Morgunblaðið - 23.02.1934, Blaðsíða 8
8
MORGUN BLAÐÍÐ
| Smá-augiysinga.J Heimabruggun í Noregi
teppir sölu frá áfengis-
verslununum.
Munið íslen-sku leikfangag'erðina
á Laugaveg 19. Spilaborðin fást
þar í öllum stærðum.
Hyacintu:*, túlípanar og tazett-
ur fást daglega í Blóinaverslun
Anna Hallgrímsson. Sími 3019, ®g'
í Gróðrarstöðinni, sírni 3072.
Gulrófur og fóðurrófur, fást i
Gróðrarstöðinni, sími 3072.
Stofa með litlu eldhúsi, í nýju
kúsi, óskast strax. Tilboð, merkt
„100“, sendist A. S. í.
Púðar settir upp fyrir mjög
sanngjamt verð. Höfum alt til
uppsetningar: Spejlflauel, ullar-
flauel, Rúskinn, Yelour og margs
konar silki, dún og dúnljereft. —
Hannyrðaverslun Þuríðar Sigur-
jónsdóttur, Bankastræti 6, sími
4Ö82. _________________
Ámálaður Strammi, mikið úrval
Hannyrðaverslun Þuríðar Sigúr-
jðúsdóttur.
Eldhúshandklæði áteiknuð fyrir
aðeins kr. 1.75. Hannyrðaversiun
Þuríðar Sigurjónsdóttur.
Pressað Plyds í Stuttjakka.
Brúnt, grátt, svart og hvítt. Þur-
íður Sigurjónsdóttir, Bankastræti
6' sími 4082.
ll)) BtemiHi i ^lsem (G
Porskjelligt som Storfolk forbyr i Loven
og Præsten han gjör til et Bud fra oven
er Stakkarar nödt til at gjöre i Lön.
Her hænger en Kjedel i vilde Skoven
i Kjedlen er Bryg av det bedste at íaa.
Det blir til en Drik — hvad saa?
Mig gavner det uden at skade nogen.
Svo kvað norska stórskáldið i ekki eftir 60% brennivíni vín-
Hamsun árið 1902. Á því sjest.
að heimabruggun er als ekki neinn
ni'r viðburður í Noregi, enda þótt
nú sje meira um hana talað held-
ur en nokkuru sinni áður. Liggja
til þess margar orsakir.
ITm áramótin átti norska blaðið
.,Aftenposten“ tal við Askvig rík-
islögreglusjóra um heimabruggun-
ina. Hann sagði að aldrei hefði
verið gerð jafn rækileg gangskör
að því eins og nú að hafa hendur
í hári heimabruggaranna og það
væri ekkert smáræði af jólabrenni
víni. sem lögreglan hefði gert upp-
verslunarinnar, sem selt er á kr.
7,50 flaskan. Þess vegna segi fólk
að það hafi ekki ráð á að kaupa
vín áfengisverslunarinnar, því að
við þetta verð bætist svo flutn-
ingskostnaður. Til þess að keppa
við bruggarana verði áfengisversl-
unin því að selja ákavíti og kon-
íak fyrir jafn lágt verð eða lægra,
lieldur en heimabruggið kostar.
Hún muni samt hafa ágóða af
því.
Hið versta við heimabruggið sje
þó ekki það, að ríkið fari þar á
mis við tekjur, þótt það í sjálfu
egg EGG EGGt
glæný, fáum við daglega frá Grindavíkurbúinu
og Akranesi.
^^^^^^^^^^^^EKK^m^mmmmmmmmmtm^^mi^mmmmKmmKmtmKmmm^t^mmmmmmmmmmmtmmtmmmmmmmagmmmmmmaBmmmmmaummm^y
Norskar karfoflur
Úrvals tegund fáum við í dag með e.s. Lyra.
Eggert Krisijánsson & Co.
tækt. En hann kvað það sitt álit. sjer sje slæmt. Hitt sje verra.
Pæði, gott og ódýrt og einstakar
Siáltíðir fást í Café Svanur við
Barónsstíg.
| að heimabruggunin yrði aldrei
| kveðin niður með því, að leita
bruggarana appi. Eina ráðið til
þess sje það, að fá sveitafólk til
þess að taka gott norskt brenni-
vín fram yfir heimabruggið. Og
það verði ekki gert á neinn annan
hátt en þann, að áfengisverslunin
taki upp samkepni við bruggai
Hyggnar húsmæður gæta þess
að hafa kjarnabrauðið á borðum
sínum. Það fæst aðeins í Kaupfje-
lags Brauðgerðinni, Bankastræti 2.
Sími 4562.
Fljótt og vel gert við sauma-
vjelar og prjónavjelar. Frakka-
stíg 9.
Viðgerð á bamavögnum fæst af-
greidd á Laufásveg 4. Sími 3492.
að af mörgu heimabruggi verði
menn vitlausir og af því leiði
illindi, áflog og manndráp, eins
og ótal dæmin sýni.
Heimabruggarar sje ekki hrædd-
ir við þær refsingar, sem þeir fá,
þegar upp um þá kemst-. Fyrir
fyrsta brot fá þeir venjulega skil-
orðsbundinn dóm. En þeir lialda
ana. Hann segir, að verð á heima-! áfram fyrir því, eins og reynslan
bruggi sje svo hátt, að áfengis- sýnir, og í næsta skifti, sem upp
verslunin geti vel selt gott brenni- um þá kemst, er það einhver ann-
vín fvrir sama verð. og samt grætt ar. sem meðgengur bruggunina.
stórfje á því. Bruggarar selji nú og Jiannig gengur þetta koll af
flöskuna fyrir 5—7 krónur og kolli.
þeir sje orðnir þaulæfðir í fram-
leiðslunni. Mikið af* því heima-
bruggi, sem lögreglan hafi tekið
sje 70% að styrkleika og svo
hreint og gott, að það gefi alls
Yfirgangur togara.
Norska Stórþinginu liafá borist
fundarályktanir frá fjölmennum
fiskimannafundum víðsvegar um
landið, þar sem mjög er kvartað
yfir yfirgangi þeim sem norskir
fiskimenn verði að sæta af hálfu
útlendra togara á fiskimiðunum,
og tjóni því, er þeir bíða af þess-
um völdum. Fara sumir fundirnir
þess á leit við þing og stjórn, að
þau hlutist til um að sett verði
ný landhelgismörk, utar en hin!
eldri, og með því að ekki sje neins
að vænta um framgang slíks máls
með alþjóða samþyktum' eða sam-
komulagi, þá er þess farið á leit,
að norska stjórnin láti verja mið-
in með vopnum eða varðskipi, og
tilkynni þá ráðstöfun stjórnum
erlendra ríkja (F. Ú.)
U. S. A. tekur stórlán.
Fjármálaráðuneyti Bandaríkj-
anna tilkynnir, að boðið muni
verða út af hálfu stjórnarinnar,
nýtt innanríkislán að uppliæð 800
milj. dollara, og verður fje þessu
varið til þess að koma fótum
undir viðreisnarstarfsemi landbún
aðarins. (FÚ.).
I miðdagsmatinu:
Ófrosið dilkakjöt, saltkjðt,
hangikjöt. Reykt bjúgu, miðdags-
pylsur, kjötfars, nýlagað daglega.
Það besta, að allra dómi, sem.
reynt hafa.
Veislun
Sveins löhannssonar.
BorgstaSaatræti 15. Simi 2091.
C e 1 t e x
dömubindi er búið til úr dún-
mjúku efni. Það er nú nær ein-
göngu notað. Eftir notkun má
kasta því í vatnssalerni. Pakki
með 6 stykkjuin kostar 95 aura.
Höfum einnig til ýmsar aðrar teg-
undir af dömubindum.
(laugavðg^apotek
%'mM mm
Grand-Hótel
þekkti, leið framhjá, hinumegin við baktjaldið, sem
var niðri.
,,Madame?“ spurði Michael, varlega og feimnis-
lega. Hann var þegar búinn að hafa búninj?askifti,
og nú var hann í brúnum flauelskufli og hafði ör
og boga í hendi — því eftir hljeð átti hann að byrja
með bogmannsdans sinn.
„Ætlið þjer ekki að búa yður, Gru?“ spurði
hann, og reyndi eftir mætti að láta ekki meðaumk-
unina heyrast í mæli sínu, þegar hann sá Grusin-
skaju sitja í hnipri innan um leiktjöldin, svo aum-
lega og smávaxna.
Bjöllum var hringt á átta stöðum í senn.
„Jeg er þreytt, Michael", sagði Grusinskaja,
„Jeg vil helst fara heim. Luciele getur tekið að sjer
dansinn minn. Það má öllum vera sama. Þessu fólki
stendur hjartanlega á sama, hvort jeg eða ein-
hver önnur dansar hann“.
Michael varð svo hræddpr við þessa ræðu, að
allir vöðvar hans þöndust.
Eins og Grusinskaja sat þarna á tröppunni hafði
hún hnje hans rjett við augun og hún sá hvernig
hínn fagurskapaði vöðvi á læri hans spenntist.
Þessi ósjálfráða hreyfing í þessum líkama, sem
hún þekkti svo vel, var henni ofurlítil huggun.
„Vitleysa“, sagði Michael, sem fölnaði nndir
málningunni. Hann varð ókurteis af eintómri
hfæðslu.
Grusinskaja brosti blíðlega, rjetti út fingur og
snörti fót Michaels.
,,Hvað oft á jeg þurfa að segjá þjer að dansa
ekki með bera fætur“, sagði hún. „Þú verður aldrei
íiógu heitur og þá ekki nógu liðugur án þess,— Þjer
er .óhætt að trúa því, þú — byltingarmaður“. Hún
Ijet í nokkrar sekúndur höndina hvíla á duftugu
höítindi tvítuga mannsins, þar sem vöðvarnir titr-
uðu undir. Nei — enginn kraftur streymdi til henn-
ar við þessa snertingu.
Hvell hringing klauf loftið í þriðja sinn og á
leiksviðinu heyrðist þegar fótatak dansstúlknanna
hinumegin við málaða musterið, sem var á sviðinu.
Suzette hljóp lafhrædd um á ganginum við bún-
ingsherbergið, eins og hæna, sem hefir villst, af
því að Madame kom ekki til að klæða sig. Witte,
sem þegar var kominn á sinn stað til að stjórna
hljómsveitinni, tók sprotann í skjálfandi hönd sjer
og beið með óþreyju eftir rauða Ijósinu, sem átti
að gefa merki fyrir næsta dans, en ekki kom.
„Hvað eruð þjer að hugsa um?“ spurði Ottern-
schlag læknir uppi í stúkunni.
Kringelein hafði einmitt verið snöggvast að hugsa
heim til Fredersdorf, um littla sólskinsblettinn,
sem á sumareftirmiddögum var vanur að glitra á
skítgræna veggnum í útborgunarskrifstofunni —
en hugur hans sneri fljótlega aftur til Berlín, til
Theater des Westens og fjörutíu marka stúkunnar.
„Eruð þjer með heimþrá", spurði Otternschlag.
„Ekki að nefna“, svaraði Kringelein, eins og
hver annar heimsmaður og kaldur í hjarta sínu.
Nú hóf Witte upp sprotann og hljóðfæraslátt-
urinn byrjaði.
„Bágborin hljómsveit“, sagði Otternschlag, sem
var farið að líða illa í fylgdarmanns hlutverki sínu,
á þessari vesaldarlegu danssýningu.
En í þetta sinn Ijet Kringelein ekki glepja fyrir
sjer. Þessi músík líkaði honum einmitt svo ágæt-
lega. Hann hagræddi sjer í henni, eins og í baðker-
inu í gistihúsinu áður. Hann hafði einhverja svala
þungatilfinningu í maganum, rjett eins og þar væri
einhver málmkúla. Og það var alvarlegt einkenni,
að því er læknirinn áleit. En það gerði þó ekki einu
sinni verk, og komst aldrei lengra en að þessum
óþægindum, þegar menn búast við verkjum, sem
svo ekki koma. Verra var það ekki en svona smá-
munir gátu orðið manni að bana. En svo kom
músíkin og huggaði haftn, er flauturnar ljeku
pianissimo yfir titringi armfiðlanna. Kringelein
rjetti úr sjer og sveif burt á vængjum tónanna, út
í eitthvert blátt mánaland, þar sem málað musterí
stóð á málaðri strönd.
En á leiksviðinu hjelt sýningin áfram. Michael
kom nú fram sem bogamaður, með mjelaða kálf-
ana og í brúnum flauelskufli, hann þandi ungu
vöðvana, hentist í stökki yfir sviðið með fjaður-
Ijettu fótataki — þaut upp í loftið rjett eins og
hann væri að vagga sjer á þöndum kaðli. Af tákn-
hreyfingum hans mátti skilja það, að hann væri
að skjóta fugl, — dúfu, sem tilheyrði musterinu,
Hann sentist yfir sviðið eins og hvirfilvindur og
snarsnerist, og loks þaut hann út á eftir ör sinni,.
hægra megin af sviðinu.
Lófaklapp. Hljómsveitin byrjaði á pizzicato,
Grusinskaja kom fram. því hún hafði þá loksins 1
flughasti haft búningaskifti og var nú sem hin
særða dúfa og stór blóðdropi hjekk á hvítri silki-
treyju hennar. Hún er úrvinda af þreytu, en fjað-
urljett líður hún áfram, allt til þess er hún gefur
upp öndina, og bærir titrandi armana sem vængi.
Þrisvar reynir hún árangurslaust að fljúga, en loks
lýtur langi fíngerði hálsinn fram og hún leggur
höfuðið á hnje sjer og deyr.
Vesalings dauðskotin dúfa með stórt sár í hjart-
að, sem ljósmeistarinn lætur kastljósið leika um.
Tjaldið fellur. Lófaklapp. Og það meira að segja
töluvert lófaklapp, þegar þess er gætt, hve fámennt
er í leikhúsinu, og hve fáir lófar eru til að klappa.
„Aftur“, spyr Grusinskaja, sem liggur enn á
gólfinu miðju.
„Nei“, hvíslar Pimenoff í háum örvæntingar- -
tón utan úr tjöldunum.
Lófaklappið er hætt — steinhætt. Grusinskaja
liggur enn kyr í tvær mínútur ljett eins og sjávar-
froða, dauð og með leiksviðsrykið á höndum, örm-
um og gagnaugum. — Fyrsta sinn á æfinni, séim
»