Morgunblaðið - 16.02.1934, Side 6

Morgunblaðið - 16.02.1934, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sigvaldi Bjarnason tr j esmíðameistari. I dag er til moldar borinn mæt- «r borgari þessa bæjar, Sigvaldi Bjarnason trjesmíðameistari. — Hann var fæddur 31. des. 1860, að Fremsta-Gili í Húnavatnssýslu og ólst hann þar upp, og í Mýra- koti hjá foreldrum sínnm, Bjarna bónda Jónssyni og konu hans, Halldóru Jónsdóttur. Þau munu hafa verið fátæk mjög, sem ráða má m. a. af því, að þegar Sig- valdi var um tekt, fluttu þau hjónin, ásamt þrem börnum sín- um — og var Sigvaldi eitt þeirra — vistferlum og í vinnumensku, til síra Eggerts Ó. Briem að Hösk- uldsstöðum á Skagaströnd. Nítján ára að aldri (1880) flyst Sigvaldi til Reyk.javíkur og tekur þá þeg- ar til að nema trjesmíði hjá hin- um góðkunna trjesmíðameiþtara Magnúsi sál. Árnasyni. Árið 1890 fluttist Sigvaldi vestur á Bíldudal og' vann hann var að hinum miklu mannvirkjum, bryggju- og húsa- smíðum, er Pjetur J. Tborst.eins- son sál. Ijet gera þar vestra; þar komst Sigvaldi í kynni við eftir- lifandi konu sína, Guðrúnu Pjet- ursdóttur frá Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi, hina mestu dugnaðar- og myndarkonu, og giftust þau á Bíldudal 17. des. 1892. Er frú Guðrún komin hátt á 85. aldursár sitt, lasburða m.jög fyrir ellihrum- leika sakir og langvarandi van- héilsu. Þau eignuðust tvö börn, er önduðust á ungbarnaskeiði. — Þá tóku þau hjónin að sjer dreng einn í æsku. Sigurð Snorra- son, sení nú er bahkagjaldkeri í Vestmannaeyjum, og hafa þau g'engið honum í foreldrastað. Meðan þau Sigvaldi og Guðrún dvöldu á Bíldudal, ráku þau gisti- og veitingahús þar í kauptúninu um nokkurra ára skeið, unz B.jörn Leví skósmiður hjeðan úr bænum tók það að sjer; fluttust þau þá hingað til Reykjavíkur og hafa dvalið hjer síðan. Halldór Bjarnason sýslumann í Barðastrandarsýslu (d. 1. febr. 1905), bróðir Sigvalda. styrktu þau h.jónin á námsárum hans eft- ír föngum. þótt, eigi væri efnin mibil. — Starfsemi Sigvalda ’ sáluga Bjarnasonar hjer í bænum var bæði margþætt og mikilsverð á mörgum sviðum, enda naut hann hvarvetna óskoraðs trausts og' virðingar allra þeirra, er hann komst í kynni við. Yfirvöld bæj- arins skipuðu hann oft og iðu- lega matsmann í ýmsum málum og kom þá jafnan fram frómlyndi hans, hlutvendni og sanngirni. — Brunabóta- og húsavirðingamaður var hann hjer í 'bænum í 32 ár, í bygginganefnd frá 1912—1918, í niðurjöfnunarnefnd óvenjulega lengi eðá á 12 ár, og ritari styrkt- arsjóðs iðnaðarmanna um langt skeið, einn af stofnendum h.f. „Völundur" o. s. frv. Sigvaldi var alúðlegur og á- stundunarsamur fjelagi í ýmsum mannúðarf jelögúm þessa bæjar, m. a. einn af stofnendum Good- Templarastúkunnar Verðandi nr. 9, frá 9.. júlí 1885 og einn meðal hinna ágætustu fjelaga Odd- Fellowreglunnar, frá 15. febrúar 1901. í þessum fjelögum, sem ann- arstaðar, var Sigvaldi Bjarnason jafnan sannur og trúr fjelagi til dauðadags, 2. þ. m., enda voru honum oft falin mörg áríðandi trúnaðarstörf innan þessara fje- laga og utan, er hann rækti með stökustu trúmensku og samvisku- semi, sem öll önnur störf; er því mikill söknuður að fráfalli hans af þeim sviðum lífs hans sem öðrum. í trú- og stjórnmálum var Sig- valdi enginn flysjungur; þar var hann sem endranær, fastur fyrir og bygði skoðanir sínar á þeiiá grundvelli sannfæringar sinnar og reýnslu, sem hann áleit þjóð sinni fyrir bestu. í daglegu lífi sínu og umgengni við aðra menn, var Sigvaldi Bjarnason einkar prúður maður; orðvar, óáleitinn, umtalsfrómur og stiltur vel. Hann var fróður um margt, víðlesinn og hagorður, sífelt glaður í viðmóti og góðlátur. Smiður þótti hann góður og vand virkur, enda vel að sjer í iðng'rein sinni sem mörgu öðru, er hann lagði hug og hönd að. Þótt aldrei væri hann efnaður maður og því síður fjáður, var hönd hans jafnan útrjett til hjálpar og líknar naúð- stöddum meðbræðrum hans og fje- lögum og þá eigi síst er „fátæk og veiklum börn“áttu hlut að máli, enda var hann barnavinur hinn besti. Lífernishætt.ir Sigvalda Bjarna- sonar lýstu því best, hver lífs- regla hans var: Áreiðanleiki og einurð, hógværð, kurteisi og sann- sögli. AUir þeir mörgu fjelag'ar hans og vinir er þektu hann best, vita, að þetta er ekkert oflof og í engu ofmælt. Blessuð sje minning þessa góða vinar og fjelaga! Reykjavík, 16. febr. 1934. Jón Pálsson. Ekkjan Vilborg Benediktsdóttir andaðist að heimili sínu, íshús- stíg '5, í Keflavík hinn 15. jan. s.l. Hún var fædd 9. sept. 1857 í Tröð á Álftanesi í Gullbringusýslu, og var því rúmlega 76 ára. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Bene- dikt Benediktsson bóndi og kona hans, Guðríður Halldórsdóttir, er bjuggú fyrst að Tröð og síðan í Akrakoti á Álftanesi. Til Keflavíkur fluttist Vilborg heitin árið 1886, vann hjá Duus kaupmanni í 7 ár, þar til hún gift- ist Bjarna heitnum Ólafssyni út- vegsbónda 4. okt. 1893, en misti hanu 2. maí 1929. Hafði hún því dvalið í Keflavík í samfleytt 48 ár. Vilborg eignaðist, þrjú börn, eina dóttur og tvo syni, sem öll eru á lífi, Vilborg, ekkja Sigurðar heit. Bjarnasonar kaupfjelagsstj. frá Hafnarfirði, Albert, og Ólafur, sem báðir eru dugandi og vel metnir formenn í Keflavík. Andlátsfrjett er altaf mikilsvert umhugsunarefni, sorg og söknuð- ur þeirra, sem tengdir eru ættar- og vinarböndum, svo skaði og' hrygð í bygðarlagi, þegar þeir falla fyrir sigð dauðans, sem sýnt hafa dugnað innan og utan heim- ilis. Eftir Vilborgu heitina liggja mörg og vel unnin störf, því að Vilborg Benediktsdóttir. hún var ein af þeim konum sem aldrei fjell verk úr hendi. Allir sem þektu hana undruðust hið mikla fjör og ljettlyndi, er hún hafði til að bera fram á síðustu stundu. Hjún var búkona góð og kunni vel að gæta fengins fjár, en var þó rausnarleg', hjálpsöm og stórgjöful. Vilborg var vel skyn- söm og trúhneigð kona, las mikið af góðum bókum, sjerstaklega á seinni árum, eftir að um hægðist hjá henni. Trygglyndi hennar var viðbrugðið, þeir sem einu sinni urðu vinir hennar, áttu þar ætíð góðan vin, sem vel reyndist, í blíðu og stríðu. íslenska gestrisni átti hún í ríkum mæli, og þótti öllum gott að sækja hana heim, á hið rausnarlega og myndarlega heim- ili liennar. Þjóðholl var hún og' fylgdist, vel með öllum opinberum málum. Eft- ir lát manns síns bjó hún áfram í húsi sínu í Keflavík. undir verndarvæng sona sinna og tengdadætra; hún knnni ekki við annað en að búa búi sínu, eins og áður, og tók þátt í útgerð bæði í orði og verki fram til hinstu stundar, svo mikill var starfshiig- ur hennar. Ættingjar og vinir minnast henn ar og sakna. Við þökkum henni fyrir alt sem hún auðsýndi okkur, gjafir, heilræði, umhyggju og hjálpsemi. Blessuð sje minning hennar. Ættingi og vinur. Rannsókn hdloftanno Berlin, 15. febr. FÚ. Rússar ráðgera að senda flugbelg upp í háloftin í næsta mánuði. Engin áliÖfn á að rera með belgn- um, en honum á að vera fjarstjórn- að frá stjörhuturni einum nálægt Moskva, og allar athuganir á að gera með sjálfvirkum tækjum. Bú- ist, er við að hann verði 14 klukku- tíma í loftinu, og komist í aJt að 40 kílómetra hæð. Miimingarrit BJörns Jón$§onar í það rita: Ólafur Björnsson, ritstjóri. Einar H. Kvaran, rithöf. Ólafur Rósinkranz. Guðm. Finnbogason. Síra Ólafur Ólafsson. Indriði Einarsson. Síra Magnús Helgason. Haraldur -Níelsson, próf. Guðm. Guðmundsson, skáld. Bjarni Jónsson dómkirkjupr. Friðrik B. Bergmann. G. Björnson landlæknir. Guðm. Friðjónsson. V. Guðmundsson frá Engey. Eigið þjer þetta rit. Það er 160 bls., 1 stóru broti með mörgmn myndum og kostar aðeins kr. 1.50. Fæst í bókaverslnnnm. Krysfal hveiti höfum við fyrirliggjandi í 50 kg. pokum. Kaupmenn og Kaupfjelög! Athugið að hafa þetta viður- kenda hveiti ávalt til í verslunum yðar. Eggert Eristjánsson &Co. Beykvíkingar og nágrannar. í dag hefst ný saga í Vikuritinu, „Gull Faraós“, sem er afar-spennandi frá byrjun til enda. — VIKURITIÐ hefir náð mestri útbreiðslu allra skáldsagnarita hjer á landi. Látið því ekki ginna yður til að kaupa eitthvert annað rit í þess stað, þótt reynt verði að fleka yður til þess á einn eða annan hátt. Veðráttan í desember. Tíðarfar var óvenjulega hlýtt, snjólaust lengst af, græn tún og blóm í túnum og görðum. Fjen- aður lá víða úti og lítið sem ekk- ert var gefið. Sunnan lands og vest&n var nokkuð úrkomusamt ,og veðurlag óstöðugt, oft suðlægir rokstormar. Á Austurlandi var lengstum öndvégistíð. Hitinn var 5.7° yfir meðallag, hlýjast norðanlands en tiltölulega kaldast á Austur- og Suðurlandi. Mestnr hiti var mældur á Hrauni í Fljótum 16,6 stig' hinn 3. des- ember Sjávarhitinn fyrir sunnan og vestan land var 2,8° yfir meðal- lag. Jarðvegshiti var hjá rafmagns- stöðinni hjá Elliðaám 5.3 st. á meterdýpi en 8 st. á 2 metra dýpi. A Sámsstöðum í Fljótshlíð var hann 4,4 st. á meterdýpi, eða 1.2 st. lægri en í nóv. TJrkoma var allmikil, 31% um- fram meðallag. Langmest vestan lands. 133% umfram meðallag, en norðan lands og norðan til á Aust- urlandi mjög lítil. Mest mánaðar- úrkomá var í Hveradölum, 437.9 mm. Þokur voru sjaldgæfar nema á Suðurlandi. Snjólagið var 14% á á stöðvum,. þar sem 5 ára meðallag hefir verið tekið, en það er 61% hvítt af snjó. Var snjólagið nú í desember heldur minna heldur en það er í meðallagi í maímánuði á þessum 5 stöðvum. Bílfært var á fjall- vegum mest allan mánuðinn. — Mesta mæld snjódýpt var 12 em. á Þórustöðum vestra hinn 19. Jarðskjálftar. Mælarnlr sýndw t.vo litla kippi um miðjan mánuð- inn og voru upptök þeirra úti í Atlantshafi, rúma 1100 kílómetrffl suðvestur frá Reykjavík. Jimmy Clobby, nafnkunnur hnefaleikari í miðþungaflokki, andaðist í New York í vetur. — Hann var -1-3 ára gamall og' á hncfaleikum sínum hafði hann grætt 2 miljónir dollara. Þrátt fyri.r það var það úrsknrður lækna, að hann hefði dáið úr hungri og kulda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.