Morgunblaðið - 07.01.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavíkurbrjef. 6. janúar. Veðráttan vikuna 1.—6. janúar. Með nýárinu kólnaði nokkuð í 'veðri og gerði snjójel ilm vestur- liluta landsins, en veður var frem nr stilt. Síðari hluta vikuímar hef- ir verið mjög umhleypingasamt, iliver lægðin af annari komið suð- vestan af hafi og farið hjer norð- austur yfir sunnanvert ísland. Aðfaranótt láugardags fór rstormsveipur norðaustur yfir land- 'ið og hefir hann valdið mikilli snjókomu um mestan hluta lands- ins. — 1 Hveradölum á Hellisheiði er snjódýptin nú um 50 m.m. Fiskverslunin. ’ Áramóta birgðakönnun á salt- fisknum er nú um garð gengin. Reynast birgðirnar vera um 14.500 smál.. Er það um 2600 sml. meira «n á sama tíma í fyrra. Þess ber að geta í því sambandi að aflinn 1933 og leifarnar frá 1932 voru um 13.000 smál. meira en fiski- magnið 1932, og hefir því selt ver- íð árið 1933 um 11.000 smál. meira. en árið 1932. Má það heita vel að verið. Af áramótabyrgðunum er verk- aður stórfiskur um 1500 smál. minni en 1932, en aftur á móti er Labrador og pressufiskur um 3000 smál. meiri. Útflutningurinn í desember hef- ír verið jafn og verðið svipað og verið hefir, og eru nýfarnir fimm farmar, og verið að fitja upp á fjórum, sem allir munu fara í þessum mánuði. Mun það nema 4—5 þús. smálestum. Söluhorfur munu vera frekar góðar, en þó eigi von á neinni verulegri verðhækkun. Aflaleysi. Þorskafli er nú alveg óvenju- léga tregur á öllum miðum togar- anna. Er talið að ein orsök þess, e. t. v. aðalorsökin, sje óvenju- legur sjávarhiti. 8° hiti mældist í sjó nú nýlega norður á nyrstu Halamiðum, en kjörhiti þorsksins mun vera nokkrum gráðum neðar. Er merkilegt til þess að hugsa, að suður um öll lönd hafa verið frost og fannkyngi, en hjer á ís- landi eða í sjónum umhvei’fis landið, hefir hiti verið svo af- brigða mikill, að hann truflar <lýralíf og atvinnuvegi. Suðurlandablikan. Frá niarkaðslöndunum við Mið- jarðarhaf, er saltfisk okkar kaupa berast nú þær fregnir, sem í- . skyggilegar eru, um að búast megi við vaxandi hömlum á innflutn- ingi þangað. Er ómögulegt að leiða neinum getum að því á þessu stigi málsins, hve miklar <og alvarlegar afleiðingar sú hafta stefna kann að hafa á þjóðarbú- skap vorn íslepdinga. Teppist fiskútflutningur okkar að miklu leyti. verða það okkar biísifjar, sem vandsjeð er hvernig við stiindumst. (Irikkland er nú lokað fyrir fiski hjeðan, vegna þess að Grikkir ein- skorða innflutning sinn þannig, að kaupa af engri þjóð meira en ssömu þjóðir kaupa af þeim. Þetta er okkur sjerlega baga- legt nú, vegna þess, hve tiltölu- lega mikið af núverandi fiskbirgð- um er smáfiskur, Sein útgengileg- ur væri annars á grískum mark- aði. — Fisksölusamlagið. Hriflungar hafa tekið sjer fyr- ir hendur að reyna að rægja fisk- sölusamlagið, eins og þeirra er sið- ur gagnvart þjóðþrifastofnunum. Þykjast þeir þar mæla fyrir munn smáútgerðarmanna, telja að þeir sjeu sjerlega óánægðir með sam- lagið. Falsið og flærðin er augljós þar sem annars staðar í skrifum Hriflunga. Því, eins og allir landsmenn vita, eru það einkum smáútgerð- armenn sem liag hafa af störfum samlagsins, þayeð þeim er trygt — þeim að fyrirhafnarlausu, sama verð og öðrum, sem t"‘k hafa á því, að sjá um alla tít- flutningsverslun, auk ]iess sem fisk söiusamlagið yfirleitt hefir komið í veg fyrir alment verðhrun. Síldarútflutningurinn Xefnd manna sat hjer á rök- stólum í fyrra mánuði til að ræða um stofnun síldarsölusamlags á svipuðum grundvelli og fisksölu- sanílagið. Er vafalaust til mikils að vinna, ef síldarverslunin kemst í tryggan farveg. Síðan einkasölufarganinu ljetti af síldarversluninni hafa slídarút- flytjendur, seni kunnugt er, náð til nýrra og mikilla markaða í Mið-Evrópu. En því miður liafa þessir nýju markaðir ekki notast svo vel sem skyldi, vegna þess, að síldarút- flytjendur liafa ekki haft mögu- leika til þess að koma versluninni fyrir, svo vel sem æskilegt væri, síldin verið send þangað í um- boðssölu og sendingar afgreiddar óskipulega. Er vonandi að síklarútflytjend- ur geti komið sjer saman um að láða bót á þessu. Bændafundir. í síðastliðinni viku hafa verið haldnir almennir bændafundir í Árnes- og Rangárvallasýslum. — Hafa þar verið rædd ýms áhuga- mál bænda, sem á dagskrá eru, og úrlausnar þurfa á næstunni. Mun vera í ráði að efna til al- menns bændafifndar fyrir alt landið á þessum vetri.1 Allir stjórnmálaflokkar hafa tekið þátt í fundum þessum. Fundurinn í Árnessýslu var haldinn að Tryggvaskála á föstu- daginn. Þar var Jónas frá Hriflu meðal ræðumanna. Allmargt bænda var á fundi þessum, sem fylgt hefir Framsókn að málum. En mjög kom það greinilega í Ijós, að fylgi þeirra við Jónas Jónsson var mjög þorrið, frá því sem áður var. Úr herbúðum rauðliða. Kosningamoldviðri rauðliðanna, sósíalista og Tímamanna, fvrir bæjarstjórnarkosningarnar byrj- aði að ]>essu sinni um áramótin. Veðrið er svipað og vant er. Að öðru leyti en því, að hann %r noltkuð tvíátta í þetta sinn. Sósíalistar ráðast á samherja sinn, Hermann Jónasson, og segja, sem rjett er, að hann liafi nndan- farin 4 ár ekkert gert í bæjar- stjórn, ekki aniiað en gleyma þeim loforðum, sem hann gaf reykvísk- um kjósendum í janúar 1930, er hann stóð á kosningafundum, ný- útskrifaður úr Hrifluskóla, og Iof- aði bæjarbúum að hann skyldi með framúrskarandi dugnaði sín- um kippa hjer öllu í nýtt horf. Dugnað liefir hann sýnt í þessu: Blindu fylgi við Hriflumann; rógi um Reykjavík og kjaftavaðli. Sósíalistar eru sýnilega smeyk- ir um, að eitthvað af sínu Iiði slæðist yfir á Hermann, þó Her- mann Jónasson, sje velflestum Reykvíkingum í alla staði and- stæður og hvimleiður, þá finnist einhverjum hann skárri að skömminni til en frambjóðendur Alþýðuflokksins Þess vegna er þetta kosninga- moldviðri rauðliðanna óstöðugra og hring'landalegra en það hefir áður verið. Hræðsla sósíalista. Hræðsla sósíalista við í hönd farandi bæjarstjórnarkosningar er átakanleg, jafnframt því, sem hún er skiljanleg. I upphafi var sú ákvörðun tekin innan flokksins, að vanda fram- boðið sem allra best. Átti í því efni að taka tillit til yngri sem | eldri. Það átti að hleypa nýju lífi í liðið. Þeir gömlu áttu að hverfa. Nema Stefán Jóhann. En þegar til kom, gleymdust öll tillit til yngri og eldri, fyrir því eina tilliti, að hafa listann eins cg Hjeðinn Valdimarsson vildi. — Vilji hans í þessu máli átti að vera lög flokksins. Fyr álitu menn, að olíuvald Hjeðins og- ríkidæmi hefði ekki stigið honum lengra. en til mag- ans. En nú kom það greinilega í ljós, að valdamenskan hafði stigiðjionum til höfuðsins. „Altaf drepur hann af sjer mann —“ Fyrsti árangurinn af einræðis- brölti Hjeðins í flokknum var það, að Sigurður Jónasson einkasölu- forstjóri, áður nefndur „seriös1 ‘, uppgafst á því, að taka sósíalist- ann sjálfan sig alvarlega, og sagði sig úr Alþýðuflokknum. Honum varð litið á Hjeðinn. Og hann liugleiddi með sjálfum sjer: -— Svona mikill hræsnari, svona há- launagráðug sósíalistasprauta er jeg ekki. — „Seinast ofbauð Sig- urði“ — eins og í vísunni stendur. Og hann fór. En Hjeðinn rak upp heljarmilc- inn nróssalilátur í Alþýðublaðinu, er hann tilkynti brottferð Sigurð- ar úr flokknum. Hann ljet hátt- virta kjósendur jafnframt vita, að flokknum væri mikill hagur í því að losna við Sigurð -Tónasson. — Var á Hjeðni að skilja, að Sig- urður hefði alla tíð verið Alþýðu- flokknum til óþurftar og bölv- unar. En menn, sem fylgt hafa Hjeðni að málum hingað til, ráku upp stór augu við þessa tilkynningu hans. TTpp rann fyrir þeim ljós: Það eru slíkir óþurftarmenn, sém sósíalistar hafa fyrir borgarstjóra- efni! Þáttur Ólafs Friðrikssonar. TJngir jafnaðarmenn áttu að fá örugt sæti á lista Alþýðuflokksins. Tilnefndur var Pjetnr Halldórss., formaður í fjelagi þeirra. Hjeðinn kom í veg fyrir það. Hann setti samverkamann sinn, Kristínus Arndal í Pjeturs stað. En þá kom Ólafur Friðriksson til sögunnar. Honum hefir á skömmum tíma ver |ið bolað út úr stjórn Dagsbrúnar, Hfifski matirstillin, fallegu úr egta postulíni, höfum við nú aftur fyrir 1—24 manns. Öll einstök stykki oftast fyrirliggjandi. Einnig kaffi-, te- og ávaxtastell, sömu tegundar. K. Einarssoi & Björnsson. Skrifstofisiarf. Ung stúlka, sem kann vjelritun, ensku og hraðritun á ensku, getur fengið atvinnu hálfan eða allan daginn, eftir samkomulagi. Umsóknir sendist A. S, I. fyrir 10. janúar auðkendar „Vjelritun“, með tilteknri kaupkröfu og upp- lýsingum um kunnáttu. stjórn Alþýðusambandsins og frá ritstjórn Alþýðublaðsins. Nú átti að bola honum úr bæj- arstjórn. Hann gat svo átt von á sams konar. „eftirmælum“ og Sigurður Jónasson fekk hjá Hjeðni í Al- þýðublaðinu, sem orðaði vinar- kveðju sína á þessa leið til flokks- manna: Farið hefir fje betra. Feginn er jeg að losna við hann. Og mikil gæfa er það flokki okk- ar, að slíkir menn hverfa þaðan( !) En Ólafur Friðriksson fór ekki. Hann komst í sæti Kristínusar Arndal. Einræði Hjeðins hrökk ekki til. Tekinn upp í skuld. Ólafur Friðriksson lítur yfir farinn veg'. Þar kemur hann auga á núverandi ritstjóra Alþýðublaðs ins. — Um hann sagði Ólafur á dögun- um. Það er ekki alveg víst að saman fari ]>ett,a tvent, ritstjóra- hæfileikar, og hæfileikinn til að skulda Hjeðni Valdimarssyni f.je“. Þar kom Ólafur því ui>p, að ritstjórinn, Finnbogi Rútur, komm únisti inn við beinið, var tekinn að blaðinu, upp í skuld Hjeðins. En seinna kom það á daginn, að þessi aðfengni ritstjóri hefir það tvent sameiginlegt, að skulda Hjeðni Valdimarssyni og vera hraðlýgnari og óvandaðri í alla staði en Iiinn brottrekni Ólafur. Fer vel á því. ———■■— Póliiík útlæg ór kirkjtimii. Hirðisbrjef þýska ríkis- biskupsins. Kalundborg 6. jan. F. Ú. Þýski ríkisbiskupinn yfir ev- angelisku kirkjunum hefir gef- ið út hirðisbrjef um kirkjumál Þýskalands, og komst þar svo að orði, að einingu kirkjunnar standi hin mesta hætta af stjórn málaáróðri þeim, sem nú geri vart við sig innan þeirra. Mæl- ir hann svo fyrir, að hjer eftir skuli 1 kirkjunum prjedika hið hreina fagnaðarerindi, án nokk urs tillits til stjómmála, sömu- leiðis skuli kirkjulegar kröfu- farir bannaðar, og þeir prestar muni verða settir úr embættum, sem uppvísir verða að því að nota kirkjuna og athafnir henn ar í pólitískum tilgangi. Gleymið ekki að vátryggja Vátryggtngarf jelagið NORBE i f. Stofnað í Drammen 1857. Brnuatryggiag. Aðalumboð & íslandi: Jón Ólafsson, málaflm. Lækjartorgi 1, Reykjavík. Súni 1250. Duglegir nmboðsmenn gefl sig fram, þar sem nmboðs- menn ekki eru fyrir. Frá Spáni. Byltingin bæld niður. Madrid 6. jan. United Press. PB. Vegna þess, að ríkisstjórnin og leiðtogar hægriflokkanna óttast ,að ný byltingartilraun sje yfirvofandi á Spáni, hefir verið frestað að framkvæma um mánaðartíma fyrirhuguð- um náðunum pólitískra fanga. — Eigi er kunnugt hvort Ler- rouxstjórninni er kunnugt, hverj ir eru aðalleiðtogar uppreistar- innar nú, en hann ljet svo um mælt, að það mundi verða til þess að valda nýjum æsingum, ef byltingarsinnar þeir, sem nú eru í fangelsi, væri látnir laus- ir, því að víst væri, að þeir myndi halda áfram sinni fyrri iðju. Loks kynni að verða lit- ið svo á, að ríkisstjórnin l.ieti þá lausa, af því að aðstaða hennar væri veik, en svo væri ekki. — Innanríkisráðherrann hefir tilkynt, að hann muni segja af sjer innan skams, þar eð hans hlutverki hafi verið lokið, er búið var að fram- kvæma varúðarráðstafanirnar á dögunum, með þeim árangri, að byltingartilraunin mishepnaðist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.