Morgunblaðið - 23.02.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Sextíu þÚKiind króna sjóþurð hjá fjehirði Úlvegs- banka- útibúsins í Vestmannaeyjum. Fyrir nokkru síðan komst bankaútbússtjóri Útvegsbank- ans í Vestmannaeyjum, Viggó Björnsson, að því, að misfellur ▼oru í bókum fjehirðisins í úti- búinu, Sigurðar Snorrasonar. Bankastjórinn gerði banka- stjórninni hjer aðvart, og var Björn Steffensen endurskoðandi aendur til Eyja, til þess að end- arskoða hjá fjehirði. Endurskoðuninni er lokið. Þeir Viggó Björnsson banka- stjóri og Bjöm, komust að þeirri niðurstöðu, að fjehirðirinn hefir dregið sjer tæpl. 60 þúsund krónur af fje bankans. Hafi hann byrjað á því árið 1924, og öll árin síðan tekið meira og minna af fje bankans, þó mest nú síðustu ár. Falsanir í bókum bankans hefir hann framkvæmt þannig, að samkvæmt sjóðbók virðist meira tekið út, en raunverulega var, en helminginn af því fje, sem hann þannig dró sjer sljett- aði hann út úr bókunum, með því að gefa bankastjóranum upp hærri vaxtaupphæðir en raunverulega voru færðar í inustæðureikninga sparifjár- eigenda. En orðrómur um það, að fje- hirðir hafi dregið sjer fje inn- stæðueigenda, svo þeir hafi orð- ið fyrir skaða, er ekki rjettur. Sig. Snorrason hefir verið starfsmaður bankans síðan árið 1921. Slauiskl-hneykslið. Eliin af démurnnnm i málinii myrlur á <lul- arfullan liált. Berlín 22. febr. FÚ. Einn af rannsóknardómurunum í Staviski-málinu hefir verið myrtur í París á. dularfullan hátt, ®g hefir lögreglunni ekki tekist að ▼erða neins vísari um hver morðið befir framið. Eitt af Parísarblöðunum full- yrðir það í morgun, að þeir sem fiæktir eru í Staviski-málið, hafi myndað með sjer leynisambönd í , j iíkingu við ,,Mafia“ bófafjelagið ! ítalska, og hafi þessi fjelag'sskap- j ur látið myrða dómarann, sökum (þess að ekki tókst að hræða hann [ til auðsveipni. Blaðið kveður það | vera opinbert, leyndarmál, að yfir- ! völdin þori ekki að taka Staviski- málið rækilega til rannsóknár, og sje aðalástæðan hótanir um lík- amlegt ofbeldi af hálfu leynifje- lagsins. Englendingar eiga að drekka inciri mjólk. Ríkið tryggir bændum lágmark§verð. London 22. febr. FÚ. Enska stjórnin ber nú fraih á þingi frumvarp um mjólkuriðn- að í Englandi, og ráðstafanir t.il þessí að auka mjólkurneyslu, í því skyni, að gera þenna atvinnu ▼eg tryggari en nú er. Mælti Elliot landbúnaðarráð- fee.rra fyrir frumvarpinu á þingi j í dag, og skýrði frá því, að mjólk ' urframleiðsla í Englandi hefði \ mjög aukist, en neysla ekki að j sama skapi, og væri nú yfirvof- andi verðfall, sem orðið gæti þess- um atvinnuvegi til óbætanlegs tjóns, ef ekkert yrði aðgert. áður en við bættist sá mjólkurauki, er vænta má með vorinu. Einn liður þessara laga er á þá leið, að ríkið ábyrgist. bamdunum lág- jnarksverð á mjóllt og mjólkur- afurðum um tveggja ára bil, og greiðist sá kostnaður af ríkisf je I auk þess, sem ríkið leggnr til all- ndklá fjárhæð, til þess að reka með útbreiðslustarfsemi. Þessi styrktarákvæði eru þó ýmsum skilyrðum bundin t. d., að hrepps- og bæjarfjelög kaupi og veiti skólabörnum ókeypis mjólk, eftir því sem þurfa þykir. Evans-leiðangurinn snýr við. Osio 22. febr. FÚ. Frá Oape Town er símað, að leiðangur Evans vara-aðmíráls á ,,Milford“ sje snúinn við, vegna óhagstæðs veðurs. Lagt var af stað í leiðangurinn frá Cape Town þ. 15. febrúar. Áformað var að fara til Bouveteyju. — Skipið hefir aðeins eldsneyti til þess að komast til Simonstown. Jarðarför Alberts konungs var mjög viðhafnarmikil. Kalundborg 22. febr. FÚj Jarðarför Alberts Belgíukonungs fór fram í dag í Briissel að við- stöddu afarmiklu fjölmenni. — Snemma í morgun fór fólk að safnast hópum saman í göturnar, sem líkfylgdin átti að fara, um, og allir glug'gar voru fullir af fólki. Húsin voru tjölduð svörtum dúkum. Frá því kl. 7% í morgun fóru sífelt miklir skarar í fylking- um fram hjá staðnum, þar sem kista konungs stóð, og m. a. sýndu þannig 40 þús. uppgjafahermenn konunginum síðasta heiður. Alls staðar Ijet fólkið, sem beið líkfylgdarinnar í ljós samúð sína og sorg þegar hún fór fram hjá. Hún lagði af stað frá konungsköll inni kl. 10, og var yfirmaður belg- ísku kirkjunnar og klerkar hans í broddi fylkingar, þá ýmsar her- deildir undir stjórn yfirhershöfð- ingja ríkisins. Kista konungs var sveipuð belgíska fánanum og blóm um, og næstir á eftir henni gengu synir konungs og opinberir full- trúar erlendra ríkja, stjórn Belg- íu o. fl. í kirkjunni las kardinal erki- biskupinn messuna með klerkum sínum og kirkjukór. Úr kirkjunni var kistan aftur flutt í skrúð- göng'u til hallarinnar, þar sem konungurinn var jarðsettur við liliðina á kistum fyrirrennara sinna. Athöfninni lauk með því, að skotið var 21 fallbyssuskoti. Leopold tekur við ríkjum. Kalundborg 22. febr. FU. Leopold krónprins heldur há- I tíðleg'a innreið sína í Brussel á ; föstudag kl. 12, og tekur þá ríki, sem konungur Belgíu, og vinnur | eið að stjórnarskránni. (Áthöfn- ^ inni verður útvarpað). Óðalsþingið fellir jafnrjetti kvenna. Hungurgöngur á leið til London. Osló 22. febr. FÚ. Norska lögþingið ræddi í dag frumvarp það, Sem kom frá óðals- þinginu um það, að veita konum jafnan embættisrjett og körlum. Að lokum var frumvarpið felt með 19 atkvæðum á móti 18. Með því voru jafnaðarmenn og nokkurir hægrimenn. Sáttatilraunir í Danmörku. Kalundborg 22. febr. FÚ. Sátt.atilraunir standa enn yfir í vinnudeilunum í Danmörku. I dag var aðiljum afhent nýtt samn- ing'suppkast, og verður enn hald- inn fundur hjá sáttasemjara á morgun. —--------------- Yopnabirgðir finnast í Vín. Kalundborg 22. febr. Fú. Lögreglan í Yín hefir nú fundið miklar vopnabirgðir þar í borg- inni, og eignar þær fjelagsskap. jafnaðarmanna. Yopnin hafa ver- ið gerð upptæk, og er nú verið að rannsgka málið. _________________ Uppreisn í Argentínu. Kalundborg 22. febr. FÚ. Uppreisnir og óeirðir urðu í dag í Argent.ínu og fjellu 16 manns. St.jórnarherinn vann þó bug á uppreisninni og' í kvöld er alt sagt rólegt, í landinu. ------eí^i------- Landráðstarfsemi kommúnista. London 22. febr. FÚ. : lnnanríkisráðherrann breski var spurður þess á þingi í dag, hvaða ráðstafanir stjórnin muridi gera, til þess að koma í veg fyrir hung- urgöngur þær, sem nú eru á leið til London. Hann svaraði á þá t ... , leið, að hann teldi hvorki hyggi- j legt, eða rjettmætt að hindra slík- j ar göngur, að svo miklu leyti, sem ekki væri brotnar reg'lur um j frið og ró á almannafæri. I Símasamböndin aukast um heiminn. Kalundborg 22. febr. FÚ.- í heiminum eru nú í notkun 34 miljónir síma og er talsíma- sambandið milli landanna sífelt að aukast og víkka. Frá Englandi er nú hægt að t.ala t.il Kanada. Bandaríkja, Suður-Ameríku, Ind- lands, Ástralíu, Nýja Sjálands og Suður-Afríku. auk ]iess sem síma samband er við flest, Evrópulönd. I lofti er nýjasta unglingabókin. — Hún er skrifuð af dr. Alex- ander Jóhannessyni, rektor Háskóla íslands, og er æfin- týraleg lýsing á sögu loft- ferðanna hjer á landi, og' helstu þáttnm í sögu flug- listarinnar. í bókinni er fjöldi fallegra mynda. Kostar í góðu bandi kr. 6.00. Berlín 22. febr. FU. Ríkisrjetturinn í Leipzig feldi í gær dóm yfir fimm kommúnist- um, þ. á, m. einum fyrverandi þingmanni, sem var gefið að sök undirbúningur undir landráða- starfsemi. Voru hinir ákærðu dæmdir í fangelsisrefsingu frá 1% —21/2 árs. FÚ. Sænskur prins í giftingar- hug. Kalundborg 22. febr. FU. Það vekur nú mikla athygli og umtal í Svíþjóð, að Sigvard prins ætlar að ganga að eiga þýska stúlku af borgaralegum ættum. — Konungsættin hefir gert ýmsar til- raunir til þess að hindra hjóna- bandið, en prinsinn sit.ur við sinn keip, og ætlar að giftast stúlk- unni, og setjast að í Stokkhólmi í vor. Málaferli. í Ungverjalandi hafa 2 menn í átta ár átt í málaferlum út, af einum einasta hundi, sem báðir vilja hafa eignarrjettinn á. Málið hefir kostað báða þúsundir króna. En það besta er að hundurinn er dauður fyrir sjö árum. Merkílegt þjóðsagnasafn: ,Gríma‘ heitir safn af íslensk- um þjóðsögum, sem Þorst. M. Jónsson á Akureyri hefir gef- ið út undanfarin ár og mun ge-fa út áfram. Oddur Björns- son. prentmeistari, hefir safn- að söguiium, en Jónas Rafnar heknir búið þæi- undir prent’- un.: Alls eru koniin út 9 hefti og kostar hvert hefti 2 kr. (nema 5. lieft.i, með efnisyfirliti yfir I. bindi kostar kr. 2.50). Von er á 10. hefti bráðlega og er þá lokið TT. bindi. Samtals verða þessi 2 bindi um 800 bls. Þeir sem unna þjóðsögum- og sögulegum fróðleik, ættu að eignast „Orímn“ frá upphafi. ipinm^á KartOllur frá Hornafirði komu með Esju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.