Morgunblaðið - 23.02.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.02.1934, Blaðsíða 5
MORCUNBLAÐIf) S •w Kosningalögin nýjti III. Kiörseðlar Kjörseðlar ern þrennskonar, ■eftir því, hvort þá á að nota við atkvæðagreiðslu utan kjörfunda, við óhlutbundnar kosningar í kjör dæmum, eða í Reykjavík. Dóms- málaráðuneytið lætur í tje eyðu- :þlöð undir kjörseðla. Utankjörfunda-seðlar. . Þeir eru alveg eins og verið íhefir og kjörgögn hin sömu. Sýslumenn og bæjarfógetar (lögmaður) eig'a að sjá um að senda nægilegar birgðir þessara ikjörgagna til annara kjörstjóra í umdæminu. Skipstjóri á íslensku •skipi skal og gæta þess, að til sjeu í skipinu fyrir hverjar al- þingiskosningar nægar birgðir kjörgagna. Kosningalög og stjórn arski'á skulu vera í skipi um kosn- ing'ar. Kjörseðlar á kjörfundi við óhlutbundnar kosningar. f 51. grein kosningalaganna er lýsing á þessum kjörseðli og er hún svohljóðandi: „Eyðublað undir kjörseðil til atkvæðagreiðslu á kjörfundi við óhlutbundnar kosningar skal vera ca. 11 em. á breidd. Því skal vera skift í tvo hluta með ca. % em. breiðum, svörtum borða, þvert. yfir seðilinn. Efri hlutanum skal aftur skifta með feitum þver- strikum í skákir ca. 2 em. háar •og svo margar sem ætla má, að frambjóðendur verði flestir í kjör •dæmí. Neðri hlutanum skal einnig skífta með feitum þverstrikum í skákir ca. 1 cm. háar og svo marg ar sem ætla má, að landlistar verði flestir. Efri hlut.i eyðn- blaðsins er fyrir kjörseðil r kjör- dæmi, en neðri hlutinn er lands- kjörseðíll“. Þegar framboðsfrestur er lið- inn, ber yfirkjörstjórnum að full- gera lcjörseðla: láta prenta nöfn frambjóðendanna á seðlana, ásamt, skýrgreiníngu á því, hvaða flokki ■þeir tílheyra; einnig að láta prenta á seðlana bókstaf lands- listanna og flokltsnafnið. Það er nýmæli að geta þess á 'kjörseðli fyrir livaða flokk frambjóðandi sje. Þetta er eðli- leg afleiðing af reglunum um skipun uppbótarsæta. Frambjóðendur sama flokks ■eiga að standa saman á seðlunum, og frambjóðendur utan flokka síðast. Stafrófsröð ræður innbyrðis milli flokkanna. Til þess að kjósendur eigi auð- veldara með að átta sig á kjör- seðlinum, fylgir grein þessari sýn- ishorn af kjörseðli við óhlut- bundnar kosningar, eins og hann lítur út eftir að búið er að prenta á hann. Kjörseðlar í Reykjavík. í 52. gr. kosningalaganna eru fyrirmælí um kjörseðlana í Reykja vík. Þar segir; „Eyðublað undir kjörseðil til atkvæðagréiðshi á kjörfundi í Reykjavík skal gera þannig, að 'hsegt sje að prenta, listana á það, hvern við annars hlið, og skal ætla ca. 6 cm. breidd fyrir hvern lista. Eyðublaðinu skal skifta í tvo hluta, efri og neðri hluta, á sama hátt sem eyðublaði undir kjörseðil við óhlutbundnar kosn- ingar samkv. 51. gr. — Fyrir ofan borðann skal ætla nægilega lengd fyrir þann lista, sem liefir fram- bjóðendur svo níarga sem frekast má“. Svo sem sjest af þessari grein verða kjörseðlar í Reykjavík eins og’ verið hafa, nema hvað neðri hlutinn bætist við, en hann er fvrir landslistana. Nöfn frambjóðenda eru prentuð á efri hluta listans. Skal þess get- ið um hvern lista, hvaða stjórn- málaflokkur liann ber fram. Ef listi er boðinn fram utan flokka, skal þess getið á Jistanum. Á neðri hluta kjörseðilsins er prentað nákvæmlega hið sama, og á kjörseðla við óhlutbundnar kosn ingar, sbr. sýnishornið hjer að framan. Jóhann Vigfússon Frambjóðandi Alþýðuflokksins Guðni Jónsson Frambjóðandi Bændafl. Guðmundur Guðnason Frambjóðandi Framsóknarfl. Guðni Jónsson Frambjóðandi Kommúnistafl. Bárður Arngrímsson Frambjóðandi Sjálfstæðisfl. A Landlisti Alþýðuflokksins B Landlisti Bændaf lokksins C Landlisti Framsóknarfl. D Landlisti Kommúnistafl. . E Landlisti Sjálfstæðisfi. Sýnishorn af kjörseðli. við óhlutbundnar kosningar í ein- menningskjördæmi (í hálfri stærð). Kjörseðillinn í tvímenn- ingskjördæmi er alveg eins, nema hvað þar eru nöfn tveggja fram- bjóðenda frá hverjnm flokki og standa þau saman á seðlinum. Hraður vöxtur. Læknar í Manchester fengu fyr- ir skömmu einkennilegan sjúkling. Var það ung stúlka sem óx um 5 cm. á 10 dögum, og hafði jafn- framt óþolandi kvalir í öllum liða- mótum. Er þetta einstakt og ó- skiljanlegt fyrirbrig'ði. Ugreglusilírino i hoblii. „Prentvillan“. Hermann Jónasson lögreglu- stjóri helduh áfram að skrifa um kollumálið í kosningablað sitt. Lögreglustjórinn hefir komist að raun um, að hann hljóp á sig,er hann sagði að vottorð Veðurstofunnar um veðrið 1. des. 1930 kæmi í bága við skýrslu vitnanna, sem leidd hafa verið í kollumáli hans. Vitnin skýra frá því, að þeg- ar þau voru úti í eyju umrædd- an dag, hefði verið útsynnings- hryðjuveður. Þau sáu lögreglu- stjórann skjóta á æðarkollu af eyjaroddanum, skamt vestan við sundskálann, en kollan var á sjónum þar skamt frá. Koll- una rak síðan upp í fjöru. Lögreglustjórinn hjelt því fram, að þessi vitnisburður geti því aðeins staðist, að kolluna hafi rekið á „móti vindi", því að skýrsla Veðurstofunnar um veðrið umræddan dag sýni, að vindstaðan hafi verið úr annari átt. Lögreglustjórinn skýrir frá þessu í kosningablaði sínu á þriðjudaginn var. Ekki birti hann vottorð Veðurstofunnar, heldur gat þess, að vottorðið sýndi, að þennan dag hefðu ver- ið skúrir, og jeljagangur fyrst byrjað kl. 9 um kvöldið. Svo segir Hermann: „Enda man sjálfsagt fjöldi manna eftir norðvestan storminum og rign- ingunni þennan dag — daginn, sem „Apríl“ fórst“. Til þess að ganga úr skugga um, hvað í þessu vottorði Veð- urstofunnar stæði, sem lögreglu- stjórinn lagði svona mikið upp úr, fekk Mbl. afrit af vottorð- inu og var það birt hjer í blað- inu á miðvikudaginn var. Vottorðið sýnir athuganir Veðurstofunnar þrisvar þennan dag, þ. e. kl. 0,8, kl. 12 og kl. 17. Alltaf er SV-átt og vindstig 6—8. Þessi vindstaða kom því fylli- lega heim við framburð vitn anna. ’ Lögreglustjórinn sá nú, að hann hafði hlaupið á sig með „norðvestan storminn“, sem all- ir áttu að minnast. I gær kemur hann með skýr- ingu á þessu frumhlaupi sínu og segir, að þetta með „norðvest- an storminn“ hafi verið prent- villa(!!), þar hafi átt að standa „suðvestan stormur“. En þá verður það hrein- asta ráðgáta, hvað lögreglustjór- inn vildi með þessu vottorði Veð- urstofunnar, þar sem það er upp- lýst, að það kemur algerlega heim við framburð vitnanna, sem vitnuðu gegn honum. Og hvernig getur hann sagt, að kollan hafi rekið „móti vindi“ í SV-stormi, þegar hún er skotin suðvestan við eyna og hana rek- ur upp í fjöru? Lögreglustjórinn er eitthvað að staglast á því, að vitnin hafi sagt, að jeljaveður hafi verið úti í eyju á þeim tíma, sem þau voru þar, og telur að þetta komi I í bága við vottorð Veðurstof- I unnar. En þetta er rangt. Hinar sjerstöku athuganir Veðurstof- unnar geta ekkert um þetta, nema sú fyrsta (kl. 0,8), er seg- ir að regnskúrir hafi verið. Hin- ar geta ekkert um þetta; en í aths. er þess getið, að skúraveð- ur hafi verið milli athuganatím- anna, vindur ójafn „með snörp- um vindbyljum í hryðjunum“, án þess nánar að tilgreina úr- komuna. Vottorðið kemur því engan veginn í bága við skýrslu vitnanna hvað þetta snertir. „Ósamhljóða vitni“. Þá er lögreglustjórinn að staglast á ósamhljóða vitnis- burði. Hann telur það ósam- hljóða vitnisburð, að eitt vitni man þennan atburð og annað hinn o. s. frv. Þetta er svo altítt, að furðu gegnir, að rannsóknar- dómari skuli telja slíkt nýtt fyrirbrigði. Auðvitað getur vitnisburður beggja vitnanna verið jafngóður og gildur, þótt þau muni ekki bæði nákvæmlega alla atburðina, sem gerðust. — Þetta er algengt, einkum þegar langt er umliðið frá því að at- burðirnir gerðust, eins og hjer á sjer stað. Lögreglustjórinn „tvífari‘‘. Þá vill lögreglustjórinn halda því fram, að hann hafi sannað fjarveru sína í Örfirisey 1. des. 1930. Þetta byggir hann á því, að lögregluþjónar hafi borið fyrir rjetti, að hann, lögreglu- stjórinn ha'fi verið á skrifstofu sinni uppi í Arnarhváli á þeim tíma, sem hin vitnin segja að hann hafi verið úti í örfirisey. En hjer fer lögreglustjórinn enn rangt með. Skýrsla lögreghi- þjónanna um það, að þeir hafi sjeð lögreglustjórann 1 Arnar- hváli þennan dag, nær vf- ir svo stuttan tíma, að hvoru- tveggja vitnisburðirnir geta fyllilega staðist. Og skýrsla lög- regluþjónanna styður beinlínis framburð Örfiriseyjar-vitmanna um eitt atriði, þ. e. viðvíkjandi hinum óvenjulega klæðnaði lög- reglustjóraná þennan dag (,,spoi't“-fötin). En aðalatriðið í þessu máli — sem tekur af allan vafa —1- er það, að vitnin í örfirisey töluðu við lögreglustjórann úti í eyju strax á eftir, að hann hafði skotið æðarkolluna. Þetta atriði er svo veigamikið, að það tekur af allan vafa, svo ekki getur verið um missýningu að ræða. Hermann „píslarvottnr“. Lögreglustjórinn lætur sjer sæma, að halda uppteknum hætti og drótta því að vitnunum, sem leidd hafa verið til þess að sanna sekt hans, að þau sjeu ’ljúgvitni og meinsærismenn. Nú síðast er lögreglustjórinn kominn að þeirri niðurstöðu, að hann eigi að verða píslarvottur í höndum harðstjórnar þeirrar, sem ríki á voru landi. Hann seg- ir, að ljúgvitni hafi verið leidd fyrir ríkisrjettinn í Leipzig í sambandi við þinghallarbrun- ann, sem stofnuðu lífi ákærðra manna í voða. „Með þessum Hár. Hefi altaf fyrirliggjandi h&r við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. Goðafoss Laugaveg 5. Sími 3436. Verkfæri, skrár og lamir. Niðursett verð. Laugaveg 25. Taklð eflir. f öðrum löndum t. d. Danmörku hefir það færst mjög í vöxt, að láta gleraugnar „Experta" fram- kvæma alla rannsókn á sjónstyrk- leika sínum. Þessar rannsóknir eru fram- kvæmdar ókeypis. Til þess ,að spara fólki útgjöld, framkvæmir gleraugna „Expei-t“ vor ofan- greindar rannsóknir, fólki að kostnaðarlausu. Viðtalstími frá kl. 9—12 og 3—7. F. A THIEIÆ. Austurstræti 20. hætti losa harðstjórar síg við andstæðinga sína“, bætir Her- mann við. Sama eigi hjer áð gera. Já; mikið skal til mikils vinna. „Miklir menn erum við Hrólfur minn“. Mikill maður er Hermann. Ríkisstjórnin hefir engin önnur ráð til þess að „losa sig við“ hann, en að safna ,,ljúg- vitnum“ gegn honum! Nei; Hermann Jónasson. Þjer eruð ekki sú pólitísk stærð, ao nokkur þurfi að óttast yður. Hriflu-Jónas ætlaði að gera úr yður pólitíska stærð, en þáð tókst ekki. Þjer höfðuð fullan. vilja á að verða eins og læri- faðirinn gerði sjer vonir um, en 'yður skorti hæfileikana. Þess vegna eruð þjer nú pólitískt dauður. Píslarvottur getið þjer því aldrei orðið, Hermann Jónasson. En landslögin ná til yðar eins og annara borgara þjóðfjelags- i»s. Heilbrigður maður í heilt ár á geðveikrahæfi. í fyrra var ungur maður frá Aalborg tekinn fastur í Randers fyrir innbrot. Öll framkoma rnanns ins þótti bera vott um, að hann væri ekki með öllum mjalla, og var hann settur í geðveikrahæli eft.ir dómi. Nú liefir pilturinn krafist þess að vera látinn latts, og yfirlæknir geðveikrahælisins hefir gefið honum það vottorð, að hann sje alheill á geðsmunum, og* muni líklega aldrei hafa verið neitt geggjaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.