Morgunblaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 5
Afllir gera kfarakaiup Fimtugs afmæli. Þorlákur Sigurðsson, stór- kaupmaður í Newcastle er fim- tugur í dag. Hann hefir dvalið erlendis frá því á unglingsár- um, en er þó mörgum löndum sínum kunnur, og flestum að góðu einu. Þorlákur er af góðu bergi brotinn. Faðir hans var Sigurð- ur Jónsson, einn hinna alkunnu Gautlandabræðra. Var hann verslunarstjóri Gránufjelagsins á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, Þorlákur Sigurðsson. og fæddist Þorlákur þar. Sig- urður ljest árið 1896, maður á besta aldri. Móðir Þorláks er enn á lífi, Hildur Þorláksdóttir, prests á Skútustöðum, Jónssonar, prests i Reykjahlíð. Dvelur frú Hildur nú hjá fósturdóttur sinni, Sól- veigu, systur Hallgiíms Bene- diktssonar stórkaupmanns, og manni hennar, Hansen símrit- ara. Eru þau nú búsett í Kaup- mannahöfn. Þorlákur var um tíma við verslunarstörf á Seyðisfirði, en snemma árs 1902 rjeðist hann til Louis Zöllners, konsúls í Newcastle, og hefir verið þar samfleytt síðan. Er hann fyrir löngu orðinn meðeigandi í fyr- irtækinu. Firmað Louis Zöllner var um langt skeið voldugasta verslun- arhús, sem viðskifti rak 'hjer við land. Alt frá því er kaup- fjelögin hófu starfsemi sína og þar til er Samband íslenskra samvinnufjelaga var stofnað, fór meginið af viðskiftum fje- lagánna um hendur Louis Zöllners, bæði kaup á erlendum vörum og sala afurðanna. — Töldu kaupfjélagsmenn sjer það hið mesta happ, að hafa fengið Zöllner fyrir umboðs- mann, og hlaut hann þann vitn isburð þeirra eftir 40 ára við- kynningu, að hann hefði ann- ast viðskiftin með föðurlegri umhyggju. Þorlákur Sigurðsson hefir lengst af verið eini Islending- arinn, sem starfað hefir á skrif stofu þessa fyrirtækis. — Og þeir eru orðnir margir landar hans, sem leitað hafa til hans þessa þrjá áratugi, sem hann hefir starfað þarna, bæði um viðskifti og annað. Hefir það verið fyrirtækinu hinn mesti hagur, að hafa mann þaulkunn ugan högum og háttum hjer heima fyrir, og engu síður ís- lenskum viðskiftamönnum, að geta snúið sjer til slíks manns. Þorlákur Sigurðsson hefir verið vakinn og sofinn í starfi sínu. Á skrifstofuna kemur hann fyrstur og fer síðastur. Óvenjuleg vandvirkni og sam- viskusemi einbenna öll störf hans. Hann er glöggur og gæt- inn kaupsýslumaður, berst lítið á, fastur fyrir og orðheldinn. Hann hefir því unnið traust þeirra, sem átt hafa skifti við hann. Hann er alvörumaður og hversdagslega heldur fáskift- inn, en hrókur alls fagnaðar, ef vo ber undir. Þorlákur fór utan 18 ára gamall og hefir aldrei síðan dvalið langdvölum hjer á Iandi. — En hann hefir alt- af fylgst með því sem hjer gerist, og haft ákveðnar skoð- anir um innnanlandsmál Is- lendinga. — Þeir, sem kynnast honum, verða þess fljótt varir. að þar er rammur Islendingur. Þótt hann hafi dvalið fullan mannsaldur meðal útlendinga. hefir hann haldið við móður- máli sínu, svo að einsdæmi mun vera. Þegar hann talar íslensku. kemur ekki fyrir, að hann ,,sletti“ útlendu orði. Þorlákur kvæntist árið 1910 og er kona hans ensk. Þau eiga ekki börn. Á fimtugsafmælinu, sjálfa Þorláksmessu, munu vinir og kunningjar vissulega minnast Þorláks Sigurðssonar. Arni Jónsson. Jakastíflur í Rín valda stórflóðum. Berlín 21. des. F. Ú. ísalög hafa verið mikil á ánni Rín ,og hefir nú átt sjer stað ísabrot rjett fyrir ofan Lorelei- ldettinn, og er nærliggjandi þorp- um hætta búin. Við bæinn Lorch hefir' ísinn hlaðist upp og stíflað framgang fljótsins, og steig vatnið þar um 6 metra á tveim- ur klukkustundum. Þeir, sem við ána búa, eru nú farnir að flytja úr húsum sínum og forða eignum sínum. Nokkrir ísbrjótar hafa reynt að vinna bug á ísnum, en þeir sitja nú allir fastir, og hafði dráttarbátur verið fenginn til þess að losa þá, en lítið orðið á- gengt, þegar síðast frjettist. sem á skömmum tíma lieflr breytt iifliti - ■ ■ hinna þúsnnd húsmæðra. •. Þær biðja [ávalt - u in það besta. Pakkar á eína krónu fást i ölíum matvörubúðtm;. Það er þeila sfikknlaði Coöex 5inaiticu5 á leiðinni til London. London 22. des. F. Ú. Biblíuhandritið Codes Sinaiti-; cus er nú komið á leið til London frá Rússlandi, og fer sjerstak- ur sendiboði með það, og mun hann koma til London á aðfanga- dag jóla. Handritið verður sýnt í breska safninu annað hvort á miðvikudag eða fimtudag. Nú er skýrt svo frá að samningarn- ir um kaupin á handritinu hafi staðið yfir í undanfarin 3 ár. Handritið er 348. síður, hver síða er 15 sinnum 13 þuml. ensk- ir, og 4 dálkar á hverri síðu. Gamla testamentið er á 200 síð- um, en inn í það vantar 40 síð- ur, en þær eru til í Leipzig. Nýja testamentið er á 148 síðum, og í það vantar ekki neitt. Hasiið ekll oeningia í siöinn. Kaupið SHEAFFER’S lindarpenna með skriflegri lífs- tíðarábyrgð til jólagjafa. Þeir hafa alla bestu kosti annara lindarpenna, — en auk þess .marga fleiri. Komið — skoðið, meðan úrvalið er sem mest. Túliaksbúðin I ifmsinn. Sími 3651. Beisínsöliir vorar Skipulagðar njósnir í Frakklandi. Normandie 22. des. F. Ú. I Mikla athygli hefir það vakið í Frakklandi, að 10 me’nn hafa verið teknir fastir og eru grun- aðir um njósnir. I>eir eru taldir vera meðlimir í skipulögðum njósnarafjelagsskap margra landa, sem starfa víðsvegar um Evrópu. Frönsku stjórninni varð ljóst í mars síðastliðnum, að njósnarar höfðu verið að verki, er það varð Ijóst að mikilsverð- um leyniskjölum í flotamálaráðu- neytinu hafði verið stolið, og síð- an hefir sleitulaust verið leitað að njósnurunum. verða opnar 11111 hátíðls- dagana eins og lifer segir AÐFANGADAG opið frá kl. 7—11 f. h. og 3—5 e. h. ‘JÓLADAG lokað allan daginn. ANNAN JÓLADAG opið frá kl. 9—11 f. h. og 3—6 e. h. GAMLÁRSDAG opið frá kl. 7—11 f. h. og 3—5 e. h. NÝÁRSDAG opið frá kl. 9—11 f. h. og 3—6 e. h. Hið ísl. Steinoliiihlutaffelag. Olíuverslun Islands b.f. II.f. .SIIIiLI- á íslandi. • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.