Morgunblaðið - 18.02.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.1934, Blaðsíða 4
0 4 Sjötugur. Gunnar ólafsson konsúll Ixuimar Ólafsson konsúli og kaupmaður í Vestmannaeyjum er sjötugur í dag. Gunnar er löngu orðinn þjóð- kunnur maður bæði vegna af- skifta sinna af landsmálum og ■einnig vegna atvinnurekstrar síns sem liann hefir stjórnað með hin- um mesta dugnaði og' forsjá nú um 24 ára skeið. Gunnar var þingmaður Vestur- Skaftfellinga frá 1909—1911 og landskjörinn þingmaður 1926, en bauð sig þá eigi fram til þing- setu aftur og hefir eigi síðan viljað gefa kost á sjer til þess starfa, en góður liðsmaður þótti liann á þingi sem og hvarvetna annars staðar. Árið 1909 fluttist Gunnar til Vestmannaeyja og byrjaði þar ásamt Pjetri sál. Thorsteinsson og Jóhanni alþingismanni Jósefs- syni, verslun og útg'erð í stórum stíl. Starfar Gunnar enu við þetta fyrirtæki þeirra fjelaga með óbil- andi vinnufjöri og starfsþoli. Það hefir jafnan verið svo um Gunnar, að hann hefir unnið sjer virðingu, vináttu og traust allra þeirra, er honum hafa kynst, hann hefir ávalt verið hjeraðshöfðingi í sínu hjeraði, svo var það meðan liann dvaldist í Skaftafellssýsl- unni, svo er það og í Vestmanna- eyjum. Gunnar er hjeraðshöfðingi í hinni gömlu góðu merkingu þess orðs. Fjölmargir eru þeir, sem leitað hafa ráða til Gunnars og aðstoðar í vandræðum sínum, enda mun það má 1 li sannast, að honum hafi tekist flestum mönnum betur að leysa vandræði annara og greiða fram úr erfiðleikum þeirra. Gunnar er yfirlætislaus og mjög við aiþýðuskap, hygginn og atliugull flestum öðrum fremur, og það vitni bar honum einn hinn merkasti stjórnmálamaður lijerlendis, sem honum var sam- tíða á þingi, að hann hefði að sínum dómi lært allra mest af lífinu, þeirra manna, sem hann hefði kvnst. Allir hinir mörgu vinir Gunn- árs munu óska honum allra heilla og' þess, að hann megi enu um langt skeið sitja með fullu starfs- f jöri að ríki sínu í Evjum. Útvarpstruf lanir. V egna ó- hemjulegra truflana varð ekki hagnýtt ein einasta frétt í út- varpinu frá London klukkan 17 í gærkvöldi. MORGVN'BTUA ÐIflV Frægur maður látinn. Laugardaginn 30. desembee s.l. andaðist að heimili sínu 24 Manor l’laee, í Edinborg á Skotlatidi: Sir Joseph Montagu Cotterill, C. M.G. 82 ára að aldri. Ilann yar sonur Hinviks Cotter- ill, fyrv. biskups í Edinborg; fæddur í Brighton 1851. Hann gekk á háskóla í St. Andrews, há- skólann í Brighton og á Edin- borgarháskóla. 1875 fekk liann la-rdómsnafnbót — M.B.C.M. — AÍð Edinborgarháskóla, fekk þá verðlaun fyrir skurðlækningar og sjúkdómafræði. Hann stai'faðí !e.iiv-d:.i.n við Royal Infirmary, Edinborg; liækkaði þar jafnt og þjett í stöðu og' áliti, þar til hann ljet af störfum þar 1912. Sir Joseph M. Cotterill. Skurðlæknir var hann með af- brigðuin, ágætur og ákveðinn. Vakti tiltrú og traust sjúklinga með rósemi sinni og snarræði, er vanda bar að liöndum; eru það oft blessunargjafir þeirra sem iðka mikið íþróttir útivið, en það gerðu íair meira eu liann. Hann var alldiða skurðlæknir, en heilasjúkdómar og sjúkdóma- fræði ((Pathology) voru aðallega sjerfræði hans. Fyrirlestrar hans á læknaskól- anum voru afbragðs vel sóttir; olli því rökfesta hans og ná- kvæmni, ljós og skipuleg fram- sögn, og máske ekki síst — harðglettan, með alvöruna og' ást- úðina á bak við, er jafnan skein úr augum hans þegar hann talaði sem læknir. Þegar stríðið skall á 1914, þá fekk hann sveitarforingjatign og yfirlæknisstöðu við annan skoska aðalhermannaspítalann í Craig- leith, þar sem Sir Joseph Fayrer hafði yfirstjórn. Sir Montagu tók þegar að s.jer forráðamensku skurðlækninganna á spítalanum; hlaut liann viðurkenningu og heið- ursmerki fyrir það starf 1917, og íulla aðalstign 1919. Þó mun hann hafa fengist við lækningar eftir það. Hann segir í brjefi til mín 28. mars 1931: „Nú er jeg hættur skurðlækningum — verð líka átt- ræður eftir nokkra mánuði!, en jeg hefi lengi fengist við það starf, og gert um 18,000 uppskurði í Royal Infirmary, svo mjer var mál á h.víld“. Einn yfirboðari Sir Montagu í Craigleith, Sir Joseph Fayrer, hefij' kvatt hann í ,,The Scots- man“, með nokkurum orðum, sem lýsa manninum vel. Þau birtast hjer í lauslegri þýðingu; hann nefnir þau sjálfur „Mat“ (af s. að meta). „Mikill. skurðlæknir, mikill íþróttamaður, mikið göfugmenni, og — hvað mig snertir að minsta kosti — sannasti, ábyggilegasti og kærasti vinurinn, er dáinn. Þó jeg' hafi þekt hann, og met- ið persónuleika hans, um fjölda mörg ár,, þá tel jeg vináttu okk- ar frá 4. ágúst 1914, þegar hann ásamt fleirum úr hinu ágæta yfir- foringjaráði mínu, færði mjer fregnir um vígbúnaðinn og skyldu störf vor, við annan aðalhermanna spítalann, sem jeg þá hafði þann heiður að stjórna. Hann gekk næst mjer að mann- virðingum, og enginn hershöfðingi hefir nokkuru sinni átt hæfari nje ábyggileg'ri aðstoðarmann. Hefði hann gert hermensku að lífsstarfi sínu, þá er jeg sannfærður um, að hann hefði þar borið ægishjálm yfir aðra menn; orðið afburða- maður eins og hann varð í skurð- lækningum, og sannarlega í öllu sem hann gerði. Hann var þrár, þolgóður og seigur til þess, ýtrasta. Undan- tekningarlaust vann hann því sig- ur, hvar sem hann beitti hug og hönd; og' af því að liann hafði full an og Anðtækan skilning á „her- þjónustu“ sinni, ‘ þá stend jeg, lierþjónustan og deildin sem jeg' stjórnaði í óbotnandi þakka.rskuld við hann. Auk „liermensku“ hans sem yfirlæknis spítalans, þá ann- aðist, hann' um skurðlækninga stof- urnar. Þau fjögur ár, sem við vormn saman, gerði hann yfir 1000 — eitt þúsund — jeg held það hafi A'erið 1200, meiri háttar uppskurði á þeiro. sem verst voru útleiknir og sendir til Craigleith til lækn- inga; hann misti ekki einn einasta — sannarlega ljómandi frammi- staða! „Jói CotterilT' var frábær, ekki aðeins sem mikill skurðlæknir, heldur var einnig frægð hans sem íþróttamanns heims kunn: Hann ljek „Cricket“ manna best; var einhver besti knattleikari sem sög- ur . fara af; afbragðsskytta, og', .jafnvel á efri árum var hann langt fyrir ofan meðalmensku að öllum leikum. Auk alls þessa — ef menn skildu hann rjett, en það varð að skilja hann — þá átti hann kurt- eisi og prúðmensku „gamla skól- ans“ — var drengur góður og göfugur. Jeg, sem skildi hann, rita þessa stuttu og ófullkomnu viðurkenn- ingu um .sannan vin og mikil- menni“. upp í stigagatið með sinni við- feldnu barytonrödd: „Molly !“ — Frúin var sjaldan langt undan; hún þaut fram að handriðinu og kallaði niður. með sínum skæra sópran: ,,Jói!“ Þetta var kveðjan, annað ekki. nema gleðihreimurinn í röddunum. því læknirinn var óðara þotinn inn í baðklefa sinn og svo inn í biðsalinn, shm þá var oft fullsetinn sjúklingum, sem biðu komu hans. En, -— „síðustu perluna, sorg- arperluna má ekki vanta; af henni eykst hinum öðrum perlum ljómi og' máttur“, segir H. C. Andersen. Konu sína misti Sir Montagu 1908. I stríðið mikla fóru allir synir hans þrír, og tengdasonur, Majór Porter. Elst.i sonurinn, Denis, var í, læknadeild breska hersins; hann I var lifandi eftirmynd föður síns. - og mikilsmetinn læknii-. Hann j fekk inflúensu, og dó í Frakk-1 landi 1918. ÍÞvfa, annar sonurinn, særðist hættulega, en varð grædd- ur, starfar nú í Lonclon. Yngsti sonurinn John Henry, einnig læknir, 28 ára, fjell í Indlandi 1917. Majór Porter fjell einnig í stríðinu. „Svo Kíer sjá.ið“, segir Sir Montagu í brjefi, „að stríðið hef- ið hefir tekið óþyrmilega á mjer“. Þetta Suðusúkkulaði er uppáhald allra husmæðra.________ Hár. Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. Goðafoss Laugaveg 5. Símá 3436. „Guðsmanns líf er sjaldan happ nje hrós, heldur tár, og blóðug þyrnirós.“ (M. J.) En það er „happ og hrós“ fyrir þjóðirnar sem bera gæfu til að eignast slíka sonu sem Sir Joseph Montagu Cotterill var. Ritað á Kyndilmessu 1934. Þórunn Ríchardsdóttir. ftMutmsuí litun S*«««**l J+ Ju 1500 Reynslan befir sýnt, að þrátt fyrir alt, ©r best að láta okkur hreinsa eða lita og pressa allan þann fatnað, er þarf þessairar með- höndlunar við. — Sótt og sent eftir óskum. Kona Sir Montagu hjet María Winn Jones; hann kallaði hana Molly. Hún var biskupsdóttir frá Bangor í Wales. Börnin Aroru sex, og hjetu sum welskum nöfnum. Þetta Arar trúrækið fólk, en það var engin veinandi volæðistrú, lieldur heilög', heilbrigð trú, sönn, bjargföst og hlý, eins og sltínandi vordagur. Héimilið var glatt og yndislegt. Oðara en læknirinn kom heim af spítalanum um hádegisbilið, snar- aðist -hann úr yfirhöfn sinni niðri í forsalnum, og lrallaði um leið Nýju bækurnar: Sögúr frá ýmsum löndum, II. bindi, ib. 10.00. Sagan um San Michele eftir Munthe, ib. 17.50 og 22.00. Sögur handa bömum og unglingum, III. bindi, ib. 2.50. Egils saga Skallagrímssonar, útg. Fomritafjelagsins, ib. 15.00, Bókaverslnn Sigf. Eymnndssonar ogBókabúð Austurbajar BSE, Laugaveg 34. Reykvíkingar og nágrannar. í dag hefst ný saga í Vikuritinu, „Gull Faraós“, sem er afar-spennandi frá byrjun til enda. — VIKURITIÐ hefir náð mestri útbreiðslu aílra skáldsagnarita hjer á landi. Látið því ekki ginna yður til að kaupa eitthvert annað rit í þess stað, þótt reynt verði að fleka yður til þess á einn eða annan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.