Morgunblaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ NINON AUSTURSTRÆTIfí2 JÓLAKJÓLLINN hvort heldur er Dagkjóllinn, SamkvæinjskjóIIinn eða Ballkjóllinn. Fallegar Biússur Og Peysur. AUir tískulitir! VerS frá kr. 20.00 upp í 175 krónur. ÍVINON OPIÐ FRÁ 2-12 i kvöfld. Jólavörur.1 Samkvæmis- töskur smekklegt úrval. Kærkomin jólagjöf. Vðrahislð. Þjóðverjar og Austurríkismenn. Á landamærum Austurríkis og Þýskalands hafa Austurríkismenn nú sterk varð- höld, til þess að hindra það, að þýskir nazistar fari yfir Ianda- mærin. Hjer á myndinni sjest austurrískur landamæravörður vera að rannsaka vasa grunsam- legs ferðamanns. Jeg er kominn Notið Lillu-búðinga. Vanillu-, Citron-, Súkkulaði- og Rom-búðingsduft er framleitt í H.f. Efnagerð Reykjavíkur, kemisk-teknisk verksmiðja. ]ðlaðveiiir. Epli, delicious, 75 aura % kg. í kössum frá 19.50. Appel- sínur, vínbe^, bananar. Niður- soðnir og þurkaðir ávertir. Jóhannes Jóhannsson Grundarstíg 2. Sími 4131. Fyrir nokkru. skeði leiðinleg- ur atburður skamt frá Erpfen- dorf í bayemsku Ölpunum. Lá við sjálft að hann mundi hafa hinar alvarlegustu afleiðingar. Þrír austurrískir hermenn stóðu á verði á landamærunum í Eggenalpen. Urðu þeir þá varir við hóp af þýskum S. A.- mönnum (ríkisvarnarliðsmönn- um) sem þeir segja að hafi i'arið yfir landamærin og hróp- að. ,,Heil Hitler!“ Á landamær- unum hafa oft áður orðið skær- ur milli Nazista og austurrísku varðmannanna, og þess vegna heldu austurrísku landamæra- verðirnir nú, að hjer væri um árás að ræða af Þjóðverja hálfu, og skutu því á þá. Einn af Þjóðverjunum, Schumacher að nafni, varð fyrir kúlu. Kom hún í höfuð hans og dó hann samstundis. Skömmu á eftir sendi aust- urríska stjórnin út opinbera tilkynningu, og lýsti yfir því, að Schumacher hefði verið kom inn yfir landamærin, og þess vegna skotinn á austurrískri grund. Segir þar, að fundist hafi blóðpollur innan við landa mærin, en fjelagar hins dauða hefði þegar í stað flutt líkið inn yfir landamærin til Þýskalands. í fyrstu tilkynningu Þjóð- verja um atburðinn segir, að flokkur skíðamanna úr bay- 1 ernska herliðinu, haíi verið á æfingu hjá landamærum Aust,- urríkis, en alt í einu hefði aust- urrísku landamæraverðirnir Jskotið á þá 5 skotum og drep- jið einn þeirra. Þjóðverjamir íhefði þá verið 800—1000 metra jírá landamærunum, og hefði aldrei farið yfir þau áður. Er sagt að þýsku hermejrinilrair hafi glögglega heyrt Austur- ríkismenn hrópa um leið og þeir skutu: „Niður með Hitler! Heil Dollfuss!“ í annari tilkynningu frá Þjóð verjum var þetta að nokkru Ieyti leiðrjett. Segir þar að á landamærunum sje hlutlaust ^væði, sem sje gert til þess að þar geti farið fram timburflutn ingar o. fl. án þess að vera tollað. Og staðurinn, þar sem þýski hermaðurinn fell, sje 16 metra frá miðju hlutlausa svæð isins, Þýskalandsmegin, eða rjett víð hin raunverulegu Iandamæri. Hinn fallni þýski hermaður var jarðaður í Núraberg á rík- ísíns kostnað og með mikílli og veglegri viðhöfn. Adolf Hitler ríkiskanslari var þar sjálfur viðstaddur og eins her- varnarráðherrann von Blom- berg hershöfðingi. Hjá gröfínni helt Hitler ræðu og sagði þar, að Schumacher væri einn af píslarvottum Þýskalands, en að þá, sem hefði myrt hann, mætti ekki telja til þeirra miljóna kynbræðra, sem Þjóðverjar ætti í Austurríki. Og enn frem- jur sagði hann: ,,Ef þessir kjrn- jbræður vorir hefði málfrelsi, Jmundu þeir hástöfum fordæma morðingjana, og þá stefnu, sem kemur fram í þessu níðings- verki“. Að svo mælti lagði hann lár- viðarsveig á leiði þýska her- rnannsins. Eftir þetta tilkynti austur- ríska stjómin að hún mundi gefa út nýja opinbera tilkynn- ingu um þetta mál. En sú til- kynning hefir aldrei komið. — Dollfuss hefir átt í vök að verj- ast heima fyrir, því að stöðugt eykst fylgi þeirri stefnu meðal þjóðarinnar að taka upp vin- áttu með frændsemi við Þjóð- verja. Og þetta manndráp hjá Erpfendorf varð til þess að auka þeirri stefnu stórum fylgi, jenda þótt svo horfði um hríð, jað fullur fjandskapur yrði milli Jþjóðanna út af því. En Dollfuss beygði sig. Hann jsendi þýska sendiherranum í jYínarborg tilkynningu um að jsig tæki það mjög sárt, að ,svona slysalega skyldi til vilja, og hann ljet sendiherra Aust- urríkis í Berlín fara á fund von iNeurath, utanríkisráðherra Þjóðverja, og tilkynna honum hið sama. Ljet hann þess og getið, að undir eins og full- komin rannsókn hefði farið fram í málinu, mundi hann láta :efsa harðlega landamæravörð- unum, sem skutu, ef svo reynd- ist að þeir væri sekir. Ennfrem- ur ljet hann leggja krans frá austurrísku stjórnini á leiði Schumacher í Nurnberg. Hinn yfirvofandi fjandskap- ; ur milli frændþjóðanna út af þessu atviki, er því úr sögunni, og er það gleðilegt. Og heppi- legt var að það tókst að drepa deilunni á dreif á svo laglegan hátt, að hvorug þjóðin er særð út af málalokum. Dollfuss hef- ir lýst yfir hrygð sinni út af því að landamæraverðir Aust- urríkis skyldi skjóta á Þjóð- verjana og drepa einn þeirra. Er. hann hefir þó ekki viður- kent, að Austurríkismenn eigi sök. á atburðinum. Það verður útkljáð með rannsókn^í góðu ,+ómi. (Eftir ,,Aftenposten“). Hunda-bar. er nýjasta nýtt í London. í smá skálum geta hundamir svalað þorsta sínum með ýms- um svalandi drykkjum. Hefir þetta gefist afar vel. )) lNlmHm i Qlseini (CllM MAGGI’S VÖRUR eru óviðjafnanlegar. Áður en þjer endanlega ákveSið jólagjöfina œttuð þjer að Iíta á úrvalið hjá okkur konfekt-skrautöskjum, vindlum og reykjarpípum. — Róma. Laugaveg 8. Vegleg minningargjöf Árið 1855, reistu nýgift, ung og alveg eignalaus hjón, Tóm- as Erlendsson og Kristrún Hall- grímsdóttir, bú á nýbýlinu Bjargi á Akranesi. Þau bjuggu þar saman í 26 ár og eignuðust á því tímabili 17 böm. Þrátt, fyrir þetta komust þau vel af, voru mikils metin og Tómas um eitt skeið hreppstjóri í hreppnum. En 1881 ljest Tóm- as, en að honum látnum bjó ekkjan önnur 26 ár á Bjargi með börnum sínum og kom beim öllum vel til manns, þeim er úr æsku komust. Þetta er •"ið nóg til þess að sýna, að kki hefir þessum hjónum ver- ið fisjað saman. Af systkinunum á Bjargi, eru nú níu á lífi: — Kristmann, Hallgrímur, Erlendur, Bene- dilct og Hallfríður á Akra- nesi; Kristín, Öuðrún og Guð- ón í Reykjavík, og Guðlaug í Keflavík. Núna fyrir nokkrum vikum var aldarafmæli móður þeirra og vildu þau nota það tækifæri til. þess að minnast foreldra sinna beggja. Þetta kom þeim ásamt um að gera á bann hátt, að gefa Hallgríms- kirkju í Saurbæ minningargjöf. 'ú gjöf var eigi minni en sjö bundruð krónur og hefi jeg ný- lega veitt fjenu móttöku. Eft- ir fyrirmælum gefendanna hef- ir það verið lagt í sjerstaka bók við sparisjóð Borgarfjarðar- .ýslu og á að geymast þar uns kirkjan hefir verið reist, en þá á að kaupa fyrir þessa upp- runalegu fiárhæð tvo sjö-arma Ijósastjaka á altari hennar. Af þeim vöxtum, sem þangað til afnast, verður hinsvegar íjiynd aður sjóður, sem verja á smátt og smátt til viðhalds góðum griþum kirkjunnar eða til þess að kaupa, handa henni nýja gripi eftír nánari fyrirmælum sem þar um munu verða sett á sínum tíma. Ætla jeg ekki að fjasa um þessa ræktarlegu og veglegu gjöf, því jeg hygg að það myndi gefendunum síst af öllu til þægðar. En jeg man vel eftir Kristrúnu á Bjargi, hinni hjartagóðu, tápmiklu og mikil- hæfu kpnu, og það held jeg að mjer sje óhætt að fullyrða, að úr því böm hennar vildu minn- ast hennar á einhvem hátt, þá hefðu þau ekki getað fundið til þess það ráð, sem betur væri í samræmi við anda hennar og innræti. Birtan og hlýjan fra kertaljósunum á altarinu I helgidómi þjóðarinnar, eru ó- sköp eðlilegt tákn hjartalags bess, sem henni var gefið, og víst líka manni hennar, sem látinn er löngu fyrir mitt minni. Hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og góðugri móður? spyr þjóðskáldið mikla. Hjer er minst einnar slíkrar móður. Sú minning mun verða að eftir- dæmi, og það er trú mín, að margra góðra mæðra, margra góðra foreldra, muni í fram- tíðinni verða minst í sambandi við Hallgrímskirkju í Saurbæ. ( Akranesi 15. des .1933. ÓI. B. Bjömsson. Hákarlalegur og hákarlamenn. _____ Mjer eru hákarlamennirnir minnisstæðir frá því jeg var á Akureyri, og óðar en jeg sá þessa bók, fanst mjer sjálfsagt að kaupa hana, þó jeg hafi fleira að lesa en jeg kemst yf- ir. Jeg las hana síðan í stryk- lotu og þótti hún bæði fræð- andi og skemtileg. Þess vegna vil jeg benda öðrum á hana. Að mestu Ieyti er bók þessi , lýsing á hákarlalegum og há- , karlamönnum við Eyjaf jörð, skipunum, lífinu og mönnunum og eru góðar myndir af mörg- , um helstu hákarlamönnunum, skipunum, áhöldum o. fl. — Stundum líkist þó frásögnin skáldsögu og verður fjörugri fyrir bragðið. Annars er líf- ið á sjónum og allar svaðilfar- irnar ótæmandi yrkisefni- fyrir skáld, sem kynni með að fara. Því miður seilast nú flest af skáldum. vorum eftir útlendum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.