif, ef svo mikið er af þeim í matnum. Þessi efni ummyndast nefni- lega í líkamanum í þvagsýru, og þegar hún síast út í líkam- ann, getur það leitt til ýmissa truflana. Gigtsjúkdóm má þann- ig að miklu leyti rekja til þess- ara efna. Þau eru svo að segja jarðvegur gigtarinnar, þessa ó- vinar heilsu og vellíðunar manns ins. Ef nú ýmsar fæðutegundir era bornar saman að þessu leyti, kemur í ljós, að mjólk, rjómi, skyr, smjör og ostur eru alveg laus við þessi eiturefni. Einmitt þess vegna stuðlar mjólk einnig að þessu leyti að því að bæta matinn. Orðtækið um að mjólkin vinni á móti gigtinni, er þess vegna ekki úr lausu lofti gripið. Það hefir sína alveg eðlilegu skýr- ingu. Bvað á |eg að gefa b rnirn n ínn i fólagjðf? Það er sjálfsagt að gleðja barnið á jólunum, með því að gefa því eitt- hvað fallegt, sem vekur jólagleði þess. En það er ennþá nauðsynlegra, að gefa baminu annað, og sú gjöf brotnar ekki eins og leikfangið eftir nokkra daga. En þessi jólagjöf á að vera í því fólgin, að þú ákveðir, og lofir baminu þínu því, að frá þessum jólum og hjeðan í frá skuli það aðeins fá stassaniseraða nýmjóík frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur. Af hverju á mjólkin að vera stassaniseruð, og af hverju á hún að vera frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur, munuð þið spyrja? Mjólkin á að vera stassaniseruð af því, að það er sú eina óbrigðula trygg- ing fyrir því, að bamið fái þá mjólk, er veitir því fullkomið öryggi. í fyrsta lagi gegn því, að mjólkin sje hlaðin hættulegum gerlum og geti á skemri eða lengri tíma tekið heilsuna frá baminu, eins og mörg ógerilsneydd mjólk gerir. Og stassaniseruð á mjólkin að vera af þeirri einföldu ástæðu, að það er viður- kent að Stassano-aðferðin er sú eina gerilsneyðingaraðferð, sem býður neytend- um það öryggi, að mjólkin innihaldi öll bætiefni óskert að stassaniseringunni lokinni. Og ástæðan til þess, að hún endilega verður að vera frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur, er sú, að Mjólkurfjelag Reykjavíkur er sú einasta stofnun hjer á landi sem hefir þessar vjelar, og því einasta stofnunin, sem getur boðið slíka tryggingu. — En um fram al kaupið mjólkina eingöngu á flöskum og hafið það hugfast, að við sendum hana heim ti! hvers sem óskar, honum að kostnaðarlausu. Við óskum ykkur öllum gleðiiegra jóla og heilbrigði og farsældar á komandi árum. Mjólkurfjelag Reykjavíkur. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.