Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Tuttugfu ára afmæli 1914—17. janúar—1934 í dag sameinast hugir allra Islending-a í minn- ingunni um stofnfund Eimskipafjelags íslands. Allir, sem viðstaddir voru á þeim fundi hjer í Fríkirkjunni þ. 17. jan- úar 1914, muna þann at- burð, eins og- hann hafi gerst í g-ær, muna þá hús Eimskipaf/eiagsins. hrifning, sem þar ríkti, rnuna þá þjóðarvakning, sem hrinti af stað þessu fyrir- tæki, sem síðan hefir verið nefnt „óskabarn þjóðarinnar££. óskabarn þjóðarinnar hefir Eimskipafjelag Islands ver- ið nefnt. Það er rjettnefni. Fjelagsstofnunin, fjelagið er vorboði íslenskrar sjálfsbjargar. Skipasnauð þjóð á eylandi, getur, þegar á reynir í raun og veru, enga björg sjer veitt. Ósjálfbjarga tekur hún við því, sem að henni er rjett. Þetta skildu þeir, sem gengust fyrir stofnun Eim- skipafjelags íslands. Þetta skildu stofnfundarmenn. Þetta skildi öll þjóðin. Oft og mörgum sinnum hefir þetta verið rifjað upp síðan. Aldrei verður það of oft sagt. Því enda þótt óskabarninu hafi vegnað vel þessi 20 ár, hafa æðimörg tilefni verið til þess, að minna menn á, hvernig þjóðin var á vegi stödd, áður en Eimskipafjelag Islands var til — hvernig hún yrði á vegi stödd, ef það hætti að vera til. Hjer skal eigi eytt mörgum orðum í hugleiðingar um nyt- semi Eimskipafjelags Islands fyrir þjóðina. En leitast skal við í fám orðum að gera nokkra grein fyrir framþróun fjelags- ins þessi 20 ár. Verður vita- skuld farið fljótt yfir, enda eru aðaldrættir þeirrar starfssögu alþjóð manna kunnir. Skipið var fyrst eitt, og nú eru þau sex. Hafa altaf verið fríð skip og vel úr garði gerð. Hefir þar komið fram hollur þjóðarmetnaður íslendinga, að senda ekki frá sjer til útlanda önnur skip, en vel sóma sjer. Smálestatala skipaflotans hef ir aukist sem hjer segir: Skípastóll fjelagsíns. 1915 2 skip 2.300 D.W. 1921 3 — 4.800 D.W. 1927 4 — 6.300 D.W. 1928 5 — 7.400 D.W. 1930 6 — 9.400 D.W. Skip sín, sem fjelagið hefir látið smíða, hefir það eignast í þessari röð: Gullfoss 1915 Goðafoss 1921 Brúarfoss 1927 Dettifoss 1930. En Lagarfoss og Selfoss keypti fjelagið eftir að skip þessi höfðu verið í ferðum í annara eigu í allmörg ár. Aldur skipanna sýnir hvenær framþróun fjelagsins hefir ver- ið mest. Þegar fjelagið er kom- ið út úr kreppu ófriðaráranna og afleiðingum hennar, kemur fjör í framkvæmdimar og skipa stóllinn eykst ört. Að hjer fara saman fram- kvæmdir fjelagsins og nota- þörf landsmanna fyrir skipum, sjest best á því, að árið 1926 fluttu skip fje- lagsins 25.824 smálestir til landsins, en árið 1931 var flutningurinn til landsins með skipum f je- lagsins orðinn nærfelt helmingi meiri, eða 49.341 smál. Mjög er fróðlegt að sjá hvem ig siglingar fjelagsins hafa aukist á þessu tímabili. Fjöldi millilandaferða hefir aukist sem hjer segir : 1915 10 ferðir 1920 14 ferðir 1925 25yz ferð 1930 491/2 ferð 1932 65 ferðir Siglingar í heild sinni hafa aukist, sem fjöldi sigldra sjó- mílna sýnir: Sígldar sjómííur. 1915 31.500 1920 53.648 1925 90.603 1930 182.417 1932 233.136 Strandferðírnar. Mjög hefir því verið haldið fram, enda verður eigi móti mælt, að Eimskipafjelag Islands skuli jafnan haga starfsemi sinni þannig, að miða hana við alþjóðarheill, að dreifbygðirn- ar fái not skipasamgangnanna. Dýrar eru siglingar með stór- um skipum á smáhafnir, og hafa þær siglingar jafnan höggvið mikið skarð í hagnað fjelagsins,t en gert að engu arð manna af hlutafjáreign þeirra. Styrkur úr ríkissjóði hefir átt að vega upp á móti rekstr- arhalla af strandferðunum, og orðið nokkurt umtal um, hvern- ig reikna skyldi, sem kunnugt er. En viðkomur skipanna inn- anlands, utan Reykjavík- ur hafa verið þessar að tölu: 1915 149 viðkomur 1920 86 — 1926 415 — 1930 992 — 1932 909 — Fjárhagur fjelagsins. Nokkrar tölur. En veldur mestu hjer sem annarstaðar, að „undirstaða. rjett sje fundin“, að fjárhagur fjelagsins sje tryggur og heil- brigður. Hrakspárnar, sem heyrðust í upphafi, um að þó landanum tækist að sigla um sjóinn, myndi honum miður tak- ast að sigla fyrir blindsker og annes fjárhagsörðugleika, hafa ekki ræst. Með auknum siglingum, fjölg um skipanna, hefir velta f jelags- ins vitanlega aukist. Fá menti yfirlit yfir það, með því að líta á hverjar hafa verið brúttó- tekjur fjelagsins. 1915 kr. 474.629.00 1920 — 2.707.630.00 1925 — 2.557.100.00 1930 — 3.246.400.00 1932 — 3.802.800.00 Hve mikla atvinnu fjelagið veitir landsmönnum sjest á eft- irfarandi yfirliti yfir kaup- greiðslur fjelagsins, sem sam- tals hafa árlega verið sem hjer segir. Eru tölurnar hjer, sem í hinum fyrri talnayfirlitum tekn ar úr reikningum fjelagsins á 5 ára fresti. Kaupgreiðsla fjelagsins. 1915 ca. kr. 124.000.00 1920 ------- 727.000,00 1925 ------- 910.000.00 1930 ----- 1.050.000.00 1932 ----- 1.250.000.00 Lítum þá snöggvast á síð- asta reikning Eimskipafjelags íslands, sem birtur hefir verið. fyrir árið 1932. Skuldírnar. Þar sjest m. a. að skuldir fje- lagsins, að hlutafje meðtöldu eru kr. 4.110.210.77. Gullfoss. Brúarfoss. Dettifoss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.